Dagur - 25.07.1998, Side 12

Dagur - 25.07.1998, Side 12
Hvítlaukur er vinsaelasta krydd- jurtin og hann er hægt að nota á óteljandi vegu. En hvítlaukur er ekki eingöngu góður til matar- gerðar. Hann er einnig merkileg Iækningajurt. Hvítlaukur hefur verið notað- ur sem krydd- og lækningajurt í þúsundir ára. Upprunninn í Eg- yptalandi og Kína 2 þúsund árum fyrir Krist breiddist hvít- laukurinn fljótlega út, einna fyrst til Miðjarðarhafslandanna og mið-Asíu, en segja má að matargerð í þessum heimshlut- um sé ekkert án hvítlauksins. Ólík afbrigði hvítlauks Olík afbrigði eru til af hvítlauk þó hér á Iandi fáist hann yfirleitt eingöngu þurrkaður. Þetta þurrkaða afbrigði missir veru- lega bragðið með tímanum. Hvítlauksgraslauk (garlic-chi- ves) er stundum hægt að fá og er hann beint notaður sem krydd. Fílahvítlaukurinn (elephant garlic) hefur einnig fengist í góðum grænmetisborðum, en r hann er stærra og voldugra af- _ brigði hvítlauks, með mildara , bragði og er sérlega ljúffengur ( grillaður. r i Hvitlaukskryddblðndiir i Hvftlaukurinn er uppistaðan í ' mörgum vel þekktum krydd- blöndum (sósum, olíum og smjörum) sem notaðar eru með mat. Pestósósan, frá Italíu, er t.d. upphaflega gerð úr hvítlauk, hnetum, fersku basilikum og ólífuolíu. Hún er mikið notuð í pastarétti og á salöt, fyrir utan það að vera notuð sem krydd- blanda í hina ýmsu rétti. Hvítlaukssmjörið er mikið notað á kjöt og fisk, svo ekki sé minnst á hvítlauksbrauðið. Tal- að er um það sem „dressingu" á matinn, eða góðan og nauðsyn- legan hluta girnilegrar máltíðar þannig að ekki er sama hvernig það er útbúið. Aioli er franskt kryddmajo- nes, ijómakennt og sterkt, og er það einnig mikið notað í spænska og gríska matargerð, þá gjarnan með hnetum eða brauð- teningum. Aioli er blandað ólífuolíu og borið fram sem ídýfa. Lækningamáttur hvitlauks En hvítlaukurinn er einnig máttug lækningajurt og hollusta hans viðurkennd. Hann getur veitt vernd gegn mengun, þ.e. hann verndar rauð blóðkorn fyr- ir skaðlegum áhrifum þunga- málma þegar blóðkornin komast í tæri við þá. Hvítlaukur veitir i vörn gegn sýkingu, m.ö.o. hann t örvar bólgufrumur líkamans, r þær sem berjast gegn sýkingum, r með þeim afleiðingum að örver- ur eru fjarlægðar. Hann örvar ónæmiskerfið til dáða, en hvít- [ Laukbökur og bakaður hvítlaukur með ólífum. laukssambönd virðast draga til sín ónæmisfrumur. Jafnframt hefur verið sýnt ffam á að hvítlaukurinn geti dregið úr kólesterólmagni og streitu, hann veiti vörn gegn mengun og geislum í umhverf- inu og sé vernd í baráttunni gegn krabbameini. Á Islandi hefur hvítlaukur verið vinsæll til matargerðar um áraraðir. Hvítlauksaðdáendur sem og aðrir sækjast eftir góð- um og girnilegum uppskriftum af réttum með hvftlauk og nú er það Matargatið sem leggur til uppskriftir í hvítlaukspúkkið. Hvítlaukssúpa með rækjum Þegar horft er til þekktra þjóðar- rétta hinna ýmsu landa er nán- ast undantekningarlaust notað- ur í þá hvítlaukur. í kínverskri matreiðslu er það hvftlaukur, engifer og vorlaukur sem enginn má vera án en í Thailandi er það hvítlaukur, engifer og chillí sem þarf í matreiðsluna. Súpan hér á eftir ber keim af matreiðslu þessara tveggja Ianda. 1 msk. sólblómaolfa 2 saxaðir shallottlaukar 2 marin hvítlauksrif rækjur eftir smekk 150 ml hvítvín 2 afhýddir og saxaðir tómatar 2 msk. sítrónusafi 3 stilkar sítrónugras, má sleppa 150 ml rjómi 150 ml fiskikraftur 2 msk. saxað, ferskt basilikum salt og pipar Laukurinn er mýktur í olíu, rækjum blandað saman við og allt steikt í nokkrar mínútur. Hvítvín er sett í pottinn og hrært vel og þá það sem eftir er af hráefninu í súpuna fyrir utan ijómann. Látið sjóða við vægan hita í 10 mín. og kryddað eftrir smekk. Að því loknu er rjóminn settur í súpuna. Laukbökur Hvítlaukur og laukur mynda sæta fyllingu í þessar bökur. Ansjósur eru gjarnan settar f þær en það er smekksatriði hvers og eins því þeim má auð- veldlega sleppa. 250 g smjördeig 25 g smjör 2 marin hvítlauksrif 3 msk. rauðvín 2 msk. edik örlítill sykur 8 ansjósuflök salt og pipar Deigið er flatt út og sett í 4 litlar bökuskálar (látið ná vel upp með hliðunum). Bakað í 200°C heitum ofni í 6-10 mín. Þá er laukurinn steiktur í smjörinu, látinn malla í 10 mín., rauðvíni blandað saman við hann ásamt ediki og kryddi. Laukmaukinu er skipt f bökuformin og þeim stungið í ofnT 10 mfn. áður en þær eru bornar fram. Bakaður hvítlauk- ur með ólífum Bakaður hvítlaukur er mikið borðaður sem smáréttur í Mið- Austurlöndum, á Italíu og á Spáni. Hann er alls ekki sterkur því bragðið deifist mjög mikið þegar hann er bakaður. 2 hvítlaukar 4 msk. ólífuolía salt Laukurinn er skorinn eftir endi- Iöngu, smurður með olíu og hann saltaður. Settur á grind og bakaður á 200°C hita í 30-45 mín. eða þar til hann verður gullinbrúnn og mjúkur. Hvít- laukurinn er borinn fram heitur með svörtum ólífum og góðu brauði. Hvítlauks- marineringar Það er upplagt að nota þessar marineringar á fisk, hvort sem hann er grillaður, steiktur eða bakaður. 17 5 ml teriyaki sósa 125 ml þurrt sérrý 4 msk. ferskt, saxað engifer 3 saxaðir vorlaukar 2 marin hvítlauksrif örlítill cayennepipar safi úr 2 sítrónum svartur pipar Allt hráefnið er hrært vel saman og þá er marineringin tilbúin. 2,5 cm ferskt, saxað engifer 2-3 msk. sólbómaolía 1 grænt chillialdin, smátt skorið örlítið turmerik l'A tsk. cumin örlítill cayennepipar 500 g saxaðir tómatar 1 msk. sítrónusafi 2 msk. hvítlauksmauk 7 5 g ferskt kóríander Allt hráefnið er sett saman á pönnu og látið malla í nokkrar mínútur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.