Dagur - 14.11.1998, Page 8

Dagur - 14.11.1998, Page 8
24 -LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 19 9 8 ro^tr LÍFID í LANDINU Ljósmyndari blaðsins var sendur út aförkinni til að finna eitthvert smurolíuverkstæði með berbrjóstamyndum og kom til baka með þær fregnir að afskapiega lítið væri afslíku. Þær sem sáust á stangli voru faldar inni á kaffistofum bifvélavirkjanna eða skáphurðum. uósmynd: brink. Karl- og kvenremba Þaðerekki uppiá þeim tippið karl- rembunum né raunar kvenrembunum, efútí það erfarið um þessar mundir... Bílaauglýsingar - og aðrar birt- ingarmyndir af „hlutgervingu kvenlíkamans“ - voru helsti skot- spónn feminista hér á árum áður. A miðvikudaginn birtist blautbolaauglýsing frá bílaum- boðinu Heklu í DV: Polo...elsk- aður, þráður og dáður! var þrykkt á blautan bol sem fagur- vaxinn kvenmaður fklæddist. Þann sama dag birtist blautbola- auglýsing í Morgunblaðinu frá Heldu - þar var fyrirsætan karl- kyns. Þannig að þeir sem höfðu í hyggju að verða æfir yfir DV- auglýsingunni hafa heldur lítið í höndunum. Jafnréttinu var þjónað. Hér á árum áður hefði slík jafnvægislist ekki dugað til. Al- gengt var þegar konur mót- mæltu hástöfum klámmynda- iðnaðinum og töluðu fjálglega um konuna sem fórnarlamb, var á tíðum til einskis að umla í mótmælaskyni að í samförum klámmynda eins og annars stað- ar þyrfti tvo til og oftar en ekki tæki karl- maður þá þátt í at- höfninni. Það var fljót- afgreitt, þeir voru ekki fómarlömb iðnaðarins og staðlaðra ímynda - því þeir voru gerendur. Þetta var meðan para- nojan stóð sem hæst. Eða til að gæta alls réttlætis, þegar vörnin var í þvílíkri sókn að á allt var skotið. Konur eru ekki lengur í vörn, karlar eru í þann veginn að láta af henni. Remban er að missa marks. Karlrembur Ef marka má litla umræðu um karlrembu undanfarið er karl- remba ekki bara á undanhaldi heldur því sem næst dáin og grafin. Ef frá er talin litla sæta appelsínugula flettimiðabókin um Benna og Báru þar sem Benni leysir öll vandamál af skynsemi og festu en Bára þarf stöðuga hjálp til að druslast í flíkurnar sínar - þá er afskaplega lítið sem sett er á prent eða birt í mynd sem talist getur skylt karlrembu. Elsa S. Þorkelsdóttir, hjá Skrifstofu jafnréttismála, var beðin um að skiljgreina fyrir okk- ur karlrembu. „Eg geng ekki svo langt að segja að karlrembur þurfi að fyrirlíta konur eða vera ofbeldishneigðar - þó mér finn- ist það reyndar hápunktur karl- rembu. Það er kannski þessi dýrkun á hefðbundnum karla- viðmiðum frá því um miðja öld- ina - sem mér finnst vera karl- remba.“ En slík dýrkun er ekki rúm- frek í opinberri umræðu né al- mannarými, falin inni á kaffi- stofum smurstöðvanna, í brönd- urum uppistandara og er nú svo komið að hefðbundið karlagrín fær varla nokkurs staðar pláss og virðast fáir syrgja. Þannig var að konurnar á Skrifstofu jafnréttis- mála fengu lengi vel ótal kvart- anir yfir sóðakjafti og klámi í Sjómanna- blaðinu Vík- ingi en þeg- ar blaða- maður fékk nýjasta heftið sent var ekki annað að sjá en þar færi hið prúðasta og alvarlegasta sjó- mannablað. Til að kanna hvort blaðið hefði lotið í lægra haldi fyrir málsvörum jafnréttis var haft samband við Sigurjón M. Egilsson, ritstjóra, sem frábað sér öll tengsl við sora: „Eg tók við ritstjórn á Sjómannablaðinu Víkingi í byrjun árs 1993, á und- an mér hafði verið nafni minn Sigurjón Valdi- marsson. Hann var með þáttinn Á frívaktinni, svona bláar síður með lélegum, þýddum klámbröndurum. Fyrsta verk mitt eftir að ég tók við rit- stjórn var að ákveða að þetta birtist aldrei aftur í þessu blaði. Sr'ðan hefur blaðið verið lesið af sjómönnum, eiginkonum þeirra og börnum. Á sex árum hafa einungis tveir kvartað undan því að Frívaktin sé farin. Á sex árum,“ segir Sigurjón og bendir ekki til að sjómenn, sú hnyklaða stétt, sjái mjög á eftir kláminu þótt Lagnafélagið reyni nú að halda í fornar hefðir eins og sjá má á september-fréttabréfinu þeirra, þar sem eilítilli uppskrift er laumað inn í lokin: 2 stk. Brosandi augu 2 stk. Mjúkir armar 2 stk. Velvaxnir fætur 2 stk. Stinn mjólkurílút 1 stk. Loðinnformur 1 stk. Banani Og ættu menn ekki að eiga í erfiðleikum með að geta sér til um hvernig leiðbeiningarnar hljómuðu, svona í grófum drátt- um alltént. Gangandi karlremba Eiginlega má segja að karl- remba, iðkuð af konum og körl- um, tóri einna helst í klisju- kenndum al- mannasannind- um sem gjarnan er haldið á lofti þegar menn hafa ekkert betra að segja. „Köld eru kvennaráð - Konur eru konum verstar - Rósa: Við konurerum ekkertillagefnar...

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.