Dagur - 31.12.1998, Side 4

Dagur - 31.12.1998, Side 4
20 - FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 19 9 8 rD^tr ÁRAMÓTAÁVARP MARGRET 'MANNS- DÓTTIR skrifar Það ár sem nú er að líða verður um margt minnisstætt í íslenskri stjórnmálasögu. Islendingar hafa um nokkurra ára skeið búið við svo kallað „góðæri“, sem hefur skipað okkur á bekk með þeim þjóðum í heiminum sem búa við mesta hagsæld. Þjóðartekjur hafa vaxið, kaupmáttur launa aukist, hagur fyrirtækja vænkast og svigrúm til framkvæmda er meira bæði á vegum hins opin- bera og einkaaðila. Þetta kemur m.a. fram í tíðum undirritunum samninga um væntanlegar framkvæmdir, vfgsl- um, borðaklippingum og skóflustungum sem fulltrúar rík- isstjórnarinnar hafa staðið fyrir að undanförnu. Eins gott að veð- urguðirnir hafa verið ríkisstjórn- inni hliðhollir á meðan á þessum gjörningum hefur staðið. Það er vonandi ráðherranna vegna að veðurblíðan standi fram á vor svo þeir og fylgdarlið þeirra geti lokið þessum verkum öllum fyrir kosningar, úr þvf að ekki vannst tími til þeirra fyrr á kjörtímabil- inu. Að eiga sinn hlut Stór hluti þjóðarinnar keppist við að eignast „sinn hlut“ í ríkis- bönkunum sem áður voru sam- eign okkar allra. Tilfinningin fyr- ir eigninni er líklega önnur þeg- ar menn hafa hana staðfesta með bréfi á eigin nafni, eða kvittun fyrir því að kennitala manns hafi keypt hlutabréf í samstarfi við aðra. Jafnvel þó kennitalan sé aðeins nokkurra daga eða mánaða gömul veitir það öryggistilfinningu að eiga bréf upp á eignarhlut í því sem áður var sameign okkar allra. Fréttir herma að kaupmenn hafi aldrei selt eins mikið og fyr- ir þessi jól. Þetta sýnir að það eru miklir peningar í umferð og atvinnuleysi er minna en þegar kreppti að í þjóðfélaginu. Það er vissulega ástæða til að gleðjast þegar vel gengur og fagna því að ísland skuli fá þá einkunn að vera meðal ríkustu og best settu þjóða heims. En á sama tíma vaxa skuldir heimilanna hröðum skrefum. Mitt í öllum fögnuðin- um koma fréttir sem ættu að fá okkur til að staldra við og spyrja hvort við séum á réttri leið. Hvort við höfum nýtt góðærið á réttan hátt og gengið veginn til góðs. Fyrir örfáum vikum mátti heyra og sjá í öllum Qölmiðlum landsins greint frá þeirri stað- reynd að u.þ.b. tíundi hver ís- lendingur búi við fátækt. Þessar upplýsingar komu fram á ráð- stefnu á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, fé- lagsvísindadeildar Háskólans og Rauða krossins. A ráðstefnunni voru kynntar óyggjandi niður- stöður rannsókna sem sýna að fátækt er raunveruiegt vandamál á Islandi. Þagað um fátæktina Þessar niðurstöður hljóta að koma á óvart og vekja athygli mitt í öllum gleðilátunum yfir hagsældinni, góðærinu og ríki- dæminu. Engu að síður minnist ég þess ekki að forsætisráðherra hafi rætt þessa staðreynd þegar hann flutti þingi og þjóð stefnu- ræðu ríkisstjórnar sinnar. Ef til vill vissi ráðherrann ekkert um málið þegar hann flutti stefnu- ræðuna. En það var heldur ekki tekið á þessari staðreynd við afgreiðslu fjárlaga nú skömmu fyrir jól. Á þeim tíma lá málið Ijóst fyrir og hvaða hópar það eru sem helst búa við fátækt í Iandinu, þ.e. ör- yrkjar, aldraðir, langveikir, at- vinnulausir og einstæðir foreldr- ar. I öllum tilvikum er um að ræða fólk sem hefur takmarkaða möguleika til að stunda vinnu og þarf því að treysta á almanna- tryggingakerfið. Tryggingakerfi sem ætti á tímum velsældar í landinu að tryggja þeim sem á þurfa að halda mannsæmandi kjör. Við afgreiðslu Ijárlaga gafst stjórnarliðinu tækifæri til að bæta þessa stöðu og rétta hlut þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það tækifæri var hins veg- ar ekki notað frekar en önnur tækifæri sem gefist hafa á kjör- tímabilinu. Þess í stað er slengt fram meðaltölum sem sýna að framlög til samtryggingarkerfis- ins hafi aukist og allt sé á leið til betri vegar. Fátækt sé afstæð og tölur segi ekki alla söguna. Með- altölin eru vafalaust rétt reikn- uð. En getur nokkur maður dregið í efa að einstaklingur sem hefur minna en 50 þúsund krón- ur á mánuði til að lifa af, búi við fátækt? Eða hjón með barn á framfæri með tekjur töluvert undir 100 þúsundum? Það segir sig sjálft að sá hópur fólks, u.þ.b. tíundi hver íslend- ingur, sem býr við þessi kjör eða verri, hefur í engu notið þess góðæris sem ráðamenn þjóðar- innar hreykja sér af. Það er ekki og hefur ekki verið ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar að bæta kjör þessa fólks. En um það snúast stjórnmál öðru frem- ur, þ.e. að forgangsraða verkefn- Aukin neysla vúnuefna Þau eru fleiri vandamálin sem ekki hefur verið tekið á en þarfn- ast skjótra úrlausna. Á síðustu árum hefur neysla hvers konar vímuefna farið vaxandi í þjóðfé- laginu, ekki síst meðal ungs fólks og jafnvel barna. Þetta er að verða eitt alvarlegasta félagslega vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Sænskur blaðamaður sem var staddur hér síðastliðinn vetur furðaði sig á umfangi þessa vandamáls hjá okkur. Hann taldi að Islendingar ættu góða mögu- leika á að taka á málinu vegna þess að \ið erum vel menntuð þjóð sem býr á eyju og ætti fjár- muni til að setja í forvarnir, eftir- lit, fræðslu og meðferðarúrræði. Glöggt er gests augað en þó ekki gleggra en þeirra fjölmörgu sem hafa um árabil bent á nauð- ’jigf n „Við afgreiðslu fjárlaga gafst stjórnarliðinu tækifæri til að bæta þessa stöðu og rétta hlut þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það tækifæri var hins vegar ekki notað frekar en önnur tækifæri sem gefist hafa á kjörtímabilinu syn þess að taka á vandanum. Stjórnvöld hafa hins vegar dreg- ið lappirnar. I dag bíða fjörmörg ungmenni og foreldrar eftir að- stoð. Vandinn er augljós og úr- ræðin eru þekkt. En það þarf að beita þeim að fullu ef árangur á að nást. Enn og aftur komum við að spurningunni um forgangs- röðun verkefna. Skarpari skil A síðustu árum hafa skilin hvað þetta varðar milli stjórnmála- flokkanna orðið skarpari. Ríkis- stjórnarflokkarnir hafa sótt til hægri að stefnu sérhyggju og sérhagsmuna sem í vaxandi mæli hafa einkennt öll hennar störf. Hún hefur ekki hikað við að brjóta eigin boðorð um óhefta samkeppni á öllum sviðum þegar hampa þarf sérhagsmununum. En hugtökin samhjálp ogjöfnuð- ur eru varla til í orðaforða stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins ræður rfkjum innan ríkisstjórn- arinnar og Framsóknartlokkur- inn hefur gert hana að sinni. Og því miður virðist að í krafti aug- lýsinga og áróðurs hafi stjórnar- herrunum tekist að vinna þessari stefnu mikils fylgis. Það er að verða algengara að fólk láti Sig afkomu annarra engu varða. Hver er sjálfum sér næstur. Þessari þróun verður að snúa við. Það er ekki sæmandi einni af ríkustu þjóðum heimsins að 10% þjóðarinnar búi við fátækt. Vegið að þegnréttiniun Nýlega féll dómur í Hæstarétti í svo kölluðu kvótamáli. Niður- staða dómsins er skýr. Núver- andi fyrirkomulag á úthlutun veiði- og aflaheimilda brýtur í bága við jafnræðisreglu og at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Lögin um stjórn fiskveiða hafa verið umdeild frá upphafi, sér- staklega sá hluti þeirra sem tek- ið er á í dómi Hæstaréttar. Við- brögð við niðurstöðu dómsins hafa verið mjög sterk hvort sem um er að ræða viðbrögð þeirra sem eru að verja hagsmuni sína og núverandi stjórnkerfi, eða þá mörgu sem hafa um árabil gagn- rýnt kerfið, og þá aðallega þau ákvæði Iaganna sem lúta að út- hlutun veiði- og aflaheimilda og leitt hafa til stórfelldrar eignatil- færslu. Þessi viðbrögð eru eðlileg. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð fulltrúa ríkisstjórn- arinnar, sem hafa farið offari í yfirlýsingum og fordæmingu á störfum og hæfni Hæstaréttar. Það er orðið ljóst að ríkis- stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi er til að viðhalda óbreyttu ástandi og þar með því óréttlæti sem í því felst burtséð frá dómi Hæstaréttar. Ríkis- stjórnin ætlar að berjast áfram fyrir forréttindum fyrir fáa út- valda þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að þessi forréttindi standist hvorki jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar né reglu hennar um atvinnufrelsi. Afram skal haldið á þeirri braut að færa eignir, fjár- magn og réttindi á fárra manna hendur og mismuna þegnum eftir eigin geðþótta. I stað þess að virða dóm Hæstaréttar og leita leiða til úrbóta, leiða sem sátt gæti náðst um, er reynt að lítilækka réttinn með útúrsnún- ingum og orðhengilshætti. Ráð- herrum hefur jafnvel dottið í hug að verja kerfið með þvf að breyta stjórnarskránni. Skerða þegnréttinn sem er ein af undir- stöðum þess lýðræðis sem við viljum húa við. Ef þessi ríkis- stjórn með sinn stóra og leiði- tama meirihluta á Alþingi fær stuðning kjósenda í vor verða ekki miklar breytingar á stjórn- kerfi fiskveiða og kvótamál verða áfram helsta bitbein þjóðarinnar. Verði áfram ófriður um stjórn fiskveiða mun það hafa alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð, ekki síst fyrir landsbyggðina sem byggir af- komu sína að mestu leyti á sjáv- arútvegi. Þeir 17 þingmenn stjórnar- flokkanna sem skrifuðu undir yf- irlýsingu þess efnis að kvótakerf- ið í fiskveiðum væri undirstaða byggðar í landinu ættu að hugsa til þess að aldrei hefur fólksflótti verið meiri úr sjávarbyggðum en einmitt á þeim tíma sem kvóta- kerfið hefur verið við lýði. Þing- mennirnir 17 ættu einnig að hugsa til þess að það er lítið samræmi í að tala um nauðsyn þess að styrkja byggð um landið og ákveða á sama tíma að allar meiri háttar framkvæmdir, t.d. á sviði stóriðju, fari fram í ná- grenni höfuðborgarinnar. Fái þeirra byggðastefna og ríkis- stjórnarinnar að ráða er ég ekki bjartsýn á að unnt verði að snúa byggðaþróuninni við á næstu árum. Umhverfis-, atvinnu- og byggðamál munu vega þungt í stefnu og samstarfi félagshyggju- flokkanna á komandi árum. Mikil vinna hefur verið lögð í það á undanförnum mánuðum að forgangsraða verkefnum í þessum þremur málaflokkum. Engu minni áhersla er lögð á að bæta kjör þeirra sem í dag búa við fátækt eða aðra erfiðleika sem gera þeim ókleift að taka á eðlilegan hátt þátt í samfélaginu. Réttlæti og jöfnuður eru kjörorð- in á komandi ári og árum. Að lokum óska ég Iandsmönn- um öllum gleðilegs árs með von um að á nýja árinu taki við ríkis- stjórn sem hefur jöfnuð og rétt- læti að leiðarljósi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.