Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 3
Xk^nr FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR Vilí leggj a Kveirna- listann niðiir Elín Antonsdóttir sem var oddviti Kvennalistans í síðustu þingkosningum sést hér fremst á myndinni á framboðsfundi. Við hiið hennar er Sigrún Stefánsdóttir. Elín Antonsdóttir hættir í Kvennalista og segir skil hafa myndast miili hennar og forystukvenna list- ans. Hún hefur jafn- framt orðið fyrir von- brigðum með sameig- inlegt framhoð F-lista á Akureyri. Elín Antonsdóttir, sem var odd- viti Kvennalistans í Norður- landskjördæmi eystra fyrir síð- ustu alþingiskosningar, hefur sagt skilið við samtökin þótt hún eigi eftir að ganga frá því forms- atriði að segja sig úr þeim. Hún segist hafa tekið ákvörðun um þetta fyrir nokkrum vikum. „Ég fór inn í Kvennalistann vegna þess að ég hafði áhuga fyrir kvenréttindum, en með árunum hafa áherslur breyst. Mér finnst ég ekki eiga heima í þessari sam- einingarumræðu," segir Elín. Elín var stuðningsmaður sam- eiginlegs framboðs A-flokkanna og Kvennalista á Akureyri, sem nú skipa F-Iistann. Hún segist hins vegar hafa orðið fyrir von- brigðum með framboðið. „Eg gerði mér miklar væntingar um samvinnuna en nú finnst mér að starfið hafi ekki verið unnið á jafnréttisgrundvelli, heldur mið- ist við eitthvert kvótakerfi, byggt á fylgi flokkanna. Eg hef því áhuga á að beijast á öðrum vett- vangi að mínum hugðarefnum. Reyndar er það mín skoðun að best sé að leggja Kvennalistann niður,“ segir Elín. Reykjavíkurpólitlk? Hvað stjórn Kvennalistans á landsvísu varðar, segir Elín: „Ég á ekki heima með sumum sem þar eru í forsvari. Þær hafa allt aðrar áherslur en ég. Eg veit ekki hvort það skapast af því að ég bý úti á landi, en ég taldi alltaf að baráttumál kvenna væru sameig- inlegt mál allra kvenna á land- inu, burtséð frá búsetu. Ég virð- ist oft hafa önnur viðhorf af því að ég bý úti á landi, en þær í Reykjavík." Hvað framtíðina varðar segir Elín að hún sé pólitískt viðrini í augnablikinu. Orðrómur hefur gengið um að hún hygðist snúast á sveif með Framsóknarflokkn- um en því neitar hún alfarið og hló reyndar mikið þegar hún var spurð um þetta. Gagnrýnir meirihlutaini Sigrún Stefánsdóttir sem skipaði þriðja sæti F-listans fyrir hönd Kvennalistans, segir að henni þyki leitt að Elín hafi tekið þessa ákvörðun. Sjálf sé hún ekki á leið út úr Kvennalistanum, en Sigrún tekur undir með Elínu hvað varðar vonbrigði með F-listann. „Fyrir það fyrsta varð útkoman alls ekki sú sem við höfðum reiknað með. Við náðum engri konu inn og sú staðreynd hefur áhrif á aðgengi okkar að baráttu- málum. Eg er ekki ánægð með gang mála í jafnréttismálum hjá Akureyrarbæ. Eg er formaður jafnréttisnefndar og er óhress með störf meirihluta bæjar- stjórnar í jafnréttismálum þótt margt annað sé ágætt." Sigrún segir ekki Ijóst hvort eða hvaða sæti hún muni skipa í framboði til alþingiskosninga en hún seg- ist starfa að þeim málum. — BÞ Ragnar Haii. Rannsókn Ragnars dregst „Þetta hefur tekið lengri tíma en ég bjóst við en ég geri ráð fyrir því að málið verði klárt um miðj- an mánuðinn. Það reyndist ekki hægt að ljúka málinu fyrr,“ segir Ragnar Hall lögfræðingur í sam- tali við Dag, en hann er settur ríkislögreglustjóri vegna rann- sóknar á afdrifum „týndu fíkni- efnanna" hjá embætti Iögreglu- stjórans í Reykjavík. Ragnari var upp úr miðjum október falið að rannsaka nýjar upplýsingar um málið. Hin end- urnýjaða rannsókn er vegna upplýsinga sem talið er að geti upplýst um afdrif hluta þeirra 3,5 kílóa af fíkniefnum sem ekki fundust í fórum lögreglustjóra- embættisins. Upplýsingar þessar komu ekki fram í fyrri skýrslu Ragnars. Hann vildi ekki tjá sig nánar um upplýsingarnar, eðli þeirra eða umfang rannsóknar- innar. — FÞG Útgerðin er aflögufær Ágúst Einaxsson segir fréttir Dags og af- komutölur staðfesta að útgerðarfyrirtæki landsins séu vel af- lögufær um veiði- leyfagjald. „Þessar fréttir Dags um litlar skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja sýna að skattkerfið getur ekki tekið á veiðileyfagjaldinu. Upp- safnað skattalegt tap fý'rirtækja hér á landi nemur tugum milíj- arða og það er mjög langt í það að þau greiði nokkurn tekjuskatt. Það er hins vegar athyglisvert að 30 best reknu fyrirtækin í sjávar- útvegi græddu yfir 5 milljarða króna í fyrra, en greiddu sáralít- inn tekjuskatt og nær ekkert í Ágúst Einarsson: „Löngu tímabært að afnema gjafakvótakerfið og láta út- gerðarfyrirtækin greiða sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildirnar." veiðileyfagjald nema til hvers annars," segir Agúst Einarsson, alþingismaður, inntur álits á fréttum Dags af lágum sköttum kvótahæstu útgerðarfyrirtækja landsins. Agúst segir að þetta sýni að það sé löngu tímabært að af- nema gjafakvótakerfið og láta út- gerðarfyrirtækin greiða sann- gjarnt gjald fyrir veiðiheimildirn- ar, þannig að almenningur njóti með beinum hætti afraksturs af sameiginlegum auðlindum. „Fyrirtækin eru vel aflögufær og það er ekki hægt að bíða leng- ur. Islensk fyrirtæki greiða hlut- fallslega miklu minna í skatta en fyrirtæki erlendis. Þessar fréttir staðfesta það einmitt.“ Agúst tekur undir að þróunar- sjóðsgjaldið sé vísir að veiði- leyfagjaldi. „Það er að vísu mjög lágt miðað við þá umræðu sem er almennt um veiðileyfagjald. Og er fyrst og fremst eyrnamerkt innan atvinnugreinarinnar,'1 seg- ir Agúst. - FÞG Meirihlutasamstarf í Austur-Héraði sprakk Persómilegur ágrein- ingur réði því m.a. að F-listi ákvað að slíta samstarfinu. Listi félagshyggju við Fljótið, F- listi, í hinu nýja sveitarfélagi á Austurlandi, Austur-Héraði, hef- ur slitið meirihlutasamtarfi við Framsóknarflokkinn en djúp- stæður málefnalegur ágreiningur og samstarfsörðugleikar hafa verið ríkjandi milli þessara lista. F-listi fékk 381 atkvæði og 3 menn kjörna í sveitarstjórnar- kosningum í vor, B-listi 475 at- kvæði og 4 menn og D-listi Sjálf- stæðisflokks 287 atkvæði og 2 menn. Meirihluti sveitarstjórnar klofnaði fyrir nokkru í afstöðu til mats á umhverfisáhrifum vegna hugsanlegrar Fljótsdalsvirkjunar og á fundi bæjarstjórnar í vik- unni klofnaði meirihlutinn í af- stöðu til skipurits hins nýja bæj- arfélags. Fulltrúar F-lista telja að ekki hafi gengið lengur að stjórna sveitarfélaginu með þess- um hætti. Persónulegur ágrein- ingur, nt.a. milli Jóns Kr. Arna- sonar, efsta manns á F-lista og formanns bæjarráðs, og Brodda Bjarnasonar, B-Iista og forseta bæjarstjórnar, réði því m.a. að F- listi ákvað að slíta samstarfinu. Sjálfstæðismenn geta myndað meirihluta með hvorum listanum sem er, en fyrir austan eru taldar meiri líkur að „ríkisstjórnar- mynstrið“ verði fyrir valinu, þ.e. meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heldur en að F og D-listar reyni með sér eða að F og B-listar reyni með sér að nýju. Fundað verður í flokkunum í vikunni og um helgina um framhald málsins. — GG Forsetinn til Svíþjóðar Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, fer í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar í boði Karls XVI Svíakonungs þann 24. nóv- ember. Forsetinn mun í heimsókninni fara til Stokkhólms, Lundar og Málmeyjar. Fimm misstu veiðileyfi Fiskistofa hefur svipt fimm skip veiðileyfum tímabundið vegna þess að þau veiddu meira en veiðiheimildir þeirra sögðu til um. Aðeins tvö skipanna hafa ekki fengið veiðileyfi á ný þar sem „aflaheimildastaða" þeirra hefur ekki verið lagfærð, eins og það heitir í frétt frá Fiski- stofu. Davíð til Oslóar, Bonn og Berlínar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, heldur til Oslóar á sunnudaginn þar sem hann mun sitja fund með forsætisráðherrum Norður- landa og flytja stefnuræðu vegna formennsku Islands í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári. Hann heldur síðan til Bonn þar sem hann hittir Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, og flyt- ur erindi í Konrad Adenauer stofnuninni. Þaðan liggur leiðin til Berlínar til að skoða ný- byggingu íslenska sendiráðsins. Ólaftu G. formaður Hj álpar stofniuiar Olafur G. Einarsson, alþingismaður, hefur tekið við formennsku stjórnar Hjálparstofn- unar kirkjunnar af Herði Einarssyni, hæsta- réttarlögmanni, sem hefur gegnt því starfi sfð- ustu tvö árin. Með honum í stjórn eru Sigrún V. Asgeirsdóttir og Hanna Johannessen. Þá hefur nafni stofnunarinnar verið breytt í Ólafur G. Einarsson. Hjálparstarf kirkjunnar. iv- b 'i’i1! rp-i i' céetTí'Í >nö [1116*10/; 6 b u w r\ éb .1 út r/i: 6oi fiifirl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.