Dagur - 01.10.1998, Page 5

Dagur - 01.10.1998, Page 5
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 - S FRÉTTIR Þj óðarskútan hefur góðanhyr í seglum Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, boðuðu til fréttamannafundar í gær í tilefni þingsetningar. Forystumeim stjóm- arflokkanna segja flokka sína ganga óbundna til kosninga næsta vor en em sam- mála um að samstarf þeirra hafí verið mjög gott og árangursríkt. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Dav- íð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Asgrímsson utanrfkis- ráðherra, boðuðu til frétta- mannafundar í gær í tilefni þess að þing er að koma saman, ríkis- stjórnin leggur senn fram sitt fjórða fjárlagafrumvarp og síðast en ekki síst til að rifja það upp hve allt er í góðu standi hér á landi. Þjóðarskútan hefur þægi- legan byr í seglum, samkvæmt því sem þeir félagar sögðu. Þeir sögðu að mikill árangur hefði náðst í efnahagsmálum á kjörtímabilinu. Hagvöxtur hefði verið meiri hér á landi en í flest- um sambærilegum ríkjum eða 5% frá 1996 og á sama tíma hefði kaupmáttur aukist um 17% en hefði verið á sama tímabili 5% í ríkjum OECD. Atvinnuleysi hefur minnkað úr 5% í 3% og framleiðni vinnuafls verið 3% en 1,5% í OECD ríkjunum. Þeir segja að þó Iitið sé Iangt aftur í tímann sé vandfundið hagvaxtar- og umbótaskeið sem jafna megi við þetta. Miiiiikandi skuldir Nú er lagt fram, þriðja árið í röð, fjárlagafrumvarp með tekjuaf- gangi. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað mjög og gert er ráð fyrir að þær verði 13-15 milljörðum króna minni í árslok en þær voru í ársbyrjun. Festa hefur ríkt í peninga- og efnahagsmálum, verðlag hefur verið stöðugt og verðbólgan um 2% á kjörtímabil- inu. Erlend fjárfesting hefur stóraukist og samið hefur verið um þrjú stór verkefni á sviði ál- framleiðslu og járnblendis. Þá segja þeir Davíð og Halldór að munur á kjörum tekjuhæstu og tekjulægstu hópanna sé hvergi í veröldinni minni en á Islandi. Óbundnir til kosninga Halldór og Davíð voru spurðir hvort framhald yrði á stjórnar- samstarfinu eftir kosningar, en sögðu báðir að flokkar þeirra gengju óbundnir til kosninga. „Við munum ekkert ákveða um það fyrirfram. Hins vegar hefur þetta stjórnarsamstarf gengið vel og það hefur verið farsælt. Fram- sóknarflokkurinn mun leggja á það megináherslu að viðhalda þeim stöðugleika sem hefur ver- ið hér í efnahagsmálum og bygg- ir á þeim grunni sem hefur verið Iagður," sagði Halldór. Hann sagði að sér litist ekki á þá málefnaskrá sem samfylking- arflokkarnir hafa Iagt fram. Hún væri ekki líkleg til þess að við- halda stöðugleika í efnahagsmál- um. Þá sagði hann að ákvæði í utanríkismálum í málefna- skránni væru þegar farin að valda áhyggjum okkar samstarfs- aðila í heiminum. Engar bakstungur „Eg tek undir það að við stjórnar- myndunarviðræður eftir þessar kosningar hljóta menn að horfa til hagsmuna þjóðarinnar og þess sem menn hafa verið að fylgja eftir,“ sagði Davíð. „Eg vil taka undir það að samstarf þess- ara flokka hefur verið með mikl- um ágætum og mikið traust milli manna. Og þó að við deilum stundum á ríkisstjórnarfundum um einstök mál hefur hvorugur flokkurinn nokkru sinni komið í bakið á hinum.“ — S.DÓR Krakkarnir í Hagaskóla stóðu sig best á samræmdu prófunum. Hagaskóli bestur Búið er að reikna út árangur einstakra skóla i samræmdu prófunum sem og landshluta. Heildarmeðaltal er að venju hæst í Reykjavík og kemur Hagaskóli f Reykjavík albest út yfir landið allt. Samanlögð eink- unn úr samræmdu prófunum er 25,0 í Hagaskóla en Hlíðaskóli í Reykjavík kemur hársbreidd á eftir með 24,9. Athygli vekur að af landsbyggðarskólum kemur grunnskóli Eyrarsveitar í Grundarfirði best út. Hann er í fimmta sæti með 23.0 saman- lagt. I Reykjavfk var samtalan 21 en 20,6 í nágrenni höfuðborgar- innar. A Austur- og Vesturlandi var samtalan nokkru lægri eða 19,1. 18,2 á Suðurlandi, 18,0 á Norðurlandi eystra, 17,7 á Norðurlandi vestra en Vestfirðir og Suðurnes reka lestina með 17,6. Lægstu meðaleinkunnir ein- stakra skóla í heild hlutu Hrafn- gilsskóli, 14,9, Hvolsskóli, 14,0 og Grunnskóli Ólafsvíkur 13,5. Þetta kom fram á fréttavef Morgunblaðsins í gær. — BÞ INNLENT Heilsugæslulæknar sinna færra fóUd Segja launagreiöslitr í lagi Hluta rússneskra starlsmanna Technopromexport, verktaka Landsvirkj- unar við Búrfellslínu, hefur verið sagt upp störfum og þeim sagt að þeir verði sendir heim 8. október næstkomandi. Stöð 2 greindi frá þessu í gær. Landsvirkjun hefur borist svar Technopromexport við kröfum um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum þeim sem félagsmálaráðuneytið hefur sett fyrir áframhaldandi atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn verktakans. Fullyrðir Technopromexport að erlendu starfsmennirnir fái greidd Iaun í fullu samræmi við íslenska kjarasamninga. Þeir segja hins vegar ekki hægt að greiða launin inn á bankareikninga hér á landi því það stangist á við rússnesk lög. íslendingar með 6 vinninga íslend íslenska ólympíuskáksveitin hefur hlotið sex vinninga eftir tvær umferðir á ólympíuskák- mótinu í Kalmykíu, en á blaðamannafundi fyrir utanförina höfðu menn meiri áhyggjur afaðbúnaði á keppnisstað en taflmennsku. hefur hlotið sex vinninga í tveimur fyrstu umferðunum. endingar og Bosnfu- menn skildu jafnir með tveimur vinningum gegn tveimur í annarri umferð á ólympíuskákmótinu í Kal- mykíu í gær. Hannes Hlífar Stefánsson tapaði sinni skák, Þröstur Þórhallsson og Jón Garðar Viðarsson gerðu jafntefli og Helgi As Grétarsson vann sína skák, að því er fram kom í frétt- um Utvarpsins í gær. Sveit Bosníu er meðal þeirra sterkustu á mótinu en alls taka 110 þjóðir þátt f því. íslenska skáksveitin Meimtaskólakennari laitiinn Ráðist var á kennara við Menntaskólann við Sund f gærmorgun, að því er fram kom á Stöð tvö í gærkvöld. Kennarinn reyndi að vísa á dyr þremur unglingspiltum sem sögðust eiga erindi við stúlku í bekknum hans. Engin piltanna er nemandi við skólann. Þeir Iétu sér ekki segjast og einn þeirra Iamdi kennarann í andlitið og sparkaði í hann. Kennar- inn fór á slysadeild eftir atburðinn. Piltarnir forðuðu sér á hlaupum en lögreglan veit hverjir voru hér á ferð. Töluverðar kjarabæt- ur heilsugæslulækna skfla sér ekki í aukn- um afköstum heldur þjónusta þeir færri sjúkliuga en áður. Biðlistar hafa lengst verulega á Selfossi og í Hafnarfirði. Heilsugæslulæknar þjónusta nú færri sjúklinga en þeir gerðu áður en nýlegur kjarasamningur ríkisins var gerður við Iæknana. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að ráðuneytið sé að skoða hvernig stendur á þessu. Læknar hafi umtalsvert hærri laun en fyrr, en afköstin virðist minni. Ólafur Ólafsson landlæknir segir aðspurður um skýringar á þessu að föst Iaun verði æ stærri þáttur í heildarlaunum lækna. Þar með minnki yfirvinnutími og það hafi áhrif í þessu tiliiti. „Það verður að taka það fram að hér á Iandi hefur vinnutími lækna ver- ið lengstur allra stétta og það var orðin full ástæða til að sporna við þeirri þróun,“ segir Ólafur. Vinnutími aðstoðarlækna á ís- lenskum spítölum var talinn lengstur í Evrópu ásamt vinnu- tíma breskra lækna," segir Ólaf- ur. Þjónustuhvatinn hefur með öðrum orðum minnkað. Heilsugæslulæknar hafa fengið nýja bíla til að ferðast á og er bíllinn að ofan dæmi um slíkt. Landlæknir telur 600 þúsund kr. mánaðarlaun ekki ofhá. Þarfnast athugunar Ólafur segir að strípuð Iaun heilsugæslulækna úti á landi séu eftir breytingarnar um 300.000. Ef læknirinn sé einn að störfum fái hann e.t.v. um 600.000 kr. í heildarmánaðarlaun, en aðrar stéttir fái líka hundruð þúsunda fyrir bakvakta- og næturvinnu- þjónustu úti á landi. „Það er hins vegar ljóst að við verðum að skoða hvað er hér á ferðinni. En þar sem biðlistar hafa lengst hvað mest er hluti skýringarinn- ar sá að þar var samskiptatíðnin óeðlilega há á hvern lækni. Allt að rúmlega 5000 samskipti á ári sem er gífurlega mikið.“ Dagur hefur heimildir fyrir því að biðlistar hafi einkum lengst á Selfossi og í Hafnarfirði að und- anförnu. Ólík vinnubrögð Varðandi könnun sem Háskólinn gerði fyrir BSRB um afstöðu al- mennings til heilbrigðisþjónust- unnar segir Ólafur að þær komi honum á óvart. „Við höfum gert 5 rannsóknir á síðustu 12 árum (Gallup og Félagsvísindastofn- un) sem alls ekki koma heim og saman við þetta. Þær hafa leitt í ljós að 80-90% eru ánægð eða frekar ánægð með heilbrigðis- þjónustuna en hlutfall óánægðra hefur þó farið heldur vaxandi á síðustu 7-8 árum. Skýringin á þessum mikla mun hlýtur að vera sú að spurningarnar eru orðaðar öðruvísi og hreinlega ekki verið að spyrja um sama hlutinn. En þessi könnun bendir til þess að fólki líld þessi þjón- usta ekki jafn vel og fyrr.“ — BÞ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.