Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 18
34 — LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
POPPLÍFIÐ í LANDINU
viroi
Sá viðburður að Jimmy Page gítarleikari og Robert Plant söngvari
Led Zeppelin hafa að nýju starfað saman og sent frá sér nýja
plötu, Walking into Clarksdale, hefur að sönnu vakið athygli enda á
ferðinni tveir aðalmenn einhverrar merkustu og vinsælustu
rokksveitar fyrr og síðar. Menn voru hins vegar ekkert vissir um að
eftir tuttugu ára hlé myndi þetta endurkomudæmi ganga upp og að
þeir ættu yfír höfuð eitthvert erindi við heimsins lýð eftir allan þenn-
an tíma. Það virðist hins vegar vera dómur flestra gagnrýnenda og
fleiri sem nálægt hafa komið, að gjörningurinn hafí verið vel þess
virði og rúmlega það. Þeir félagarnir taka margfaldlega skýrt fram og
Margt er líkt með skyldum - Plant og Page.
þreytast ekki á því, að EKKI sé um „endurkomu Zeppelin" að ræða.
Það standi sem alltaf hafi verið sagt eftir lát trommarans John Bon-
ham, að aldrei yrði í raun og sann um slíkt að ræða. Vissulega hefðu
þeir komið fram í eitt og eitt skipti við mjög sérstök tilefni og þá með
ýmsum gestatrommurum, t.d. Phil Collins á Live Aid um árið og
með Jason syni Johns á afmæli Atlanticútgáfunnar, en það væri ekki
það sama. Samt verður það ekki umflúið að bera nýju plötuna sam-
an við eldri verk þeirra með Zeppelin og kemur þá strax í Ijós að sitt-
hvað er líkt. Indversku áhrifín Khasmir og allt það eru t.d. fyrir
hendi en það sem þó skiptir meira máli er að köppunum tekst
skrambi vel upp og er viss fersk- og frískleiki sem svífur yfir vötnun-
um. Walking into Clarksdale er reyndar ekki frekar en svo margar
plötur Zeppelin mjög aðgengileg til að byija með, krefst góðrar hlust-
unar og það í næði, en verður eins og góð verk jafnan eru betri og
betri með hverri hlustun. Fyrir gamla aðdáendur sem aðra yngri er
þessi gripur því allrar athygli verður, sem í senn gamall og nýr sann-
leikur um gott rokk.
„Ofurásf Blúsarans
Blústónlistin hefur á síðustu
árum náð að komast á nokk-
uð gott skrið og hefur útgáfa í
Bandaríkjunum, í Evrópu og
víðar, náð nokkuð góðri fótfestu.
Einn þeirra blúsmanna sem
hvað mestri hylli hefur náð á
seinni árum er Bddy Guy. Hjá
Buddy Guy eins og velflestum
öðrum þeldökkum blúsurum,
hefur ferillinn gengið upp og
niður, hann gert til að mynda
ærið misjafnar plötur og átt í
erfiðleikum á þeim u.þ.b. 40
árum sem hann hefur verið á
ferðinni. Með plötunni Damn
right I’ve got the blues í upphafi
þessa áratugar hefur kappanum
hins vegar gengið flest í hag og
aðrar farsæíar plötur, nánar til-
tekið tvær hljóðversplötur, Feels
like rain og Slippin’in og tón-
leikaplata nú síðast, hafa haldið
nafni hans vel á lofti. Meðfram
eigin ferli hefur BGuy svo hafið
rekstur á klúbbi, Legend, en fyr-
ir að halda merki blússins á lofti
með rekstri hans fékk Guy
einmitt sérstök verðlaun á dög-
unum á W.C. Handy verðlauna-
hátíðinni. Um þessar mundir er
svo að koma ný plata frá Buddy
Guy, sem áreiðanlega gleður
blúsáhugamenn. Nefnist hún
Heavy Iove og fer hetjan þar
mikinn sem fyrr. Þó segir hann
nú, að hún kunni að vera öllu
„útvarpsvænni" en áður, það sé
beinlínis meiningin að koma
efni hennar inn á stærstu stöðv-
arnar, en þær hafa verið helst til
tregar að spila blústónlist nema
á ferðinni hafi verið stórstjörnur
hvíta kynstofnsins á borð við
Eric Clapton (sem reyndar er
góðvinur Guy og hefur stutt
hann vel á ferlinum).
Hægfara
þróun
Fyrir síðustu jól var platan
Spírur ein af þeim athygli-
verðari sem komu út en þar
fengu sex ungar og upprennandi
hljómsveitir að spreyta sig ineð
tveimur lögum hver. Allt frá
framsæknustu danstónlist til
kraftmikils rokks var þarna að
finna í mjög svo vönduðum frá-
gangi að öllu leyti. Góðir hlutir
gerast hægt segir máltækið og á
það vel við um þessa útgáfu og
þá sem á eftir fylgir og nefnist
því táknræna og rökrétta nafni,
Kvistir. Fimm af sveitunum sjö
á Spírum, Bang gang, Stjörnu-
kisi, Port, Vínyll og 200.000
naglbítar eiga nú aftur sitt fram-
lag hver í samræmi við góðan
árangur fyrr. Ennfremur eru svo
aðrir lengra komnir, sem búast
má við að nái meiru en einungis
á heimavelli. Þar eru Maus, sem
er með tvö lög, Móa,
Kollrassa/Bellatrix, Gus gus og
Quarashi. Að auki eru svo aðrar
nýjar líka, Pornopop og Dagbók
nn. Spor/Sproti er útgéfandinn
sem fyrr og má segja um verkið
að það beri keim hægfara en ör-
uggrar þróunar í íslenskri
popptónlist. Fagmennskan er
ótvíræð og svo
eitt dæmi sé tek-
ið af yngri sveit-
unum, 200.000
naglbítunum frá
Akureyri, þá er
lagið þeirra,
Hvítt, sönnun
þess að drengirn-
ir eiga verðskuld-
að nafnbótina
sem ein allra
efnilegasta rokk-
sveit landsins um
þessar mundir.
Hjá þeim reynd-
ari má taka nokk-
uð svipað dæmi
með Maus, Birgi
Orn og félaga,
Lögin þeirra tvö,
Allt sem þú lest er
lýgi og (inn í) Kristalsnótt (óraf-
mögnuð útgáfa) bera þess
greinilega merki að ekkert verð-
ur slakað á þrátt fyrir plötuna
frábæru, Lof mér að falla að
þínu eyra. Svipað má raunar
segja með margt annað á Kvist-
um. Lofa lögin mörg hver góðu
um flytjendur sína og á það ekki
hvað síst við um stúlkurnar
Móu og svo Bellatrix.
Plata Sigga Guðfinns yfirlætislaus en
vel gerð.
Með
góðirm
vilja
Það er dálítið merkilegur hlutur
með íslenska dægurlagahefð,
svo hátíðlega sé tekið til orða,
hve trúbadorar, farandsöngvarar,
eða hvað sem menn vilja kalla
þá hafa náð sterkri fótfestu. Allt
frá Böðvari Guðmunds, Herði
Torfa og Megasi til Bubba, KK
og yngri manna á borð við Halla
Reynis, eiga þeir allir sameigin-
legt að eiga vissar rætur að
meira eða minna leyti sem slíkir
og þannig náð að setja sterkan
svip á íslenskt tónlistarlíf. Sig-
urður Guðfínnsson heitir maður
sem nú hefur sent frá sér plöt-
una, Svona er lífíð, tíu laga verk
og fellur vel inn í áðurnefnda
trúbadorsflóru. Siggi Guðfinns
eins og hann kallar sig semur öll
lögin sjálfur við texta eftir hina
og þessa. Syngur hann jafnframt
og spilar á kassagítar en nýtur
að auki aðstoðar frá valinkunn-
um kröftum. Þar er m.a. Rúnar
sitt Geimstein, Ásgeir Óskars
spilar á trommur, Tryggvi
Hiibner á gítar, Baldur sonur
Rúnars á harmoníku og Orri
Harðar, Skagapilturinn knái. Þá,
syngur Margrét Kristín Sigurð-"5
ardóttir (Fabúla) með Sigga í
einu laganna, Minnig, við ljóð
Steins Steinarr. Plötuna gerir
Siggi svo í minningu bróður
síns, Einars Óla, er Iést fyrir
nokkrum árum. Siggi hefur
nokkuð djúpa og lágstemmda
rödd, sem í senn minnir á
Bubba og nafna hans Björns og
er þar svosem ekki leiðum að
líkjast. Lagasmíðarnar eru nokk-
uð smekklegar og eins og heið-
arlegum trúbador sæmir er hann
ekki með „neina stæla“ fram yfir
það sem hann hefur efni á.
Minning, Með þér, Draumhvörf
(með mjög svo myndrænum og
góðum texta eftir Kristján
Hreinsson) og Lífsganga, eru
dæmi um lagasmíðar þar sem
saman fara smekkvísi og góð
laglína. Ekkert stórvirki, en samt
plata sem ber vott um einlægni
og góðan vilja.