Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 -5 ■'y^r&í^r* Dtgur_ FRÉTTIR Umræður á Alþingi í gær um flutning innheimtudeildar íbúðalánasjóðs voru heitar og var Páll Pétursson m.a. sakaður um að hygla sínu kjördæmi. Snarpar utandag- skrárimiræður uröu á Alþingi í gær um flutning innheimtu- deildar íbúðalána- sjóðs til Sauðárkróks. Hart var sótt að Páli Péturssyni félagsmálaráðherra fyrir að sýna Húsvíkingum lítilsvirðingu við flutning innheimtudeildar íbúðalánasjóðs til Sauðárkróks, sem er í hans kjördæmi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði framkomu Páls vera pólitískan hráskinna- leik og framkoma hans gagnvart 25 starfsmönnum Veðdeildar- innar, sem sagt var upp störfum, vera fyrir neðan allar hellur. Hún sagði að fólkið hefði heyrt um flutninginn og uppsagnir þess í fjölmiðlum. Og hún var líka þungorð vegna þess að ekkert væri gert til að finna þessu fólki nýja atvinnu. Það væri skilið eft- ir munaðarlaust í atvinnulegu tilliti. Boðaði Jóhanna utandag- skrárumræðu um framkomu ráð- herra við þetta fólk. Það var Steingrímur J. Sigfús- son sem hóf utandagskrárum- ræðuna. Hann sagði Bæjarstjóm Húsavíkur, Verkalýðsfélag Húsa- víkur og Verslunarmannafélag Húsavíkur hafa skrifað Páli Pét- urssyni félagsmálaráðherra bréf í september. Þar var skorað á fé- lagsmálaráðherra að velja íbúða- lánasjóði stað á Húsavík eins og þá var farið að ræða um í fjöl- miðlum. Steingrímur sakaði Pál um að sýna Húsvíkingum Iítils- virðingu því hann hefði ekki svarað bréfum þeirra. Harðar ásakanir Þá gerði Steingrímur því skóna að Páll hefði sagt þinginu ósatt þegar hann svaraði fyrirspurn á Alþingi í október um þetta mál. Þá sá Páll öll tormerki á að Ibúðalánasjóðurinn gæti flust út á Iand þar sem hann hafði lofað starfsfólkinu að það myndi halda sínum störfum í Reykjavík. „Ráðherra minntist ekki einu orði á að eitthvað annað væri í bígerð, þ.e. að hluti starfseminn- ar eða starfsemi tengd sjóðnum kynni að flytjast út á land. Það þarf að fá á hreint hvar málin voru þá stödd þegar ráðherra svaraði þessari fyrirspurn," sagði Steingrímur J. Hann spurði hvort ráðherra hefði þá ekki vitað betur eða leyndi hann þingið upplýsingum um hvar málið væri á vegi statt? Sagði ekki ósatt Páll sagði í svari sínu að honum hefðu borist bréf frá Húsavík. I bréfi bæjarstjórnar hefði verið óskað eftir því að Ibúðalánasjóð- urinn yrði fluttur til Húsavík. Varðandi fyrirspurnina í október sagðist Páll hafa sagt að hann gæti ekki flutt sjóðinn til Húsa- víkur. Hins vegar hefði hann sagt að verkefni Veðdeildar og ýmis önnur verkefni sjóðsins gætu far- ið vel á Iandsbyggðinni. Hann sagðist taka á sig að hafa ekki svarað bréfum Húsvíkinga strax en nú hefði hann gert það. Varðandi uppsagnir starfsfólks Veðdeildar sagði Páll þær vera sér óviðkomandi því Veðdeildin hefði verið hluti af Landsbankanum. Nokkrir þingmenn tóku til máls og urðu nokkuð snarpar orðræður. — S.DÓR Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son sem fann síld í Kolluál vestur af Snæfellsnesi. Síldvið Snæfellsnes Hafrannsóknaskipið Arni Frið- riksson fann síld í Kolluál og á Svörtuloftasviðum vestur af Snæfellsnesi og kemur á óvart hversu mikið magn er þar á ferð- inni, eða allt að 200 þúsund tonn. Óvenjulegt er að finna síld á þessum slóðum á þessum árs- tíma og hversu stór síldin er syðst á því svæði sem rannsakað hefur verið. Nokkrir síldarbátar hafa verið á svæðinu en árang- urinn hefur verið fremur rýr þar sem síldin stendur mjög djúpt á þessum slóðum. I haust er 51 ár síðan Hvalfjörðurinn fylltist af síld og algjört „æði“ rann á Is- lendinga í gróðafíkninni. Þessi síldarfundur vekur vonir um að síldin sé alls ekki horfin á þessum slóðum eins og margir útgerðarmenn hafa haldið fram um alllangt skeið, en margir telja að stjórnun veiða á Suður- landssíld hafi algjörlega farið úr böndum á árum áður. Lítið hef- ur orðið vart við síld fyrir Aust- Ijörðum sem einnig er nokkuð óvenjulegt ástand. — GG Vilja uttekt á laitdbúnaðarráðuneytmu I utandagskrárumræðu á Alþingi í gær ræddi Lúðvík Bergvinsson um skýrslu Ríkisendurskoð- unar um jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins. Hann sagði óþolandi að stofnanir og ráðuneyti brygðust ætíð við skýrslum Ríkisendurskoðunar með því að segja þær rangar eða Hllandi. Hann sagði að í þessari skýrslu kæmi landbúnaðar- ráðuneytið þannig út að nauðsynlegt væri að op- inber úttekt færi fram á starfsemi þess. Hann nefndi dæmi um að það hefði tekið allt að 5 ár að afgreiða eitt mál í ráðuneytinu. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði margt gott í skýrslunni en nokkur atriði þar væru ekki rétt. Hann sagðist ekkert myndi hafa á móti því að starfsemi ráðuneytisins yrði skoðuð. - S.DÓR Starfsmenn Lyfjaverslunar fá biðlaim Hæstiréttur hefur kveðið upp þann úrskurð að starfsmenn Lyfjaversl- unar ríkisins, sem var einkavædd og breyttist í Lyfjaverslun Islands hf., skuli fá biðlaun úr ríkissjóði, þar sem þeir hafi ekki fengið sam- bærileg störf í nýja fyrirtækinu. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms, sem dæmdi í málum fimm starfsmanna, sem fá samkvæmt dómunum allt frá 417 þúsund upp í 1,3 milljónir króna í biðlaun. Talið var að sömu ráðningarsamningar og -kjör hefðu ekki gilt við hlutafélagsvæðinguna og kemur t.d. fram að biðlaunaréttur fylgi ekki í nýja starfinu og lífeyrisréttindi eru önn- ur. Við hlutafélagsvæðinguna og endurráðningarnar virðist ekki hafa verið rætt um biðlaunaréttinn. Garðar Gíslason skilaði í Hæstarétti séráliti um að sýkna bæri ríkið. - FÞG Lúðvík Bergvinsson. * Agúst parf að læra ao tapa Hef hjálpað mörgiim en aldrei staðið í vegi fyrir neinirm. Hlýt þá að reka bugsjónákol- krabba, segir Friðrik Þór. „Mér finnst borið í bakkafullan lækinn að heyra þetta frá Agústi Guðmundssyni, vini mínum. Það stóð nú til að við myndum hjálpa honum við þessa mynd og hann bauð mér upp á kampavín á heimili sínu þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði. Eg hef aldrei lent í neinum útistöðum við hann en ég skýri þetta með því að hann sé tapsár. Ég veit vel hvað það er að tapa. Ég var í mörg ár í Arvakri og tapaði oft. Ég er hins vegar sannfærður um að betri myndin hafi unnið,“ seg- ir Friðrik Þór Friðriksson kvik- „Ég vorkenni Ágústi en vona að þetta ríði honum ekki að fullu, “ segir Friðrik Þór Friðriksson. myndagerðarmaður. I Degi í gær líkti Agúst Guð- mundsson leikstjóri bjá Isfilm fyrirtæki Friðriks Þórs, Islensku kvikmyndasamsteypunni (IK), við kolkrabba. Agúst sagði að kjörnefndarmenn sem höfnuðu kæru hans vegna Óskarsverð- launaframlags íslendinga hafi verið vilhallir IK og vanhæfir. Friðrik segist vissulega þekkja alla kvikmyndagerðarmenn á Is- landi, enda hafi þeir allir komið að sínu borði og beðið hann að hjálpa sér. Hugsj ónakolkrabbi „Ég get varla bent á eitt dæmi um að ég hafi hagnast á því sam- starfi. Ég hef komist yfir peninga vegna heppni og þess vegna koma margir og biðja mig að leggja peninga í annarra manna kvikmyndir. Ég hef litið á það sem hugsjónastarf, þannig að ég er þá að reka einhvern hugsjóna- kolkrabba. Ég hef aldrei staðið í vegi fyrir einum eða neinum, en hins vegar eru íjöldamörg dæmi um að ég hafi hjálpað mönnum. Ég vorkenni Agústi en vona að þetta ríði honum ekki að fullu,“ segir Friðrik Þór. — RÞ Apótekarar luuiu í Hæstarétti Hjálp tH Mið-Ameríku Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent 1,5 milljóna króna framlag til hjálparstarfs í Mið-Ameríku. Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, ACT, mun ráðstafa fénu til kaupa á teppum, tjöldum, lyQum, fatnaði, hitunar- tækjum, vatnsdunkum, verkfærum og fleiri hjálpargögnum fyrir um I 2 þúsund manns sem taldir eru í hópi þeirra verst settu. Hjálparstarf kirkjunnar hvetur landsmenn til að leggja fórnarlömb- um hörmunganna lið strax með framlagi á reikning þess, sem er 11502627. Rauði Krossinn hefur ákveðið að verja 2 milljónum til hjálparstarfs- ins í Mið-Ameríku og Akureyrardeild félagsins hefur jafnframt ákveð- ið að leggja fram 200 þúsund ltrónur. RíMð þarf að endur- greiða apótekunun nálægt 20 mflljónir króna vegna ólöglegs lyfj aeftirlitsgj alds. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem ríkið er dæmt til að greiða Jóni Þórðarsyni apótekara í Ölf- us apóteki 130 þúsund krónur, á grundvelli þess að svokallað lyfja- eftirlitsgjald hafi verið ólöglega lagt á. Málið hefur fordæmi fyrir aðra apótekara og getur kostað ríkissjóð mikla fjármuni. Lyfjaeftirlitsgjald, sem Lyfja- eftirlit ríldsins innheimti af apó- tekum landsins, var samkvæmt þessu án nægilegrar stoðar í lög- um og því ólögmætt að inn- heimta það. Jón höfðaði málið sl. vor í því skyni að fá lyfjaeftirlits- gjaldið endurgreitt, með þeim rökum að reglugerð sem heil- brigðisráðherra setti um eftirlits- gjald vegna lyfjaeftirlits árið 1996 ætti sér ekki stoð í lyfjalög- um. Apótekarafélagið mótmælti þessari gjaldtöku og var mál Jóns prófmál. Gjaldið er lagt á í samræmi við veltu apótekanna og því má bú- ast við að um talsverðar upphæð- ir sé að tefla hjá stærstu apótek- unum og f heild vart undir 20 milljónum lrróna. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.