Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU I Ólafur Kjartan íhlutverki Don Carlos í„La Duenna“ eftir Prokofiev. ÓlafurKjartan Sigurð- arsson, erungurog hæfileikaríkur söngv- ari, sem hefurverið að fá stórskostlega dóma í Bretlandi þarsem hann ervið nám í Royal Scottish Academy ofMusic and Drama íGlasgow. Olafur Kjartan Sigurðarson, söngnemi, er nú að ljúka tveggja ára mastersnámi við Royal Academy og Music and Drama í Glasgow í Skotlandi og hefur fengið mjög góða dóma þar í landi, þegar hann kom, sá og sigraði í afleysingum í hlutverki Fígaros í óperunni: „Brúðkaupi Fígarós" eftir Mozart í maí á þessu ári og fékk stórkostlega dóma gagnrýnenda. Emil í Kattholti Ólafur er sonur Sigurðar Rúnars Jónssonar eða Didda Fiðlu eins og hann er betur þekktur og því er Olafur alinn upp við mikla tónlist á sínu heimili. Hann söng frá barnsaidri, að sögn Didda, og 10 ára söng hann hlutverk Emils í Kattholti inn á pötu. „Hann samdi söngleik 12 ára og flutti í skólanum ásamt vini sínum og þegar hann var lítill kenndi ég honum vísur sem var komið lag við daginn eftir sem Olafur hafði þá samið á gít- ar og söng, 7-8 ára,“ segir Diddi. Söngnám á íslandi Olafur söng lengi í kór Mennta- var þá hættur að líta á sönginn sem áhugamál eingöngu. „Það var fyrir röð tilviljanna að ég fór í söngnám erlendis og ákvað að snúa mér að söngnum alfarið, en þegar ég ákvað að fara út var ekki aftur snúið svo ég ákvað að gera þetta að fullum krafti og stefndi á að gera þetta að fram- tíðarstarfi mínu,“ segir Ólafur Ólafur flutti út einn fyrst en síðar fylgdi kona hans Sigur- björgu Bragadóttur og tvö ung börn þeirra; Fjölni rsem var þá fjög- urra ára og As- gerður sem þá var 6 mánaða. Dekrað við inig í skólanum Olafur lauk tveggja ára námi við Royal Academy of Music í London á Postgradu- ated Advanced Course sem lauk með kennar- arprófi og hóf nám í Glasgow þar sem regl- um LIN var breytt og hann fékk ekki lengur lán til skóla- gjaldanna í London. Hann hóf þá tveggja ára mastersnám við Royal Scottish Academy og Music and Drama í Glasgow haustið 1996. Fyrsta árið var almennt söngnám en það síðara við óp- erudeild. „A tveimur árum söng ég í 7 uppfærslum og skólinn hlúi einstaklega vel að nemend- um sínum, t.d. með því að fá til sín atvinnuleikstjóra sem síðan stundum koma nemendum áfram ef þeir standa sig vel,“ segir Ólafur. „Ég er búinn að fá góð verkefni í vetur og það er búið að dekra við mig hérna í skólanum. Ég hef fengið hlut- verk sem henta mér vel og þetta er mjög verndað umhverfi hér í skólanum. En óperuheimurinn er harður heimur og mjög dýr þar sem tækifærin koma eða ekki. Það þarf bara að grípa þau og nýta í botn, til þess að láta þetta ganga,“ segi Ólafur. En Ólafur vakti það mikla at- hygli í lokaverkefni sínu við skólann í hlutverki sínu á upp- færslu á L’assedio di Calai eftir Donizetti að leikstjóri þeirrar sýningu réði hann í aðalhlutverk næstu sýningar sinnar sem er „The ballad of baby Doe“ eftir í Douglas Moore með English to- uring opera í Cambridge. Ólafur hefur komið fram á Is- landi, í Frakldandi víða um Eng- Iand, Wales og í Skotlandi f fjölda hlutverka. Hann hlaut viðurkenningu sem bæjarlista- maður Kópavogs árið 1995 og var sama ár í úrslitum í „The national Mozart competion í Englandi. Ólafur komst í 15 manna úrslit en alls kepptu 130 manns. I des- ember 1997 hlaut Ólafur Kjartan Texaco Opera Schol- arship 1997/1998 í Glasgow, en þessi verðlaun voru þá veitt í fyrsta sinn. I vetur stefnir hann á að fara í prufur víða um Evrópu til að komast að í einhverju óperuhúsi samhliða námi hjá einkakennara í London þannig að í ágúst flyt- ur Ijölskyldan einu sinni enn til London þar sem Ólafur er til alls Iíklegur í afrekum á sviði tónlistarinnar. -Rut Það hefurekki liðið sá dagursem ég hef ekki hugsað til Guð- mundar, gamla kennarans míns. “ skólans við Hamrahlíð og í Dómkórnum í Reykjavík, og þegar hann hóf nám í söngskól- anum árið 1991, var hann strax metinn inn á 3. stig skólans, en þau eru alls 8 sem þarf til að út- skrifast með einleikarapróf frá skólanum. Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Diddú, benti Ólafi á Guð- mund Jónsson söngkennara og hóf hann nám hjá hon- um í Söngskólanum í Reykjavík. „Það hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki hugsað til Guðmund- ar gamla kennarans míns, hann er sá maður sem hefur gert mest fyrir mig í mínu námi, þrátt fyrir að hérna á Bretlandi sé mjög góð kennsla. Guðmundur lagðí mjög heilbrigðan grunn að mínu söng námi, þrátt fyrir að enn sé margt sem ég á enn ólært,“ segir Ólafur. Guðmundur skrifaði mjög ein- lægt meðmælabréf með Ólafi og lof- aði hann hástöf- um þegar Ólafur hélt utan til náms. Söngurinn tekur völdin Það var senni lega útaf fiðlu- námi Ólafs sem hann hafði það góðan undir- búining að hann tók 2 stig á ári og útskrifaðist eftir þriggja ára nám sem venjulega tekur átta ár. Þegar leið að útskrift við söngskóla Reykjavík- ur, fékk hann mjög góða dóma frá breskum prófdómurum við 6. stigs próf og þeir hvöttu hann eindregið til frekara náms við skóla í Englandi, Royal Academi of Music í London, en heima á Islandi hafði söngurinn verið áhugamál með annarri vinnu. Hann hélt síðan utan til náms haustið 1994 og //;/ ÍXerei ■ ande/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.