Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 2 1. NÓVEMBER 199 8 - 23 Thypu- við The Van og í febrúar sama ár eignaðist ég mitt fyrsta barn. Þetta var tilfinningaþrunginn tími, stundum greip mig hræðsla um að allt myndi fara úrskeiðis og tilhugsunin um að einhvern tímann ætti ég eftir að deyja fylgdi mér mjög sterkt. Eg fór ég að rifja upp æsku mína og skrifa hjá mér minnispunkta um fjöl- margt sem tengdist henni. A skömmum tíma hlóðst upp mik- ill Iisti og ég hóf að skrifa sög- una mánuði eftir að sonur minn fæddist. Margt í Paddy Clarke er byggt á minningum um eigin æsku en hún er á engan hátt sjálfsævisaga." - Þú fékkst Booker verðlaunin fyrir bókina, skipti það þig miklu máli? „Ég gladdist þegar ég hreppti verðlaunin en þau skipta mig engu höfuðmáli. Kannski gladd- ist ég mest foreldra minna vegna því velgengni mín hefur verið þeim mikils virði. Satt best að segja finnst mér Konan sem gekk á hurðir mun betri bók en Paddy Clarke, en hún fékk eng- in verðlaun. En ef þú spyrðir mig hvaða atburðir hefðu skipt mig mestu máli á síðustu tíu árum þá myndi ég ekki nefna Booker verðlaunin." - Hvaða atburði myndirðu nefna? „Fæðingu barna rninna." - Þú ert orðinn frægur rithöf- undur, var það eitthvað sem þú bjóst við? „Ég bjóst aldrei við að verða frægur. Þegar ég var tilnefndur til Booker verðlaunanna fyrir þriðju skáldsögu mína The Van varð ég skyndilega allra eign. Mér var boðið á alls kyns opnan- ir ,og í fínustu boð sem haldin voru og stjórnmálamenn sóttust eftir að Iáta mynda sig með mér. Þegar þetta fár skall á litum við konan min hvort á annað og sögðum: „Þetta viljum við ekki." Við héldum okkur til hlés. Það var okkar val. Fjölmiðlafárið náði hámarki þegar ég hlaut Booker verðlaun- in. Það er ekki beint hægt að segja að ég hafi lokað mig inni eftir að ég hlaut þau en ég af- þakkaði öll boð. Það er ekki mikið sem hægt er að gera við frægðinni, en að vera dægur- stjarna snýst um val. Rithöfund- ur á ekki eins mikið undir um- Qöllun slúðurblaða og popp- stjarna og þegar ég eignaðist þriðja barnið fyrir níu mánuðum fann ég ekki fyrir brennandi löngun til að efna til blaða- mannafundar. Það að ég er í sviðsljósinu snertir ekki einungis mitt líf heldur einnig líf eigin- konu minna og þriggja barna. Það er mér mjög mikilvægt að börn mfn alist upp sem eðlilegar manneskjur. Þau sjá myndir af mér í blöðunum, og vita að ég er rithöfundur og ég hef sýnt þeim bækurnar sem ég hef tileinkað þeim. Ég vil ekki einangra þau algjörlega frá störfum mínum en ég vil ekki að þau verði að skrúf- um í vél minni. Ég átti mér aldrei það takmark að tilheyra þotuliðinu svo ég átti ekki í neinum vandræðum með að segja nei við gylliboðum." - En sumum veitist einmitt það erfitt. „Ef ég hefði hlotið frægð tíu árum fyrr þá hefði ég hugsan- lega Iátið til leiðast. Ef ég hefði verið ógiftur hefði ég kannski verið tilkippilegri. Ef ég hefði ekki eignast krakkana þá hefði ég kannski slegist í hópinn. Hver veit? En þegar frægðin kom heillaði hún mig ekki.“ Líf í fostum skorðum Sumir rithöfundar segja að það sé mjög einmanalegt og stundum beinlínis leiðinlegt að skrifa. „Mér leiðist það ekki en rit- höfundastarfið getur verið ein- manalegt, sérstaklega þegar maður vinnur að skáldsögu. Mér finnst mjög erfitt að tala um það sem ég er að skrifa og þegar ég reyni að skilgreina það lyrir öðr- um þá finnst mér um leið að ég sé að gera verkið litilfjörlegt, og sé eftir því að hafa minnst á það. Og þegar maður getur ekki talað um starf sitt þá er maður á viss- an hátt einangraður. En ég lifi reglubundnu lífi og skrifa heima, mili níu og fimm, frá mánudegi til föstudags. Líf mitt er í föstum skorðum. Eg hverf aldrei til eyðilandsins. Ég kæri mig ekki um það. Það dapurlega við örlög margra hinna miklu rithöfunda sjötta áratugarins er að þeir eyddu mestum tíma í að drekka og lifa samkvæmt ímynd sinni. Þeir voru drykkjumenn og létust allt of ungir, skemmdir á sál og líkama. Þeir skildu eftir sig mikilhæf verk en alltof fá. Suma daga gengur mér illa að skrifa. Á móti kemur að ég reyni ætíð að vera með tvö verk í tak- inu i einu. Þegar ég vinn að skáldsögu er ég venjulega einnig með kHkmyndahandrit í vinnslu. Og ef annað verkið gengur ekki vel sný ég mér að hinu. Ég hlusta mikið á tónlist meðan ég skrifa. Hún deyfir ut- anaðkomandi hljóð sem geta truflað mann en hún eyðir líka þögninni sem stundum getur orðið þrúgandi. Ég byrja oft að skrifa undir áhrifum frá taktin- um í tónlistinni sem ég hlusta á. Ég hlusta á tónlist sem ég veit að mun auka mér innblástur og líklegt er að persónurnar myndu hlusta á væru þær úr holdi og blóði. Nú er ég að vinna að skáldsögu sem gerist í Banda- ríkjunum seint á þriðja áratugn- um og í upphafi þess fjórða. Ég hlusta á Éouis Armstrong og Duke Ellington. Þegar ég vann að Paddy Clarke hlustaði ég mikið á sveitatónlist. Og þegar ég var að skrifa um Paulu hlust- aði ég á sveitalög sungin af kon- um, þau lög sem mér fannst lík- legt að kona eins og Paula myndi hlusta á. Ég var að ljúka við bók sem gerist á Irlandi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þegar ég vann við hana velti ég því fyrir mér hvernig tónlist per- sónurnar myndu hafa hlustað á. Á þessum tíma var plötuspilar- inn kominn til sögunnar og mér fannst líklegra að persónurnar hefðu fremur viljað hlusta á bandaríks sönglög en írska þjóð- lagatónlist og hlustaði því mikið á Stephen Foster." - Liturðu á þig sem írskan rit- höfund? „Einu skiptin sem ég velti þessari spurningu fyrir mér er þegar ég er spurður að henni. Ég er rithöfundur sem býr á ír- landi. Ég er Iri. En ég er ekki að gera tilraun til að fanga anda þjóðar minnar í verkum mínum. Það vill einfaldlega svo til að ég bý í Dublin og það hefur veitt mér innblástur.“ - Finnst þér viðtöl vera leiðin- legasti þáttur starfsins? „Nei, einfaldlega vegna þess að ég veiti þau mjög sjaldan. Öll viðtöl eru ólík en að lokum kem- ur að því að sömu spurninga er spurt. Þennan eina dag sem ég er á Islandi hitti ég marga fjöl- miðlamenn og á sennilega eftir að þreytast eftir því sem Iíða tek- ur á daginn. Þannig að seinni hluta þessa dags verður erfitt fyrir mig að svara með glöðu geði þeim spurningum sem ég hef nú auðveldlega svara.“ Gunnlaug Guðmundson stjörnuspeking þarf vart að kynna Islendingum. Hann hefur gefið út nokkuð margar bækur um stjörnuspeki og stundað fræðin í fjölda ára. Með sól f Krabba eða tungl 1 Tvíbura Það eralgengt aðfólk hafi áhuga á því hvemig það passar saman í leik, starfi og samböndum, eftir stjömumerkjum. í nýútkominni hók Gunnlaugs Guðmundssonar er leitast við að svara þeirri spum- ingu. Gunnlaugur Guðmundsson hefur um árabil rýnt í stjörnurnar og sagt fólki hvernig það er og með hvaða hætti það nær bestum árangri í lífi sínu samkvæmt því hvenær það er fætt. Hann hefur gefið út fjölda bóka og nú síðast bókina Ást og samskipti stjörnumerkjanna sem fjallar um það hvernig merkin eiga saman í vin- áttu, samstarfi, sambúð og ástalífi. „Ég hef stund- að stjörnuspeki í fjölda ára og á orðið gífurlegan fjölda stjörnukorta," segir Gunnlaugur, sem hefur yfir sér ofurlítið villt yfirbragð, klæddur í svört föt, með dökk stingandi augu og dökkt hár. Eiginlega vantar bara kuflinn og þá getur hann sem best átt heima á miðöldum innan um stjörnukíkja og alls- konar dularfullar krukkur. En Gunnlaugur segir vísindi sfn vera byggð á útreikingum og hreint ekki neitt kukl. „AHt sem ég geri er að reikna út af- stöðu plánetanna og út frá því get ég séð með sjö þáttum upplags fólks. En þetta er mjög vísindalegt og ekki að ástæðulausu að stjörnuspekin hefur lif- að svo lengi. Hún er einfaldlega byggð á því að at- huga náttúruna og umheiminn og vinna út frá því.“ Samræmi við náttúnina I fljótu bragði er ekki auðvelt að sjá samhengi stjörnuspeki og náttúrunnar en Gunnlagur bendir á að merkin byggi á árstíðunum og þeirri kenn- ingu að maðurinn sé hluti af náttúrunni. Fyrst kemur vorið og þar eru Hrútur, Naut og Tvíburi. Fyrsta merkið er Hrúturinn sem er ákafur og sprildandi af fijósemi og lífsgleði, síðan kemur Nautið, þegar vorið er orðið stöðugt og síðast Tví- burinn sem er merki breytinga, enda vorið að breytast í sumar. Næst koma sumarmerkin, Krabbinn sem er með sterkar tilhneigingar í þá átt að rækta, ala upp og hlúa að, merki fijósemi og gróanda. Þar á eftir kemur Ljónið, sem er stöðugt sumarmerki, enda í miðju sumrinu og er einkenni þess einlægni og litaskrúð. Meyjan fylgir svo á eft- ir, merki uppskeru, vinnusemi og þjónustulundar. I byrjun vetrar er Vogin, félagslynd, jákvæð og yfir- veguð, gefin fyrir liti og listir, enda vart að finna fallegri liti en, í haustinu. Á eftir henni kemur Sporðdrekinn með þörf fyrir einveru og pælingar, enda náttúran að „draga sig í hlé“ á tíma hans. Bogmaðurinn er á eftir Sporðdrekanum og hans sterkasta einkenni er að leita þekkingar og vilja ferðast. I síðasta fjórðungi eru Steingeitin, sem alltaf er að byggja upp og hefur sterka fullkomn- unar- og ábyrgðarkennd. Að henni lokinni kemur Vatnsberinn sem oft hefur verið kallað merki hugsunar og skjmsemi en um Ieið merki frelsis og hugsjóna. Síðastur í hringnum er Fiskurinn, mað- ur tilfinninga og ímyndunarafls. „En það má ekki gleyma því að þarna erum við bara að tala um sólarmerki,“ segir Gunnlaugur. „Hver maður hefur sitt sólarmerki en einnig hafa önnur merki áhrif, þannig að Steingeit er ekki bara Steingeit, heldur hefur hún kannski sterk áhrif frá Tvíbura sem gerir að verkum að fram- koma Steingeitarinnar verður örari og frjálslegri en annars. Því verður að reikna hvern mann út fyrir sig til að sjá nákvæmlega hvernig hann er.“ Gunnlaugur segir það áberandi hvernig merkin raðist saman í hópa. „Meirihluti sambanda virðist vera þannig að ákveðin merki laðast saman og er það tengt spennunni á milli þeirra. Til dæmis er spenna á milli Steingeitar, Krabba, Hrúts og Vogar og algengt að sjá hjónabönd þar sem þessi merki eru saman. Einnig Fisks, Tvíbura, Bogmanns og Meyju og svo Vatnsbera, Ljóns, Nauts og Sporð- dreka. I fljótu bragði mætti halda að sum þessara merkja gætu alls ekki átt saman, til dæmis Fiskur og Tvíburi, en þau dragast hvort að öðru.“ Kemur vel á vondan, hugsar blaðamaður sem veit um þrjú pör í nánasta fjölskylduumhverfi þar sem Fiskur og Tvíburi eru gift. -VS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.