Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 5
 ZAUGAHDAGUR 47 JÚht 4998 - 21 LÍFIÐ í LANÐINU Á þremur stöðum samtímis Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmað- ur kom til Parísar snemma í vor eftir vet- ursetu á íslandi til að undirbúa þrjár sýn- ingar í Frakklandi í sumar. Fyrsta sýningin sem var opnuð í lok maí, er samsýning í Gallerie Aline Vidal þar sem hann sýnir reglulega. Aðeins hálfum mánuði síðar, 6. júní, var opnuð önnur samsýning á lítilli eyju í bænum Chatou skammt fyrir vestan París. Eyja þessi er kennd við im- pressjónistana því þeir komu þangað reglulega í lok síðustu ald- ar til að mála og snæddu þá gjarn- an á veitingastað sem enn er til og heitir Fournais. Við hliðina á veit- ingastaðnum stendur Hús Levanneur en þar var fyrir tveim- ur árum opnuð grafrkmiðstöð, með grafrkverkstæði og sýningar- sölum á tveimur hæðum. Verk Sigurðar Árna eru í stærri sal efri hæðarinnar, en aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Pierre Antoine, Manfred Jade, Ange Leccia og Maya Spasova. Þessir listamenn eiga það sameig- inlegt með Sigurði Arna að hafa aldrei unnið verk í grafík áður en þeim bauðst þátttaka í þessari sýningu. Tækifæri til að prófa Hugmyndin að baki sýningunni og reyndar að starfsemi hússins er að gefa listamönnum sem ekki þekkja grafík tækifæri til að vinna verk með þessari tækni. Sigurður Arni segir að grafíkin krefjist tækjabúnaðar og ákveðinnar verk- kunnáttu sem ekki sé á færi nema þaulreyndra manna að ráða við. „Eg hafði aldrei haft tök á því áður að vinna verk í grafík og leit á þetta boð sem tækifæri til að prófa.“ Markmiðið er líka að fá nýjar hugmyndir inn í grafíkina. „Þegar ég kem með mínar hug- myndir varpa ég fram spurningum og set fram kröfur um að fá hluti gerða án þess að hafa nokkra hug- mynd um hvort það er yfirleitt hægt. Ef grafikerinn hefur ekki staðið frammi fyrir vandamálinu áður þarf að finna viðunandi lausnir eða nálgun sem er tækni- lega möguleg.1' Minnir helst á upplýsta glugga Sigurður Arni á fjórar grafíkmynd- ir á sýningunni í Maison Levann- eur. Ein þeirra er gerð eftir stækk- uðu póstkorti sem Sigurður hefur teiknað inn á, en samskonar minni teikningar eru einnig í gler- borði sýningarsalarins. A hinum Jjremur grafíkmyndunum má í forgrunni sjá kunnuglega garða úr málverkum listamannsins. Bak- grunnurinn er hins vegar ókunn- ur, glampi sem minnir einna helst á upplýsta glugga í háhýsum stór- borgar en reynist við eftirgrennsl- an aðeins vera endurkast ljóss frá röð málningardósa er þöktu vegg hjá Sviðsmyndum í Reykjavík þar sem ljósmyndir af líkönunum voru teknar. Með því að stilla lík- önunum upp í ákveðinni fjarlægð frá dósunum fóru þær úr fókus og þannig varð borgarlandslagið að baki garðanna til. „Eg vildi fá að prenta Ijósmynd af því þegar ljós- mynd er notuð kemur alltaf upp í hugann orðið trúverðugleiki. Fólk fer ósjálfrátt að hugsa um raun- veruleikann. Reyni maður hins vegar að nálgast raunveruleikann með fölsun, í þessu tilviki með því að lita ljósmyndina með hjálp grafíktækninnar, Ijarlægist hann aftur,“ segir Sigurður Arni um grafíkmyndirnar. Einhasýning úti á landi I Frakldandi er sumarið timi list- viðburða úti á landsbyggðinni og því er viðeigandi að þriðja sýning Sigurðar Arna þar í sumar og sú stærsta skuli vera í nær 400 kíló- metra fjarlægð ffá höfuðborginni. Þetta er einkasýning sem verður opnuð í dag 4. júlí í Maison Ba- illaud, listamiðstöð í Fontenay le Comte, skammt frá borginni Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður er með þrjár sýningar í París. hægt væri að setja upp nær hvar sem er. Verkið tengist því fremur öðrum verkum á sýningunni en sjálfum sýningarstaðnum. Gengið inn í hugarheim Sigurður Arni hefur alveg frá því hann hætti að mála landslag feng- ist við að sýna garða í verkum sín- um, eða það sem hann kallar „hugmynd af garði“. Ský eða kannski bara gufustrókar? Nantes sem stendur á mörkum Loire dalsins og Bretagne skag- ans. Yfirskrift hennar er „Composite", sem gæti þýtt sam- setning nema að í frönsku er það notað yfir ný efni í byggingariðn- aði, oftast blöndu af gerviefnum og náttúrlegum efnum. Islenska orðið samsetning lýsir sýningunni þó ágætlega því þar verður að finna bæði teikningar, málverk og uppsetningu eins þrí- víddarverks. Um er að ræða sex um þriggja metra há pappatré sem verða látin hanga niður úr lofti sjmingarsalarins þannig að þau næstum snerta gólfið. Þessi tré eiga lítið skilið við raunveruleg tré annað en stærðina þótt lögun þeirra minni einna helst á japönsk dvergtré. A veggina kringum trén verða hengdar upp ljós- myndir af skýjum. Ský þessi eru reyndar enn ein raun- veruleikablekking lista- mannsins. Þetta eru nefnilega ekki ský sem við sjáum heldur ljós- myndir teknar af gufustrókum streyma út vatnsrörum Kröflmdrkjun. urður Arni vill kalla þessa upp- stillingu innsetn- ingu því hér er ekki um að ræða verk unnið inn í ákveðið rými heldur hug- myndaheim hans sem Það nægði honum hins vegar ekki að mála þessar hugmyndir og því tók hann upp á því fyrir nokkrum árum að búa til af þeim módel. „Þannig gat ég efniskennt hug- myndina á hvað skýrastan hátt,“ segir hann. Nú hefur módelið leyst upp í einstaka hluti, einstök tré úr garðinum og skýin hafa bæst við. En þegar við spyrjum hann hvers vegna hann hafi trén úr pappa segist hann hafa viljað hafa þau úr léttu og meðfærilegu efni, og hefði helst kosið ál, en það reyndist of dýrt. Álið hefði kannski undirstrikað það betur en pappinn að trén eru ekki raun- veruleg heldur unnin náttúra, þótt pappinn undirstriki tvíræðni þess að tala um unna náttúru; Annars vegar eru tré Sigurðar Árna tilbúin, en hins vegar eru tré unnin úr pappa sem er ekkert annað en endurunnin tré - og því kannski raunveruleg tré eftir allt saman. Sigurður Árni er með vinnu- stofu í París og í Reykjavík þar sem hann hefur stundað kennslu við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Hér á landi vinn- ur hann nú að undirbúningi upp- setningar listaverks sem verður á nýjum stífluvegg Landsvirkjunar við Sultartanga. -MEÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.