Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 - 11 Vapir. ERLENDAR FRETTIR Kapphlaup við tímairn Þúsunda er enn saJkn- að og margra ára upp- byggingarstarf er framundan. Viðamikið björgunarstarf er nú unnið um alla Mið-Ameríku við erfiðar aðstæður eftir hamfarirn- ar sem fylgdu fellibylnum Mitch. Hvers konar tækjabúnað vantar, símalínur eru eyðilagðar og íjöl- margir vegir og brýr sömuleiðis. Þeir sem lifðu af flóðin og aur- skriðurnar eru víða einangraðir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Hjálparstarfsmenn og embætt- ismenn í Hondúras og víðar í íbúar í Guatemala bíða aðstoðar. Mið-Ameríku sögðu að það myndi taka mörg ár áður en lífið kemst í samt lag aftur, en fátækt hefur verið mikil fyrir víða á þessum slóðum. Uppskera eyði- lagðist að miklum hluta og tugir þúsunda heimila og fyrirtækja eru í rústum eftir fimm daga yfir- reið fellibylsins. „Sem stendur er þetta kapp- hlaup við tímann," sagði Carlos Flores Facusse, forseti Hondúras í viðtali. „Það eru ennþá einangr- uð svæði sem við höfum ekki get- að náð til. Það er ómögulegt að komast til þessa fólks." Víða um Hondúras og víðar í Mið-Ameríku svalt fólk og smit- sjúkdómar eru farnir að breiðast út. „Það sem blasir við er gríðar- leg eyðilegging alls staðar, allt frá samgöngukerfinu og samskipta- kerfinu til Iandbúnaðarins og mannslífanna," sagði Facusse. „Astandið nær um landið allt. Það eru hvergi nein svæði sem eru ósnortin." HEIMURINN Kænimálmn á hendur Clmton flýtt BANDARÍKIN - Bandarískir Ijölmiðlar skýrðu frá því í gær að Repúblikanar á þingi ætli sér nú að hraða meðferð ákærumálsins á hendur Bill Clinton forseta, eftir að hafa fengið heldur slaka útkomu í kosingunum á þriðjudag. Kenneth Starr, rannsóknardómari, verður eina vitnið sem kallað verður fyrir dómsmálanefnd fuiltrúadeildar- innar. Nefndin tekur síðan ákvörðun í næstu viku um hvort kæran fari formlega til umljöllunar í deildinni. Sharon vill palestínska flóttamenn heim ISRAEL - Svo virðist sem Ariel Sharon, utanríkisráðherra Israels, sé að vinna að því að ná samkomulagi við Palestínumenn um langtíma friðaráætlun. Meðal annars er meiningin að heimila þeim Palestínu- mönnum, sem flúðu land í sex daga stríðinu árið 1967, að snúa aft- ur. Palestínumenn hafa jafnan krafist þess að allir Palestínumenn, sem flúið hafa styijaldarátök Israela og Palestínumanna frá þvf 1948, fái að snúa aftur. Grillaður kjúklingur 599 kr/stk. Grillaður kjúklingur og franskar 799 Léttreyktur lambahryggur 797 kr/kg. Bayonneskinka 987 kr/kg. JL 1« i* 1 - 't - ^jr B w §88 81 ,\ hB m m i i s || ðk m orðurpólnum y'li Vikulega frá og með 19. nóvember mun fylgja Degi blað sem sérstaklega verður tileinkað hátíðinni á „Norðurpólnum” á Akureyri. í blaðinu verður dagskrá hátíðarinnar kynnt og sagt frá þeirri starfsemi sem fram fer á „Norðurpólnum”. Auk þess gefst kaupmönnum og ferðaþjónustuaðilum tækifæri á að koma þar auglýsingum á framfæri. Blaðið verður í sama broti og Dagur, sextán síður og að hluta til prentað í fjórum litum. Útgáfudagar eru eftirfarandi: Fimmtudagurinn 19. nóvember Fimmtudagurinn 26. nóvember Fimmtudagurinn 3. desember Fimmtudagurinn 10. desember Fimmtudagurinn 17. desember Blaðinu, ásamt Degi, verður þessa daga dreift endurgjaldslaust inn á heimili á svæðinu frá Blönduósi austur um til Neskaupsstaðar. 5% aukaafsláttur er gefinn af verði auglýsinga sem pantaðar eru fyrir 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar og pantanir auglýsinga eru hjá okkur á auglýsingadeild Dags. Með bestu kveðju, G. Ómar Pétursson sími 460-6191 og 893-3911 Gréta Björnsdóttir sími 460-6192 mmmmm k , 4 -v \ \ r w-w ^ & 'jpfe vsjfe - / -• ■ . ' / ■/ / í’ ■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.