Dagur - 01.10.1998, Qupperneq 7

Dagur - 01.10.1998, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 - 7 Xfc^MT ÞJÓÐMÁL Þegar lokið er launaviimuimi „Mikill meirihluti þeirra, sem komast á áttræðisaldurinn er vel á sig kominn andlega og líkamlega og hefur alla burði til að njóta lífsins á fleiri vegu en möguleikar voru til á meðan öll orka og tími fór í brauðstrit og barnaupp- eldi, “ segir Þorsteinn m.a. í grein sinni. , ÞORSTEINN li JONATANS- SON FYRRVERANDI STARFS- MAÐUR EININGAR A AKUREYRI SKRIFAR » / - Skráð að tilhlutan Verkalýðsfé- lagisns Einingar við upphaf Ars aldraðra sem hefst í dag 1. októ- ber. Fyrstu verkalýðsfélögin á Is- landi voru stofnuð á síðasta tug fyrri aidar eða fyrir svo sem eitt hundrað árum. A þeim tíma mátti reikna með því, að nýfædd- ir karlar næðu að meðaltali 44 ára aldri, en konur 50 árum. Sambærilegar tölur frá árinu 1995 eru 77,4 ár fyrir karla og 80,9 ár fyrir konur. Nú eru meira en 8 prósent þjóðarinnar 70 ára eða eídri, en fyrir hundrað árum voru það undantekningar að fólk næði slíkum aldri og gjarna fært í annála sem önnur merkistíð- indi. Breytingin er svo mikil á aðeins eitt hundrað árum, að með ólíkindum er. Ekki skal hér reynt að rekja til neinnar hlítar hvað veidur, en margt af því ligg- ur þó í augum uppi: Betra hús- næði, betri fatnaður, styttri vinnutími, minni þrældómur, nægilegt úrval fjölbreyttrar fæðu í stað matarskorts áður oft á tíð- um og mjög einhæfrar fæðu, læknaþjónusta fyrir almenning og aukin menntun þjóðarinnar. Þannig mætti lengi telja það sem orðið hefur til framfara og stuðl- að að langlífi. Félagsmálavakning En breytingar og framfarir verða ekki af sjálfu sér. Það þarf alltaf einhvern eða einhverja aflvaka. Ohætt er að fuliyrða, að aflvak- inn í þessu tilviki er fyrst og fremst sú mikla félagsmálavakn- ing, sem varð hér á landi á síð- ustu áratugum fyrri aldar og fyrstu áratugum þessarar og sú samhjálp, sem fylgdi í kjölfarið. Vitaskuld verður að viðurkenna, að kveikjan að þessum félags- málahreyfingum og samtökum kom oftar en ekki erlendis frá og þangað var leitað fyrirmynda, en framhaldið var ekki verra fyrir það. Af þeim félagasamtökum, sem urðu til á þessum tíma, hafa engin náð eins mikilli og al- mennri útbreiðslu og verkalýðs- félögin og, að öllum öðrum ólöstuðum, hafa heldur engin samtök látið jafn mikið gott af sér leiða. Þau eiga stóran hlut af þeim framförum, sem orðið hafa með þjóð okkar, og fyrir þeirra gjörðir ná nú margir að verða langlífir í Iandinu. Tilgangur þeirra var í upphafi sá, að bæta kjör þeirra sem lifðu á að selja öðrum vinnu sína, og svo er enn. Tilgangurinn hefur ekkert breyst. I lögum Verkalýðs- félagsins Einingar stendur: „Fé- Iagið kappkostar að standa vörð um hagsmunamál allra þeirra sem búsettir eru á félagssvæðinu og hafa sér til lífsframfæris vinnu í eftirtöldum starfsgrein- um.“ Svipuð ákvæði munu vera í lögum flestra verkalýðsfélaga. Ekkert er minnst á hagsmuna- mál þeirra, sem ekki hafa vinnu sér til lífsframfæris. En innan verkalýðsfélaganna eru nú nokk- ur þúsund manns, sem eru kom- in „út af vinnumarkaði11 fyrir ald- urs sakir. Lengd vinnutíma, tímakaup eða öryggi á vinnustað skiptir ekki lengur máli fjrir þetta fólk, en það á sér þó sín hagsmunamál. Og verkalýðsfé- lögin eiga skyldum að gegna gagnvart þessum félagsmönnum sínum eigi síður en öðrum. Þau mega ekki gleyma félagsmönn- um sínum þó að þeir verði 67 eða 70 ára. Þeir sem yngri eru mega ekki gleyma því að þetta er fólkið, sem á undanförnum ára- tugum hefur byggt upp félögin, gert þau sterk og áhrifamikil. Breyttix tíinar A fyrri hluta þessarar aldar þurfti lítt að hugsa um þarfir þeirra, sem komnir voru yfir sjötugt. Þeir voru fáir og þeir sem enn höfðu heilsu héldu áfram að vinna meðan þeir höfðu nokkurn þrótt til, en þeir sem glatað höfðu heilsunni héldu gjarnan kyrru fyrir í bóli sínu og nefndust karlægir Nú eru breyttir tímar. Nú er það fremur aðalregla en undan- tekning að fólk nái sjötugsaldri, og stór hluti þeirra, sem nær þeim aldri, á þá eftir að lifa í 10 til 20 ár og jafnvel lengur. Og lleira hefur breyst. Nú hætta nær allir að sinna launavinnu þegar þeir verða sjötugir og margir fyrr. Loks er heilsufarið allt annað en áður var. Mikill meirihluti þeirra, sem komast á áttræðisaldurinn er vel á sig kominn andlega og líkamlega og hefur alla burði til að njóta lífs- ins á fleiri vegu en möguleikar voru til á meðan öll orka og tími fór í brauðstrit og barnauppeldi. Þetta fólk hefur lokið sínu dagsverki í óeiginlegri merkingu þess orðs. Það hefur skilað sínu framlagi til þjóðarbúsins og þeirra félagasamtaka, sem það hefur verið þátttakendur í. Nú er komið að því að njóta afraksturs- ins, njóta efri áranna, njóta þess að vera ekki lengur skyldugt til að mæta á ákveðnum stað og stundu hvern morgun til að vinna fyrir lifibrauði sínu og sinna. Starfslokin Sumir eru lengi búnir að bíða starfsloka og hlakka til þess að þurfa ekki að sinna kalli vinnu- skyldunnar. Það er það fólk, sem á sér áhugamál, sem það fagnar yfir að geta nú farið að sinna í meira mæli en það gat áður gert. Fyrir þessu fólki eru starfslok þess sem launþega hamingju- stund. Kannski styttist lítið sá tími dags, sem andlegum eða lík- amlegum störfum er sinnt, en það skiptir ekki máli. Nú eru það áhugamálin sem allt snýst um og tíminn er fljótur að Iíða. Sem betur fer á þetta við um marga. En svo eru aðrir, sem ekki hafa tileinkað sér sérstök áhugamál. Stundum hefur launavinnan ver- ið eina áhugamálið, og þeim sem þannig er ástatt um, finnst þeir jafnvel hafa verið sviknir í tryggðum, þegar uppsagnarbréf- ið kemur skömmu fyrir sjötugs- afmælið. Þetta fólk lokar sig inni, hefur lítið samneyti við aðra, situr í stól og bíður þess að tíminn líði. Klukkan þess gengur seint, dagarnir eru lengi að líða, lífsleiðinn vex, allt sýnist til- gangslaust. Þetta fólk þarf á aðstoð að halda strax eftir starfslok og helst fyrr. Það þarf að vekja áhuga þess, skapa því áhugamál, beina hugsun þess á jákvæðar brautir, láta það finna að fleiri störf geta verið áhugaverð en þau sem færa krónur í Iauna- umslag og að margrar skemmt- unar má njóta á efri árum og það jafnvel þó að Elli kerling sé eitt- hvað aðeins farin að banka á dyrnar. Hlutur verkalýðsfélagauna Að þessu verkefni þurfa margir að koma. Til þessa hafa samtök aldraðra sjálfra gert það með mestum sóma allvíða á landinu og nokkur sveitarfélög hafa einn- ig sýnt að þeir, sem stóðu fyrir uppbyggingunni á undanförnum áratugum hafa ekki með öllu gleymst og rétt er, að þeir yngri sýni þakklæti sitt í verki en bíði ekki þess að gera það með fögr- um orðum, þegar að útförinni kemur. En eftir liggur að mestu leyti hlutur þeirra, sem síst skyldi. Það er að segja verkalýðssamtak- anna. Það er með öllu ótækt að þau gleymi félagsmönnum sín- um, þegar þeir verða 67 eða 70 ára gamlir. Það á einmitt að vera hlutverk félaganna að kynna fyr- ir þeim hvað lífið hefur upp á að bjóða eftir hefðbundin starfslok, sýna þeim frarn á að eftir þessi tímamót er ekki síður en áður hægt að njóta þess að lifa. Þeim, sem eiga sín áhugamál, þarf ekki að segja þetta oft, hinum þarf að segja það oft og hvetja þá til að loka sig ekki inni með leiðinda- skapi. Jafnframt þarf að benda þeim á, hvað hægt er að taka sér fyrir hendur í starfi og skemmt- an, og séu ekki nægir möguleik- ar fyrir hendi, á það að vera hlut- verk verkalýðsfélaganna að skapa þá, veita öldruðum félögum sín- um aðstöðu til starfa og skemmt- unar. Ekki tfmi athafnaleysis Lífið eftir að löngum og oft erfið- um vinnudögum lýkur á ekki að þurfa að vera tími leiðinda og at- hafnaleysis, heldur á það að vera tími, sem fólk getur horft til með nokkurri eftirvæntingu, þegar starfslok í launavinnunni nálg- ast. Möguleikamir liggja víða og eru margvíslegir, ef að er gáð og þau félagasamtök, sem málið er skyldast, bregðast ekki. En allir skyldu gera sér ljóst, að það versta sem nokkur einstaklingur getur gert sjálfum sér eftir starfs- lokadag er að setjast niður í stól og fylgjast þaðan með tifi klukk- unnar. Sá, sem það gerir, mun hvorki njóta hamingju né langlíf- is. Auðvitað er nauðsynleg for- senda þess að aldraðir geti til fulls notið lífsins í ellinni, að áhyggjur af peningamálum þjaki þá ekki. Því miður skortir enn nokkuð á að svo sé með alla, en stendur til bóta. Hjá mörgum, einkum þeim sem verið hafa fastráðnir starfsmenn ríkis eða sveitarfélaga, eru greiðslur lífeyr- issjóða orðnar þokkalegar og líf- eyrissjóðir almenns verkafólks eru nú að ná þeim aldri að greiðslur þeirra verði verulegur hluti þurfatekna. Um leið léttist greiðslubyrði ríkisins vegna tekjutryggingar og þó ekki væri nema af þeim sökum ætti að vera hægt að sjá til þess, að þeir, sem lítil eða engin réttindi eiga hjá lífeyrissjóðum fái einnig nægjan- legar greiðslur sér til sómasam- legs framfæris. Þó þarf að vera vel á verði til að ekki sé gengið á rétt ellilaunafólks og þar þurfa verkalýðsfélögin að koma til og standa vörð um réttindi þess ekki síður en almennra laun- þega. Velferðarþj óðfélagið I velferðarþjóðfélagi sem okkar, þar sem þjóðartekjur eru með því sem best gerist, eiga aldraðir sem aðrir að geta haft nóg að bíta og brenna og lifað tiltölu- lega áhyggjulitlu lífi allt þar til þeir verða að láta undan síga fyr- ir sjúkdómum eða ellihrörnun. Annars er eitthvað bogið við vel- ferðina. Sá tími er kominn í sögu þjóð- arinnar, að allflestir geta með réttu gert sér vonir um nokkur góð æviár eftir að þeir hverfa frá vinnu, sem goldin er með tíma- eða mánaðarkaupi. Og þar við liggur sómi allra, sem hlut eiga að máli, að tryggt sé að svo geti orðið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.