Dagur - 21.11.1998, Side 8

Dagur - 21.11.1998, Side 8
24 - LAUGARDAGUR 21. NÓVEMRER 1998 Xkyptr LÍFIÐ í LANDINU ÖrlygiHnefli Jónssyni ermargt til lista lagt. Hann rekur lögfræði- stofu á Húsavík og starfrækirminkabú í Reykjohverfi þarsem hann erað endur- byggja gamolt hús sem Jyrst var reist í Flatey á Skjálfanda árið 1904. Örlygurlýsir hérá eftir glímunni viðgamla húsið sem gárungar nyrðra kalla „ Örlygsstaðabardaga á 20. öld. “ Við renndum með Orlygi fram í Reykjahverfi á dögunum, litum við í tveimur minkabúum þar sem hann er með ríflega 4000 minka í eldi og mun vera stærsta minkabú á Norðurlandi eystra. Einnig skoðuðum við með honum hús- ið Stekkjarholt sem á sér ugg- laust lengri og merkilegri sögu en flest önnur sumarhús á Is- landi. En hvenær byijaði þetta búskapar- og byggingavafstur héraðsdómslögmannsins? „Ég hafði stundað sjó- mennsku, m.a. verið skipstjóri á trillu og verið með útgerð. Þetta var í anda Brettinga og Utibæj- armanna í Flatey sem ég er kominn af. En ég hafði vanrækt bóndann í mér sem rekja má til þeirra Vaðbrekkumanna í Hrafn- kelsdal austur. Mitt búskapar- basl byrjaði eftir að ég flutti húsið mitt hingað í Reykja- hverfi. Sá góði maður og granni minn, Jón Frímann í Blá- hvammi, hringdi í mig og sagði að sér fyndist ófært að bóndinn í Stekkjarholti væri ekki með neinn búskap. Hann kvaðst hafa fundið í markaskránni mark sem afi minn, Sigurjón Jónasson frá Flatey átti, en það var alheilt síl- hamrað vinstra, sem sé úrvals skemmtileg mark. „Ég tek það,“ sagði ég. Einnig var Jón búinn að finna brennimarkið Svavar, sem er nafnið á móðurbróður mínum. „Eg tek það líka,“ sagði ég- Og þegar ég var þarna kominn með mark, þá vantaði mig auð- vitað bústofn til að setja mark mitt á, þannig að ég keypti þrjár kindur af Tryggva Óskarssyni á Þverá fyrir jólin 1995 og gaf sjálfum mér og sonum mínum, Gunnari Hnefli og Örlygi Hnefli í jólagjöf. Vorum við allir mjög þakklátir iyrir höfðingsskapinn og síðan höfum við verið sauð- fjárbændur." - Og svo fylgir loðdýrabúskap- urinn í kjölfarið eða hvað? „Já, sumarið 1996 ræddum við það ég og Þorgrímur Sig- urðsson, oddviti í Reykjahreppi, hvort ekki mætti nýta þessi hús að Skógahlíð og Stekkjarhoiti sem þá stóðu auð. Hreppurinn ákvað svo að vera ekki með en ég og Gunnar mágur minn Gunnarsson frá Dalvík ákváðum að Iáta slag standa og keyptum 500 danskar minkalæður frá Vopnafirði og 100 frá Hvann- eyri. Síðan hefur eldið gengið stór- áfallalaust og dýrin líta Ijómandi vel út. Við erum nú með yfir 4000 dýr og Björn Ófeigur Jóns- son hefur séð um þetta sem ráðsmaður enda natinn og lipur við dýr. En nú er komið að kaflaskipt- um í starfseminni og ég er að hugsa um að hætta, að minnsta kosti í bili. Ytri skilyrði eru ekld hagstæð vegna ástandsins í Rússlandi og Asíu, þannig að hugmyndin er að selja þetta í fullum rekstri og þá á góðu verði og leigja húsin, eða slátra. Hins- vegar er enn á skoðun þessi atvinnu- grein eigi fram- tíðina fyrir sér. Ég hef kynnst mörgum ágæt- um mönnum allt í kringum landið sem eru að gera góða hluti í loðdýra- rækt. Ytri skil- yrði eru óhag- stæð núna en það á eftir að breytast. Eg tel að stjórnvöld eigi að koma að málinu og hjálpa mönnum yfir þennan tímabundna hjalla, eins og reyndar þau hafa þegar gert og landbúnaðaráðherra kynnti á dögunum. Það eru yfir 100 manns sem stunda þessa at- vinnugrein og þá um 500 manns sem hafa af þessu framfæri og víða í veikum byggðum, þannig Feðgar á loftinu þarsem allt er með 9rjnmlu sniði og ryksugan lika. að ef stjórnvöld ætla að taka myndarlega á byggðamálunum, þá eiga þau að beita sér á þessu sviði. Það þyrfti líka að fá fegurstu konur heims, hér á Islandi, til þess að nota pels- inn meira. Ég full- yrði að engin flík geri þær glæsi- legri. Loðdýra- bændur vinna því göfugt starf.“ Húsið Húsið sem Ör- lygur Hnefill er að endurbyggja í Reykjahverfi á sér merka sögu sem hann rekur fyrir okkur: ,Árið 1904 hófu Örum og Wulff verslun- arrekstur í Flatey á Skjálf- anda, byggðu þar verslunar- hús og þetta hús var hluti af þeirri keðju. Þetta var jafnframt fyrsta verslunin í Flatey. Verslunarstjóri var ráðinn Jónas Jónsson Iangafi minn. I kringum 1918 eignast svo Guðjohnsensverslunin á Húsa- vík allar eignir Örum og Wulff og m.a. í Flatey og þá verður afi minni Sigurjón Jónasson, versl- unarstjóri þar. Síðar hefur Kaupfélag Þingeyinga verslunar- rekstur í Flatey og þar hófst hörð samkeppni eins og nú er á stærri mörkuðum og Guðmund- ur Jónasson, afabróðir minn, er verslunarstjóri KÞ, þannig að bræður börðust á þessum litla markaði. Nú, þar kom að Guðjohnsens- verslunin lagði upp Iaupana í Flatey og í framhaldi af því eign- aðist afi minn þetta hús í kring- um 1930 og var þá í útgerð á nokkuð stórum bátum. En vegna lélegra hafnarskilyrða flutti hann til Húsavíkur með fjölskylduna 1944 og þá var þetta hús tekið niður fjöl fyrir fjöl, flutt á bátnum Sævaldi yfir Skjálfandann og endureist hér fyrir neðan bakkann. Því var lít- ilsháttar breytt, sett á það port og var þá orðið mjög reisuleg verbúð. Síðan byggðust skúrar og verbúðir við húsið til beggja enda, Helgi Kristjánsson í ann- an enda og Sæborgar-menn í hinn og svo áfram. Þannig að þarna var komin löng og sam- felld bygging mismunandi skúra og var í rauninni stórkostlegur arkítektúr og sómdi sér vel þarna, ekki síður en gömlu bryggjuhúsin í Bergen, sem Norðmenn telja mikil menning- arverðmæti." - En hvenær kemur þú að þessu húsi? „Eg hafði alltaf gengið með þann draum í maganum að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.