Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 20

Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 20
\5L - Ö f I’ 1 «H W K I Ó V . V 1 H U V) 36- LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Í^IH- RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA Akureyrarbær Grunnskólar Akureyrar. Starfsmenn vantar í skólavistanir. Leitað er að fólki sem á auðvelt með að vinna með börn- um og getur starfað sjálfstætt. í Lundarskóla vantar starfsmann í stuðning við barn í skólavistun sem og í liðveislu utan skóla með sama barn. Upplýsingar veitir Anna Marfa Snorradóttir for- stöðumaður skólavistunar í síma 462-4888. í Oddeyrarskóla vantar starfsmann í u.þ.b. 40% starf eftir hádegi í skólavistun. Upplýsingar veitir Sigrún Gunnarsdóttir forstöðumað- ur skólavistunar í síma 462-4999. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geisla- götu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 1998. Starfsmannastjóri Byggingafulltrúi Húnaþing óskar eftir að ráða byggingafulltrúa. Starfsvið byggingafulltrúa er samkvæmt lögum og reglugerðum um bygginga- og skipulagsmál. Auk þess er hann forstöðumaður tæknideildar, hefur umsjón með fasteignum sveitarfélagsins og verkleg- um framkvæmdum í sveitarfélaginu. Umsækjandi þarf að uppfylla skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Húnaþing óskar eftir að ráða íþrótta- og tómstunda- fulltrúa. Iþrótta- og tómstundafulltrúi hefur yfirum- sjón með starfsemi íþrótta- og tómstundamálum á vegum sveitarstjórnar Húnaþings í samræmi við lög, reglugerðir, samþykktir, sett markmið sveitar- stjórnar og fjárhags-, framkvæmda- og greiðsluáætl- anir á hverjum tíma. Auk þess sinnir íþrótta- og tómstundafulltrúi ýmsum störfum fyrir Ungmenna- samband Vestur-Húnvetninga. Umsækjendur um ofangreind störf þurfa að geta hafið störf um næstu áramót. Upplýsingar um störfin veitir sveitarstjóri í síma 451 2353. Umsóknum skal skila á sveitarskrifstofu Húnaþings á Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga, eigi síðar en föstudaginn 27. nóvember 1998. Sveitarstjóri Leikskólakennarar/ VJjZZA Þroskaþjálfar óskast! Leikskólakennarar/Þroskaþjálfar óskast á leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Krummaskot er staðsett við Hrafnagilsskóla í 12 km. fjarlægt frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember og skal umsókn- um skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Lauga- landi, 601 Akureyri. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s. 463-1335 og hjá Önnu Gunnbjörnsdóttur, leikskólastjóra í vinnusíma 463-1231 og heimasíma 463-1160. Sveitastjórinn í Eyjafjarðarsveit. Menntamálaráðuneytið Deildarsérfræðingur Menntamálaráðuneytið óskar að ráða deildarsérfræð- ing í grunn- og leikskóladeild í fullt starf frá 1. janúar 1999. Leitað er eftir starfsmanni með háskólapróf, víðtæka þekkingu á skólakerfinu, einkum á málefnum leik- skóla og grunnskóla og reynslu af stjórnsýslustörfum. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Hrólfur Kjartansson deildar- stjóri grunn- og leikskóladeildar. Umsóknir ásamt greinargerð um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 9. nóvember 1998. Framkvæmdastjóri nýrrar miðstöðvar um símenntun Bændaskólinn á Hvanneyri, Fjölbrautaskóli Vestur- lands, Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi og Samvinnuháskólinn á Bifröst vinna nú að því að koma á fót miðstöð símenntunar ásamt fyrirtækjum og samtökum á Vesturlandi. Markaðssvæði Símenntunarmiðstöðvarinnar verður landið allt með Vesturland sem forgangssvæði. Staða framkvæmdastjóra þessarar nýju mið- stöðvar er laus til umsóknar. Starf framkvæmdastjóra verður í upphafi aðallega að móta stefnu, verkefni og skipulag hinnar nýju miðstöðvar í samráði við stjórn og bera ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun • Leiðtogahæfileikar • Þekking eða reynsla á sviði menntun ar/kennslu • Áhugi og þekking á þróunar- og markaðs starfi • Góð kunnátta í erlendum málum • Sveigjanleiki, frumkvæði og hæfni í samskiptum Miðstöðin á að taka til starfa 1. janúar nk. og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þá. Fyrst um sinn verður framkvæmdastjóri með starfs- aðstöðu í Borgarnesi. Upplýsingar um starfið veita Runólfur Ágústsson aðstoðarrektor í síma 435-0000 og Þórir Ólafsson skólameistari í síma 431-2544. Umsóknir skulu berast Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes fyrir 1. desember n.k. Frábært verkefni Viljum ráð dugmikið fólk til kynningar og sölu á nýrri bók, sem væntanlega mun slá öll met í sölu. Um er að ræða kvöld- og/eða helgarvinnu. Spenn- andi verkefni í vel skipulögðu sölukerfi. Reynsla ekki nauðsynleg. Bendum einni vönum bókasölumönnum á að kynna sér þetta verkefni. Upplýsingar í síma 561-0247 /á? eða 896-1216 mánudag og þriðjudag. IÐUNN Fjölbrautaskólinn við Ármúla Námsráðgjafi Námsráðgjafa vantar í fulla stöðu frá 1. janúar næstkomandi út skólaárið. Krafist er menntunar fyrir náms- og starfsráðgjafa. Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga námsráðgjafa við fjármálaráðu- neytið. Umsókn, ásamt aftirum prófskírteina, skal skila á skrifstofu skólans eigi síðar en 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á skrifstofu sinni eða í síma 581 4022. I Fjölbrautarskólanum viö Ármúla eru 800 nemendur og 60 aðrir starfsmenn. Skólinn er kjarnaskóli heilbrigðismanna á framhalds- skólastigi og hann er einnig kjarnaskóli í upplýsingatækni. Auk hefðbundins náms í dagskóla stendur skólinn fyrir fjölbreytilegri símenntun. Skólameistari !H Reykjavíkurborg fjárreiðudeild Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf í fjárreiðudeild. Meginverkefni eru: • Umsjón og framkvæmd álagningar fasteigna- gjalda og fasteignatengdra gjalda. • Ábyrgð og umsjón með álagningarskrá fast eigna í Reykjavík. • Samskipti og samvinna við: - Innheimtuaðila, - Fasteignamat ríkisins, - Byggingafulltrúa, - Sýslumannsembættið í Reykjavík, - Hagstofu fslands, - fasteignaeigendur í Reykjavík. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Háskólamenntun á viðskiptasviði eða sam bærileg menntun. • Góð tölvukunnátta. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Um er að ræða spennandi framtíðarstarf, sem umsækjandi hefur tækifæri til að móta og byggja upp. Verið er að setja upp nýtt álagningarkerfi fasteignagjalda og verður álagning ársins 1999 unn- in í hinu nýja kerfi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um hæfni, menntun og fyrri störf sendist fjárreiðudeild, Ráðhúsi Reykjavíkur merkt Önnu Skúladóttur fyrir 23. nóvember nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Skúladóttir, fjárreiðustjóri og Helga Jónsdóttir, borgarritari í síma 563 2000. Borgarstjórinn í Reykjavík Sjálfstætt fólk 18 ára alþjóðlegt heilsu- og snyrtivörufyrirtæki vantar sjálfstæða dreifingaraðila hér á landi sem og erlendis. Góð þjálfun og gífurlegir tekjumöguleikar. Viðtalspantanir í síma 552 5752. Sjúkraliðar Óskum að ráða sjúkraliða sem fyrst á hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbaravog, Stokkseyri. Lítil íbúð á staðnum á vægum kjörum. Frekari uppl. í símum 483 1310 og 483 1213.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.