Dagur - 04.07.1998, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Ungt athafnafólk. Efri röö frá vinstri: Ingi Þór Ingólfsson rekur Ráðhúskaffi, Anna Karen Kristjánsdóttir eigandi verslunarinnar Kaoz, Davíð Rúnar Gunnarsson útvarpsstjóri og eigandi
Frostrásarinnar, Anna Jóna Garðarsdóttir eigandi verslunarinnar Contact. Neðri röð frá vinstri: Leó Fossberg Júlíusson eigandi verslunarinnar Contact, Þormóður Aðalbjörnsson eigandi Holunnar
og Haukur Grettisson annar eigandi og útvarpsstjóri Frostrásarinnar. - myndir: brink
Frændur og vinir
Davíð Rúnar Gunnarsson og Haukur Grettisson eiga og reka útvarpsstöðina Frostrásina
á Akureyri.
Þeir sem um er rætt heita Davíð Rúnar
Gunnarsson og Haukur Grettisson og
eru ungir og athafnasamir menn á Akur-
eyri. Þeir eru frændur og vinir og hafa
verið saman nánast alla ævi, sem kannski
er lykillinn að jafn góðu samstarfi og
raun ber vitni? „Við höfum alltaf neyðst
til þess að vera saman, því við erum það
mikið skyldir, kannski þessvegna sem við
vinnum svona vel saman," segir Haukur.
En þeir félagarnir eiga og reka útvarp-
stöðina Frostrásina og eru að fara að
stofna bíó á rústum Nýja bíós, sem fyrr
gegndi hlutverki skemmtistaðarins 1929
á Akureyri, en eyðilagðist í eldsvoða
árið!996.
Stofnim Frostrásariimar
A meðan Davíð Rúnar var diskótekari í
Sjallanum aðeins 16 ára og í rafvirkja-
námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri,
var Haukur í fiskvinnsluskólanum á Dal-
vík og síðan á sjó. Árið 1990 stofnaði
Davið Rúnar ásamt fleirum, þá 21 árs,
útvarpsstöðina Frostrásina sem starfaði
aðeins í desembermánuði. „Við vildum
bara hafa stuð svo við slógum til, við átt-
um græjurnar sjálfir og unnum launa-
laust,“ segir Davíð. En Haukur kom til
Ieiks á Frostrásinni strax í upphafi.
Úr gamni í alvöru
Fyrir ári varð Frostrásin heilsársútvarp og
þá breyttist ýmislegt. „Við vissum ekkert
hvað við vorum að fara útí og þetta var
áhætta útaf fyrir sig, en vel þess virði því
það vantaði útvarpsstöð í bæinn og við
vildum bæta úr því,“ segir Davíð og bætir
við: „Síðan er þetta náttúrulega áhuga-
mál nr: 1, 2 og 3 og það er fínt að geta
lifað af því sem maður hefur gaman af.
Haukur var á sjó áður og fékk mun betri
laun, en kostirnir eru ótvíræðir við út-
varpið því hann er í landi og er að gera
það sem honum finnst skemmtilegast."
Það eru u.þ.b. 20 starfsmenn allir á
launum og stöðin veltur á auglýsendum
og þeir hafa verið forsendan fyrir því hve
vel stöðin hefur gengið. „Það voru tekin
lán þegar stöðin varð ^ef^ájr^tygjp^
það er fín velta og þetta gengur vel,
þannig að það er einhver arður,“ segir
Haukur. En þeir vilja ekkert tala meira
um launin.
Það eru fjölbreyttir þættir á Frostrás-
inni, t.d. barnaþáttur, þættir um tónlist
og kvikmyndir, þáttur ætlaður konum og
að sjálfsögðu fréttir. Til stendur að stækka
útsendingarsvæðið til Grenivíkur og Dal-
víkur og jafnvel yfír heiðina til Húsavíkur.
En þeim Iiggur ekkert á suður. „Við viljum
sérhæfa okkur áfram sem akureyrsk stöð
og þjóna þvf svæði,“ segir Davíð.
Frostrásin verður opinber rás fyrir
landsmót hestamanna að Melgerðismel-
um og fjölskylduhátíðina Halló Akureyri
um verslunarmannahelgina. „Við verðum
með allt í beinni og yfirlit yfír það sem er
að gerast hverja stund til þess að allir geti
fylgst með,“ segir Davíð.
Sjalliim og pólitík
Þeir eru einnig plötusnúðar og tækni-
menn í Sjallanum á Akureyri þar sem
Davíð er líka skemmtanastjóri. Haukur
hefur verið í pólitfk og var nú í framboði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum og situr nú í áfengis-
og vímuvarnaráði.
Annars er Haukur á Ieið í hnappheld-
una og er að fara giftast unnustu sinni,
Kristínu Rafnsdóttur, í sumar. Davíð er
nýbakaður faðir með unnustu sinni,
Berglindi Jónasdóttur, síðan í maí svo að
það er nóg að gera hjá þeim fyrir utan
vinnuna.
‘Þ/
Nýjabíó
Nú er verið að gera hús Nýja bíó upp og
nánasta umhverfi þess eftir brunann og
er stefnt á að það verði tilbúið sem kvik-
myndhús með tveimur sölum og aðstöðu
fyrir hverskonar ráðstefnur í lok septem-
ber. „Það hafa verið nefndar tölur eins og
70 milljónir, en þessir hlutir eiga eftir að
koma í ljós þegar styttist í opnun," segir
Davíð. „Bíóið verður mjög flott, allar
flottustu og nýjustu græjurnar," segir
Davíð.
Það er greinilegt að hér eru á ferðinni
ungir og upprennandi menn í athafnalíf-
inu sem hafa komið með ferskar nýjungar
í bæinn og það verður gaman að fylgjast
með þeim í framtíðinni.
r 1 • '.• VATV/j4
Fj ölskyldi i áhugamál
Anna Karen Kristjánsdóttir lét gamlan draum
rætast.
Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og
hefur unnið í tískuvöruverslunum síðan
hún var 16 ára. Fyrir tveimur árum
stofnaði hún, bróðir hennar Halldór
Kristjánsson og mágkona Hólmfríður
Guðnadóttir, eigin verslun, Kaoz.
„Þetta var gamall draumur sem ég lét
rætast og ég vildi líka fá betri laun og sjá
einhvern arð, þetta hefur tekist misvel,"
segir Anna Karen
Anna Karen segir ennfremur að það sé
mikil samkepppni í þessum bransa á Ak-
ureyri. „Það er engin álagning á tísku-
fatnaði á Akureyri svo það er enginn að
græða á þessu hér, verslunin okkar geng-
ur og það er ágæt velta, svo við getum
borgað okkur og starfsfólkinu laun.“
En hvernig kaupir maður búð? „Við átt-
um sjálf einhverja peninga, en síðan tók-
um við lán fyrir innréttingum, síðan feng-
um við mikla hjálp frá vinum og vanda-
mönnum og þannig varð þetta að veru-
leika,“ segir Ánna Karen. „Verslunar-
rekstur er hálfgert fjölskyldu áhugamál
því kærastinn minn rekur líka verslun
sem er á Laugaveginum. Mér finnst þvf
líklegt að ég haldi eitthvað áfram í þess-
um bransa, mér liggur ekkert á að
mennta mig ef til þess kemur því það þarf
enga sérmenntun ti! þess að reka verslun,
annars er ég það ung að framtíðin er al-
veg óráðin," segir Anna Karen fvristjáns-
dóttir^^ersJ^ar^ijgapdi'.á^AkureyT^ —