Dagur - 04.07.1998, Side 9
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 19 9 8 - 25
Einkaframtakið lifir! Fjöldinn allurafkomungufólkifernú
fram á ýmsum sviðum atvinnulífsins meðfyrirtæki sem það á
sjálft. Þau eru rétt komin yfir tvítugt en reka búðir, kaffihús,
selja hesta, reka útvarp oggera upp bíó - reksturinn ermarg-
vísleguren áhuginn sameiginlegur. Dagurkynnir til leiks
ungt athafnafólk sem ætlar sér að gera það gott áAkureyri.
Leó og Anna Jóna vildu reyna eitthvað nýtt og fóru út í
verslunarrekstur.
Úr Brynjuísniim í tískufatnað
„Við ætlum að verða millar," segir Leó
Fossberg Júlíusson og hlær spurður af
hveiju hann fór út í verslunarrekstur.
Hann ásamt unnustu sinni, Onnu Jónu
Garðarsdóttur, festi kaup á tískuvöru-
versluninni Contact á Akureyri ekki alls
fyrir löngu. Þau eru bæði ung að árum,
Leó er 23 ára og Anna Jóna tvítug.
„Við vildum reyna eitthvað nýtt. Eg er
búinn að vinna nánast frá þrettán ára
aldri í versluninni Brynju og var orðinn
leiður á því,“ segir Leó og segir fátt skylt
með Brynjuísnum margrómaða og tísku-
fötum. Anna Jóna segist sömuleiðis hafa
fengið nóg af fyrri störfum. „Verslunin
var ekki til sölu en við gerðum bara tilboð
í hana og því var tekið,“ segir Anna Jóna.
Parið unga segist ekki hafa
reynslu af verslunarrekstri en
þetta Ieggist vel í þau og þau eru
ekkert hrædd um að reynsluleys-
ið verði þeim að falli. Búðin hef-
ur fengið nokkra andlitslyftingu.
Nýjar innréttingar hafa verið
settar upp og allt málað að nýju.
Litlar áherslubreytingar verða þó
og sömu vörur eru á boðstólnum
og fyrir breytingarnar. Seldur er
tískufatnaður en einnig er nokk-
uð um snyrtivörur. „Við erum
með fullt af merkjum. Við erum
með einkaumboð fyrir Diesel og
erum einnig með önnur merki,
bæði fyrir dömur og herra. Þá
erum við með stærri númer en
fyrirrennarar okkar og viljum
þannig koma til móts við stærra
fólk. Maður mátti varla vera
mikið yfir 170 sm á hæð. Þá var
ekkert til,“ segja þau Leó og
Anna Jóna.
Með vinsælli búðum í bænum
Að sögn Leós og Onnu Jónu hefur gengið
vel þann stutta tíma sem þau hafa átt
verslunina. „Það er nokkur hagnaður á
þessu en það er svo stutt síðan við fórum
út í þetta svo þetta á eftir að koma í ljós.“
Anna Jóna segir að kosturinn Hð sjálf-
stæðan rekstur fram yfir skólann sé
sveigjanlegi vinnutíminn auk þess sem
þau ráða sér sjálf. „Það er gott að geta
brugðið sér frá, sérstaklega ef maður er
með barn.“ Fólk á öllum aldri sækir í
verslunina. „Eg sá karl um fimmtugt hér
um daginn en ætli markhópurinn sé ekki
þetta 12-40 ára,“ segir Anna Jóna. „Við
erum bjartsýn á að þetta gangi vel. Versl-
unin er á góðum stað í bænum og ég
mundi segja að þetta væri með vinsælli
verslunum á Akureyri."
Þormóður var á leið í skóla þegar tækifæri
bauðst til að setja á fót verslun. „Ég sé ekki
eftir því í dag.“
Áhættan borgaði sig
„Eg var eiginlega á leið í skóla haustið ’97
þegar Siggi kom með þá hugmynd að
opna snjó- og hjólabrettabúð hérna á Ak-
ureyri. Eg sló til eftir nokkurra daga um-
hugsun og sé ekki eftir því í dag,“ segir
Þormóður Aðalbjömsson, 25 áraAkureyr-
ingur, sem ásamt Sigurði Arna Jósefssyni
er eigandi Holunnar á Akureyri. „Kostur-
inn við þetta umfram skólann er kannski
sá að hér er ég að fást við eitthvað sem ég
hef virkilega áhuga á en eins og með
skólann tekur e.t.v. meiri tíma að finna
eitthvað sem vekur áhugann," segir Þor-
móður.
Þormóður og Sigurður stunduðu báðir
snjóbrettin og kynntust þannig. Þormóð-
ur segir að hugmyndin hafi verið að
kynna snjóbrettaíþróttina fyrir Norðlend-
ingum en svo urðu hjólabrettin einnig
vinsæl. Mikill uppgangur hafi verið í
þessum íþróttum á þessum tíma og hafi
enn aukist eftir opnun búðarinnar í októ-
ber 1996. Hvorki Þormóður né Sigurður
höfðu reynslu af fyrirtækjarekstri. „Það
verður að taka einhverja áhættu í lífinu.
Þetta var auðvitað töluverð áhætta en
hefur tekist rosalega vel upp og hér
stöndum við í dag,“ segir Þormóður.
Hann segir búðina hafa gengið vel. „Við
getum alla vega borgað laun, borgað af
lánum og keypt nýjar vörur. Það er velt-
an, þannig gengur þetta.“ Holan er ný-
lega flutt í annað húsnæði þar sem gamli
staðurinn var orðinn allt of lítill fyrir
starfsemina. „Við gerðum allt sjálfir, mál-
uðum og innréttuðum. Það er miklu
skemmtilegra, það verður meiri sál í
þessu.“
Kukabuxur og kók
I Holunni fæst allt sem viðkemur snjó-
og hjólabrettum. „Við erum að selja föt.
Þetta er náttúrulega ekkert annað þó
menn kalli þetta kúkabuxur eða eitthvað
annað. Það er ekkert til sem heitir beint
brettaföt." Fyrir utan alls kyns fatnað eru
einnig fáanlegir skór, úr, merkimiðar að
ógleymdum sjálfum brettunum. „Við selj-
um meira að segja kók hérna. Strákarnir
eru oft þyrstir," segir Þormóður og hlær.
„Þetta eru allt toppvörur og brettagaurar
hér fyrir norðan eiga ekki að þurfa að
leita neitt annað en til okkar."
Þormóður og félagar eru hvergi nærri
hættir. „Við stefnum á að halda 4-5 snjó-
brettamót og koma upp aðstöðu uppi í
Hlíðarljalli í vetur. Þá reynum við að gera
meira fyrir „skeitarana.“ Við fengum styrk
frá Iþrótta- og tómstundaráði Akureyrar
til að halda hjólabrettamót á 17. júní sl.
Við höfðum barist fyrir því lengi að fá
styrki og aldrei gengið fyrr en núna. Við
erum mjög þakklátir fyrir þennan styrk.
Það er dýrt að halda svona mót. Pallurinn
sem var notaður kostaði einn og sér um
300 þúsund krónur. Aðalatriðið er svo að
fá einhverja aðstöðu hérna í bænum,
helst inniaðstöðu. Nýja bæjarstjórnin
hefur talað um að gera eitthvað. Eg vona
bara að eitthvað verði úr því.“
Ingi Þór lítur á veitingareksturinn sem fyrst
og fremst góða reynslu.
Hábgert flipp
„Við komum inn í þennan rekstur fyrir
rúmum sjö vikum og við erum á fullu að
breyta og bæta staðinn," segir Ingi Þór
Ingólfsson, 25 ára Akureyringur sem rek-
ur nú Ráðhúskaffi á Akureyri ásamt Mar-
ínó Sveinssyni. „Það var haft samband við
okkur að fyrra bragði. Okkur fannst þetta
gott tækifæri og slógum til. Þetta var
hálfgert flipp.“ Ingi Þór er lærður þjónn
en þetta er frumraun hans í rekstri af ein-
hverju tagi. Marínó er aftur vel sjóaður í
bransanum og er í margs kyns rekstri.
Hann er m.a. meðeigandi í Pizza ’67. „Eg
lít á þetta sem reynslu og gott veganesti í
framtíðina," segir Ingi Þór.
Akureyringar seiuir til
Ingi Þór segir ekki flókið að kaupa fyrir-
tæki í dag. „Þetta er spurning um hvernig
fyrirtæki þú ert að kaupa, í hvernig
rekstri það er og hvað þú ert tilbúinn að
leggja mikið af peningum í þetta.“ Upp-
haflega var staðurinn hálfgerður skyndi-
bitastaður og þá undir öðru nafni. Hann
gekk heldur brösulega.
„Menn hafa verið tregir við að fara út á
virkum dögum og fá sér kaffi. Vín- og
kaffihúsamenningin er að koma hingað.
Eg er bjartsýnn. Sumarið lofar góðu við
ætlum bara að hafa gaman að þessu.“ -jv
Meðfæddur hestaáhugi
Sigrún Brynjarsdóttir, tamningakona, er
með meðfæddan hestaáhuga að eigin
sögn og safnaði fyrir og keypti fyrsta hest-
inn sjálf aðeins 10 ára gömul. Núna 15
árum síðar rekur hún fyrirtækið „íslands-
hestar" ásamt bandarískum viðskiptafé-
laga sínum, Will Covert, sem er 24 ára og
kom inn í fyrirtækið árið 1995. Foreldrar
þeirra beggja eiga í fyrirtækinu en Sigrún
og Will eru aðalsprauturnar. „Við sjáum
um tamningar, kennum, ræktum og höf-
um flutt út, sl. 2 ár. Þetta fór hægt af
stað þegar við byrjuðum árið 1993, en
núna er þetta byrjað að rúlla.
„Þetta var farið að hlaða svo utan á sig
að það var bara í beinu framhaldi sem ég
stofnaði fyrirtækið til þess að ná utan um
þetta. Þetta var allmikil áhætta í upphafi
þar sem ég byggði stórt hesthús, en for-
eldrar mínir hafa stutt mig dyggilega auk
þess sem ég vinn mjög mikið, allt árið um
kring 14-15 tíma á sólahring. Fyrirtækið
var aldrei stofnað til þess að græða á því
enda er gróðinn enginn, þetta snýst bara
um að þetta standi undir sér og gangi
þokkalega sem það og gerir.“
Þau Sigrún og Will flækjast um allan
heim til þess að leita að nýjum markaði,
fara á sýningar eða keppa en helsti mark-
aður þeirra er núna í Bandaríkjunum.
Það er ekki stór markaður á Akureyri og í
haust ætla þau að flytja fyrirtækið til
Reykjavíkur til þess að geta stækkað við
sig og komist í samband við fleira hesta-
fólk. - RUT
Sigrún Brynjarsdóttir og Will Covert eiga
fyrirtækið íslandshesta. - mynd: rut