Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 4
4- FÖSTVDAGVS 6. NÓVEMBER 1998 V*.... ■ .... i )!i FRÉTTIR Vemd og nýting hálendis Aðalfundur Landverndar, sem haldinn var að Staðarflöt í Hrútafirði nýverið, fagnar því víðtæka samstarfi sem tekist hefur með Land- vernd og öðrum áhuga- og hagsmunasamstökum um að efla og kynna sem víðtækasta þekkingu um hálendið og skapa þannig grund- völl fyrir rökstudda og málefnalega umræðu um vernd og nýtingu há- lendisins. Fundurinn væntir þess að þetta starf leiði til stefnumörk- unar um vernd og nýtingu hálendisins sem víðtæk sátt geti tekist um. Framkvæmd sjálfbærrar þróunar framfvlgt Aðalfundur Landverndar Teggur áherslu á að unnið verði að fram- kvæmd yfirlýsingar Ríóráðstefnunnar um sjálfbæra þróun. Fundur- inn telur samning umhverfisráðuneytisins og Sambands ísl. sveitar- félaga um framkvæmd Staðardagskrár 21 á Islandi mikilvægt skref í þessu efni. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því að til þess að ná umtalsverðum árangri í þessu efni þarf einnig að koma til virk þátt- taka grasrótarinnar, þ.e. félaga og félagasamtaka. Þá hvetur fundur- inn aðildarfélög Landverndar til að styðja umhverfisáætlanir sveitar- félaga og stuðla að framkvæmd þeirra hvarvetna. Fundurinn fól stjórn Landverndar að fylgjast með og vinna að framgangi Staðardag- skrár 21 í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verndun menningararfs Tekið er undir samþykkt norrænu ráðherranefndarinnar um fram- kvæmdaáætlun um verndun menningarumhverfis og er skorað á rík- isstjórnina að gera nú þegar markvisst átak til að hefja framkvæmd hennar hér á landi og með þvf bendir Landvernd á Árneshrepp á Ströndum í því sambandi. Mat á umhverfis áhrifum Aðalfundur Landverndar áréttaði nauðsyn þess að fram fari lögform- legt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. GG Landsmdt hesta- mauna í Skaga- firði tryggt Fyrirhugað er að halda landsmót hestamanna að Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002 á vegum hestamannafélaganna Léttfeta og Stíganda. ítrekuð er samþykkt héraðsnefndar frá því í júlímánuði 1997 þar sem fram kemur að hér- aðsnefnd samþykkir að tryggja að hestamannafélögunum í Skaga- firði verði gert fært að sjá um framkvæmd landsmótsins. Það táknar væntanlega að sveitarfélög- in tvö í Skagafirði, Akrahreppur og Skagafjörður (ef félagsmálaráðherra samþykkir það) munu tryggja mótinu fjárhagslegt öryggi. Næsta Iandsmót hestamanna verður í Reykjavík árið 2000, á menningarborgarárinu. Landsmót hestamanna verður á Vindheimamelum árið 2002 Engiu götulýsing aö hæjum Ágúst Jónsson, ábúandi á Ytra-Skörðugili III, lagði nýlega þá fyrir- spurn fyrir byggðaráð Skagafjarðar hvort sveitarfélagið muni leggja götulýsingu heim að lögbýli hans. Byggðaráð tilkynnti Agústi að ekki væri á áætlun að kosta götulýsingar heim að bæjum. Skarðsárnefnd hefur kynnt byggðaráði þær hugmyndir nefndarinnar að útbúa á Skarðsá minningarreit og setja upp einfaldan minnisvarða til að heiðra minningu merkra ábúenda jarðarinnar. Fornleifastofnun ís- lands hefur vakið athygli byggðaráðs á því mikilvægi fornleifaskrán- ingar. Jafna skal aðstöðu til íþróttaiðkana Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Slcagafjarðar hefur samþykkt að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kanni möguleika á þvf að jafna að- stöðu milli þéttbýlis og dreifbýlis hvað varðar íþróttaiðkun barna, unglinga og fullorðinna í sveitarfélaginu. Leita skal samvinnu við ungmennafélög á svæðinu og kanna möguieika á því að nýta þau mannvirki sem til staðar eru. Einnig ræddi nefndin um hugmyndir að gerð nýs skíðasvæðis i Lambárbotnum en stefnt er að útboði í vet- ur á gerð Tindastólsvegar, sem liggja mun frá Skagavegi á Laxárdals- heiði upp í Lamhárbotna vestan í Tindastól, þar sem skíðasvæðinu heíur verið ætlaður staður. Sameining Jökuls og SR-mjöls Stjómir sjávarútvegs- fyrirtækjaima Jökuls á Raufarhöfn og SR- mjöls ákváðu á fundi í Reykjavík á mið- vLkudag að sameina Jökul SR-mjöli. Sameiningin mun væntanlega ganga í gegn um næstu áramót. Hlutur hluthafa Jökuls yrði um 23% í SR-mjöli og yrði Raufar- hafnarhreppur, sem er Iangstærsti hluthafi í Jökli með 60% hlut, einnig stærsti hluthaf- inn í SR-mjöIi. SR-mjöl rekur bræðslu á Raufarhöfn en Jökull frystihús og útgerð en eftir sam- eininguna liggja nánast allir þræðir atvinnulífsins á Raufar- höfn í höndum stjórnenda SR- mjöls, en reksturinn verður und- ir því nafni. Hagræðið er því helst það að veiðar og vinnsla tengjast betur. Jóhann M. Olafsson, fram- kvæmdastjóri Jökuis, segir heimamenn hafa mjög góða til- finningu fyrir því sem sé að ger- ast f atvinnumálum þeirra og ótt- ist ekki að þeim verði fjarstýrt frá Reykjavík eða Siglufirði. „Ef SR-mjöl ætlar að byggja upp útgerð þá er þetta sameigin- Iega félag miklu hæfara að byggja upp umsvif sem mun skila margföldunaráhrifum til Raufar- hafnar. Svo styrkir þetta verk- smiðjureksturinn á staðnum og þá uppsjávarfiskavinnslu sem unnið hefur verið skipulega að af báðum aðilum að byggja upp. Hagræðingin er einnig fólgin í því að ekki er verið að leggja saman eins fyrirtæki, heldur er verið að búa til samlegðar áhrif af því að tengja veiðar og vinnslu. Undirbúningur að þessu var að kaupa Sunnutind og selja Arnarnúp og auka síldarkvótann. SR-mjöl á fyrir 40% hlut í nóta- skipinu Þórði Jónassyni EA,“ sagði Jóhann M. Olafsson. Hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækinu Jökli á Raufarhöfn hækk- uðu um 67% á þriðjudag þegar fréttist um fyrirhugaða samein- ing Jökuls og SR-mjöIs og sala á bréfum nam 6,8 milljónum króna, sem var 62% af viðskipt- um á hlutabréfamarkaði þriðju- dagsins. Viðskipti með hlutabréf SR-mjöls námu 3 milljónum króna, eða 28%. Þetta verður fyrsta sameining hlutafélaga í hefðbundnum rekstri á Verð- bréfaþinginu og því söguleg í þeim skilningi. Arið 1995 runnu saman tvö félög á þinginu, Hlutabréfasjóðurinn og Hluta- bréfasjóður VÍB. GG Mödð tap hjá IS Afkoma íslenskra sjávarafurða mun verða mun lakari en fram kom í uppgjöri fyrri hluta ársins 1998 Ástæðuna má fyrst og fremst að rekja til slæmrar afkomu og frá- vika frá áætlun í starfsemi Iceland Seafood Corp., dóttur- fyrirtækis IS í Virginia í Banda- ríkjunum. Samningaviðræður standa yfir um sölu á eldri verk- smiðju IS, sem var í Pensylvania. Stjórn IS hefur ákveðið að for- stjóri IS, Benedikt Sveinsson, muni taka að sér yfirstjórn fyrir- tækisins sem stjórnarformaður Iceland Seafood með aðsetur í Virginia og hefur hann jafnframt ótímabundið Ieyfi frá störfum sem forstjóri IS. Núverandi for- stjóri ISC, Hal Carper, mun fyrst um sinn starfa með Benedikt. Stjórnarformaður IS, Hermann Hansson, mun taka að sér aukin störf hjá félaginu en núverandi aðstoðarforstjóri og fram- kvæmdastjórar munu áfram bera ábyrgð á daglegum rekstri. Hermann Hansson segir það misskilning að bygging verk- smiðjunnar hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir en hins vegar hafi það tekið mun lengri tíma að koma rekstrinum í gang Hermann Hansson, stjórnarfor- maður ÍS, tekur að sér aukin verk- efni fyrir félagið meðan forstjóri ÍS stjórnar rekstrinum í Virginia ótímabundið. og koma á þeim afköstum sem stefnt var að auk erfiðleika sem voru samfara flutningunum frá Pensylvania til Virginia. - Eru ofmetnar birgðir m.a. vegna þess að birgðir sem fluttar voru milli verksmiðjanna hurfu, þ.e. sumir flutningabiíanna skil- uðu sér ekki? „Það er tilbúningur en bilun í tölvukerfi varðandi birgðastýr- ingu olli erfiðleikum við afhend- ingu á vöru og birgðahald, en það hvarf enginn farmur eða honum stolið. Birgðir reyndust svo ofmetnar en það er algengt að birgðir rýrni þegar flutt er milli staða. Hlutfall íslensks fisks af heildinni verður stöðugt minni þar sem torsóttara er að fá hann þar sem framleiðendur eru í auknum mæli að framleiða í neytendaumbúðir og meiri verð- mæti og minna í blokk og selja sjálfir og þá er leitað eftir ódýrara hráefni, eins og t.d. alaskaufsa. Vægi evrópska markaðarins fyrir hráefni frá Islandi hefur auk þess aukist á kostnað þess bandaríska en það ætti ekki að hafa áhrif á afkomu verksmiðjunnar þar sem þungamiðjan er ekki hráefni frá Islandi," segir Hermann Hans- son. - Hefur komið til greina að hætta rekstri lceland Seafood og selja verksmiðjuna? „Nei, ekki í alvöru. Við teljum að við séum að bregðast við vandanum með réttum hætti með því að senda okkar besta mann, Benedikt Sveinsson, á vettvang. Það lýsir jafnframt van- trausti stjórnar á störf fráfarandi framkvæmdastjóra ISC, Hal Carper." - Mú búast við svi'puðum erfið- leikum hjá öðrum verksmiðjum IS, t.d. hjá Gelmer í Frakklandi? „Eg hef enga ástæðu til að ætla það enda gengur reksturinn bet- ur en við áttum von á og áætlan- ir gera ráð fyrir hagnaði af rekstri á næsta ári. Tapið á samstæð- unni allri að meðtalinni verk- smiðjunni í Virginia var 137 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins." GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.