Dagur - 03.07.1998, Side 10
26-FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 19 9 8
D^ur
LÍFIÐ í LANDINU
L
HRISALUNDUR
KEA grill kynning.
Leiktæki fyrir börnin.
Frisso frísko gos kynning.
TILBOÐ
Svínokótilettur kr. 699 kg.
KEA pylsubrauö kr. 69 pk.
KEA Prakkarapylsur kr. 559 kg.
Coca Cola 1 I kr. 88
Pepsí 2 I kr. 97
Frissi fríski gos 1/2 I kr. 49
Hrísalundur fyrir þig.
Sumarsprell í dag
fró kl. 16-19
Margir spá Kringlu sigri í B-flokki á landsmótinu. Knapi Sigurður Sigurðarson.
Nauðsyn á öflugum félagsmótum
Um síðustu helgi var Murneyrarmótið hald-
ið með góðri reisn. Stutt er síðan menn
ræddu það í alvöru að leggja það mót af
vegna lítillar þátttöku. Frá því var fallið og
mótið sem nú var haldið virðist styðja þá
ákvörðun.
A þeim tímum eins og nú er þar sem
einkavæðingin og peningahyggja virðist nær
allsráðandi þá er nauðsynlegra en áður að
geta haldið reisn yfir félagsmótunum, ef
menn á annað borð vilja halda í félögin sem
sameiginlegan vettvang hestamanna.
HESTAR
Kári
Arnorsson
skrifar
Gott mót á Mumeyrum
Á Murneyrarmótinu sem er sameiginlegt mót
Sleipnis á Selfossi og nágrenni og Smára félags
Hreppamanna komu fram ágæt hross. Þá náðist
góður árangur í skeið-
kappreiðum en kappreið-
ar virðast vera að ná betri
stöðu en verið hefur um
hríð.
I A-flokki hjá Sleipni
varð sigurvegari Roði frá
Egilsstaðabæ, knapi Hall-
dór Vilhjálmsson, í öðru
sæti Storka frá Dalbæ,
knapi Brynjar J. Stefáns-
son og í þriðja sæti
Gammur frá Hreiður-
borg, knapi Þorvaldur Á.
Þorvaldsson.
B-flokkinn sigraði
Glóð frá Grjóteyri, knapi
Svanhvít Kristjánsdóttir,
annar var Heljar frá Skið-
bakka, knapi Brynjar J.
Stefánsson og þriðji Oli-
ver frá Garðsauka, knapi
Olafur B. Ásgeirssson.
Unglingaflokkinn
sigraði Bangsi frá Gríms-
húsum, knapi Olöf Har-
aldsdóttir og önnur varð
Elva frá Dalbæ, knapi Þóranna Másdóttir. í barna-
flokki sigraði Ingi Hrafn frá Egilsstaðabæ, knapi
Kristinn Loftsson, í öðru sæti Blesi frá Votmúla,
knapi Freyja Amble Gísladóttir.
Hörkukeppni í A-flokki hjá Smára
I A-flokki hjá Smára sigraði Blúnda frá Kílhrauni,
knapi í úrslitum var Þórður Þorgeirsson en Magnús
Benediktsson í forkeppni, í öðru sæti Ás frá Há-
holti, knapi Magnús Benediktsson og i þriðja sæti
Hlýja frá Vestra Geldingaholti, knapi Sigfús B. Sig-
fússon.
I B-flokki sigraði Nasi frá Hrepphólum, knapi
OIiI Amble, annar varð Gaqrur frá V-Geldingaholti,
knapi Sigfús B. Sigfússon og þriðja varð Kvika frá
Egilsstaðakóti, knapi Birna Káradóttir.
Unglingaflokkinn sigraði Hamar frá Háholti,
knapi Bjarni Másson og annar varð Goði frá Húsa-
tóftum, knapi Helena Steinþórsdóttir. I barnaflokki
varð Þytur frá Háholti efstur, knapi Ragnheiður
Másdóttir og önnur Yrpa frá Háholti, knapi Helga
H. Sigurðardóttir. Þriðji varð Bylur frá Hæli, knapi
Dóróthea H. Sigurðardóttir.
Góð þátttaka var hjá konum á Murneyrarmótinu.
Glóð frá Grjóteyri og Svanhvít Kristjánsdóttir sigr-
uðu í B-flokki hjá Sleipni.
Atkvæðamesti knapinn hjá Sleipni var
Brynjar J. Stefánsson sem kom alls fimm
hestum í úrslit og hjá Smára var það Sigfús
B. Sigfússon, sem kom (jórum hestum í úr-
slit og hlaut Sveinsmerkið, knapaverðlaun
Smára. Þá er ástæða til að geta góðrar
frammistöðu knapa og hesta frá Háholti.
Töltkeppnin á Murneyrarmótinu er orðin
vinsæl enda til nokkurs að vinna því veitt
voru 50 þús. króna verðlaun fyrir fyrsta
sæti. Það er Sláturfélag Suðurlands sem
gefur þessi verðlaun og er það vel þegar íyr-
irtæki standa þannig við bakið á félagsstarfi
heima í héraði. 1. verðlaunin hreppti Hugrún Jó-
hannsdóttiná Blæ frá Sigluvík og sigraði Sigurbjörn
Bárðarson en þeir félagar hann og Oddur frá
Blönduósi láta ekki deigan síga og urðu í öðru sæti.
Góður árangur náðist í
skeiðinu. 150 metrana
sigraði Áki frá Laugarvatni
á mjög góðum tíma 13,9
sek. Hann var setinn af
Þórði Þorgeirssyni sem í
raun keppti við sjálfan sig
en Lúta frá Ytra-Dalsgerði
sem Þórður sat einnig var
með tímann 14,0. Ragnar
Hinriksson slær ekki slöku
við frekar en Sigurbjörn og
náði fyrsta sætinu með
Bendil frá Sandfelli, hestur
sem hann skaut upp á
skeiðhimininn í fyrra. Tím-
inn var 22,10 sek. Sigurður
V. Matthíasson, sem búinn
er að skipa sér í röð
fremstu skeiðknapanna, sat
Glað frá Sigríðarstöðum
sem varð í öðru sæti með
22,27. 350 m stökkið vann
Lýsingur frá Brekkum með
tímann 25,86 sek. Knapi
Sveinn Þ. Gunnarsson.
Mjög sterkt lið frá Herði á landsmótið
Nokkuð er síðan Harðarmenn héldu sína úrtöku
fyrir landsmótið og sýnilegt að þar fer sterkt lið sem
líldegt er til stórræða. I öllum flokkum eru sterkir
hestar og mjög reyndir knapar. Það má því vænta
mikils af þessu liði á landsmóti.
A-flokkinn sigraði Prins frá Hörgshóli, knapi
Sigurður Sigurðarson. Að mati áhorfenda þá var
þetta stjörnusýning. Váli og Elías Þórhallsson urðu
númer tvö. B-flokkinn sigraði Kringla frá Kringlu-
mýri með miklum yfirburðum og þvílík sýning.
Knapi Sigurður Sigurðarson. Háfeta og Guðmari
Þór var ekki ógnað í ungmennaflokknum en þeir
skipa fyrsta sætið. Garðar Hólm er líka vel þekktur
knapi og hann kom hesti sínum Ónari í annað sæt-
ið.
Unglingaflokkinn sigraði Hrafnhildur Jóhannes-
dóttir á Saffron og Sigurður Pálsson og Rimma
urðu í öðru sæti. Linda Pétursdóttir ætlar að feta í
fótspor bróður síns því hún reið Fasa með glæsi-
brag í harðri keppni um fyrsta sæti í barnaflokki.
Númer tvö varð Daði Erlingsson á Nökkva. Sem
sagt harðsnúið lið frá Herði.