Dagur - 01.10.1998, Page 6
6 - FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBES 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUBMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjatd m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNLB
Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarbl®
Grænt númer: 800 7080
Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171 (AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Fjármál framboða
í iyrsta lagi
I síðustu forsetakosningum komu fjármál frambjóðenda mjög
til umræðu. Frambjóðendur sáu sig knúða til að lýsa því yfir að
fjármál framboðanna yrðu lögð á borðið sem og uppgjör skulda.
Þegar yfir lauk hafði tugum milljóna verið varið í kosningabar-
áttuna og nýkjörinn forseti hafði á bak við sig félagsskap sem
skuldaði nær tuttugu milljónir. Lærdómurinn af þessum kosn-
ingum var þessi: 1) Það er ólýðræðislegt að fjárhagur ráði fram-
boði; 2) Það er fáránlegt hvernig kostnaður fer úr böndunum;
3) Það er nauðsynlegt að fjármál framboða séu kunngerð og
ljóst að þeir sem kjörnir eru til opinberra embætta séu ekki fjár-
hagslega háðir neinum.
Annað stefnir lýðræðislegum háttum í hættu.
í öðru lagi
Öll sömu rök eiga við alþingis- og forsetakosningar. Ný fram-
boðsöfl sem málafylgju sinnar vegna geta átt fullt erindi í harð-
an kosningaslag eiga greinilega undir högg að sækja af fjárhags-
ástæðum. Ekki þarf að taka málefnalega afstöðu til Sverris Her-
mannssonar og Frjálslynda flokksins, eða „óháðra þingmanna"
sem stefna á framboð, til að sjá að þetta er óréttlátt. Þá er ekk-
ert þak á kostnaði sem er bæði ólýðræðislegt gagnvart þeim sem
eiga lítið fé og óhagkvæmt fyrir alla þegar til lengdar lætur. Síð-
an þarf auðvitað ekki að fjölyrða um þá hneisu að fjármál flokk-
anna skuli vera hluti af neðanjarðarhagkerfinu.
1 þriðja lagi
Urbætur í þessum efnum eru ekki síður brýnar en í kjördæma-
skipan, atkvæðavægi og öðru því sem menn sýsla með varðandi
lýðræðið. Hluti af vandamálinu er að óvönduð fjölmiðlaumræða
gýs upp af reginafli í hvert skipti sem minnstu tilburðir eru
hafðir uppi til að viðurkenna raunkostnað lýðræðis. Þar sem
„Vinnueftirliti lýðræðis" hefur ekki verið komið á verður að gera
ákveðar lágmarkskröfur til þeirra sem höndla með þjóðarhag
um það að þeir sníði af helstu vankanta með lögum, komi skikki
á fjármál framboða og nái samkomulagi ura annað sem til
bættra hátta heyrir. Fyrir næstu kosningar.
Stefán Jón Hafstein.
Skrifaðu þetta niður!
Garri þarf að bera fram opin-
bera afsökun. Það var frum-
hlaup hjá honum að tala um
sigur Sighvats í þýsku kosning-
unum í blaðinu í fyrradag.
Sannleikurinn er nefnilega sá
að þó Sighvatur hafi barið sér
á brjóst og fagnað sigri, þá var
hann þar að skreyta sig með
lánsfjöðrum. Fjaðrirnar dró
hann þó ekki úr stéli
Schröders eða þýskra jafnað-
armanna né úr stélum annara
jafnaðarmanna sem sagðir eru
ábyrgir fyrir kratabylgjunni í
Evrópu. Fjaðr-
irnar dró hann
úr stéli erkió-
vinar síns hins
hrokafulla
Davíðs Odds-
sonar sem sí-
fellt er með út-
úrsnúninga.
Garri getur rétt
ímyndað sér að
amman hans Davíðs hefði eitt-
hvað haft að segja um svona
framkomu eins þunnildisleg
og hún er - en þetta er vita-
skuld bara enn ein uppákom-
an hjá sameinuðum jafnaðar-
mönnum!
Uppljóstnm Vík-
verja
Það kæmi ekki á óvart þótt
Davíð hafi sárnað allt talið um
sigur Sighvats því í Ijós er nú
komið að það var Davíð sjálfur
sem var aðal arkitektinn að
sigri Schröders. Fyrirgefðu
enn og aftur elsku kallinn
minn. Sannleikurinn í málinu
kom - eins og svo oft áður -
nefnilega fram í Morgunblað-
inu á þriðjudag. Þar upplýsir
Víkverji að Ingimundur Sig-
fússon sendiherra hafi strax og
hann kom út sett sig í sam-
band við Schröder og þeim
orðið vel til vina. Allir vita að
Ingimundur og Davíð eru
mildir vinir og samstarfsmenn
og Davíð því trúlega meðvitað-
ur um þessa tengslamyndun
við Schröder. Enda var Is-
landsvininum Shröder boðið
til Islands í fyrra og það var
einmitt í þeirri heimsókn sem
grunnurinn að kosningasigrin-
um um síðustu helgi var lagð-
ur.
Nýr fimdiir með
Davíð
Víkverja Mogg-
ans segist svo
frá: „Á fundi
hans og Davíðs
Oddsonar for-
sætisráðherra,
mun Schröder
m.a. hafa spurt
Davíð hvernig
hann muni í
hans sporum
reka kosningabaráttuna í
Þýskalandi. Þegar Schröder
heyrði svar Davíðs sagði hann
við aðstoðarmann sinn: Skrif-
aðu þetta niður!!“
Augljóst er að þarna gaf
Davíð Schröder uppskriftina
að kosningasigri enda vita
menn að það er allt rétt sem
stendur í Mogganum. Það er
því ljóst að það er Davíð Odds-
son sem er ábyrgur fyrir krata-
bylgjunni í Evrópu en ekki Sig-
hvatur Björgvinsson, Ágúst
Einarsson eða Margrét Frí-
mannsdóttir. Það er því ljóst
að sameinaðir jafnaðarmenn
verða að tala við Ingimund um
fund með Davíð til að spyrja
um uppskriftina að kratasigri.
Fróðlegt verður að vita hvort
Sighvatur fái tækifæri til að
segja við Heimi Má ritara sam-
fylkingarinnar: Skrifaðu þetta
niður!" GARRl
Mömmugen og þjófagen
JÓHANNES
^ ■] SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Það hljóta að renna tvær grímur,
ef ekki hreinlega Thomsen, á
stuðningsmenn Islenskrar erfða-
greiningar, eftir síðustu fréttir úr
genheimum.Vissulega er það já-
kvætt og gott að vísindamenn hjá
Islenskri erfðagreiningu skuli
vera farnir að nálgast felustað
gensins sem veldur slitgigt og
hefur farið huldu höfði alltof
Iengi. En aðrar fréttir af gena-
leitarmálum eru ekki eins upp-
örfandi. Nú er sem sé búið að
finna móðurgenið sem gerir það
að verkum að mömmur eru alla-
jafnan fremur hupplegar við
börnin sín og eiga það til að
gauka að þeim smáaurum fyrir
mæru þegar þau hlaupa út í búð
eftir mjólk fyrir heimilið.
Mekanisk móðurást
Fundur mömmugensins er slæm
frétt sem á eftir að hafa margvís-
legar heldur neikvæðar afleiðing-
ar. Móðurástin er eitt helgasta
fyrirbæri mannlegra tilfinninga
og ritóðir sveimhugar hafa öld-
um saman ort um og skrifað
þyldkar bækur og fýkur þar gríð-
arlega yfir hæðir en býttar engu
því mamma skilur allt. En nú er
komið á daginn að móðurástin
stafar ekki af því að
mamma er svo rosalega
góð og þykir svo vænt
um börnin sín af óeigin-
gjörnum hvötum, heldur
einungis vegna þess að
mamma er með óbjagað
móðurgen.
Og nú er ekki heldur
hægt að úthúða og refsa
þeim mæðrum sem eru
hysknar við barnaupp-
eldi og eru aldrei með
nammidaga. Þvf þetta
stafar ekki af vonsku viðkomandi
mæðra, þær geta einfaldlega
ekkert að þessu gert, þær eru
bara með gallað móðurgen.
Þarna erum við sem sé í miður
góðum málum, þegar gengdar-
laust genakrukkið er búið að
jarða hina'hreinu og tæru móð-
urást fyrir fullt og allt og eftir
stendur hin mekaníska móðir
sem engu fær um það ráðið
hvort hún er góð eða slæm við
afkvæmi sín.
Þjófa- og ástargen
Nú væri þetta sök sér, ef
ekki væri fyrir þá stað-
reynd að það eiga fleiri
gen eftir að finnast sem
afhjúpa rómantískar
ranghugmyndir um
manninn. Einhversstað-
ar, líklega í námunda
við kynkirtlana, Iiggur
ástargenið örugglega í
leyni. Enn fleiri bækur
hafa verið skrifaðar um
ástina í öllum sínum myndum en
móðurástina sérstaklega. Og
genaspæjarar eiga vísast eftir að
finna það út að ástin hefur ekk-
ert með útlit að gera eða upplag,
hvað þá kertaljós og kynferðis-
legt aðdráttarafl. Það er gamla
góða ástargenið sem öllu ræður.
Ef því er kippt úr sambandi, þá
er allt ástarflangs fyrir bí. Og ef
genaþræðarar setja meira trukk í
ástargenið, þá er eins víst að við-
komandi gangi um heltekin af
ást á öllu sem hreyfist og er auð-
vitað kristilegt og gott svo Iengi
sem ekki gengur út yfir allan
þjófabálk.
Og vel á minnst. Þjófagenið á
eftir að finnast. Og hvað gera
dómarar þá? Ekki er hægt að
dæma hvinnska og fíngralanga
fyrir það eitt að hafa aðra
genetíska uppbyggingu en lög-
hlýðnir, eða hvað? Og hvað með
gen á borð við tíkarsonagenið,
sauðfjárveikivarnagenið, skegg-
leysisgenið, skallagenið, dóna-
genið, óstundvísigenið, alkagen-
ið, brennuvargsgenið, svindlgen-
ið og undirmiguengið? ÖIl eiga
þessi gen eftir að finnast og
munu kortlögð verða og veröldin
verður aldrei söm og jöfn.
Er réttlætanlegt aö neyt-
endurborgi sérstaht
gjaldfyrirkrítarkorta-
notkun?
Finniir Svembjörnsson
framkvæmdastjóri Samband ísl. við-
sltiptabanka.
„Nei, það
á ekki að
sérgreina
þennan
kostnað.
Miðað við
aðstæður
hér á
landi er
líldegt að
þessi
kostnaður sé þegar kominn inn í
verð vöru og þjónustu og þvf er
óeðlilegt að fara að innheimta
hann í tvígang, með sérstöku
gjaldi. Auk þess má benda á víð-
ast hvar erlendis er ekki inn-
heimt sérstakt gjald af þessu
tagi."
Vilhjálnmr Ingi Ámason
formaður Neytendafélags AJmreyrar.
„Mér
finnst al-
veg sjálf-
sagt að
korthafar
greiði fyr-
ir notkun
kortanna.
Þeir eru
að fá sér-
staka
þjónustu og hagræði með notk-
un kortanna og fyrir það eiga
þeir að greiða, en ekki þeir sem
taka við greiðslunni og lána hana
gjarnan í allt að einn og hálfan
mánuð.“
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir
þingmaður jafnaðarmanna.
„Kortafyr-
irtækin
taka nú
þegar
gjaid fyrir
þessa
þjónustu.
Það hvort
þjónustu-
fyrirtæki,
verslanir eða aðrir taki upp gjald
hlýtur að ráðast af samkeppni á
markaðnum. Gjaldtakan heimild
en ekki skylda. Þannig mun sam-
keppnin ráða í þessu máli.“
Sigurður Jónsson
fiamkvæmdastjóri Kaupmannasam-
taka ísiands.
„Neyt-
endur eru
að kaupa
sér ákveð-
na þjón-
ustu af
kortafyrir-
tækjun-
um og þar
með er
eðlilegt
að þeir greiði fyrir hana, en ekki
einhveijir aðrir, til dæmis þeir
sem greiða með reiðufé. Eða þá
verslanir og þjónustufyrirtæki.
Meginregla í viðskiptum er sú að
uppgefið verð er endanlegt verð,
ásamt virðisaukaskatti, en ef
annað á að giida verður það að
koma sérstaklega fram.“