Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 9
V^r. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 - 25 SMÁAUGLÝSINGAR Húsnæði í boði_________________ Tíl leigu er 2ja herb. íbúð á Eyrinni á Ak- ureyri. Uppl.ís. 462 1921. Húsnæði óskast__________________ Hjón með tvö börn óska eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð á Brekkunni. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Ester og Árni, sími 462 5765, 898 5587. Óska eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð á Akureyri eða nágrenni. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í s. 853 1894. Gisting í Reykjavík Vel búin 2ja herb. íbúð skammt frá Kringlunni. Sængurföt og handklæði fylgja. Grímur og Anna, sími 587 0970 eða 896 6790. Au-pair ___________________________ Au pair i Noregi. Ert þú 18 ára stúlka, eða eldri, og langar að koma til Noregs? Ef svo er og þú reykir ekki en hefur gaman af börnum erum við fjölskyldan fyrir þig. Við erum íslensk-norsk fjölskylda sem óskum eftir stúlku til að líta eftir tveimur rollingum (tvíburum). Ef þú átt auðvelt með að umgangast börn og talar rétta og góða íslensku viljum við gjarnan fá þig. Allar upplýsingar eru veittar í sima 0047- 91-31-10-21. Hringdu endilega og leggðu inn skilaboð með nafni og síma. Síðan hringjum við. Til sölu_________________________________ Til sölu er tæplega 40 m2 íbúð í Kópa- vogi. Góður staður, góð sameign. Verð 3,8 milljónir. Uppl. í s. 456 7251. Til sölu 54 kanínubúr. Stærð: L=62 cm. B=49 cm. H=31 cm. Sjálfbrynningarstútar í 51 búr. Gotkassar 9 stk. Rekkar fyrir öll búrin. Upplýsingar í símboða 845 5182. Heilsuhornið________________________ Munið - Við erum flutt upp í Kaupvangs- stræti (áður matvörudeild KEA). Þar erum við sólarmegin í Gilinu. Mikið úrval af bætiefnum fyrir alla aldurs- hópa. Matvörur, bæði fyrir fólk með sér- þarfir og alla sem vilja eitthvað gott. Ilmolíur, ilmkjarnaolíur og nuddolíur. Snyrtivörur úr riki náttúrunnar. Te og kaffi. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi. 10% afsláttur fyrir félag aldraðra. Verið velkomin í okkar rúmgóðu, glæsilegu verslun. Heilsuhornið í Gilinu sími / fax 462 1889. KFUM og K Kaffisala verður í sumarbúðunum að Hólavatni í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 9. ágúst kl. 14.30-18.00. Verið velkomin. Hallgrímskirkja Orgeltónlist kl. 12-12.30. Friðrik Vignir Stefánsson leikur. Háteigskirkja Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21.00. Kyrrð, ihugun, endurnæring. Allir hjartanle- ga velkomnir. Tapað - fundið Tasja er týnd. Tasja er tíu vikna Peking tik. Hún týndist á föstudagskvöldið 31. ágúst frá heimili sínu á Hauganesi við Eyjafjörð. Ef einhver hefur verið svo góð(ur) að taka hana upp í bíl vinsamlega hafðu þá sam- band heim í síma 466 1024 eða við lögregluna á Dalvík eða Akureyri. Fundarlaun í boði. Takið eftir____________________ Stígamót, samtök kvenna gegn kynfer- ðislegu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í sima 562 6868. FBA deildin á Húsavík. Fundir vikulega á sunnudögum kl. 20.30 og á mánudögum kl. 22 í Kirkjubæ. Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri. Minningarkort félagsins fást í Bókval og Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá félaginu. Stjórnin. Minningarkort Menningarsjóðs kvenna i Hálshreppi, fást i Bókabúðinni Bókval. Minningarkort Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni fást í Bókabúð Jónasar, Bókval, Akri Kaupangi og Sjálfsbjörg Bjargi. Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíðar fást í: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Dvalarheimilinu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldarvík, Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá Margréti Kröyer, Helgamagrastræti 9. Minningarspjöld Hjálpræðishersins fást hjá Hermínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b, 2. hæð. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúk- linga fást í öllum bókaverslunum á Akureyri og einnig í Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Minningarkort sjóðs Guðnýjar Jónsdótt- ur og Ólafs Guðmundssonar frá Sörla- stöðum í Fnjóskadal til styrktar sjúkum og fötluðum í kirkjusóknum Fnjóskadals fást í Bókabúð Jónasar. Innilegar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks í Skjaldarvík. Ökukennsla Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari Þingvallastræti 18 heimasími 462 3837 GSM 893 3440. Fundir Stuðningshópur fólks með hálsáverka, SHHÁ, verður með fund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 6. ágúst kl. 20.00, gengið inn um kapelludyr. Fundarefni: Slysa- móttakan. Nefndin. Árnað heilla Þessi íturvaxni piltur, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, á afmæli í dag, 6. ágúst. Hann er orðinn fullorðinn eins og myndin ber með sér. Þeim sem vilja sjá meira, eða senda Hall- grími kveðju á afmælisdaginn, er bent á að skilja eftir skilaboð á netfanginu still@nett.is Kirkjustarf______________________ Villingaholtskirkja í Flóa Kvöldmessa nk. sunnudag kl. 21.00. Kristinn Á. Friðfinnsson. Safnkirkjan í Árbæ Messa nk. sunnudag kl. 14.30. Kristinn Á. Friðfinnsson. Aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MAGNÚS INGÓLFSSON Drekagili 18, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Heimir Tómasson, Auður Árnadóttir, Snæbjörn Sigurðsson, Gunnlaug Árnadóttir, Gunnar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug til okkar við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu HRAFNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR Brekkutúni 11, Sauðárkróki. Stefán Guðmundsson, Ómar Bragi Stefánsson, María Björk Ingvadóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson, Stefán Vagn Stefánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, og barnabörn. ■ HUflfl ER Á SEYÐI? NORRÆN RÓMANTÍK í kvöld flytja þau Marta G. Halldórsdóttir og Orn Magn- ússon norræna rómantíska sumartónlist í Kaffileikhúsinu. Lögð verður áhersla á heimilis- lega stemmingu í anda gömlu stofutónleikanna þar sem flutt verða ástarljóð, náttúrustemm- ingar og þjóðlög. A efnis- skránni eru Iög eftir Sigvalda Kaldalóns, Edward Grieg, Jean Sibelius og Atla Heimi Sveins- son. NORÐURLAND Ferðafélag Akureyrar Helgina 7.-9. ágúst efnir Ferða- félag Akureyrar til jeppaferðar. Lagt er af stað á föstudag kl. 18.00 frá skrifstofu félagsins. Ekið verður inn og upp úr Eyja- firði að Laugafelli en þar er gist í skála félagsins. A laugardag- inn er ekið frá Laugafelli inn á Sprengisand og farin Gæsa- vatnaleið og í Dreka. Þar er gist seinni nóttina. A sunnudag er fyrirhugað að skoða Drekagil í DyngjufjöIIum, ganga inn að Oskjuvatni og halda síðan heim með viðkomu í Herðubreiðar- lindum. Laugardaginn 8. ágúst er gönguferð á vegum Ferðafélags Akureyrar. Gegnið verður á Strýtu og Kistu í Vindheima- fjallgarði. Brottför kl. 9 um morguninn. Upplýsingar og skráning á skrif- stofunni sem er opin virka daga kl. 16-19, sími 462 2720. Djass í Deiglunni Þóra Gréta Þórisdóttir söng- kona og tríó djassleikara sjá um sveifluna á djassheitum fimmtudegi í Deiglunni á Akur- eyri í kvöld kl. 21.30. Jazz- ldúbbur Akureyrar stendur fyrir tónleikunum og er aðgangur ókeypis. Tríóið skipa píanóleik- arinn Oskar Einarsson, trommuleikarinn Einar Valur Scheving og bassaleikarinn Páll Pálsson. A tónleikunum munu hljóma kunnugleg lög frá Ell- ington til Monk og einnig verða flutt sígræn lög söngleikjanna. Söngvaka í Minjasafhskirkj- unni I kvöld kl. 21 verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Flutt eru sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru Sigríður Iva Þórarinsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Miðaverð er kr. 700. HOFUDBORGARSVÆÐIÐ Heimildarmyndir Galleríið Fiskurinn við Skóla- vörðustíg 22c heldur áfram að sýna heimildarmyndir úr ýms- um áttum, annan hvern dag, á meðan myndlistarsýning^r í galleríinu eru opnar. Heimild- armyndirnar eru sýndar á klukkutíma fresti á opnunar- tíma frá 14 til 18 og er öllum heimill aðgangur. I dag verður sýnd myndin Stones and flies (39 mínútur, frá 1988). Mynd um myndlistarmanninn og ferðalanginn Richard Long þar sem hann labbar um Afríku, býr til myndlist og spjallar um lífið og tilveruna. Hádegistónleikar í Hallgríms- kirkju Fimmtudagstónleikarnir í Hall- grímskirkju eru í samstarfi við Félag íslenskra organleikara og að þessu sinni er það Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Grundarfirði, sem leikur á org- elið. A efnisskrá hans er fyrst hin þekkta Prelúdía í D-dúr eft- ir Buxtehude. Þá leikur hann 6 sálmforleiki úr Litlu orgelbók- inni m.a. „Jesú, heill míns hjarta“, „I dauðans böndum Drottinn á“, „Kom, Guð, skap- ari, helgur andi“ og „Hver sem ljúfan Guð lætur ráða“. Að lok- um leikur hann „Tokkötu" í G- dúr eftir Dubois og „Sortie“ í Es-dúr eftir Lefébure-Wély. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og er aðgangur ókeypis. lAflAflAf VÍSIf W W W W W W m W ■ ■ ■ m ■ — " FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.