Dagur - 30.07.1998, Page 2

Dagur - 30.07.1998, Page 2
18 - F IM M T VI) A G V R 3 0. JÍILÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÚRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Pálmi Matthíasson. „Ég veit að mínir menn munu Ieggja sig fram til þess að knjga fram sig- ur því við sjón- deildarhringinn er gullmoli sem allir vilja, hann fáum við aðeins með mikilli vinnu og sigri.“ Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV í Mogga. SkemmtikrafturiiiQ Þeir sem gangast fyrir útihátíðum um verslun- armannahelgina keppast nú við að auglýsa hvað verður til skemmtunar hjá þeim eins og vant er. Það stingur í auga í ár að allt í einu er prestur auglýstur með skemmtikröftunum. Það er séra Pálmi Matthíasson sem auglýstur er með popphljómsveitum og trúðum á bind- indismótinu í Galtalæk. Ef séra Pálmi á að skemmta fólki eins og aðrir skemmtikraftar er ekkert við þessu að segja en ef hann messar eða flytur guðsorð við annað tækifæri á mót- inu er það alger nýjung að samsama slíkt skemmtun og prestinn með skemmtikröftum. Hagræðing í pólitík Guðni Agústsson alþingismaður bendir á að nú sé til siðs að háeffa allt til að hagræða. Hann segir ljóst að allt sé að springa hjá A- flokkunum. Menn eins og Hjörleifur Gutt- ormsson, Steingrímur J. séu farnir og Kristinn H. Gunnarsson og Svavar Gestsson sitji klof- vega á spýtunni og viti ekki í hvora áttina þeir eigi að fara. Því eigi Framsóknarflokkurinn að nota tækifærið og hagræða með því að taka þá inn í flokkinn. Þetta séu rammir þjóðernis- sinnar sem eigi samleið með Framsóknar- flokknum í Evrópumálum, fiskveiðimálum og fleiri stórmálum í pólitíkinni. Þá vaknar sú spurning hvort flokkurinn héti á eftir Fram- sóknarflokkurinn hf. Rifist í útvarpi Það hefur vakið athygli mína hversu illa þeim virðist koma saman morgunhönunum hjá rás 2. Anna Kristín Jónsdóttir er að mínum dómi með bestu útvarpsmönnum um þessar mund- ir. Nú er með henni á morgnana piltur sem heitir Börkur. Hann hefur tekið upp á því að rífast við Onnu í beinni útsendingu út af ólík- legustu málum, svo stundum hefur verið klippt á með stefi, tónlist eða auglýsingum. Um þverbak keyrði sl. þriðjudag þegar Anna ræddi um að menn hefðu uppgötvað nauðsyn þess að kennarar Iærðu að umgangast börn til þess að haturssamband kennara og nemenda mydaðist ekki. Þá fór Börkur að rífast og hélt því fram að best væri að hatur ríkti á milli kennara og nemenda!! Glópagull Um tíma voru menn að skjóta vísum að hag- yrðingnum Hákoni Aðalsteinssyni í blöðunum í von um svar í bundnu máli. Þegar þetta hafi gengið lengi orti Hákon: Hampa léttu glópagulli gleðjast yfir sér. Skreyta landsins blöð með bidli og beina því að mér. „Unnur Halldórs- dóttir, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Heimiiis og skóla, er búin að skipta um svið. Komin í sjoppurekstur í sveitinni. gt'“. Fer í golf og kóiinn „Ég hef aldrei komið að svona rekstri en maðurinn minn hefur starfað hjá Skeljungi í mörg ár þannig að hann þekkir til rekst- urs bensínstöðva. En þetta er heilmikið því að þetta er bæði bensínstöð, sjoppa og veitinga- sala þannig að nú verður maður bara helst að fara að baka með kaffinu. Ég hef náttúrulega gert það áður sem húsmóðir í sveit en húsmóðurgenin eru við það að deyja út þegar maður vinnur jafnmikið og ég gerði hjá Heimili og skóla,“ segir Unnur Halldórs- dóttir, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Unnur flutti í Borgarnes í byrj- un júlí og tók þá við rekstri Shellstöðvarinnar; bensínsölu, sjoppu og veitingasölu. Hún er þó ekki búin að segja skilið við foreldrasamtökin Heimili og skóla að fullu því að hún telst vera í sumarfríi og á eftir að vinna í hálfan mánuð fyrir samtök- in. Eftirmaður hennar tekur til starfa um miðj- an ágúst. Sjálf skilur Unnur ánægð við. Hún hefur verið í forystu fyrir samtökin í sex ár en nú eru öll börnin uppkomin, það yngsta að byrja í kokkanámi og því tími kominn til að takast á við ný verkefni. Unnur er ekki alveg ókunnug landsbyggðinni. Hún var bóndi og kennari í Grímsnesi þegar hún fluttist á höfuðborgarsvæðið fyrir nokkrum árum þannig að það má segja að hún sé komin aftur „til sinna heima“. Á mér þann draum... „Mér líst mjög vel á þetta hérna. Þetta er mikil vinna, eins og allt sem fólk tekur sér fyrir hendi af lífi og sál, en þetta er skemmti- Iegt starf og mikið um samskipti við annað fólk. Maður hittir mik- ið af fólki og mér líst voðalega vel á Borgarnes. Ég er mjög ánægð með að flytja út á land því að það hentar mér mjög vel. Það hentar mér vel að búa á litlum stað þar sem eru stuttar vegalengdir, fólk- ið er jákvætt og tekur okkur vel. Ég er byrjuð aðeins í golfinu og ætli ég reyni ekki að fara í ein- hvern kór, blanda mér í samfélag- ið,“ segir Unnur. - Ætlarðu að gera einhverjar stórar breytingar í veitingamálum landsmanna? „Nei. Ég hef miklu meira gaman af því að borða mat en að selja hann. En ég neyðist til að hugsa um hvað er hentugt og gott að hafa á boðstólum því að það er svo breiður hópur sem fer um veginn. Það þarf að reyna að fylgjast með straumum og stefnum í veitingabransan- um. Ég á þann draum að hægt verði að fá hérna eitthvað til viðbótar við hamborgara og franskar en ég er svo sem ekki farin að hrinda því af stokkunum að öðru Ieyti en því að ég ákvað strax að vera með kjötsúpu enda er þetta land- búnaðarhérað. Það gengur ágætlega." -GHS Skóla- ogforeldra- frömuðurinn Unnur Halldórsdóttir er flutt til Borgamess þarseni hún rekur sjoppu, veitingasölu og bensínstöð. Allt í einum pakka. SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Það sem \dtur maður ætti að íhuga er ekki hvernig hann á að deyja, heldur hvemig hann á að lifa. Baruch Spinoza. Þetta gerðist 30. ]úli • 1980 mældist 23,7°C í Reykjavak og þótti gott. • 1973 var fyrsta skuttogaranum sem smíðaður var á Islandi hleypt af stokk- unum hjá Stálvík í Garðabæ. • 1909 fengu vinnukonur sem borguðu einhver sveitargjöld kosningarétt til sveitastjórna, svo og giftar konur. • 1874 kom Kristján konungur níundi til Reykjavíkur. Hann ferðaðist um Suður- Iand og til Isafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjaröar. • 1284 lést Sturla Þórðarson sagnaritari, þá 70 ára gamall. Hann tók saman eina gerð Landnámu og samdi Islendinga sögu. Þessi fæddust 30. júlí • 1958 fæddist söngkonan Kate Bush. • 1947 fæddist Arnold Schwarzenegger leikari sem frægur varð fyrir The Termiantor og fleiri slíkar myndir þar sem vöðvar og mikilfenglegt andlitsfall leikarans njóta sín en tal er í Iágmarki. • 1863 fæddist bílasmiðurinn Henry Ford. Vísa dagsins - leiðrétting Tveimur vísum var slegið saman í vísu dagsins þriðjudaginn 28. júlí. Réttar eru vísur Káins svona: Tíðum hér á tölti’ég sést; til þess eru líkur, gefið mér þeir hefðu hest hefði ég verið ríkur. Hérna tfjandans heiminum hef ég mörgu að sinna, læt mig varða ekkert um orð né gerðir hinna. Afmælisbam dagsins AÍTnælisbarn dagsins er Emily Bronté, en hún fæddist árið 1818. Hún er ein þriggja systra, sem ólust upp í nokkurri einangrun á hæðunum í Norður-Englandi og sköpuðu sér í æsku eigin ævintýra- heim. Emily skrifaði hina mögnuðu skáldsögu Wuthering Heights, sem hefur margoft verið kvikmynduð og kom út á íslensku undir nafninu: Fýkur yfir hæðir. Ljóð Emily birt- ust einnig í Ijóðabók sem þær syst- ur gáfu út saman. Emily lést árið 1848. Tilviljun „Hver kynnti ykkur, þig og konuna þína eiginlega?" spurði einn vinur annan. „Við hittumst af hreinni tilviljun," svar- aði hinn. „Það er engan um að sakast í því máli.“ Veffang dagsins I dag leiðum við hugann að örvhentum lesendum okkar. Slóðin http:/Avww.indi- ana.edu/~primate/Ieft.html/ leiðir okkur á síðu þar sem hægt er að fá upplýsingar um allan þann ótrúlega fjölda frægra karla og kvenna, sem verið hefur eða er, örv- hentur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.