Dagur - 30.07.1998, Síða 11

Dagur - 30.07.1998, Síða 11
Xfc^ur FIMIUTUDAGUR 30.JÚLÍ 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU R A D D I R FÓLKSINS MEINHORNIÐ • Fullveldishá- tíð Hríseyinga fór fram helgina 17.-19. júlí í hálfgerðu Ieið- indaveðri. Við því var ekkert að gera. Hins vegar var eina kjörbúðin í eynni lokuð yfir hátíðina. Við því hefði hins vegar mátt gera eitthvað. Þetta er hreint með ólíkindum heimskuleg ráð- stöfun hjá þeim sem þarna áttu hlut að máli. í eynni var fullt af aðkomufólki sem átti kannski ekki von á því að þurfa að taka með sér mjólk! Ekki var hægt að fá nauðsynja- vörur eins og brauð og mjólk með góðu móti. Ekki grillkjöt í grillveisluna sem boðið var upp á. Aðstand- endur hátíðar- innar fá stóran plús fyrir skemmtilega dagskrá en eig- endur búðar- innar verða að hugsa sinn gang fyrir næsta ár. Þetta er þjón- ustuskortur sem ekki á að sjást í dag. „Útivistarreglurnar á Akureyri heimila þeim sem ekki eru orðnir 16 ára að vera úti til mið- nættis, nema þeir séu í fyigd með fullorðnum eða á viðurkenndum skemmtunum fyrir börn og unglinga." Fj ö I skyldur ferðumst saman - fylgjnmst að Böm eiga rétt á því að vera varin fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu. Áfengis- og vímuvarnanefnd og for- eldravaktin á Akureyri hvetja foreldra til að fylgja börnum sínum og ung- mennum eftir á ferðalögum og skemmtunum um verslunarmanna- helgina. Foreldravakt verður föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld. Farið verð- ur frá Lögreglustöðinni á miðnætti öll kvöldin. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hringja á Lögregiustöðina 462 3222 og láta skrá sig sem þátttak- endur á foreldravakt eitthvert kvöldið. Foreldravaktin er nauðsynlegur hlekk- ur milli lögreglu og barnaverndar- nefndar við að hindra slys, aðstoða illa stödd ungmenni og fylgja útivistarregl- um eftir. Fólk úr nærliggjandi sveitarfélögum er sérstaklega velkomið til samstarfs. Fólk getur einnig komið á Lögreglu- stöðina rétt fyrir miðnætti og boðið fram krafta sína. Utivistarreglurnar á Akureyri heimila þeim sem ekki eru orðnir 16 ára að vera úti til miðnættis, nema þeir séu í fylgd með fullorðnum eða á viðurkenndum skemmtunum fyr- ir börn og unglinga. Foreldrar! Stöndum saman og njótum ánægju- legrar verslunarmannahelgar glöð og allsgáð. Afengis- og vímuvarnarnefnd og for- eldravaktin á Akureyri. Að „hanka“ hest GUÐMUNDUR P. VALGEIRSSON SKRIFAR Þriðjudaginn 26. maí sl. rakst ég á frá- sögn Brynjólfs Brynjólfssonar undir fyr- irsögninni „Að kippa hest“. Þar er lýst gömlu „húsráði" við að Iækna brjóstveik- an hest. Eg kannast vel \áð þessa læknisaðgerð á hestum frá ungdómsárum mínum, allt framyfir 1920. Þetta var kallað að hanka hestinn. I stað þess að nota ein- angraðan rafmagnsvír, sem ekki var til þá, var notaður lokkur úr taglhári hests. Var Iokkurinn dreginn gegnum húð á hálsi hestsins niður undir þar sem sam- an kemur háls og bringa. Eins og Iýst er í frásögn Brynjólfs átti þetta að draga út vessa frá bijóstholi hests- ins og létta honum öndun. Líklega hefur það gerst, annars hafði þetta ekki verið gert eins og gert var. Hér ber ekki margt í milli, nema hankinn sem ég man eftir var úr hrosshári og nafnið er ekki það sama, en þó skylt. Mér datt í hug að einhver hefði gaman að vita nánar um þetta, til upprifjunar á gömlum húsráðum þegar dýralæknar voru engir og engin lyf til við hinum ýmsu kvillum, sem komu upp í búpeningi bænda. Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. En úr því ég er farinn að blanda mér í þetta, sem litlu skiptir þá datt mér í hug að segja frá því að ég vissi einn „brjóst- veikan" mann beita þessari aðferð við sjálfan sig - þar eins og hjá hestum myndaðist graftarkennd vilsa útmeð „hankanum". Ekki veit ég hvort maðurinn fann ein- hverja bót á brjóstþyngslum sínum við þessa aðgerð. - En hitt er víst að óþrifa- legt var þetta og ógeðslegt. Sá maður sem ég vissi með þetta var vel greindur og hugvitssamur umfram aðra menn. Hér var því ekki um heimskutiltæki að ræða. - Eg heyrði þess ekki getið að aðr- ir hefðu notað þetta sem læknisráð. Vera má að áður fyrr hafi þetta verið gert á mönnum líkt og á hestum. Hjóttu ferdarinnar ♦ t Nú getur þú lesiö « Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum Islandsflugs. ÍSLANDSFLUG gorlr fíotrum fært að ftjúgo Vegna síðbúinna og óvæntra uppsagna vantar okkur kennara nú þegar í eftirtaldar stöður: Öldutúnsskóli: - samfélagsfræðikennsla - sérkennsla í sérdeild - tónmennt Upplýsingar gefur skólastjóri Viktor A. Guðlaugsson í síma 566 8648. Víðistaðaskóli: - almenn kennsla á yngra stigi - sérkennsla - myndmennt Upplýsingar gefur skólastjóri, Sigurður Björgvinsson í síma 565 7246. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs Hafnarfirði. Dvalarleyfi í Canada Með því að fjárfesta I „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise) er þér tryggt dvalarleyfi í Canada, jafnvel þeim sem ekki hafa hreint sakavottorð. Heildarfjárfesting er 50.000 Kanadískir dollarar eða um 30.000 US$. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950 Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R IY9 eða með því að hringja I síma 416-667-1676 eða með því að senda símbréf I 416-667-1467. VÖRUFLUTNINGAR BJarna Haraldssonar Aðalgötu 22 - 550 Sauðárkrókur - Sími 453 5124 Pósthólf 89 - Kennitala 140330-2139 Frá Saudárkróki Frá Reykjavik mánudaga og þriðjudaga og miðvikudaga fimmtudaga kl. 14.00 kl. 17.00 ADAL FLUTNINGAR HÉDINSGÖTU 2 Afgreiðslan I Reykjavík: Aðalflutningar, Héðinsgötu 2 Sími: 581 3030 - Fax: 581 3036 Afgreiðslan á Sauðárkróki: Verslun Har. Júl. Aðalgötu 22 Sími 453 5124 - Farsími: 852 2824 STYÐJUM EINSTAKLINGINN Tapað - stolið Þessi kerra hvarf 7. maí frá Trésmíðaverk- stæði Harðar og Óia við Hvanna- velli. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við Bílaleigu Akureyrar - Vilhelm, síma 461 3000. Fundarlaun kr. 10.000,-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.