Dagur - 14.11.1998, Qupperneq 5

Dagur - 14.11.1998, Qupperneq 5
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Tímaleysi Hríseyjar ' HRISEVJIRKÍRKJA Hrísey hafði verið sögustaður mikilla átaka. í mannlífi, athafnalífí, pólitík og trúarbragðasögu. Þessa sögu er hvergi að finna heillega á bók. IngólfurMargeirsson rithöfundur hejursent frá sér tímalausa og- persónulega bók um mannlífíHrísey nú á tímum ogfyrrá öld- um. í eftirfarandi grein sem Ingólfurhef- urskrifað sérstaklega fyrirDAG, lýsirhann bakgrunni bókarinnar „Þarsem tíminn hverf- ur“ og hvemig hin eig- inlega alþýðusaga smárra staða um land allt hefur oft verið van- metin og sniðgengin í skráningu íslandssög- unnar. Ég kom fyrst til Hríseyjar fyrir tveimur áratug- um. Það var að vetrarlagi og ég var blaðamaður við Þjóðviljann sáluga og var að safna efni í greinar fyrir Sunnudags- blaðið sem ég ritstýrði. Snjór var á jörðu og stillt í veðri en kalt. Þögnin lá yfir eyjunni, allt að því heilög og varla mann að sjá á ferli. Fátt glapti augað í hinu hvíta svefnmóki. Þetta virtist ekki staður fyrir blaðamenn í leit að fréttum og rituðum við- fangsefnum. Samt var eitthvað sem heillaði mig; það var engu líkara en undir þessu lífvana yf- irborði leyndist ólga, umbrot, heillandi mannlíf. Síðar um dag- inn þegar ég stóð á háeyjunni úrkula vonar um fregnir og frá- sagnir og horfði yfir hjarnið og hvíta tinda Eyjafjarðar, rann upp fyrir mér hvað hafði snortið mig. Það var tímaleysið: A einhvern undarlegan hátt stóð tíminn kyrr og allt sem áður hafði gerst, gerðist nú og í sífellu; á hverju andartaki. Skilin milli fortíðar, nútíðar og framtíðar voru týnd og tíminn gufaður upp; horfinn og töfrarnir alls ráðandi en samt ósýnilegir. Ósýnilegt fófk en nærri Þetta var tilfinning sem ungur blaðamaður gat á engan hátt skrifað um, svo ég bjargaði mér með því að taka viðtal \dð sveit- arstjórann og fjalla um uppsetn- ingu Leikfélags Akureyrar á Beðið eftir Godot sem aðalleik- ararnir Arni Tryggvason og Bjarni Steingrímsson voru að æfa í samkomuhúsi Hríseyjar. Hálfum áratug síðar kom ég næst til Hríseyjar. Það var að sumarlagi og eyfirskt sólskin umfaðmaði eyjuna meðan haf- golan strauk henni endilangri. Sama tilfinning greip mig og í fyrstu heimsókn minni: Tíminn rann burt. Húsin full af sögnum um mannlíf fyrri tíma en samt var allt það fólk enn hér á meðal vor, ósýnilegt en nærri. Ég heyrði andardrátt þess í hverju spori og síðar átti ég eftir að heyra hlátur þess, hróp, hvísl og formælingar. Að segja skilið við tímaim Fyrir tæpum áratug festum við kaup á litlu húsi austarlega á eyjunni. Það hefur verið sumar- athvarf mitt síðan. A hverju vori þegar ég kem í eyjunni, læt ég verða mitt fyrsta verk að taka af mér úrið. Ég gleymi tímanum. Ég segi skilið við tímann og losa mig við þrældóm ldukkunnar. Ekki líður á löngu uns dagarnir hverfa, ég hef stundum ekki hugmynd um hvort dagurinn í dag sé fimmtudagur, miðviku- dagur eða jafnvel laugardagur. Stundum er mér alveg sama. Svo fjúka vikurnar, jafnvel mán- uðirnir. Það hefur komið fyrir að ég er ekki alveg klár á því í augnablikinu hvort ég sé stadd- ur í júní eða júlí. Eða kannski ágúst. Það er mikið frelsi í því fólgið að losna við ok tímans. Og líkt og frelsi fæðir nýtt líf og opnar á áður læstar dyr, rýfur tímaleysið fjötur nútímans og lýkur upp fortíðinni og gerir hana gjald- genga á ný. Hinir látnu stíga fram úr dimmu fortíðar og verða meðal okkar að nýju, fjörðurinn fyllist grönduðum skútum og og horfnum farskipum og skilning- arvitin fyllast af hljóðum, mynd- um, angan og snertingu. Að véfengja hið augljósa Þegar ég tók að kynnast I lrísey- ingum, vakti það furðu mína hve mikið þeir kunnu af sögum af mannlífi í eyjunni. Það var eink- um eldra fóíkið sem var ótæm- andi fróðleiksbrunnur; alþýðu- fólk sem kunni enn hina fornu frásagnarlist. Það rann einnig upp fyrir mér að fjölbreytileiki sagnanna og aldur áréttaði hve lengi byggð hafði verið í Hrísey - allt frá landnámsöld. Við fyrstu sýn var því snúið að brúa hinar ólíku frásagnir, því sviðið og at- burðirnir og mannfólkið spann- aði aldir - tímabil allrar Islands- sögunnar. Hrísey hafði verið sögustaður mikilla átaka. I mannlífi, at- hafnalífi, pólitík og trúarbragða- sögu. Þessa sögu er hvergi að finna heillega á bók. Islandssag- an hefur oftast verið skrifuð um þá atburði sem alþjóð þekkir og kringum þær persónur sem náð hafa frægð. Þannig er sagan rit- uð um heim allan. Það er aðeins á síðustu árum og áratugum sem sagnfræðingar hafa litið til almúgans og freistað þess að segja söguna gegnum skilningar- vit alþýðunnar. Hin eiginlega Islandssaga er alþýðusaga Sagnfræðingar og aðrir sem um íslandssöguna fjalla gleyma oft hinum litlu stöðum. Það er stundum sagt að þeir hafi lítið sögulegt gildi. Það gerðist fátt markvert á staðnum. Almúga- fólkið kemst heldur ekki á blöð með svonefndum sögufrægum persónum. Það hefur heldur ekki sögulegt gildi. Nema í ónefndum bakgrunni. Um allt Island eru minni og stærri staðir eins og Hrísey - staðir sem geyma mikla sögu en njóta lítillar athygli þeirra sem söguna skoða og rita. Og þótt Is- lendingar séu duglegir við að varðveita og skrá byggðasögu, er líkt og ævintýri mannlífsins vilji gufa upp í nákvæmri upptaln- ingu á mönnum, bæjum og stöð- um; byggðasagan verður að líf- vana skrá meðan hinir sterku og stóru innviðir mannlífsins rotna og hverfa. Hin mikla en óskráða saga Allt frá því að ég settist að sem farfugl í Hrísey - en svo nefna- eyjarskeggjar fasta sumargesti sína, hef ég safnað heimildum um eyjuna og sögu hennar. Ég hef notið aðstoðar áhugasamra og glöggra eyjamanna en einnig þeirra sem búa utan eyjunnar en tengjast henni með einum eða öðrum hætti. Þetta grúsk mitt sem smám saman hefur breyst í ástríðu, hefur sannað grun- semdir mínar um hina miklu og fjölbreyttu en jafnframt óskráðu sögu Hríseyjar og í raun gert mig vanmáttugan gagnvart henni. Slík eru litbrigðin og um- fangið. Þannig geymir eyjan dulda sögu um hagi fornmanna. Og vekur sífellt nýjar spurningar. Hver er sannleikurinn á bak við hina miklu garða sem ganga þvers og kruss yfir eyjuna? Hvaðan kom allur sá mannafli sem hlóð þessi gífurlegu mann- virki? Hvernig var líf almennings á miðöldum á jörðunum tveimur Ystabæ og Syðstabæ? Eins vekja miðaldirnar nýjar spurningar: Hve oft rændu erlendir sjóræn- ingjar eyjuna? Við \itum að þeir brenndu guðshús, rændu grip- um og mönnum, svívirtu konur og drápu menn. Nokkrar Iínur í annálum liðinna alda opinbera þessar staðreyndir. En hver var veruleikinn bak við þessar fá- tæklegu línur? Fá nokkur orð lýst þeim ótta þegar heimamenn sáu erlend seglskip sigla inn Eyjafjörðinn, óvarðir og vopn- lausir gegn óþekktum rubbulýð? Hve mörg Tyrkjarán áttu sér f stað um land allt? Af hveiju heitir hóllinn á austanverðri eyj- unni Norðmannadys? Hverjir voru felldir og dysjaðir þar? Síldveiðar og sálfarir Svona má halda áfram að telja. Hvar stóð Maríukirkjan sem sjó- ræningjar brenndu? Af hverjum voru líkin sem komu upp þegar grunnurinn af nýja Syðstabæ var tekin á öðrum áratug þessarar aldar? Hver var franski skipstjór- inn sem var jarðaður síðastur allra í grafreit Syðstabæjar með- an sonur hans stóð hlæjandi yfir moldum föður síns? Hvers vegna eru svo margar sögur af sjóskrímslum og galdramönnum tengdar Hrísey? Og hvers vegna var það að útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Guðmundur Jör- undsson sem fór sálförum að eigin sögn að næturlagi og flaug yfir eyjunni og allt til útlanda og heim aftur? Sérhver ný staðreynd, hver ný frásögn og hver nýr persónuleiki sem bættist við í heimildirnar, vakti nýjar spurningar. Hin mikla útgerðarsaga Hríseyjar allt frá landnámsöld, ítök hol- lenskra fiskimanna, norskra síld- veiðimanna, sænskra og jafnvel finnskra, saltfisksala og útflutn- ingur Gránufélagsins, hákarla- veiðar Jörundar, hrefnuskytterí og síðast en ekki síst hinar mildu síldveiðar á þessari öld og vinnslan í landi: OIl þessi mikla saga opnar botnlausa heima ólg- andi mannlífs sem ekki verður sögð í einu handriti. Rými fýrir alla sem hafa Hfað Hrísey er ekkert einsdæmi um íslenska seiglu og lífsvilja. Um- land allt var sagan sú sama. Það verður þó aldrei sagt um Hrísey að mannlífið hafi verið einhæft. Náttúra eyjunnar og mikil tengsl hennar við útlönd gegnum aldir samfara blómstrandi útgerð tryggðu litríkara frásagnir af heillandi og sjálfstæðum eyjar- búum. Þess vegna er ég ánægður að hafa skrifað þessa bók. Hún er síðbúið svar við þeirri spurningu sem læddist að mér þegar ég stóð sem óupplýstur blaðamaður að sunnan á háeyjunni að vetr- arlagi á öndverðum áttunda ára- tugnum í minni fyrstu heimsókn til Hríseyjar og horfði blindum augum yfir hjarnið: Skyldi leyn- ast frásagnir af mannlífi undir hvftu og þöglu yfirborði þessa eyðilega staðar?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.