Dagur - 31.12.1998, Síða 5

Dagur - 31.12.1998, Síða 5
 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 - 21 ÁRAMÓTAÁ VARP L Ytragóðæri Árið sem senn er á enda hefur á margan hátt verið okkur Islend- ingum gjöfult eins og reyndar nokkur undanfarin ár. Hér hefur ríkt umtalsvert góðæri hvað flest öll ytri skilyrði snertir. Aflabrögð hafa verið góð, verð á mörkuð- um hátt og þannig mætti áfram telja. Sitjandi ríkisstjórn hefur uppi tilburði til að eigna sér góðærið eins og gengur en stað- reyndir um ytri skilyrði tala sínu máli. Það sem snýr að núverandi ríkisstjórn er hins vegar sú mis- skipting góðærisins sem hvar- vetna blasir við í þjóðfélaginu. Þeir hópar sem veikast standa að vígi hafa tvímælalaust setið eftir. Kjör öryrkja og margra elli- lífeyrisþega hér á landi eru hrak- leg og smánarblettur á samfélag- inu. Sama má auðvitað segja um þá sem eru að reyna að draga fram lífið af atvinnuleysisbótum eða Iægstu launum. Sviptingar í stjómmáliun Tilraunum til samfylkingar á hinum svokallaða vinstrivæng eða félagshyggjuvæng íslenskra stjórnmála hafa fylgt mikil átök og niðurstaðan blasir við. Bæði Alþýðubandalagið og þó enn frekar Kvennalistinn liggja í valnum og aðeins hluti af virk- um meðlimum þessara flokka eru ennþá þátttakendur í sam- fylkingartilrauninni. I raun var þessi þróun að langmestu leyti fyrirsjáanleg enda mjög varað við því af hálfu fjölmargra bæði innan Alþýðubandalagsins og Kvennalista, þótt þau varnaðar- orð kæmu fyrir ekki. Vinstrilireyfmgm - grænt framboð Strax á síðastliðnu sumri varð ljóst að fjölmargir voru ósáttir við þróun mála og með haustinu varð ljóst að ný stjórnamála- hreyfing var að fæðast. Sú hreyf- ing hefur nú valið sér nafnið Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð og þegar sett sitt mark á stjórnmálabaráttuna. I byijun desember hélt hreyf- ingin glæsilega ráðstefnu í Reykjavík, þar sem um 200 manns hvaðanæva af landinu komu saman. Þyngdarpunktar í málefnaáherslum hinnar nýju grænu Vinstri hreyfingar verða tveir: Einbeitt vinstri stefna, stefna jafnaðar og jafnréttis annars vegar og umhverfisvernd hins vegar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar sér að fylla upp í það tómarúm sem breyt- ingar í íslenskum stjórnmálum hafa verið að skapa til vinstri og hefja umhverfismál til meiri vegs en áður hefur þekkst. Stefna hreyfingarinnar í utan- ríkismálum er afdráttarlaus. Þeir sem vilja varðveita sjálfstæði landsins og eru andvígir veru er- lends hers í landinu og aðild þess að hernaðarbandalögum eiga þar samleið. Um hvað verður kosið? Þeirri spurningu er gjarnan varpað fram í aðdraganda kosn- ,inga, um hvað verði kosið. I kosningum hljóta jafnan mörg mál að hafa áhrif, jafnt til- fallandi mál sem viðhorf fólks til grundvallar stefnumiða í stjórn- málum. Til að tíunda nokkur stórmál skal eftirfarandi nefnt: a) Byggðamál Nú stefnir í að árið sem senn er á enda, verði eitt versta ár hvað byggðaröskun snertir í manna minnum. Tölur benda til að eitthvað á þriðja þúsund manns muni flytja af lands- byggðinni. Krafa okkar sem að Vinstri hreyfingunni - grænu framboði stöndum, er sú að taf- arlaust verði gripið til víðtækra ráðstafana til að snúa þessari óheillaþróun við. Það er sameig- inlegt hagsmunamál allra Iands- manna hvar sem þeir búa, að þessi hrikalega röskun og sá geysilegi þjóðhagslegi fórnar- kostnaður sem henni er samfara verið stöðvuð. Grundvallaratriði í allri tillögugerð og aðgerðum að þessu leyti er jöfnun á að- stöðu. b) Atvinnumál Atvinnumálin verða að sjálf- sögðu einnig á dagskrá þó dregið hafi úr atvinnuleysi nú síðustu misserin. Nýfallinn dómur í kvótamálinu svokallaða býður upp á tækifæri til að stokka upp í sjávarútvegsmálum og er von- andi að stjórmálamenn beri gæfu til þess á næstu vikum að leita þar efnislegra lausna. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að velja þann kost að gera lág- marks breytingar til að sleppa fyrir horn hvað dóm Hæstaréttar snertir en öllum má ljóst vera að í því felst engin frambúðarlausn. í landbúnaði þarf sömuleiðis að taka til hendi, þar er nýliðun allt of hæg og kjör bænda, ekki síst sauöfjárbænda, algjörlega óviðunandi. Markvissar aðgerðir sem auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í greininni og nálgast lausn þessara mála út frá því að bændur og íjölskyldur þeirra sem ábúendur og vörslumenn landsins verði virkari þátttak- endur í endurheimt landsgæða þurfa að koma til. Einnig þarf að styðja með markvissum hætti við hvers kyns nýsköpun í at- vinnulífi til sveita þannig að treysta megi afkomu sveitafólks og grundvöll búsetu í sveitum. c) Umhverfismál Enginn vafi er á því að um- hverfismálin og spurningar um áframhaldandi stóriðjuuppbygg- ingu eða ný viðhorf í umhverfis- málum og umhverfisvernd verða fyrirferðarmildar í næstu kosn- ingum. Valið stendur um hvort áfram eigi að fylgja hinni blindu stóriðjustefnu núverandi og fyrr- verandi ríkisstjórnar eða hvort ný viðhorf í náttúruvernd eiga að ráða. Mikilvægt er að móta stefnu um nýtingu hálendisins og ljúka þeirri vinnu sem þar stendur yfir hvað skipulag snert- ir. I því sambandi er rétt að minna á tillögu þingflokks Oháðra undir forystu Hjörleifs Guttormssonar um að stofnaðir verði á miðhálendinu fjórir stór- ir þjóðgarðar með stærstu jökla landsins sem miðpunkta. Þessu tengist að brýnt er að endur- meta áherslur í orkumálum og móta hér nýja og sjálfbæra orku- stefnu þar sem horft er til fram- tíðar. d) Velferðarkerfið ogfélagsmál I næstu kosningum munu áfram takast á ólík grundvallar viðhorf hvað varðar uppbygg- ingu og starfrækslu velferðar- kerfisins, ekki síst fjármögnun þess og rekstrarform. Annars vegar eru einkavæðingaröflin á fullri ferð og horfa nú ekki síst til reksturs á sviði heilbrigðis- og menntamála sem næsta við- fangsefni í einkavæðingu eða svonefndri einkafjármögnun. Hins vegar þeir, og þar skipar Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð sér fremst í fylkingarbrjóst, sem hafna einkavæðingu og einkarekstri í velferðarþjónust- unni, vilja fjármagna velferðar- kerfið með sameiginlegum skatt- tekjum og tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins jafnan aðgang og jafnrétti í reynd hvað varðar þessa mikilvægu þjónustu. I þessu sambandi er rétt að nefna nýlega könnun sem BSRB lét gera sem sýndi svart á hvítu að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill hér öflugt félagslega rekið velferðarkerfi. e) Utanríkismál Utanríkismál munu verða á dagskrá, þar á meðal spurningin um tengsl okkar við Evrópusam- bandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð vill varðveita fullt og óskorað sjálfstæði Is- lendinga og forræði í eigin mál- um. Við höfnum aðild að Evr- ópusambandinu og viljum að samskiptin við Evrópusamband- ið verði þróuð í átt til einfaldari tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu. Ganga á til við- ræðna við Bandaríkjamenn um það með hvaða hætti megi haga brottflutningi hersins, samhliða eflingu atvinnulífs á Suðurnesj- um. Nú eru uppi vestanhafs ískyggilegar hugmyndir um að breyta hlutverki hernaðarbanda- Iagsins Nató og skilgreina það formlega sem alheimsbandalag. Inn í þetta koma hugmyndir Bandarfkjamanna um að Nató geti gripið til einhliða aðgerða án undangengins samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Þetta sýnir að ekki er síður ástæða nú heldur en áður fyrir friðelskandi smáþjóð eins og Is- lendinga að segja skilið við þetta hernaðarbandalag. Framtíðarhorfur og alda- hvörf Að sjálfsögðu verður einnig á komandi vori kosið um mismun- andi áherslur hvað varðar fram- tíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Þar takast einstaldingshyggjan og félagshyggjan á um spurning- una: hvernig samfélag? Við sem aðhyllumst vinstri stefnu og umhverfisvernd viljum sjá öflugt velferðarsamfélag samhjálpar og samábyrgðar, þar sem menn skipta kökunni sem jafnast og axla byrðarnar sam- eiginlega. Við viljum sjá öflugt velferðarkerfi fjármagnað af sameininlegum tekjum. Við vilj- um setja markaðsöflunum skorður og tryggja að mikilvæg markmið um vernd náttúru og umhverfis um jöfnuð milli þegn- anna án tillits til búsetu, kyn- ferðis o.s.frv. verði ekki fyrir borð borin. Við viljum að Island varðveiti sjálfstæði sitt og full- veldi. Á ýmsan hátt eru hér kjöraðstæður til að ná þessu fram. Ur skuggahliðum samfé- lagsins berast hins vegar einnig alvarleg skilaboð, aukið ofbeldi, vaxandi frkniefnanotkun, upp- lausn fjölskyldna og rótleysi í nútímanum og fjöreggið sjálft það er sjálfstæði þjóðarinnar, er einnig brothætt. Sú auðlind sem reynst hefur Islendingum mikil- vægari en nokkur önnur síðast- liðin rúm 50 ár er einmitt sjálf- stæðið því aldrei hefur þjóðinni vegnað betur en eftir hún tók eigin mál í sínar hendur. Á stjórnmálasviðinu er eðli- lega spáð í stjórnarmynstur að afloknum kosningum og ýmsir telja meira og minna frágengið að sama ríkisstjórn sitji áfram. Alltof snemmt er þó að slá því föstu. Ríkisstjórn án Sjálfstæðis- flokksins yrði væntanlega sam- steypustjórn Framsóknar, sam- fylkingarinnar svonefndu og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem yrði fulltrúi vinstri sjónarmiða og umhverfis- verndar og tryggði að ferskir vindar blésu í seglin. Sífellt fjölgar í hópi þeirra hagfræðinga sem telja alþjóða- væðingu hins kapítalíska fjár- magnskerfis á góðri leið með að tortíma því sjálfu. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld og yfirvöld efnahagsmála í einstökum þjóð- ríkjum standa uppi varnarlaus og vanmáttug gegn spekúlöntum og fjárglæframönnum sem gera út á skyndigróða og ofsagróða af fullkomnu miskunnarleysi. Að koma böndum á ófreskju hins alþjóðlega áhættufjármagns og glíma við hin stóru hnattrænu umhverfisvandamál verða við- fangsefni á komandi árum sem setja munu í æ ríkari mæli mark sitt á stjórnmálabaráttuna. Fram undan eru aldahvörf að okkar tímatali. Margt bendir til að nýfrjálshyggjan sem ráðandi hugmyndfræði sé að syngja sitt síðasta. Þess sér stað í ferskum vindum ýmissa vinstri samtaka og umhverfisverndarsamtaka sem hafa verið að sækja fram á sviði vestrænna stjórnmála víða á undanförnum misserum. Má í því sambandi nefnda stórsigur vinstri flokksins í Svíþjóð á síð- astliðnu hausti, árangur þýskra græningja sem nú eiga aðild að ríkisstjórn þar í landi í fyrsta sinn og sterka stöðu vinstri flokka í Frakklandi, á Italíu, Nýja-Sjálandi og víðar. Kjósend- ur þessara landa eru búnir að fá nóg af fijálshyggjunni hvort sem hægri menn eða kratar taka að sér að framkvæma hana og von- andi bætast sem flestir íslenskir í þeirra hóp næsta vor.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.