Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR i. JÚLÍ 1998
LÍFIÐ Í LANDINU
LJÓS-
BROT
myndar
Ef mér skjöplast ekki því meir
þá hefur
svokölluð
merkjavara ekki
haft merkjanleg
áhrif á líf mitt
til þessa. Og er
ugglaust merki-
Iegt því mér
skilst að lífs-
hamingja
margra byggi
einmitt einkum
og aðallega á
merkjavöru.
Astæðan fyrir
því að ég hef hingað til farið á
mis við merkjavöru er ugglaust
sú að ég hef eiginlega ekki
græna glóru um hvað merkja-
vara er. Raunar hefði ég haldið
að allar vörur væru merkjavörur,
því þær eru flestar kyrfilega
merktar í bak og fyrir, 13-13
sápa, Signal-tannkrem, Frón-
kex, Auðhumlu-smjör og svo
framvegis. Eina varan sem ekki
er beinlínis merkjavara í mínum
huga er nýja ýsan í fiskbúðinni.
Ódýrir ómerkingar
En einn góðan veðurdag-var far-
ið að fjalla um merkjavöru í fjöl-
miðlum. Sagt var að hún væri
vissulega dýr en á Islandi væri
hún ódýrari en víða erlendis. Og
því væri tilvalið að stefna hingað
ríkum túristum til þess að kaupa
ódýra merkjavöru. Jafnvel er
talið að Bandaríkjamenn geti
grætt á því að fljúga hingað til
að kaupa merkjavöru.
Sem heimamaður myndi ég
náttúrlega græða enn meira en
Kaninn á því að kaupa merkja-
vöru á Islandi, því ég sparaði
mér flugfarið frá USA og hótel-
kostnað í Reykjavík. En ég þekki
bara ekki merkjavöru frá merkt-
um ómerkingum í næsta rekka
og því ekki hæg heimatök.
Þannig að ég fór að spyija fólk
mér fróðara um þessa hluti og
fékk umsvifalaust góðar ábend-
ingar.
Frón og Rassmaní
Meðal merkilegustu merkjavara
ku vera m.a.: Nækí eða Níkei,
Lívæs, Maxogsixpencer, Djóbox-
er, Pjerober, Boss (ekki Combi),
Versassí, Gukki, Sjatólafítt,
Arma- og Rassmanf, Beníton,
Róleks og Tsjanel nömber fæf.
Ómerkileg merkjavara er aftur á
móti framleiðsla eins og Vír,
Frón-kex, Akra-smjörlíki, Gefj-
unar-gallabuxur, Kornax-hveiti,
Kolgeit-tannkrem, Adrett-hár-
krem, Gústafsberg-klósett og
Áttasinnumfjórir svitalyktareyð-
ir.
Þeir sem búa við og brúka
merkilega merkjavöru eru ungir,
fallegir, ríkir og hamingjusamir.
En hinir sem þurfa að lifa við
undirmáls merkjavörur eru mið-
aldra, ófríðir, fátækir og óham-
ingjusamir. Þetta eru einfaldar
staðreyndir sem ég hef margoft
fengið staðfestar í auglýsingum
og lesið í viðtölum við merkilegt
fólk.
Fífa eða Lívæs?
Eg er að sjálfsögðu í síðarnefnda
hópnum og veit vel að mér á að
líða svona heldur illa vegna
þess. En einhvernveginn finnst
mér óhamingja mín minni en
hún ætti að vera hjá svo merkja-
vörusnauðum manni.
Aungva á ég Gukki-skó en
gúmmískó á ég tékkneska með
hvítri rönd. Þessir skór hafa lif-
að og stækkað með þjóðinni í
áratugi. í Mývatnssveit var kom-
inn tími til að slá þegar grasið óx
upp fyrir hvítu röndina á
gúmmískónum. Aldrei hefur
notagildi Gukki-skótaus verið
neitt í líkingu við það.
Djóboxer-nærbrækur ku láta
menn virka hreðjamikla og blása
þeim kynorku í eistu. Eg hef
gengið í nærbrókum í áratugi en
hef ekki hugmynd um hvort þær
eru frá Djóboxer, Mike Tyson
eða öðrum hnefaleikamönnum,
þær gætu allt eins verið frá
Skjólbrókagerð Skagaljarðar. En
þær hafa dugað mér jafn vel og
heimsfrægar merkjavörubrækur.
Nækí eða Níkei íþróttaskó hef
ég aldrei átt en jafnan gengið í
óvatnsþéttum strigaskóm sem
anda og hafa farið einkar mjúk-
um höndum um mína fætur frá
því í áradaga. Sjálfsagt eru þess-
ir skór af hinum og þessum
ómerkilegum sortum, en í mín-
um augum og á mínum bífum
eru þeir einfaldlega Strigaskór
með stórum staf og ég efast um
að hamingja mín myndi aukast
hætishót þó ég træði tám í
Nækí/Níkei.
Lívæs gallabuxur hefi ég
aldrei átt. Afturámóti gekk ég í
mörg ár í Fífu-buxum sem fram-
leiddar voru á Húsavík norður
og voru þeirrar náttúru að sniðið
passaði á alla aldurs- og þyngd-
arflokka, sannkallaðar jafnaðar-
mannabuxur. Manni leið vel í
Fífubuxum og gat snúið sér við í
þeim og farið kollhnís innaní
þeim. Hvenær hafa menn
stundað slíka leikfimi inni í níð-
þröngum Lívæs buxum?
Hamingja eða heimska?
Það er sem sagt allt á sömu bók-
ina lært. Eg fæ ekki séð að
nokkurs sé misst eða að sakna
að hafa ekki kynnst merkjavöru-
veröldinni nema á skotspónum.
Kannski stafar þetta af því að
enginn veit hvers sakna á fyrr en
fengið er og misst. Hugsanlega
er ég bara svona heimskur,
menningarsnauður, ólekker og
vanþroska sveitagladdi. Sjálfsagt
eru það staðreyndir málsins. Eg
lifi í blekkingu, ég er hamingu-
og merkjavörusnauður maður en
of heimskur til að skynja eigin
óhamingju.
JOHANNESAR-
SPJALL
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar