Dagur - 31.12.1998, Page 24

Dagur - 31.12.1998, Page 24
t I 40 - FIMMUDAGUR 31. DESEMBER 1998 ÁRAMÓ TALÍFIÐ í LANDINU Helstu íþróttaafrek ársins Janúar Handknattleikur KA tók þátt í Meistaradeild Evrópu og lék í B-riðli ásamt Celje PL, Badel Zagreb og Generale Trieste. KA vann aðeins einn leik í keppninni, en það var heimaleikurinn gegn ítalska liðinu Trieste. Knattspyrna Islandsmótið í innanhúsknatt- spymu karla og kvenna fór ftam í Laugardalshöll og sigruðu Skagamenn í karlaflokki, en UBK í kvennaflokki. Skagamenn sigruðu Keflvík- inga 2-1 í úrslitaleik í karla- flokki, en UBK vann KR 2-1 í kvennaflokki. Sund ' Öm Amarson, SH, tók þátt í k heimsmeistaramótinu í sundi, sem fram fór í Perth í Ástralíu. Örn náði 20. sæti í 200 m baksundi og 33. sæti í 100 m baksundi. Skíðaíþróttir Kristinn Björnsson skíðakappi náði 4. sæti á sterku Evrópubik- armóti í svigi sem fram fór í SIóv- eníu. Kristinn náði 4. sætinu eft- ir besta tímann í seinni umferðinni. Kristinn hafði áður , tekið þátt í tveimur Evrópubikar- ^ mótum og náði hann 3. sæti í öðru mótinu. i Seinna í mánuðinum tók i Kristinn svo þótt í Ijórða 1 Evrópubikarmótinu, sem haldið * var í Austurríki og náði hann þar 1 1. sætinu. Þá var komið að fyrsta heims- bikarmóti ársins sem fram fór í Weysonnas, en Kristinn náði þar öðru sætinu og sannaði að , frábær árangur hans á fyrsta heimsbikarmótinu fyrir áramót var engin tilviljun. Sigríður Þorláksdóttir frá Isafirði og Theodóra Mathie- sen, KR, tóku þátt í alþjóðlegu svigmóti í Lambrecht og náði Sigríður öðru sæti í keppninni. Frjálsar íþróttir Um 1000 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalshöll til að fylgj- ast með Stórmóti IR. Tvær aðalgreinar mótsins voru þrí- þraut karla, þar sem fjórir sterk- ustu þríþrautarkappar heimsins, þeir Tomas Dvorak, Jón Arnar Magnússon, Cris Huffins og Robert Zmelik, voru meðal keppenda og stangarstökk kvenna, þar sem þær Daniela Bartova og Vala Flosadóttir háðu spennandi einvígi. Sigurvegari í þríþraut varð Tomas Dvorak með 2883 stig, 50 stigum meira en Jón Amar Magnússon, sem lenti í 2. sæti. I stangarstökkinu sigraði Dani- ela Bartova, stökk 4,20 m, eða sömu hæð og Vala Flosadóttir, sem lenti í 2. sæti, en Vala not- aði fleiri tilraunir. I lok mánaðarins setti Vala Flosadóttir nýtt Norðurlanda- met í stangarstökki innanhúss á móti í Gautaborg, er hún stökk yfir 4,26 m. Hún reyndi einnig við nýtt Evrópumet, en felldi naumlega 4,36 m. Febrúar Badminton Þau Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen urðu Islands- > meistarar í badminton. Broddi vann titilinn nú í 13. skipti. Örn Arnarson vann það frábæra afrek á Evrópumeistaramótinu að verða Evrópumeistari í200 m baksundi og var hann í mótslok valinn efnilegasti sundmaður Evrópu. Frjálsar íþróttir Vala Flosadóttir setti nýtt Is- lands- og Norðurlandamet í stangarstökki innahúss, er hún stökk yfir 4,35 m á móti í Er- furth í Þýskalandi. Með árangr- inum setti Vala einnig nýtt Evrópumet, sem stóð þó ekki nema í stutta stund, því Daniela Bartova gerði sér lítið fyrir og stökk yfir 4,41 m og setti þar með nýtt heimsmet. Heimsmet Bartovu var ekki nema nokkurra daga gamalt þeg- ar Vala Flosadóttir, bætti um betur og stökk yfir 4,42 m á móti í Bielefeld í Þýskalandi og setti þar með nýtt heimsmet. Hún lét ekki þar við sitja, því viku seinna bætti hún heims- metið þegar hún stökk yfir 4,44 m á opna sænska meistaramót- inu. Þórey Edda Elísdóttir, FH, tók einnig þátt í opna sænska meistaramótinu og lenti í 3. sæti, er hún stökk yfir 3,88 m. íslandsmótið innanhúss fór fram 7.-8. febrúar í Laugardal og náðist ágætis árangur á mótinu. Athyglisvert var hvað margir ungir og efnilegir fijálsíþrótta- menn voru að ná góðum árangri. Hápunktur mótsins var Is- landsmet Einars K. Hjartar- sonar í hástökki en hann stökk yfir 2,16 m. Jón Amar Magnús- son var sigursæll á mótinu og sigraði hann í fjórum greinum. Handknattleikur Valur varð bikarmeistari í karla- flokki þegar hann sigraði Fram 20-19 í úrslitum, eftir mikla spennu og framlengdan leik. Framarar lögðu fram kæru í þremur liðum eftir leikinn, þar sem þeir töldu að ekki hefði verið farið eftir settum reglum við framkvæmd hans. Urslit leiksins stóðu þó eftir meðferð fjölda íþróttadómstóla. I kvennaflokki varð Stjarnan bikarmeistari eftir hörku úr- slitaleik gegn Víkingi. Lokatölur urðu 28-26. Stjarnan varð deildarmeistari í 1. deild kvenna, hlaut 31 stig eftir keppnina, 6 stigum meira en Haukar sem urðu í 2. sæti. Skíðaíþróttir Átta Islendingar héldu til Nag- ano í Japan til þátttöku í vetrar- olympíuleikunum sem þar fóru fram. Islensku þátttakendurnir voru þau Theodóra Mathiesen, Brynja Þorsteinsdóttir, Sig- ríður Þorláksdóttir, Arnór Gunnarsson, Haukur Arnórs- son, Sveinn Brynjólfsson, Kristinn Björnsson og Jóhann H. Hafsteinsson. Árangur íslensku keppendanna var ekki góður á leikunum, en aðeins einn þeirra lauk keppni. Það var Sveinn Brynjólfsson frá Dalvík sem lauk keppni í svigi og lenti þar í 25. sæti af 31. Körfuknattleikur Grindvíkingar unnu bikarinn í karlaflokki þegar þeir sigruðu Isfirðinga í troðfullri Laugardals- höll með 24 stiga mun, 95-71. I kvennaflokki varð Keflavík bikarmeistari eftir 16 stiga sigur á ÍS, 70-54. Bikarmeistarar Grindvíkinga urðu deildarmeistarar DHL- deildarinnar. Þeir hlutu 34 stig eftir keppnina, 8 stigum meira en Haukar sem urðu í 2. sæti með 26 stig. Mars Frjálsar íþróttir Vala Flosadóttir náði 2. sæti á Evrópumeistaramótinu innan- húss, þegar hún stökk yfir 4,40 m í stangarstökkinu. Anzhela Balakhonova frá Ukraínu stökk 4,45 m og setti þar með nýtt heimsmet og bætti met Völu um 1 cm. Anzhela Balakhonova mætti síðan hingað til lands viku seinna og tók þátt í stökkmóti í Laugardalshöll. Þær Vala og Anzhela háðu þar einvígi og sigraði Vala með stökki yfir 4,36 m, en Anzhela stökk 4,31 m. Þær reyndu báðar við nýft heimsmet og tókst ekki að stökkva yfir 4,46 m að þessi sinni. Golf Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur frá Akranesi tók fyrstur Islendinga þátt í PGA-Evrópu- mótaröðinni, er hann keppti á móti í dAgadir í Marokkó. Birgi gekk ekki vel á mótinu og lenti hann í 68. sæti á 311 höggum. Fimleikar Þau Rúnar Alexandersson og Elva Rut Jónsdóttir urðu ís- landsmeistarar í fjölþraut á Islandsmótinu í fimleikum. Bæði sigruðu með nokkrum yfirburð- um og vörðu þar með titlana frá síðasta ári. Handknattleikur KA varð deildarmeistari Nissan- deildarinnar í handknattleik árið 1998. Fjögur lið, KA, Fram, FH, og Afturelding, urðu jöfn að stigum eftir keppnina, en KA hafði besta markahlutfallið og urðu því deildarmeistarar. Blak Þróttur, Reykjavík, varð Is- landsmeistari í blaki karla eftir sigur á Stjörnunni, í öllum þremur leikjum úrslitakeppninn- ar. Körfuknattleikur Keflavíkingar urðu Islands- meistarar í körfuknattleik kvenna eftir úrslitaviðureign við KR. Njarðvíkingar unnu Islands- meistaratitilinn í körfuknattleik karla í 10. skipti, eftir úrslitavið- ureign við KR-inga. Apríl Skíðaíþróttir Sigríður Þorláksdóttir varð þrefaldur Islandsmeistari á skíðalandsmótinu sem fram fór í Hlíðarfjalli. Hún sigraði í svigi, stórsvigi og Alpatvíkeppni. Kristinn Björnsson sigraði í svigi og Alpatvíkeppni, en Dal- víkingurinn ungi Björgvin Björgvinsson sigraði í risasvigi. I risasvigi kvenna sigraði Brynja Þorsteinsdóttir, en Haukur Amórsson í stórsvigi karla. Blak Víkitlgur varð íslandsmeistari, í kvennaflokki eftir úrslitakeppni gegn Þrótti frá Neskaupstað. Fimleikar Elva Rut Jónsdóttir varð Norð- urlandameistari á jafnvægisslá á Norðurlandamótinu sem fram fór í Osló. Þetta mun í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi verður Norðurlandameistari í fimleikum kvenna. Handknattleikur Eftir úrslitakeppnina um Is- landsmeistaratitilinn í karla- flokki unnu Valsmenn Islands- meistaratitilinn í 20. skipti og nú eftir lokaviðureign við Fram, eins og í bikarkeppninni. KA og Valur tóku þátt í Meistarakeppni Norðurlanda og lenti KA í 5. sæti keppninnar, en Valur í því 8. I kvennaflokki varð Stjaman Islandsmeistari, eftir mjög spennandi lokakeppni gegn Haukum. Stjarnan vann þar með fullt hús titla á leiktímabilinu. Íshokkí Skautafélag Akureyrar tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í íshokkí eftir tvo sigra á sameinuðu liði Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur, sem Iéku undir merkjum IBR. Körfuknattleikur Þau Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík, og Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, voru valin Ieikmenn ársins á lokahófi KKI, en Orlygur Sturluson, Njarðvík, og Sólveig Gunn- laugsdóttir, Grindavík, voru valin efnilegust. Júdó Vernharð Þorleifsson, KA, varð sigurvegari í opnum flokki á bikarmóti Júdósambands íslands sem fram fór á Akureyri. Höskuldur Einarsson, Armanni, sigraði í -60 kg flokki, Brynjar Ásgeirsson, KA, í -66 kg flokki, Sævar Sigursteinsson, KA, í - 73 kg flokki, Bjarni Skúlason, Selfossi, í -81 kg, flokki, Þor- valdur Blöndal, Ármanni í -90 kg flokki, Vernharð Þorleifsson, KA, í -100 kg fjokki og Gísli Jón Magnússon, Ármanni, í +100 kg flokki. I kvennaflokki sigraði Birna Baldursdóttir, KA, í -66 kg flokki og Gígja Gunnarsdóttir, KA í +66 kg. flokki. Maí Handknattleikur Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörn- unni, og Oleg Titov, Fram, voru valin bestu leikmenn ársins í lokahófi handknattleiksmanna. Suk Hyung Lee, FH, og Vaiva Drilingata, FH, voru valin bestu markverðirnir, þau Herdís Sigurbergsdóttir og Oleg Titov, bestu varnarmennirnir, Jón Vaia Flosadóttir bætti heimsmetið í stangarstökki þegar hún stökk yfir 4,44 m á opna sænska meistaramótinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.