Dagur - 14.11.1998, Side 4

Dagur - 14.11.1998, Side 4
NÓVEMBER 1998 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Elias Snæland Jónsson ritstjóri bóka l HIL LAN Svlka- hrappur .20 - LAVCIARDAUUR 1 4. Leikfélag Akureyrar Rummungur ræningi Ævintýri fyrir börn með tónlist og töfrum eftir Otfried Preussler. laugard. 14. nóv. kl. 14.00 sunnud. 15. nóv. kl. 14.00 allra síðustu sýningar Önnur verkefni leikársins Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen. Eitt mesta leikna sviðsverk allra tíma. Frumflutningur nýrrar þýðingar Helga Hálfdánarsonar. Tónlist: Guðni Franzon. Búningar: Hulda Kristin Magnúsdóttir. Lýsing og leikmynd: Kristín Bredal. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Frumsýning 28. desember. Systurí syndinni eftir Iðunni og Kristinu Steinsdaetur. Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Aðalfiytjendur tónlistar: Tjarnarkvartettinn. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Frumsýning áformuð 19. mars. Munið áskriftarkortin. Notið ykkur frábær kjör á áskriftarkortum og eigið góðar stundir í fallegu leikhúsi á landsbyggðinni. Gjafakort Leikfélags Akureyrar eru góð jólagjöf. Miðasalan er opin frá kl. 13 -17 virka daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardaga. Listin er löng er lífið stutt. Sími 462-1400. Það er alltaf forvitnilegt að kynna sér feril ævintýramanna sem fara ótroðnar slóðir. Vissu- lega eru slíkir menn oft harla óvandaðar persónur sem beita bellibrögðum og prettum til að hafa sitt fram. Löghlýðnum borgurum sem ganga hinn hefð- bundna veg heiðarlegs lífs finnst stundum gaman að fylgjast með þeim sem þora að vera öðruvísi, þótt þeir séu skúrkar - að minnsta kosti á meðan hægt er að virða þá fyrir sér í hæfilegri fjarlægð. Þetta á við um Þjóðveijann Paul Burkert sem Þór Whitehead sagnfræðingur hefur rannsakað rækilega árum saman. Hann skrifaði um þennan svikahrapp í bókinni „Islandsævintýri Himml- ers“ sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir tíu árum. Nú hefur Þór sent frá sér nýja útgáfu þess- arar bókar. Þar er að miklu leyti byggt á fyrri bókinni, en bætt við ýmsum nýjum upplýsingum sem fylla enn frekar út í myndina. Félagi Hmtmlers Það sem gerir Burkert þennan einkum áhugaverðan í augum Is- lendinga er að sjálfsögðu sú stað- reynd að hann var um hríð - nán- ar tiltekið á árunum 1935 til Fátt vekur meiri áhuga Islendinga en umfjöllun út- lendinga um land og þjóð. í klínískri þjóð- arsálarfræði er þessi áhugi skil- greindur sem „How do you like Iceland - syn- drómið." Og eins gott fyrir erlenda ráðamenn, blaðamenn og rithöf- unda að fara ekki með neitt fleip- ur þegar þeir fjalla um Island í ræðu og riti, en fleipur í þessu samhengi merkir eitthvað nei- kvætt, því þá snuggast í landan- um. Erlendir reyfarahöfundar hafa ekki mikið notað Island sem sögusvið sagna sinna, en æfin- lega forvitnilegt þegar það gerist. I fljótu bragði man ég aðeins eft- ir bókum frá spennumeisturun- um Desmond Bagley og Tom Clancy sem gerast að stórum hluta á íslandi. Upp úr bók Bag- leys gerðu Bretar sjónvarpsseríu hér á landi og nefndu Út í óviss- una og þar Iék Ragnheiður Stein- dórsdóttir kvenhetjuna. Og í bók Clancys hefst þriðja heimsstyij- 1937 - eins konar íslandssér- fræðingur eins alræmdasta fjöldamorðingja nasista, Hein- rich Himmlers, og hafði áhuga á að gera hlut hans hér á landi sem mestan. Eins og Þór rekur rækilega f þessari skemmtilegu bók reyndi Burkert að efla samskipti þýskra nasista við íslendinga með marg- víslegum hætti. Það bar nokkurn árangur á sumum sviðum um hríð. Kannski má þakka það al- varlegum skapgerðarbrestum Burkerts að ekki hlaust alvarlegt tjón af uppátækjum hans - en Ijármálasukk og svindl varð fljót- lega til að koma honum úr húsi hjá Himmler. Margt virðist enn þoku hulið um ævi Burkerts sem var 41 árs þegar hann kom lyrst til Islands sumarið 1934 ásamt konu sinni og þýskum kvikmyndagerðar- manni. Þessi svikahrappur, sem skreytti sig með margvíslegum nafnbótum allt eftir því sem henta þótti hverju sinni, hafði verið á Grænlandi árinu áður. Hann átti auðvelt með að koma sér í samband við íslenska menn sem gátu orðið honum hjálplegir, enda virðist þessi fyrsta ferð hans hingað til lands hafa gert honum öldin með árás Rússa á Keflvík- urbasann og er barist vfða um land. Grindavíkurbófi Fyrir tilvijun rakst ég á dögunum á þriðja reyfarann sem gerist mestan part á Islandi. Sá heitir Iceberg, eða Isjaki, og er eftir Clive nokkurn Cussler, en bækur hans eru seldar í tugum tonna um allan heim. Bókin er útgefin 1975 og Cussler þessi fer ansi fijálslega með Island og Islend- inga og úr verður torkennileg hringavitleysa sem glotta má að á köflum. Hetja bókarinn er Dirk Pitt, maður sem allt getur, blanda af James Bond og Indiana-Jones. Hann kemur á þyrlu til Islands og lendir þar strax í Ioftbardaga við svarta þotu út af Reykjanesi og springur allt í loft upp. En Pitt er bjargað úr fjöruborðinu af heiðursbónda sem heitir Thor- steinn Mundsson og sá á soninn Bjarni Mundsson. í leikinn skerst síðan sá góði læknir Dr. Jonsson og síðar lögreglumaður- inn sergeant Arnarson frá Grindavík sem reynist vera bófi, þannig að Pitt þarf að skjóta af honum fingur og hnéskel. mögulegt að ná athygli Himml- ers. I það minnasta hafði Burkert undir höndum meðmælabréf frá þessum yfirmanni SS-sveita þýskra nasista þegar hann kom hingað öðru sinni, sumarið 1935. Svo fór að lokum að Burkert var rekinn úr SS vegna fjármála- misferlis. Hver endanleg örlög hans urðu er ekki vitað, en þó hefur Þór í bókarlok frekari upp- lýsingar þar að lútandi en í fyrri útgáfunni. Dýrðin í Dachau Hér á landi átti Burkert sam- skipti við marga Islendinga, þeirra á meðal Guðbrand Jóns- son og Guðmund frá Miðdal. Hann virðist hafa haft áhrif á að nokkrir íslenskir menn fóru til Þýskalands til náms og starfa á tímum nasista. Eins og kunnugt er vakti sumt af því sem Þór Whitehead hefur áður skrifað um samskipti Guðmundar og fjölskyldu hans við þýska nasista hörð mótmæli náskyldra ætt- ingja. Hér er hins vegar úr engu dregið í þeim efnum; frekar að Þór týni til fleiri rök til stuðnings fyrri fullyrðingum. Það er auðvitað gömul stað- The Grimsi Tekur nú að æsast Ieikurinn. Plottið snýst mikið um Islend- inginn Kristjan Fyrie sem var einn af 10 ríkustu mönnum heims. Sá hafði grandast ásamt fleirum um borð í rannsóknar- skipinu The Lax. Tvíburasystir Kristjans, Kirsti, kemur einnig við sögu, væn kona og girnileg. Síðar kemur í Ijós að Kristjan er reyndar ekki dauður og Kirsti hefur aldrei verið til. Kirsti var sum sé Kristjan eftir kynskipta- aðgerð í Venesúela! Þetta hafði einhvernveginn farið framhjá ættfróðum Islendingum, enda fyrir tíma Islenskrar erfðagrein- ingar . Stóra rullu spilar stóróþokkinn Oskar Rondheim, sem hefur það helst hobby frá fjöldamorðum, að semja ljóð og lesa upp á Ijöl- sóttum Ijóðakvöldum í Reykjavík. Oskar þessi átti togara sem nefndist Surtsey, sem að sögn þýðir kafbátur á íslensku. Og einnig kemur til sögunnar mót- orbáturinn The Grimsi. Atburðarásinni vindur m.a. fram á glæsilegasta veitingahúsi Reykjavíkur sem kallast að sjálf- sögðu Snorris Restaurant. Þar er jafnan dúkað meiriháttar hlað- reynd og ný að menn sjá það sem þeir vilja sjá þegar sett eru upp hin pólitísku gleraugu. Svo var um ýmsa þá sem hrifust af þýsk- um nasistum og fengu tældfæri til að sjá „dýrðina" með eigin augum. Líklega þó enginn sem Guðbrandur Jónsson sem fékk leyfi Himmlers til að heimsækja fangabúðirnar í Dachau þar sem þýskir skoðanabræður Islend- ingsins - jafnaðarmenn - voru hafðir í haldi og þrælkun fyrir þriðja ríkið. Guðbrandur skoðaði sig vel um á þessum hræðilega stað og fannst það flest til mikill- ar fyrirmyndar! Þór segir frá mörgu harla furðu- legu í þessari bók - atburðum og hugmyndum sem fá lesandann til að brosa að vitleysunni. En þá er brýnt að hafa í huga að hér er ver- ið að lýsa tímabili þegar trúðar hins fáránlega náðu tangarhaldi á einni helstu menningarþjóð Evr- ópu og hröktu jarðarbúa út í blóð- bað heimsstyrjaldar. A þeim tíma var fáránleild valdsmanna dauð- ans alvara. íslandsævintýri Himmlers, 2. útgáfa. Höfundur: Þór Whitehead. Útgefandi: Vaka-Helgafell. borð með um 200 þjóðlegum réttum, þar af um 20 laxaréttum og ekki minna en 15 þorskrétt- um! Þangað Iíta menn gjarnan inn eftir hressandi göngutúr um „Tjarnargardur gardens." Golfur Anduxsson Þar kemur að sjálfsögðu að bófarnir, sem stefna að heimsyf- irráðum, henda Pitt og fleira fólki ofan í djúpt gljúfur á há- lendinu um hávetur. Hetjan klöngrast til byggða og er svo heppin að hitta gamlan fjár- bónda og talandi skáld sem heit- ir Golfur Andursson. Sá býr á hokurjörð um 100 kflómetra frá næsta kaupstað, sem er enginn annar en Sodafoss! (Goða-foss, Sóðafoss, Sóda-foss?). Mál reddast með hjálp varnar- liðsins og góðra Islendinga og hetjan Pitt ekur frá Reykjavík út á Keflavíkurflugvöll og á leiðinni dáist hann að fögrum og grösug- um hæðardrögum meðfram veg- inum þar sem sprækar kýr og spriklandi fjörugir hestar bíta grasið grænt og safaríkt. Vituð þér enn, eða hvað? Kynskiptmguriiin Kristjan íyrie JÓHANNESAR- SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.