Dagur - 06.08.1998, Qupperneq 1

Dagur - 06.08.1998, Qupperneq 1
4- t Húnn Snædal bæði smíðarog flýgiir listflugvélum. Hann segir það hættulegt en þó sé jafnvel hættulegra að hjóla. Þetta sé eins og hver önnur della. „Þetta er meðfædd flugdella. Eg byrjaði að fljúga árið 1961 hjá Tryggva Helgasyni, þá 17 ára gamall," segir Húnn Snædal list- flugmaður. Húnn smíðaði tvíþekjuna TF- KOT sem reglulega flýgur í nágrenni Ak- ureyrar með alls kyns kúnstum og klækj- um. Hannaði vélina sína sjálfui Húnn var einnig í flugmódelum og svifflugum á sínum yngri árum. „Ég lamd- ist á Melgerðismelunum í hvaða veðri sem var með mörgum góðum mönnum eins og Arngrími Jóhannssyni sem nú rekur flugfé- lagið Atlanta. Við höfðum ekkert annað að gera en að vera þar allar helgar og kvöld og djöflast í þessu.“ Húnn tók svo seinna at- vinnuflugpróf og blindflugspróf og vinnur í dag í flugturninum á Akureyrarflugvelli. Fyrstu vél sína byggði Húnn árið 1976 og hefur hangið í byggingavörudeild KEA um tíma. Hann er ekkert lærður í flug- vélasmíði og hefur alla sína þekkingu úr fræðitímaritum. „Ég hef mikið lesið mér til um þetta. I þessu er sérfræði og flugvélar eru byggðar eftir sérstökum regl- um og aðferðum. Þetta er ekkert ósvipað því að smíða bát, flugmódel eða eitthvað sem krefst nákvæmni.11 Smíðin á TF-KOT hófst árið 1987 og tók þrjú ár. „Ég keypti þrjár teikningar af flugvélum og var ekki alveg nógu ánægður með útfærsluna sem þar var og hannaði hana því sjálfur." Húnn segir vélina mjög dýra en allir hlut- ir í hana eru fluttir að utan. Hann er þó mjög ánægður með vélina. „Hún er yndis- lega góð, svo góð reyndar að því miður mun ég sjálfsagt ekki geta gert betri. Það má segja að ég hafi toppað mig.“ Engin trygging fyrir eHinni Húnn segir listflugið vera mikið til eins og aðrar (þróttir. Engum sé það meðfætt heldur byggist allt á ögun og æfingu. Hann á að baki um 400 tíma í Iistflugi og TF-KOT er ein af örfáum vélum á landinu sem er sérstaklega gerð íý'rir listflug. „Þetta er ekkert ólíkt mörgu öðru, til dæmis mótorhjólum og torfærubílum. Ég hef þó sloppið með heila flug\'él hingað til en mér sýnist stundum lítið eftir af tor- færutröllunum þegar keppni er lokið.“ Húnn segir þó aflið einungis hluta af þessu. „Inn í þetta spilar einnig mýkt, tón- list - það er taktur í þessu. Það er erfitt að lýsa þessu en þetta verður eins og agaður skauta- eða ballettdans. Það er eitthvað slíkt sem við erum að sækjast eftir.“ Húnn segir tvennar sögur vera af frelsinu sem gjarnan er talað um varðandi flug. „Ef þú ert í fimmtán þúsund feta hæð og með út- sýni yfir allt fær maður auðHtað vissa frelsistilfinningu. Það breytir því hins veg- ar ekki að þú ert reyrður niður í pínulítinn klefa." - En er þetta ekki hættulegt? „Þetta er náttúrulega stórhættulegt en ég mundi segja að það væri hættulegra að hjóla á reiðhjóli meðfram hraðbraut eða keyra á 120 km hraða. Þetta er bara eins og með allt annað. Það þarf að gera þetta rétt, sé það ekki gert getur ýmislegt farið úrskeiðis. Það er enginn með tryggingu fyrir ellinni," segir Húnn og hlær. Enginn adrenalínföáU A Islandi eru innan við tíu manns sem stunda listflug en til stendur þó að halda mót síðar í þessum mánuði. Listflugið er talsvert flókið og þar gilda ákveðnar regl- ur. Farnir eru alls kyns hringir, lykkjur og annað í þeim dúr. En er Húnn adrenalín- fíkill? „Nei, alls ekki. Ég er enginn adrena- línfíkill. Þetta er bara nákvæmlega eins della og bíladella. Það eru bara pínulítið önnur númer. Utrásin er bara aðeins öðruvísi.“ -jv I 8.114,*» Vetð frá 8.658,-» Verð frá 10.430,- stgr. ) . . . g æ ð i á frábæru verði! íTni'niiii est seldu dekk á íslandi! UNIROYAL Sterk og vönduð jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður Verð frá 9.484,- Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. -ii<! ujTjv nai'jfilindfUuld abluÁ ’a.. W* ’■m* nu'Jj i .c r í tnnjJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.