Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 18
34 - FIMMUDAGUR 31. DESEMBER 1998 Xfc^ui' Kaffæring á náttúru- perlum viðHágöngur ogfyrirhugaðar virkj- anaframkvæmdir norð- an Vatnajökuls hafa vakiðúpp óvenjumik- il tilfinningaviðbrögð hjá landsmönnum. Virkjanaframkvæmdir á hálend- inu s.l. sumar vöktu upp heitar tilfinningar og víðtæka andstöðu gegn því að stór svæði af ósnort- inni náttúru og margar nátt- úruperlur hálendisins verði kaf- færðar undir uppistöðulónum fyrir virkjanir. Náttúruverndar- samtök mótmæla af öllum kröft- um, flaggað var í hálfa stöng við Fögruhveri, listamenn hafa mánuðum saman lesið ættjarð- arljóð á Austurv'elli og nýjustu varðliðar hálendisins eru ungir heimspekinemar sem stóðu hungurvöku fram yfir jól. Fánifyrir hverjaþúsund Mikla athygli vakti Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur þegar hann flaggaði íslenska fánanum í hálfa stöng við Fögruhveri til að mótmæla því að þær gersemar og dýrmætt landssvæði á stærð við Mývatn Deilur risu um notkun Guðmundar Páls Oiafssonar á íslenska fánanum við Hágöngur. færi undir vatn í uppistöðulóni Hágöngumiðlunar. Þegar lög- regla var send á hæla Guðmundi til að Qarlægja fánann, til að hann færi ekki í vatn, hélt Guð- mundur aftur með 270 fána - einn íyrir hverja 1.000 íslend- inga - sem næstu dægur hurfu undir yfirborð ört vaxandi uppi- stöðulónsins. Tilræði við náttúruna... Um tilganginn sagði Guðmund- ur í viðtali við Dag: „Eg var að reyna að skrásetja þetta svæði með myndum, svæði sem þjóðin mun aldrei sjá aftur, og mót- mæla því siðleysi að Landsvirkj- un með Ieyfi stjórnvalda eyði- leggi þjóðargersemar". Virkjana- stefnu Landsvirkjunar kallar Guðmundur tilræði við íslenska náttúru. Hún byggðist á uppi- stöðulónum, á að færa fallvötn fram og til baka, breyta rennsli áa, breyta vistkerfum, sökkva gróðurlendi, trufla náttúrufar fljóta, strandsjávar við Island og allt mögulegt sem menn viti ekki um. Ættjarðarljóð á Austurvelli Stórir hópar fólks eru sama sinnis og reyna nú með öllum tiltækum ráðum að berjast gegn áformuðum virkjanafram- kvæmdum norðan Vatnajökuls, til orkuöflunar íyrir álver á Aust- urlandi. Skáld og Ieikarar hafa nú lesið ættjarðarljóð við styttu Jóns Sigurðssonar, einn dag í viku, allar götur síðan í júlí. Vilja þeir þannig leggja sitt af mörkum til vamar ósnortinni náttúru norðan Vatnajökuls og mótmæla því að gróðurvinjar og náttúruperlur hálendisins verði kaffærðar undir gríðarstórum uppistöðulónum fyrir virkjanir. Hungurvaka í Háskólanum Og enn bætist í hóp varðliða hálendisins. Heimspekinemarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Elín Agla Briem hófu tíu daga hungurvöku þann 17. desember. Grænmetisseyði verður þeirra jólamatur að þessu sinni. Segj- ast þær eindregið á móti virkj- anaframkvæmdum norðan Vatnajökuls. „Við vorum búnar að tala okkur heitar heima í stofu og urðum alltaf reiðari og reiðari þangað til við ákváðum að fara af stað. Og við eigum ekki annað en líkama okkar til að láta í Ijós hvað þetta er okkur mikils virði,“ sögðu þessir bar- áttumenn í viðtali við Dag. - HEl ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU Hnakkrifistum hálendismáfin Reifarakenndur kosningaslagnr Sjálfstæðisflokkurinn kom vel út í sveitar- stjómarkosningunum, en sigurReykjavíkur- listans þráttfyrir mál Hrannars ogHelga ýtti við Davíðforsætisráð- herra. RÚV átti undir höggaðsækja, en almenningurvar ósammála landsfóð- urnum. Sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí þóttu spennandi og þegar útslitin voru Ijós þótti tvennt standa uppúr; sigur Reykjavíkur- listans í höfuðborginni og góð útkoma Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Þegar búið var að greina úrslitin tók hins vegar við annað lífseigt umræðuefni; um- mæli Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra um hlutdræga kosn- ingaumijöllun fréttastofa RUV, þó sérstaklega útvarpsins, mest í tengslum við málefni Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörv- ar. Sigur Reykjavíkurlistans í borginni var sögulegur; aldrei áður höfðu vinstrimenn haldið borginni tvö tímabil. Listinn fékk 53,6% og átta fulltrúa kjörna, en Sjálfstæðisflokkur 42,5% og sjö kjörna. Annars staðar kom Sjálfstæðisflokkur- inn vel út og á stöku stað vegn- aði samfylkingaröflum ágætlega. Frekar R án Hraimars en D Kosningabaráttan var hefðbund- in Iengst af eða þar til tveir menn opnuðu heimasíðu á Net- inu með hörðum ásökunum í garð Hrannars og Helga vegna viðskiptaferils þeirra. Gögnum um þessi mál hafði verið dreift víða, en fjölmiðlar ekki séð ástæðu til að gera mikið úr efn- inu, þar til á lokaspretti barátt- unnar. Þrátt fýrir harðar ásakan- ír völdu óánægðir kjósendur fremur að strika þá félaga út en að kjósa hinn kostinn. I Degi sagði Sighvatur Björgvinsson: „Almennt tel ég að fólki ofbjóði bjóðendum með persónulegum þessi aðferð að ganga að fram- hætti kortéri fyrir kosningar." Þrátt fyrir ágæta útkomu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum brást Davíð hinn versti við úrslitunum og kenndi einkum um fréttaflutningi RÚV. Árni og Ingibjörg í Ráðhúsinu á kosninganóttina. 7.672 kjósendur Reykjavíkurlist- ans strikuðu út Hrannar eða 22%. 1.867 strikuðu út Helga eða 5,4%. Þrátt fyrir ágæta útkomu Sjálfstæðisflokksins brást Davíð hinn versti við úrslitunum í Reykjavík og kenndi einkum um fréttaflutningi RUV. I skoðana- könnun Hagvangs tók almenn- ingur ekki undir með Davíð eða öðrum sem gagnrýndu frétta- stofuna, svo sem prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni eða Sigurði Þ. Ragnarssyni fréttamanni. Spurt var: „Fannst þér fréttaflutningur Ríkisútvarps og Ríkissjónvarps af kosninga- málum og kosningaundirbúningi í heild áreiðanlegur?" Já sögðu 60,3% eða 86% þeirra sem af- stöðu tóku. Það breytti hihu ekki að eftir kosningar ákvað Hrannar að draga sig í hlé á meðan skattrannsókn færi fram í máli hans. Þeirri rannsókn er enn ólokið. Annar réttkjörinn borgarfulltrúi dró sig einnig í hlé; Inga Jóna Þórðardóttir tók við af Arna Sigfússyni sem odd- viti D-Iistans og axlaði hann þar með ábyrgð á ósigrinum. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.