Dagur - 21.08.1998, Page 6

Dagur - 21.08.1998, Page 6
22-FÖSTVDAGUR 21. ÁGÚST 1998 rD^tr Kristjana og Dario í Deiglunni Kristjana Helgadóttir og Dario Macaluso halda tónleika í Deiglunni kl. 20.30 á laugardags- kvöldið. Á efnis- skránni verða m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bach og gítartónlist eftir 19. aldarskáldið Mauro Giuliani. Krist- jana leikur á þverflautu og hefur komið fram hér heima og erlendis, bæði sem sólóisti og með öðrum tón- listarmönnum. Dario Macaluso er ftalskur og hefur unnið til fjölda verðlauna í heimalandi sínu fyrir gítarleik. Hann hefur spilað víða, mest í Hollandi, Þýskalandi og á (talíu. Sam- skipti manns Stefanía Thors og David Maj, nemendur í leik- list við Listahá- skólann í Prag, verða með leik- sýningu í Kaffi- leikhúsinu á laugardag klukk- an 22. Sýnt verður leikritið Líf Stefanía Thors og David Maj koma frá Prag með sýningu í Kaffíleikhúsið. manns eftir Le- oníd Andrejev, en það fjallar um samskipti manns- ins við sjálfan sig, fjölskyldu og æðri máttarvöld frá fæðingu til dauða. i tilefni menningarnætur er miðaverð aðeins 450 krónur. Tíu ára starfsafmæli í Viöey Þriðjudaginn sl. voru 10 ár síðan endurreisn Viðeyjarstofu og kirkju lauk og staður- inn var opnaður almenningi. Þessara tímamóta verður minnst á sunnudaginn kl. 13 þegar afmælishaldið hefst. Þá verður varðeldur tendraður og grillað. Leikarar úr Latabæ stjórna leikjum fyrir börnin, farið verður í skoðunarferð, þar sem sjónum verður einkum beint að Stofunni, kirkjunni og fornleifauppgreftinum, og margt fleira. Um kvöldið verður svo boðið upp á þrírétta matseðil á góðu verði. Ferðir byrja kl. 13 og gjaldið verður með góðum afslætti eða 300 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. ■ HVAD ER Á SEYÐI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Píanótónleikar Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar hefur á árinu staðið fyrir tónleikum í Hafnarborg undir yfirskriftinni „Tónleikar á af- mælisári.“ Tilefnið er 90 ára kaup- staðarafmæli Hafnarfjarðar og 1 5 ára afmæli Hafnarborgar. A sunnudags- kvöldið heldur Valgerður Andrésdótt- ir píanótónleika f Hafnarborg og eru þeir fjórðu í röðinni. A efnisskrá tón- leikanna verða verk eftir Beethoven, Chopin og Bartók. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30. Sumarferð Alþýðuflokksins Arleg sumarferð Alþýðuflokksins verð- ur farin á morgun kl. 10 frá Alþýðu- hósinu, Hverfisgötu. Farið verður um Vesturlandskjördæmi - Akranes, Borg- arnes og Snæfellsnes. Veitingar og skemmtidagskrá verða í boði. Allir jafnaðarmenn eru velkomnir og skrán- ing fer fram á skrifstofu Alþýðuflokks- ins í síma 552-9244. Verð kr. 1500. Fatahönnun Að tilefni af „Menningarnótt í Reykja- vík“ mun María Lovísa fatahönnuður halda tískusýningu þann 22. ágúst kl. 20 að Skólavörðustíg 8. Að gefnu til- efni verður gefinn tuttugu prósent af- sláttur af öllum fatnaði. Allir velkomn- ir. Sýningarlok Aaiitu Sýningu sænsku listakonunnar Anitu Hedin í gallerí Handverks & Hönnun- ar að Amtmannsstíg lýkur á morgun. Anita sýnir textílmyndverk með ásaumstækni. Tvær sýningarlokanir í Hafnarborg Málverkasýningu fimm listamanna frá Slesvík-Holsetalandi lýkur mánudaginn 24. ágúst. Listamennirnir fimm hafa hlotið margskonar viðurkenningu fyrir list sína. Sýningu Astu Arnadóttur lýk- ur sömuleiðis á mánudaginn en um er að ræða vatnslitasýningu. Opið er alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Greifarnir á Ingólfskaffi Greifarnir verða með hörkuball á Ing- ólfskaffi á Iaugardagskvöldið. Þetta er síðasta sumarið sem þeir spila saman í bili og því hver að verða síðastur að hlýða á félagana frá Húsavík. Tónleikar í Hallgrímskirkju Laugardaginn 22. ágúst kl. 12 Ieikur Douglas A. Brotchie þrjú verk eftir Bach, Samuel Scheidt og franska tón- skáldið Jean Langlais í Hallgríms- kirkju. A sunnudagskvöldið verða sjö- undu tónleikarnir í tónleikaröðinni „Sumarkvöld við orgelið." Að þessu sinni er það Hörður Askelsson, organisti Hallgrímskirkju á stóra Klais orgelið, sem flytur fjögur verk. Það fyrsta er „Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið“ sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi árið 1992 vegna vígslu Klais- orgelsins. Verkið flytur Hörður nú til heiðurs Þorkels. Annað verkið á efnis- skránni er svítan „Veni creator spiri- tus“ eftir Nicolas de Grigny. Þriðja verk Harðar er hin mikla „Passacaclia“ Bachs í c-moll en umfangsmesta verkið á tónleikunum er verkið „Sin- fonia Arctandriae“ eftir norska tón- skáldið Kjell Mörk Karlsen. Gallerí Hornið Laugardaginn 22. ágúst opnar Einar Sebastian ljósmyndasýningu í Gallerí Horninu. Þetta er fyrsta einkasýning Einars og stendur hún til 9. septem- ber. Stuðmenn á Sýrlandi Stuðmenn skemmta á Hótel Sýrlandi (Broadway) í kvöld ásamt fleiri Iista- mönnum. Húsið opnar kl. 21. Síðustu sýningar á Hróa Hetti Nú standa yfir allra síðustu sýningar á Qölskylduleikritinu Hrói Höttur. Leik- ritið hefur vcrið sýnt fimm sinnum í viku frá frumsýningardegi sem var 10. júlí sl. Síðustu sýningarnar eru í dag kl. 14.30, á morgun kl. 14 og 16 og á sunnudaginn kl. 14. Það er fyrirtækið Dagur og nótt sem stendur að upp- færslunni. Háskólafyrirlestur Mánudaginn 24. ágúst kl. 17.15 flytur dr. James Conant prófcssor í heim- speki við Háskólann við Pittsburg í Bandaríkjunum fyrirlestur á vegum heimspekideildar HI í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn (jallar um túlkun á skáldsögu Georges OrwelIIs „1984.“ Verkleg sjóvinna Verkleg sjóvinna verður kynnt í Sjó- minjasafni Islands í Hafnarfirði, sunnudaginn 23. ágúst kl. 13-17. Aldr- aðir sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjóvinnu og gestum gefst kostur á að þjálfa handtökin. SUÐURLAND Kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri Hinir árlegu kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri verða haldnir nú um helgina. I kvöld kl. 21 verður m.a. fluttur dúó eftir Mozart og ljóð úr Mörike eftir Hugo Wolf. A laugardags- kvöldið kl. 21 verður m.a. flutt píanó- tríó í B-dúr eftir Schubert. A tónleikum sunnudagsins sem hefjast kl. 17 verða m.a. fluttir Ijóðasöngvar eftir Pál Isólfs- son og Karl Ó. Runólfsson. Það er Edda Erlendsdóttir sem er stjórnandi tónleikanna en með henni verða þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Selma Guðmundsdóttir, píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla og Richard Talkowsky, selló. Tímasetn- ing tónleikanna miðast við að fólk, sem dvelur alla helgina á Klaustri, geti einnig notið annarrar afþreyingar á staðnum. Fjölmargar náttúruperlur eru í næsta nágrenni eins og Lakagígar, Núpsstaðaskógar, Landmannalaugar, Skaftafell, Jökulsárlón og svo mætti Iengi telja. Þá eru möguleikar til veiði margvíslegir og einnig er golfvöllur, sundlaug, hestaleigur og bátaleiga í næsta nágrenni auk fjölmargra göngu- leiða. Eins árs afmæli Hljómsveitin O.FL. frá Selfossi ætlar að halda upp á 1 árs afmæli sitt ineð þrusuballi á Inghóli á laugardagskvöld. Boðsmiðar liggja á dreif í valinkunnum verslunum á Selfossi og gilda þeir til kl. 0.30. Eftir það kostar 1000 krónur inn. TJ the DJ mun þeyta skífum og rjóma og von cr á óvæntum uppákom- um. Hljómsveitin hefur farið víða á þessu ári og mælst vel fyrir. Skítamórall á ferðinni Hljómsveitin Skítamórall spilar í Tjarnarlundi í Dölum í kvöld en þar mun hljómsveitin ekki hafa spilað áður. Kvöldið hefst á tónleikum kl. 20.30 og er ekkert aldurstakmark. Hið eiginlega ball hefst kl. 23 og þar er aldurstakmark 16 ár. Á Iaugardaginn heldur hljómsveitin svo dansleik í Ut- hlíð í Biskupstungum þar sem aldurs- takmarkið verður hækkað í átján ár. Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tveggja vikna dvöl á ströndum Beni- dorm svo strákarnir ættu að vera brún- ir og sællegir. Hljómsveitin hefur verið gífurlega vinsæl í sumar og hefur selt um 5000 eintök af nýlegri geislaplötu sinni. Þá eiga þeir íjöldann allan af sumarsmellum. 'hkjjdC Cci |isiing é fíiísvcréi Vi&uicgi fíug í vciur 1003 4. cg li. jemíer, i. fef> cg c. mcrs acoo ki. sísSéiiur á iso secijm y&vöQc&ini L 20daaar FYrir4ra manna flölskyldu 34/25 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm 2ja til 11 ára. Fyrir 2 49.2CC ámann m.v.2fullorðna Innifalið: Rug og gisting á Aloe, 1. des. Ferðirtil og frá fiugvelli og flugvallaskattur. Umboðsmenn Plúsferða: Sauðárkrókur Skagfirðingabraut21 Sími: 453 6262 Grindavik; Akranes Pésinn, Stillholti 18 Rakkarinn, Víkurbraut 27 Eyjabúð, Strandvegi 60 Símí: 4314222/4312261 Sími: 426 8060 Símr. 481 1450 Akureyri: Sedoss: Ráðhústorg 3 Suðurgarður hf, Austurvegi 22 Sími: 462 5000 Sími: 4821666 Vestmannaeyjar Keflavík; Hafnargötu 15 Sími: 421 1353 Innifalið: Rug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis ásamt íslenskri fararstjórn. Föst aukagjöld: Flugvallaskattur, fullorðnir kr. 2.410 og börn 2ja til og með 11 ára kr. 1.740. Staðfestingargjald: kr. 14.000 á mann og kr. 7.000 á barn - greiðist innan viku frá bókun. Barnaafsláttur 2ja til og með 11 ára kr. 12.000. Börn að 2ja ára aldri greiða kr. 7.000. Sparnaðarbrottfarir: 4. og 11. janúar, 1. febrúar og 8. mars. 4.000 kr. afsláttur á mann ef ferðapöntun er staðfest snemma. 150 sæti í boði. Verð miðast við flugverð og gengi 15. júlí 1998. FERÐIR VISA Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.