Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 13
Fö S T U p AGU R 6. N Ó V E MB E R X9A8. ~ í? ÍÞRÓTTIR Haukastelpur tap- lausar á toppnum Haukastelpnmar halda sínu striki í 1. deild kveuua og eru enn taplausar á toppi deildarinnar eftir 6 umferðir. í fyrrakvöld fengu Haukarnir ÍR- inga í heimsókn á Strandgötuna og gjörsigruðu þær með níu marka mun 23:14, þrátt fyrir að þrjá lykilleikmenn vantaði í lið Hauka. En maður kemur í manns stað og Hanna G. Stefánsdóttir sá um að skora 9 mörk og Hekla Daða- dóttir 8. Hjá ÍR var Katrín Guð- mundsdóttir markahæst með 5 mörk. í Víkinni mættust Reykjavíkur- liðin Víkingur og Valur og fór þar fram hörkuleikur sem endaði með jafntefli 22:22, eftir að staðan í hálfleik var jöfn 12:12. Liðin skiptust á foiy'stu allan leikinn, en Víkingur hafði þó náð þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik. Kristín Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Víking og var hún markahæst með 9 mörk, en Halla María Helgadóttir skoraði 6. A Seltjarnarnesi fór fram leikur Gróttu/KR og Stjörnunnar, þar sem Stjaman rétt marði sigur 24:25. Þær Edda Kristjánsdóttir og Helga Ormsdóttir voru marka- hæstar Gróttu/KR og skoruðu 5 mörk hvor, en hjá Stjörnunni var Ragnheiður Stephensen marka- hæst með 7 mörk og Herdís Sig- urbergsdóttir með 6. A Akureyri vann Fram léttan sigur á KA með átta marka mun 19:27. Marina Zovela átti stjömu- leik með Fram og skoraði alls 13 mörk, en hin efnilega Jóna Björk Pálmadóttir skoraði 6. Hjá KA voru markahæstar Asdís Sigurð- ardóttir með 5 mörk og Ama Páls- dóttir með 4. Leik FH og ÍBV var frestað. Leikur Víkings og Vals í Víkinni var hörkuspennandi og endaði með jafntefii 22:22. Hér brýst Sigurlaug Rúnars- dóttir í gegnum Víkingsvörnina og skorar eitt afsex mörkum sínum í leiknum. Handbolti - 1. deild kvenna - Úrslit leikja Valur Haukar Fram Stjarn. ÍBV Vík. FH Gr/KR KA ÍR Valur 3.3. 7.11. 13.1. 25:14 6.2. 24:18 12.12. 29.11. 25.11. Haukar ns.iiii. 13.1. 22:20 27.11. 24:21 12.12. 25:14 24.2. 23:14 Fram 24.2. 24:25 6.3. 14.11. 12.12. 30:23 34:23 17.1. 3.2. Stjarnan 30:27 1.12. 28.11. 2.2. 3.3. 7.11. 6.2. 15.1. 37:20 ÍBV 5.1. 6.3. 3.3. 28:29 6.11. 6.2. 15.1. 29:21 1.12. Víkingur 22:22 5.1. 21:21 14.11. 24.2. 6.3. 20:17 33:25 21:12 FH 3.2. 21:22 2.12. 24.2. 4.11. 28.11. 3.3. 34:17 5.1. Grótta/KR 16:19 3.2. 5.1. 24:25 18:18 2.12. 14.11. 6.3. 24.2 KA 16:23 7.11. 19:27 17:24 12.12. 3.2. 27.1. 9.12. ^^■33. ÍR <6.3. 6.2. 14:28 12.12. 18:26 16.1. 11:22 7.11. 27J1JL^^H Staðan í 1. deild kvenna í handknattleik Haukar Stjarnan Fram Valur Víkingur ÍBV FH Grótta/KR KA ÍR L L T 1 6 6 0 0 6 5 0 1 6 4 11 6 4 11 6 3 2 1 5 2 12 5 2 0 3 6 0 15 6 0 0 6 6 0 0 6 Mðrk S 141:114 12 164:137 10 164:125 9 140:116 9 138:121 8 115:111 5 118:104 4 111:140 1 125:170 0 109:194 0 Úrslit í 6. um ferö Haukar - ÍR 23:14 Víkineur - Valur 22:22 KA - Fram 19:27 Grótta/KR - Stjarnan 24:25 FH - ÍBV Frestað Næstu leikir I. deild kvenna Föstud. 6. nóvember Kl. 18:30 ÍBV - Víkingur Laugard. 7. nóvember Kl. 16:30 ÍR - Grótta/KR Kl. 16:30 Stjarnan - FH Kl. 16:30 KA - Haukar Kl. 14:30 Valur- Fram Nissandeildin Föstud. 6. nóvember Kl. 20:30 FH - ÍBV Laugard. 7. nóvember Kl. 16:15 Fram - Valur Sunnud. 8. nóvember Kl. 20:00 ÍR - Selfoss KI. 20:00 HK - Grótta/KR Kl. 20:00 KA - Stjarnan Kl. 17:00 HK - Afturelding 2. deild karla Föstud. 6. nóvember Kl. 20:00 Völsungur - Hörður Laugard. 7. nóvember KI. 16:00 Fylkir - Þór Ak. Kl. 14:00 Völsungur - Hörður Kl. 16:30 Breiðabl. - Ögri Sunnud. 8. nóvember KI. 13:00 ÞórAk. - Hörður ÍÞRÓTTA VIÐ TALIÐ Áhersla lögð á hreyfiþroska hamaima Kristinn Guðlaugsson íþróttafræðingur ÞeirbræðurKristinn og Janus Guðlaugssynir, íþróttajræðingar, hafa urn árabil starfrækt íþrótta- skóla fyrirbörti á aldrin- um 3ja til 6 ára. Kristinn, sem eríþrótta- og tóm- stundafuUtrúi á Álftanesi, segirað í íþróttaskólanum eigi alliraðfinna eittlivað viðsitthæfi. - Hvenær hófst þessi starfsemi íþróttaskóli bamanna? „Segja má að hugmyndin að þessum skóla hafi vaknað í upp- hafi árs 1990, eftir að íþrótta- húsið var opnað hér í Bessa- staðahreppi. Janus bróðir minn sem býr hér á staðnum, var þá með tíma fyrir krakkana hér í íþróttasalnum og upp úr því hófst þessi starfsemi. Sjálfur var ég þá í námi við Iþróttakennara- skólann á Laugarvatni og kom heim um helgar til að hjálpa til við kennsluna. Þetta varð strax mjög vinsælt hér á Alftanesinu, þannig að fljótlega færðum við út kvíarnar og fengum Iíka inni í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði og vorum þá með skólann á báðum stöðum eitt árið. Þar að auki vorum við eitt árið í íþróttahúsi KR-inga við Frostaskjól, en þar hafa síðan aðrir tekið við starfseminni og er sá skóli enn starfræktur." - Er þessi hugmynd komin erlendis frú og veistu dæmi unt að svipaðir skólar hafi verið starfræktir erlendis? „Eg hef ekki heyrt um neina svipaða skóla erlendis og líklega er þetta þá séríslenskt fyrir- brigði. Sjálfur starfrækti ég þó skóla í Osló þegar ég var þar við nám í tvö ár, en það voru íslensk- ir foreldrar þar ytra sem fengu mig til þess. Þau höfðu heyrt um skólann heima og vildu endilega reyna þetta með sínum börnum. Norðmenn hafa þó verið með þetta í sinni skólastefnu, en það er þá hugsað fyrir eldri krakka. Það byggir meira á því að krakk- arnir fá að prófa sig áfram f íþróttum, áður en þau velja ákveðnar greinar." - Veistu til þess að þetta hafi spurst tit fyrir landsteinana? „Eg veit um eitt dæmi, en það er kunningi minn sem býr í Skotlandi, sem er nýbyrjaður með skóla þar í Iandi. Hann þekkti þetta héðan og var áður leiðbeinandi í skólanum hjá okk- ur.“ - Hafið þið orðið varir við rnikinn áhugafyrir skólanum? „Áhuginn er mjög mikill og núna erum við með 120 börn í skólanum. Það er því mjög líflegt hjá okkur og yfirleitt koma for- eldrarnir með börnunum. Hús- næðið í Kaplakrika er líka mjög hentugt og við höfum má segja allt íþróttahúsið, sem er tveir samliggjandi salir, til afnota." - Hvernigfer kennslanfram í íþróttaskólanum? „Skólinn er starfræktur einu sinni í viku, á laugardagsmorgn- um. Krökkunum er sldpt í tvo aldurshópa og byrjar yngri hóp- urinn 3ja - 4ra ára klukkan 9:30 og eldri hópurinn 5-6 ára klukk- an 10:30. Við leggjum sérstaka áherslu á það að foreldrarnir séu virkir í þessu með krökkunum og mottóið er: „Hvað get ég gert fyr- ir barnið mitt í dag til að efla þroska þess.“ Þetta er setning sem ríð viljum að hljómi í hug- um foreldra á hverjum degi. Við skiptum svo öllum hópn- um niður í smærri hópa, sem síðan raða sér niður á fjölcía æf- ingastöðva um salinn. Þai leið beinum viö þeim með hjálp for- eldranna við ýmsar æfingar og leiki og leggjum áherslu á mikla hreyfingu." - Hver er svo tilgangurinn og markmiðin? „Markmiðið er að bjóða börn- unum upp á fjölbreytt og mark- visst hreyfinám og uppeldislega vandaða dagskrá, sem tekur mið af þroskaþáttum þeirra. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi, þar sem keppni eða afrek eru ekki í fyrirrúmi, heldur lögð áhersla á hreyfinám og eflingu þroskaþátta. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á, að grunnþjálfun þar sem áhersla er lögð á alhliða lík- ams- og hreyfiþroska og félags- lega gott og jákvætt umhverfi, hefur lykilþýðingu fyrir einstak- linginn þegar fram í sækir. Það er þannig umhverfi sem við leit- umst c ið að skapa og með hjálp foreldranna æilum við að n. settu marki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.