Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 14
30 — LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
Tkyptr
Það erkeppikefli
margra að hafa
fallegar neglur, en
sumir nagaþær og
tekst aldrei að halda
þeim í lagi. Erþetta
merki um streitu eða
hara það að manni
finnstgott að hafa
eitthvað uppi í sér?
Neglumar segja talsvert um
manneskjuna og heilu at-
vinnugreinarnar hafa sprottið
upp af þeirri löngun fólks að
hafa fallegar neglur og heil-
brigðar útlits. Sé það ekki unnt
með náttúrulegum nöglum er
enginn skortur á stofum sem
setja gervineglur og snyrta
hendur þannig að vel sé.
Það er sennilega engin önn-
ur tegund en maðurinn, sem
nagar á sér neglurnar. Að
minnsta kosti er í fljótu bragði
ekki auðvelt að sjá fyrir sér kött
með loppurnar uppi í sér eða
taugaveiklað bjarndýr sem
kvíðir heimkomunni og nagar
á sér klærnar fyrir vikið.
Hvers vegna skyldi fólk svo
naga neglumar? Hvað er það
sem orsakar að við setjum
hendurnar upp í okkur og ríf-
um og bítum í hornhúðina
sem myndar neglur fremur en
kannski að bíta í lófann eða
handarbakið? Er eitthvað til
ráða?
Rætt var við nokkra full-
orðna aðila sem allir hafa nag-
að neglurnar eða gera það í
dag. Enginn þeirra sýndi veru-
leg streitueinkenni eða taldi
sig yfirleitt stressaða týpu, en
streita hefur löngum verið tal-
in ein höfuðörsök þess að
menn nagi neglurnar og sú
mynd gjarnan dregin upp að
ofurstressað fólk sem með
neglumar nagaðar upp í kviku.
Hins vegar voru menn sam-
mála um það að það væri gott
að naga neglurnar og að það
væri einfaldlega orðinn kækur.
Allir sem höfðu hætt að naga
neglurnar, höfðu einfaldlega
hætt því án þess að nota til
þess hjálparmeðul. Ákveðið að
hætta þessu og bara gert það
án vandkvæða.
Skemniir tennumar
En það er ekki bara ósiður eða
kækur að naga neglur, heldur
er það óhollt. Hornlagið er
nefnilega þrælsterkt og fer af-
leitlega með tennurnar. Tann-
læknar eru því öðrum fremur í
hópi þeirra sem eru á móti
naglanagi og hvetja þeir fólk til
að naga eitthvað mýkra til að
þurfa ekki að punga út með
stórar fjárhæðir í þeim tilgangi
að laga tennurnar vegna álags.
Það er dálítið merkilegt að í
öllum umsögnum og fræði-
greinum um naglanag er geng-
ið út frá því að um börn sé að
ræða. Það er með öðrum orð-
um ekki reiknað með því að
siður þessi fylgi fólki fram á
fullorðinsár, hvort sem það er
vegna þess að fólk eigi að vaxa
upp úr þessum barnalátum
eða bara að engum dettur í
hug að fullorðið fólk sé með
hendurnar uppi í sér. Sem það
auðvitað er því fjöldinn allur af
fólki nagar neglur fram eftir
öllum aldri.
Bragðvondar neglur
Til þess að venja „blessuð
börnin" af þessum ósið, því
það er álitinn ósiður að naga
hluti nema þeir séu matar-
kyns, eru nokkur hefðbundin
ráð.
Fyrir það fyrsta er foreldrum
ráðlagt að auka ekki á streitu
eða áhuggjur bamsins, því það
er staðföst trú hinna fullorðnu
að börn taki upp á þessu af
einhverri kvíðatilfinningu. I
öðru lagi að hrósa barninu og
umbuna því þegar því tekst að
komast í gegnum daginn án
þess að fá sér bita og reyna að
látast ekki sjá litlu puttana í
munninum.
I- þriðja lagi að bera
bragðvont efni á neglur barns-
ins, einskonar naglalakk sem
orsakar það að bragðið af nögl-
unum verður þannig að lyst
barnsins á þeim hverfur. Hér á
landi fæst efni sem kallast
Bite-x og er talið virka vel í
þeim tilgangi að koma í veg
fyrir naglanag.
En niðurstaðan virðist vera
sú að naglanag sé fyrst og
fremst kækur þegar um full-
orðið fólk er að ræða og því
það ráð helst til að hreinlega
beita viljastyrk til að hætta, sé
þess óskað. Hættan er nefni-
lega sú að þurfi að nota hjálp-
armeðul eins og bragðvont
efni, þá muni bragðið venjast
og fólk halda áfram að naga, sé
það ekki tilbúið til þess í raun
og veru að hætta. -VS
HEILSUMOLAR
Meiri jarðaber
Vísindamenn
hafa verið að
rannsaka
andoxunarefni
í ávöxtum og
hafa fundið
það út að af 12
algengustu
ávöxtum hafa jarðarber langhæst hlutfall
af C og E vítamínum, karotínum, og öðr-
um góðum efnum sem hægja á hrörnun
líkamans.
Grænmeti fyrir
svæfingu
Það sem þú borðar dagana fyrir deyfingu
og svæfingu getur haft áhrif á það hvern-
ig líkaminn bregst við segir í nýrri rann-
sókn. Þar kom í ljós að ákveðin fæða eins
og til dæmis kartöflustappa, gerði það að
verkum að deyfing og svæfíng virkaði
lengur með því að hægja á niðurbroti efn-
anna í lyfínu. Fleiri tegundir græmnmetis
hafa sömu áhrif og er nú verið að rann-
saka þessi mál af mikilli alvöru til að geta
notað þekkinguna í framtíðinni.
GSM hækkar
blóðþrýstingimi
Vart er hægt að teljast maður
með mönnum nú til dags
nema hafa GSM síma við
eyrað í tíma og ótíma „til að
vera í sambandi.“ En ákveðn-
ir ókostir fylgja þessu, fyrir
utan það að hafa aldrei frið.
Það hefur nefnilega sýnt sig
að notkun GSM síma hef-
ur þau áhrif að blóðþrýst-
ingurinn hækkar, ekki mik-
ið, en þó nóg til þess að þeir sem þegar
eru í áhættuhóp ættu að hugsa sig um.
Kannski er best að nota bara GSMS -
gamlan síma með snúru?
Nýmasteinar og kaffi
Læknar ráðleggja gjarnan fólki að drekka
mikinn vökva til að minnka áhættu af
nýrnasteinum. En nýjar rannsóknir segja
að vökvi eins og kaffi og léttvin hafí meiri
áhrif en aðrir vökvar. 81.093 konur voru
rannsakaðar og kom í ljós að þær sem
drukku daglega eitt glas af víni höfðu allt
að 59% minni líkur á því að fá nýrnar-
steina og þær sem drukku sama magn af
kaffi eða te minnkuðu áhættuna um 10%.
Ég rakst nýverið á skilgreiningu á því
hvað fjöllyndi er. Samkvæmt þessari skil-
greiningu felur fjöllyndi í sér tíð skyndi-
kynni og er talið frábrugðið „venjulegu
kynlífi" að því leyti að það byggi ekki á
vandlátu vali á rekkjunautum. Kynmökin
eiga sér stað án þess að ást eða vinátta
séu fyrir hendi og markmiðið kynferðis-
leg útrás og/eða jafnvel í sumum tilfellum
viðbót við „safnið“ eða „svörtu bókina“ en
ekki upphaf nýs sambands.
Astæður fjöllyndis eru sjálfsagt jafn
margar og fólkið sem stundar það. Sumir
eru kannski að Ieita að sjálfstrausti og kynferðislegri
reynslu meðan aðrir eru að uppgötva líkama og nautnir
annars fólks og þannig að fá útrás fyrir sterkar kynferðis-
legar þarfír sínar. Eins geta legið flóknar ástæður fyrir
fjöllyndi svo sem leit að ástúð sem fólki fínnst það kannski
hafa farið á mis við í æsku, ekki síst ef um sára og erfíða
reynslu er að ræða eins og til dæmis kynferðislega mis-
notkun. Vansælt fólk í leit að huggun er ekki líklegt til að
finna hana í samförum með stöðugt nýjum félögum og er
slíkt líklegra til að ýta undir vanlíðan en hitt , vegna sko-
rts á ást og umhyggju, sem ekki er líklegt að fólk upplifi
á slíku rölti milli rekkjunauta.
Tímabimdin árátta
Á síðustu áratugum hefur kynferðislegt fijálslyndi á Vest-
urlöndum færst mjög í vöxt. Ástæðurnar eru sjálfsagt
margar svo sem bættur aðgangur fólks að getnaðarvörn-
um og opinskárri umræðu um kynlíf jafnt í fjölmiðlum
KYIMLIF
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar
legu sjónarmiði virðist sektarkennd fólks minni en áður
var á svona hegðun, þó hræðsla manna við alnæmi á síð-
ustu árum hafi dregið úr eða haldið aftur af fólki.
Ungt fólk sem er að hefja sitt kynlíf er oft fjöllynt ein-
hvern tíma ævinnar, meðan það aflar sér kynferðislegrar
reynslu undir venjulegum kringumstæðum. Þegar fólk er
fullvaxta leitar það síðan í stöðugri og varanlegri sam-
bönd. Það er míkill minnihluti sem kýs að vera fjöllynt
allt sitt Iíf. Full ástæða er til þess að hvetja fólk sem
stundar skyndikynni til að nota smokk við samfarir.
Óttiirn við skuldbindmgar
Eigi sambönd að endast, kostar það töluverða vinnu af
beggja hálfu, umhyggju og virðingu lyrir kostum hvors
annars. Þeir sem velja það að stunda fjöllyndi til lang-
frama standa gjarnan ekki undir slíkum skuldbindingum,
annaðhvort vegna æsku, eða þess að þeir eru viðkvæmir
og auðsæranlegir og þar af leiðandi ekki tilbúnir í náin
andleg samskipti og svo eru að sjálfsögðu þeir sem þurfa
að sanna fyrir sjálfum sér hylli sína í ástum og þurfa því
á hverjum - sigrinum - af öðrum að halda. Fjöllyndi var
auðveldari kostur fyrir tíma alnæmis og mörgum þykir
það spennandi kostur enn í dag, en sá böggull fylgir þó
skammrifí, að með því er viðkomandi meðvitað eða
ómeðvitað að neita djúpum tilfinningum um að eiga þátt
í leiknum. Það, að stunda Qöllyndi, þarf engan að særa,
gangí báðir til leiks á sömu forsendum. Spurningin er
hinsvegar sú: Taka allir sem stunda íjöllyndi þátt í leikn-
um á sömu forsendum?
Halldóra Bjarnadóttir er hjúkrunatfræðingur og skrifar
fyrir Dag utn kynlíf.
Fjöllyndi
Full ástæða er til þess að hvetja fólk sem stundar
skyndikynni til að nota smokk við samfarir.
sem manna á milli. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á
hegðun fólks í kynlífi hafa líka Ieitt í ljós að frá siðferði-