Dagur - 01.10.1998, Side 4

Dagur - 01.10.1998, Side 4
4- FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Meira ógirt en talið var Landbúnaðamefnd sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði hefur farið í skoðunarferð á Mælifellsdal og Kiðaskarð og hefur komið í ljós að það svæði sem þar á eftir að girða er mun lengra en Margeir bóndi á Mælifellsá hefur upplýst um, eða 2,9 km. Sveitarfélagið hefur sam- þykkt að girða helming svæðsins, eða 2,5 km og var samþykkt að leita eftir tilboði í efni. Tilboð komu frá Vélavali og Kaupfélagi Skagfirð- inga. Landbúnaðarnefnd Ijallaði einnig um málefni Eyvindarstaða- heiðar, vandamál varðandi lausagöngu búijár á vegum og uppsöfnun á landbúnaðarplasti sem er orðið vandamál í sveitarfélaginu. Leitað verður úrbóta hið fyrsta. Úttekt gerð á Vöku Sveitarstjórn nefur samþykkt að óska eftir því við Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra að félagið geri úttekt á stöðu og möguleikum pijónastofunnar Vöku. Iðnþróunarfélagið skili niðurstöðum sínum eins fljótt og hægt er. Sorphirða og fundargerðir Ingibjörg Hafstað, Skagaíjarðarlista, spurðist nýverið fyrir um það á fundi sveitarstjómar hvað liði skipulagningu á sorphirðu í sveitar- félaginu og vísaði til bókunar í byggðaráði frá 23. júní síðastliðnum og bókunar Umhverfis- og tækninefndar frá 6. júlí þar sem formanni nefndar og sveitarstjóra var falið að vinna að málinu. Sveitarstjórn hefur einnig samþykkt að fundargerðir sveitarstjórnar verði sendar aðal- og varamönnum í nefndum og ráðum strax að loknum fundum, og án endurgjalds. Sú ákvörðun kemur til endurskoðunar þegar fundargerðirnar verða komnar á Netið. Element semur við Sabroe Controls Fyrirtækið Element skynjaratækni á Sauðárkróki hefur gert 6 ára samning við Sabroe Controls í Danmörku um framleiðslu og sölu á kæliskynjurum. Danirnir munu taka við framleiðslu skynjaranna en Element skynjaratækni mun áfram vinna að vöruþróun vegna skynjaranna og fleiri tækja á því sviði. Ekki hefur verið talið hagstætt að fjöldaframleiða hlutina á Sauðárkróki en danska fyrirtækið mun meðal annars fá hluta af hlutunum í framleiðslunni frá Asíulöndum, sem eru að sjálfsögu ódýrari. Framleiðsla Element skynjaratækni er á fleiri sviðum. Meðal annars eru framleidd rafnef sem nema fersk- leika fiskafurða, og Navision-hugbúnaður í samvinnu við hugbúnað- arstofuna Streng. Skiptayfirlýsing í Viðvíkurhreppi ógild Héraðsdómur NorðurTánds vestra hefur samþykkt kröfu Viðvíkur- hrepps vegna ógildingar skiptayfirlýsingar hvað varðar jörðina Kolku- ós. Hins vegar er hafnað kröfu stefnanda um að viðurkenndur verði óskoraður eignarréttur hans á öllu landi því sem áður tilheyrði Við- vík, neðan Asgarðslands, allt til sjávar ásamt Elínarhólma, eins og landið er afmarkað á korti sem stefnandi hefur lagt fram. Viðvíkur- hreppur er nú hluti af sameinuðu sveitarfélagi allra fyrrum sveitarfé- laga í Skagafirði, að Akrahreppi undanskildum. — gg Ekki að rusta gott starf Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri segir að tilgangurinn með stjórnsýslubreyting- um í bænum sé að bæta þjónustuna við bæj- arbúa, en ekki „að rústa gott starf sem unnið hefur verið“. Þetta segir hann í tilefni af áhyggjum sem fram komu hjá verkefnisstjór- um verðlaunaverkefnisins „Nýtt barn“ um að skipulagsbreytingar á ráðgjafaþjónustu bæjar- ins gætu í raun þýtt að verkefnið yrði lagt nið- ur. Þessar áhyggjur komu fram hjá þeim Kar- ólínu Stefánsdóttur félagsráðgjafa og Hjálm- ari Freysteinssyni lækni í þættinum Dagstofan í bæjarsjónvarpinu á Akureyri í síðustu viku, en verkefnið „Nýtt barn“ vann sem kunnugt er til sérstakrar viðurkenningar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar. Bæjarstjóri segir fulla ástæðu til að staldra við og skoða málin þegar fólk viðrar áhyggjur sfnar með þessum hætti og því ástæða til að vera á varðbergi. Hins vegar verði í engu hætt vinnunni við stjórn- sýslubreytingarnar enda sjálfsagt að skoða hvort betra sé að veita til- tekna þjónustu með öðrum hætti en gert er. Kristján Þór Júlíusson. ÖIl skilvrði til met- árs í rjúpnaveiði Rjúpnavarpið tókst vel í ár og stofninn í há- marki aldamótaárið. Náttúrufræðistofnun íslands hefur mörg undanfarin ár kann- að ijúpnastofninn í Hrísey undir stjórn Ólafs Nielsen. Á vorin hef- ur Þorsteinn Þorsteinsson á Ak- ureyri talið karrana en innan áhrifasvæðis hvers þeirra eru einn til þrír kvenfuglar. I vor voru karrarnir um 200 talsins og út frá því er stofnstærðin áætluð. Á haustin er reynt að ná sem flest- um rjúpum til að kanna hvert þær halda til vetursetu og hefur komið í ljós að þær halda mjög stutt frá sumarstöðvunum. Flest- ar merkingar úr Hrísey hafa skil- að sér frá veiðimönnum í Ólafs- fjarðarmúla eða í nágrenni Grenivíkur. I vor tókst varpið mjög vel enda engin hret að trufla, og var ekki að meðaltali nema eitt fúlegg í hreiðri, en um 11 ungar. Síðan þessar rann- sóknir hófust hefur fjöldi karra mest orðið um 320 talsins, og er gert ráð fyrir að hámarki stofns- ins verði náð strax næsta haust, eða haustið 2000. Stofninn ofveiddur á Suður- laudi Talið er að um 40% af ijúpna- stofninum á Norðurlandi sé veiddur á hverju hausti en allt að 70% á Suður- og Vesturlandi sem veldur því að stofninn minnkar ár frá ári á því svæði. Á síðasta ári fóru um 5.300 veiðimenn til rjúpna og veiddu um 157.000 ijúpur sem er svipaður fjöldi og haustið 1996. Enn eiga þó um 200 veiðimenn eftir að skila veiðikortum til veiðistjóra. Talið er að veiðin verði enn meiri í ár, þeir bjartsýnu tala um 180.000 fugla heildarveiði, sem er gott mál fyrir þá sem ekki spretta úr spori til fjalla, heldur fá jólamat- inn í næstu verslun á stöðugt lækkandi verði. — GG Um 2.000 atvinnu- lausir í Reykjavík Vinimmidlim Reykja- víktrr ætlar að fara yíir allar heiðnir um starfsmeim og kanna hvemig imnist hefur úr þeim. „Að sjálfsögðu tökum við svona gagnrýni mjög alvarlega. Þetta eru mjög harðar ásakanir sem maður þarf að leggjast yfir,“ sagði Oddrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlunar Reykjavíkur, um orð Ernu Hauksdóttur, í viðtali við Dag, þar sem hún furðaði sig á því að svo margir skuli vera á atvinnu- leysisbótum á meðan fyrirtækin hrópi á starfsfólk. Kannaðí botn „Við erum búin að leggja drög að því að fara yfir allar þær beiðnir sem hafa komið um starfsmenn á árinu og hvernig unnist hefur úr þeim," sagði Oddrún. Eftirspurn eftir starfsmönnum hafi aukist og verið sé að fjölga starfsmönn- um við vinnumiðlunina. Oddrún segist ekkert tilbúin að fallast á það að á atvinnuleysisskrá væri fólk sem ekki vildi vinna. „Það geta verið alls konar ástæður, t.d. að fólk geti tekið ákveðin störf en ekki önnur. Það er því voðalega varhugavert að alhæfa.“ 2.070 á skrá í Reykjavík I Iok ágústmánaðar voru 2.070 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. En er ekld hlutfall ungs fólks þar tiltölulega hátt að vanda? „Jú, það lendir oft á skrá vegna þess að það vantar bæði menntun og starfsreynslu. Á sín- um tíma kom í ljós í 16-25 ára hópnum voru 85% bara með grunnskólapróf," sagði Oddný, sem jafnframt bendir á, að fólki á atvinnuleysisskrá hafi fækkað mjög verulega, sé t.d. um 600 færra nú en á sama tíma i fyrra. Þeir elstu vilja vinna Varðandi elsta hópinn, 60-70 ára, segir Oddný vinnuveitendur nú heldur ekki hafa verið yfir sig spennta að ráða það fólk. „Ég veit það að elsti hópurinn okkar er vinnufúst fólk, sem setur manngildishugmyndir sínar í beint samhengi við það hvers virði það er á vinnumarkaði. Það er mjög sárt fyrir þetta fólk, sem vill vinna, að koma þessa viku- legu þrautagöngu til okkar.“ Dagur frétti nýlega af rúmlega sextugri konu sem fékk loks heldur sóðalegt starf eftir ítrek- aðar umsóknir. „Það er víst svo komið að maður verður að notast við allt,“ sagði vinnuveitandinn. Oddrún kvaðst ekki vita hvort slíkt viðmót væri algengt. „En við erum mjög hugsi yfir þessum hópi, hvernig hægt er að styðja við bakið á elsta fólkinu á skránni.“ — HEI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.