Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU Rúmlega 700 leikmenn hófu keppni á Heimsmeistaramótinu í knatt- spymu og þará meðal em margir hraustir drengir sem hofa kynþokk- ann með sér. Dagurhófleitað kyn- trölli HM ogfékk til liðs við sig hóp vaskra einstaklinga. Því er ekki að neita að mörgum þeim sem íylgjast með Heims- meistarakeppninni í knattspyrnu finnst áhersla íþróttafrétta- manna beinast um of að boltan- Edda Björg- vinsdóttir leikkona Kitn Nielsen, danskur dóm- ari. Af sérstökum snillingum vil ég nefna firanska miðju- dúettinn Deschamps og Zi- dane, Jeikmenn Juventus, • sem margir fá í hnén yfir, en ef við eigum að velja sjarmatröll þessarar keppni þá veðja ég nú ekki á Paolo Maldini, eins og margar kynsystur mínar gera, því að danska dómaratröllið Kim Nielsen hefur átt hug minn og nýru gegnum alla þessa heimsmeistara- keppni. um en ekki nægilega að Ieik- mönnum sem eru karlmenn í fullu fjöri. Þessari samantekt er aetlað að bæta úr skorti á mann- lega þættinum í úttekt fjölmiðla- manna. Þessa dagana er það álit fjöl- margra kvenna að karlmenn njóti sín hvergi eins vel og einmitt á knattspyrnuvöllum Frakklands. „Þar eru þeir veiði- menn og keppnismenn og karl- dýr á vellinum. Það er eitthvað náttúrulegt við þá,“ segir Auður Haralds rithöfundur. „Þetta eru karlmenn í hernaði sem skjóta og veija eins og þeim er eigin- legt. Þarna sjáum við karlmann- inn í sínu æðsta veldi," segir Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari. Herdís Sörensen sölu- kona er hjartanlega sammála kynsystrum sínum. „Þetta eru villtir, trylltir og Ioðnir frum- menn sem auðvelt er að heillast Guðríður Haralds- dóttir útvarpskona Jose Luis Chilavert fyrir- liði Paragvæja. Eftir langa umhugsun vel ég þennan karlmannlega markmann. Það eru margir leikmenn keppninnar fríð- ari en Chilavert en enginn þeirra hefur karakter í við- líka mæli. Chilavert er ekki snoppufríður en hann er karlmannlegur og kyn- þokkafullur. Hann hefur greinilega mikið sjálfs- traust en er ekki að drepast úr frekju og hefur segul- magnað aðdráttarafl. Ef hann leitaði á mig myndi ég ekki færast lengi feimn- islega undan. af. Sumir leikmenn falla reyndar í áliti um leið og þeir fara úr treyjunni. Þá er kannski ekki á þeim stingandi strá,“ segir Her- dís og kvartar um leið undan því að búningar leikmanna séu orðnir mun efnismeiri en á árum áður og hylji lærin um of. Búlgarinn Hristo Stoichkov er kannski dæmigerðasti fulltrúi þess villta, tryllta leikmanna- hóps sem auðvelt er að laðast að. Þessi sterklega byggði og skapbráði leikmaður, sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, hefur sterkt aðdráttarafl og er óneitanlega ruddalega sexý. „Hristo Stoichkov er alltaf vinur minn. Hann er mátulega grófur og villtur," segir Herdfs. „Jose Luis Chilavert, markvörður Paragvæja, hefur einnig til að bera þetta dýrslega eðli og er auk þess léttgeggjaður í jákvæðri merkingu þess orðs. Hristo Stoichkov var sterkur inni hjá mér sem kyntákn keppninnar þar til Chilavert fór úr að ofan. Þá sló hann Hristo út.“ Af ein- hverjum ástæðum virka mark- menn sérlega sterkt á konur. Hugsanlega má skýra hollustuna við markverðina með því að þeir veki upp verndartilfinningu hjá konum þar sem þeir standa um- komulausir, einir milli stang- anna. Percy P. Stefansson fyrrverandi for- maður Samtak- anna 78 Paolo Maldini fyrirliði ítala. Ég tók leitina að kyntrölli HM alvarlega og svipaðist um eftir karlmönnum sem hefðu örvandi áhrif. Ég á ekki eingöngu við útlit held- ur einnig fas og framkomu. Menn verða að hafa sjálfs- traust og sjálfsvirðingu, það er ekkert gaman að horfa á fallegt fólk nema það hafi nærveru og þori að vera það sjálft. Paolo Maldini er karlmennið í HM. Fríður, viðkunnanlegur og fas hans bendir til að hann sé stoltur af sjálfum sér. Hann hefur þetta: „Hér kem ég“ fas. „Markverðirnir eru sérleg karl- menni. Það er í þeirra valdi að veija heiður þjóðar sinnar. Allt veldur á frammistöðu þeirra,“ segir Rósa Ingólfssdóttir. „Þeir eru eldri og þroskaðri en aðrir leikmenn og þurfa sýnilega að beita útsjónarsemi," segir Auður Haralds sem lengi vel hafði kenndir til markvarðar Englend- inga, David Seamans. „En svo sendu þeir hann inn á í ræpu- grænni samfellu. Hann féll á því. Engu að síður kann hann að sparka bolta þannig að maður fær högg í móðurlífið." „Ég hrífst af markvörðum, ég veit ekki af hverju," segir Herdís Sörensen, „kannski eru þeir gerðarlegri en aðrir leikmenn og svo eru þeir oftast sýndir í nær- mynd.“ Skortur á nærmyndum var al- gengasta umkvörtunarefni við- mælenda blaðsins. „Alltof oft sér maður bara litlar flær hoppa um völlinn," sagði Auður Haralds. Lærtn skipta máli Viðmælendur blaðsins voru yfir- Ieitt á þeirri skoðun að persónu- leiki leikmanna heillaði meir en útlit þeirra. „Kynþokki snýst um karakter, útlit og fas og það er mikilvægt að menn beri með sér að hafa sjálfstraust en séu ekki sífellt að biðjast afsökunar á sjálfum sér,“ segir Percy P. Stef- ánsson fyrrverandi formaður Samtakanna 78. Siv Friðleifs- dóttir alþingiskona segist heill- ast af leikmönnum sem sýni yf- irvegun, geti tekið á vandamál- um æsingarlaust og séu traust- vekjandi. „Istöðuleysi og bráð- ræði vil ég ekki sjá,“ segir hún. í íyrsta sæti set ég Ivan grimma Zamorano, fyrir- liða Chile. Þótt liðið hafi dottið út gegn Brasilíu hef- ur Zamorano útlitið með sér, þetta fallega axlarsíða hár sem hann passar upp á að laga í miðjum leikjum þótt mikið gangi á, ansi gott það. Hann hefur að vísu ekki hæðina með sér en það gerir lítið til, hann stekkur svo almennilega og er þá orðin jafnhár hinum leikmönnunum. Ég myndi ekki sparka honum úr rúm- inu mínu. „Hreyfingarnar fletta ofan af svo mörgu og opinbera karakt- er,“ segir Auður Haralds. „Fastar hreyfingar, lausar hreyfingar, ákveðinn svipur, ákveðið bygg- ingarlag, ákveðnar hálsæðar. Allt þetta er Iíklegt til að vekja fiðr- ing.“ „Háir, leggjalaglegir karlmenn með fallegan rass og þokkafullar hreyfingar heilla mest,“ segir Halldóra Bjarnadóttir kynlífs- fræðingur Dags. „Lærin eru vissulega stórt atriði þótt ekki sjáist nóg af þeirn," segir Herdís Sörensen, „en mestu finnst mér skipta þetta villta tryllta sem einkennir bæði Stoichkov og Chilavert. Dino Baggio og Paolo Maldini eru dálítið villtir en það truflar mann hvað þeir eru súkkulaðisætir." Ekta karlstrumpar Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta er hátt skrifaður hjá Siv Friðleifsdóttur. „Hann er ansi töff,“ segir hún. „Roberto Baggio er einnig flottur og það sama má segja um Oliver Bier- hoff og Alan Shearer en Michael Laudrup ber af þeim öllum." Ragnheiður Hanson, umboðs- maður Rollings Stones hér á landi, dáist sérstaklega að hin- um hárprúða Ivan Zamorano fyrirliða Chilemanna og sem önnur eftirlæti nefnir hún Siv Friðleifs- dóttir alþingiskona Mikael Laudr- up landsliðs- maður Dana. Daninn Mikael Laudrup er þéttur á velli, myndarlegur, léttur á sér og fimur. Hann ber með sér góðan þokka og hefur útgeislun. Hann virkar yfirvegaður og er traustvekjandi. Hann er á flestan hátt eftirtektarverð- ur karlmaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.