Dagur - 04.07.1998, Side 14

Dagur - 04.07.1998, Side 14
30-laugardagur i. júlí 19 9 a æsa böm upp Fríöa Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi: „Þeir sem þamba orkudrykki í líkamsræktinni innbyrða stundum fleiri hitaeiningar en þeir hafa losað sig við.“ Örvandi orku- drykkir Orkudrykkirþeir sem nú eru svo vinsælir eru engir töfra- drykkir. Þeir innilmlda ein- faldlega fullt afhitaeining- um íformi kolvetna. Þeir gera því engum ógagn nema þeim sem eru í megrun. Sum- artegundirinnihalda reynd- ar mikið koffín og ætti að geyma í öruggrijjarlægð frá bömum. ^ - „Innihald þeirra orkudrykkja sem fást er nokkuð mismunandi," segir Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi á Landspít- alanum. „Gatorate sem kom fyrst á mark- aðinn inniheldur til dæmis ekkert annað en sykur og vatn. Hann er því alveg eins og gos þótt hann sé auglýstur sem íþrótta- drykkur. Nokkrum þessara drykkja er hins vegar hægt að mæla með. Þeir innihalda sykur úr flóknum kolvetnasamböndum, sem heita glúkósapolymers og ávaxtasyk- ur. Þau nýtast íþróttafólki vel. Aðrir inni- halda auk þess amínósýrur, það er að segja prótein." - Hefur venjulegt fólk eitthvað við þessa drykki að gera? „Þeir sem stunda Iíkamsræktarstöðvar sér til heilsubótar hafa enga sérstaka þörf fyrir þessa aukaorku. Því þetta er auðvitað ekkert annað.“ Þú gerir greinarmun á iþróttafólki ann- ars vegar og almenningi hins vegar. Af hverju geta þessir drykkir verið góðir fyrir íþróttafólk? „Iþróttafólkið æfir í minnst eina og hálfa klukkustund á dag, allt upp í tvo og hálfan tíma. Það þarf því á orku að halda og að drekka einhvern vökva. Orku- drykkimir henta vel því þeir eru léttir í maga og sumir þeirra innihalda einnig steinefni. En fyrir þá sem æfa minna er yfirleitt nóg að drekka vatn til að vinna upp vökvatap. Samt mæli ég frekar með orkudrykkjunum en gosi því það inniheld- ur einnig sýru sem er slæm fyrir tennurn- ar.“ - Þetta eru í rauninni ekkert annað en hitaeiningar setnfólk hefur enga þörffyrir undir venjulegum kringumstæðum? Og alls ekki efþað herst við aukakúóin? „Það er að sjálfsgöðu misjafnt við hverju menn mega. En þeir sem eru 1' Iík- amsrækt til að ná af sér aukakílóunum og þamba svo orkudrykki allan tímann hafa að öllum líkindum innbyrt meiri orku en þeir losuðu sig við. En fyrir þá sem hafa setið á fundum allan daginn og ekkert fengið að borða eru orkudrykkirnir snið- ugir, og betri en snúðar." En svo eru það þeir drykkir sem inni- halda koffín. „Sumir drykkir eins og Magic innihalda jafn mikið koffín og heil kaffikanna. Koff- ínið hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið og því óæskilegt að börn drekki mikið af slíkum drykkjum.“Er hægt að þekkja þess- ar mismunand gerðir orkudrykkja i sundur öðruvísi en rýna vel í innihaldslýsingarnar? „Nei, í rauninni ekki.“ HEILSUMOLAR Viagra fyrir konnr Vinsældir getuleysislyfsins Viagra meðal karlmanna hafa vakið konur til umhugs- unar um hvort ekki megi finna upp viðlíka lyf fyrir konur. Margar konur hafa velt fyr- ir sér hvort ekki megi taka inn eitthvert lyf til að hressa upp á kynlíf kvenna þannig að þeim takist að halda í við karlana. Sér- fræðingarnir segja að lausnin finnist ijurt- um, til dæmis jurtalyfinu „damiana", sem er notað víða í Mið- og Suður-Ameríku. Einnig ku konur geta sótt kynlífsstyrk sinn í rætur, sem nefnast „muira puama“ og „dong quai“. Það síðarnefnda er kínverskt hvannarlyf sem konur nota á breytinga- skeiði og gegn vöðvakrampa. Samkvæmt upplýsingum Dags fæst aðeins síðast- nefnda lyfið hér á landi. Trampolln er hættulegt Trampolín er tæki sem algengt er í íþrótta- húsum landsins og jafnvel inni á heimilum enda er það afar vinsælt meðal barna og unglinga. Nú herma fregnir að það sé ekki með öllu áhættulaust að hoppa á tram- políni. Sá sem hoppar getur alltaf misst stjórn á sér, dottið á brúnina eða fram af trampolíninu - og þá getur stórslys gerst. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að slys á trampolíni hafa margfaldast undanfarin ár. Fullorðnir þurfa því að vera vel á verði þegar trampolínið er í notkun og auðvitað eiga ung börn ekki að leika sér á tram- políni. Reykmgamemi fá Alzneimer Hollensk rannsókn sýnir að reykingamenn eru í helmingi meiri hættu á að fá Alzheimer og viðlíka sjúkdóma en þeir sem ekki reykja. Þessi niðurstaða er þvert á - niðurstöður fyrri rannsókna. Þegar annað vUl meira Þegar líða tekur á sam- búð/hjónaband, kemur kannski að þeim tíma- punkti í samlífinu þar sem öðrum aðilanum eða jafnvel báðum fer að leið- ast tilbreytingaleysi í sam- bandinu. Sumum finnst jafnvel kynlífið hafa lent uppi á skeri strax eftir brúðkaup- ið. Oft getur þessi upplif- un tengst því að gerðar séu kröfur um of-iðkun kynlífs í bjóna- bandinu og viðmiðið þá gjarnan tekið af kynlífinu í tilhugalífinu, þegar kynlíf var jafnvel stundað daglega hvar og hvenær sem færi gafst, hvort heldur það var í há- deginu á sunnudegi, rétt fyrir kvöldverð- inn eða þegar þið vöknuðuð úthvíld að morgni. Til eru einstaldingar sem telja að Ijúka beri hveijum degi ársins með því að stunda kynlíf og er það í sjálfu sér í lagi hafi báðir aðilar sambandsins úthald, getu og nennu til að standa í þvíumlíkum stór- ræðum dag- lega. Málið getur hins- vegar orðið mun flókn- ara sé takt- ur einstak- I i n g a n n a ekki sá sami. Fólk er einfald- lega mis- upplagt til ástarleikja og eru margir hlut- ir sem geta spilað þar inní, svo sem aldur einstaklinganna, vinnuálag og fleira. Fólk sem t.d. vinnur erfíðisvinnu allan daginn, getur hreinlega verið of þreytt til ástarleikja síðla kvölds, vitandi sig þurfa að vakna örfáum stund- um seinna í jafn erfíðan dag. Oft þegar rætt er um mismunandi kyn- löngun fólks, fínnst mér gefíð í skyn að karlinn sé þurftafrek- ari í þessum efnum en konan. I þessu eru engin lög- mál, því kynhvöt er e i n s t a k - lingsbundin og því ekki eingöngu hægt að tala til karla í þessum efn- um um að sýna tillits- semi og virða löngun makans. Misskilin tillitssemi I góðu sambandi geta einstaklingarnir tjáð sig um þarfir sínar, langanir og drauma án þess að hinn taki því sem höfnun eða kröfu. Rest er að geta talað saman af ein- Iægni og hreinskilni og langi annan aðil- ann ekki að hafa mök af einhverjum ástæðum á hann að geta sagt það beint, án þess að hinn taki það nærri sér og líti á það sem persónulega höfnun og skort á ást. Oft verður misskilin tillitssemi til þess að eyðileggja kynlif í hjónabandi/sam- bandi. T.d. fínnst mörgum konum óaðlað- andi að finna líkamslykt, svo sem svita og táfýlu, þegar þær njóta ásta, en vegna til- litssemi við maka nefna þær þetta kannski ekki oft, eða senda óskýr skilaboð sem makinn meðtekur hugsanlega ekki og afleiðingin getur orðið sú, að þær verða fráhverfari manninum við hverjar samfar- ir, þar til þær að Iokum missa alla löngun til mannsins. Skýr skilaboð i þessu tilefni væru t.d. að láta renna í gott bað fyrir hann, setja t.d. gott baðsalt eða baðolíu útí og ekki skemmir það stemmninguna að kveikja á kertum á baðinu. Fljótlega verður slfkt dekur væntanlega hluti af for- leiknum, því forleikur góðra maka varir jú allan daginn. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræð- ingur og skrifar um kynlíf fyrir Dag. KYNLIF Halldóra Bjarnadóttir skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.