Dagur - 23.01.1999, Síða 10
26 - LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
ro^tr
LÍFIÐ í LANDINU
Hið nýja Frakkland sýnt sem kona með annað brjóst sitt bert, tilbúin að hafa þjóðina á brjósti, næra hana og efla til
dáða. Myndin heitir „Frelsið leiðir fólkið “ til sigurs árið 1830.
Brjóst eru svo sjálf-
sagðurhluti aflífi
hverrarkonu aðfæstir
velta þeim nokkum
tímannfyrir sér. Brjóst
hafa þó verið háð
tískusveiflum og mis-
munandi viðhorfum
gegnum aldimar. Þau
hafa veriðfordæmd,
dýrkuð og dáð.
Þeir eru fáir sem velta því fyrir
sér en engu að síður er það stað-
reynd að bijóst hafa haft úrslita-
þýðingu fyrir afkomu og lífs-
möguleika mannsins gegnum
aldirnar. Ungabörn nærðust á
móðurmjólkinni og fengu
þannig næringu og vörn gegn
sjúkdómum. Það var ekki fyrr en
í byrjun 19. aldarinnar sem
ungabörn gátu farið að drekka
aðra mjólk vegna gerilsneyðing-
arinnar. Þegar sagan er skoðuð
má alls staðar sjá merki þess hve
bijóstin hafa verið þýðingarmik-
il. I Rússlandi, á Spáni og í Mið-
Evrópu hafa fornleifafræðingar
til dæmis fundið mannamyndir
úr steini, beini og leir frá 23
þúsund árum fyrir krist. Þessar
mannamyndir eru með stór
bijóst og það er engin tilviljun.
Reðurmn komst í sviðsljósið
I nýrri bók, Saga bijóstanna eftir
Marilyn Yalom, sem um þessar
mundir kemur út á hinum
Norðurlöndunum, segir að
kvenmannsbijóstið hafi verið
dýrkað og elskað af þjóðunum
kringum Miðjarðarhafið öldum
saman og þar hafi verið talið að
móðurmjólkin gerði menn
ódauðlega. Þýðing brjóstanna og
staða þeirra í þjóðfélaginu end-
urspeglast í myndum hvers tíma.
A bronsöld voru gerðar gyðju-
myndir úr glansandi marmara í
eðlilegum stærðarhlutföllum af
konum með ber, stór brjóst. Á
Krít sýndu freskur líf kvenna og
blót kvenprestanna en styttur og
myndir frá þessum tíma segja þó
ekki mikið til um það hvernig
konurnar höfðu það, hvort þær
myndir af skjaldmeyjunum sem
merki um hina eilífu baráttu
milli kynjanna og ótta karla við
frjálsar og sjálfstæðar konur.
Ógnun við andlega
fuUkomnun
Með kristninni fengu brjóstin
nýtt hlutverk. Samkvæmt Gamla
testamentinu átti karlmaðurinn
að njóta bijósta konu sinnar til
að auka kynorku sína. Snemma
fóru þó guðfræðingar og prestar
að líta á líkama konunnar sem
ógnun við andlega fullkomnun.
Konan dró athyglina frá guði og
lokkaði karlmanninn til að
syndga. Þessi viðhorf eru eins og
rauður þráður gegnum söguna.
Brjóstin voru orðin hættuleg.
til dæmis gengu um berbrjósta
eða ekki.
Á tímabilinu frá 600 til 300
fyrir Krist var bijóstum ýtt til
hliðar og reður karlmannsins
komst í sviðsljósið. Styttur frá
þessum tíma sýna gyðjur sem
hylja annað bijóst sitt eða bæði.
Konurnar í Aþenu á
þessum tíma áttu
heldur ekki
auðvelt líf.
Stúlkur
þurftu oftast
að hylja líkama
sinn
ekki
og
að
gangast
drengi. Ung-
ar voru þær
gefnar að
heiman og
oftsinnis
voru þær
giftar helm-
ingi eldri
mönnum. Á
þessum tíma
virðast konurnar
stundum hafa þurft að
hylja brjóst sfn og stund-
um ekki. I Aþenu var yf-
irstéttarhóra dæmd til
dauða fyrir guðlast en
var látin laus þegar
hún sýndi dómurun-
um brjóst sín - þeir
urðu svo ánægðir við „þessa
stórkostlegu sýn“.
Hinar herskáu skjaldmeyjar
eiga sér sinn stað í sögu brjóst-
anna en þær eru fyrst nefndar
til sögunnar um 700 fyrir krist.
Sagan segir að þær hafi skorið af
sér annað bijóstið til að geta
betur spennt boga. Sagt er að
þær hafi forðast að giftast en
Iátið ókunnuga menn geta með
sér börn og svo
hafi þær gert
drengina að
þrælum
eða rekið
á brott.
Litið
er á
Á fimmta áratugnum áttu konurnar að vera eins og tímaglös í laginu og-
brjóstin áttu að vera risastór. Marilyn Monroe og Sophia Loren voru í tísku.
Þær léku hlutverk lágstéttarkvenna í samræmi við lostafullt útlitið meðan
flatbrjósta leikkonur á borð við Katharine Hepburn léku yfirstéttarkonur í
kvikmyndum þess tíma.
Þegar miklar kröfur voru gerðar til
kvenna vegna brjóstanna fenguyfir-
stéttarfrúr aðrar konur til að hafa
börnin á brjósti.
Á miðöldum fóru konur að
klæða sig í síða kyrtla og á
myndum voru þær flatbrjósta.
Aðeins syndarar voru málaðir
berbijósta og á sumum þeirra
hafa brjóstin verið lemstruð.
Þau viðhorf urðu ríkjandi að
konan ætti að vera hlýðin og
vera með barn á brjósti eða fá
aðra konu til að vera með barnið
á brjósti f sinn stað. Brjósta-
mjólkin var talin góð fyrir þroska
barnsins og auka hæfileika þess
til að læra. Á 12. öld fór þetta
þó að breytast og brjóstunum
fór að tengjast meiri rómantík
og smám saman erótíkin inn í
myndina.
í dag er í tísku að vera með stór
brjóst og þá grípa konur gjarnan til
sílíkonsins. Ekta brjóst eða ekki?
Það veit enginn nema konan sjálf.
Skorin með Tinífnm
Á 14. öld komust flegnir kjólar í
tísku á Italíu og konurnar fóru
að leggja allt kapp á að vera með
ung og þrýstin brjóst. Til að fá
falleg brjóst voru börnin send
burt strax eftir skírnina og voru
þau á brjósti hjá annarri konu í
allt að tveimur árum. Hinir
flegnu kjólar ollu hneykslun en
karlarnir voru ánægðir. Með
endurreisninni fóru ríkir menn
og konungar að dásama bijóst í
ljóðum og listum meðan brjóstin
voru þrengd inn í lífstykki sem
ollu konunum kvölum, beinbrot-
um og innhverfum vörtum.
Karlarnir voru ánægðir en þó
var grunnt á óttanum - konurnar
tæla og æsa karlana upp með
brjóstunum. I leikritum Shake-
speares voru brjóstin stungin
með hnífum og þau slitin í
sundur. I galdraofsóknunum á
17. öld voru brjóstin jafnvel
skorin. Skömmu síðar var í
fyrsta skipti farið að mála stór
brjóst af mæðrum með barn á
bijósti í eðlilegu umhverfi.
Á Vesturlöndum hafa bijóstin
verið sá líkamshluti sem hefur
þótt hvað erótískastur en í öðrum
Iöndum hafa aðrir líkamshlutar
fengið meiri þýðingu, til dæmis
rassinn í Afríku og litlir fætur í
Kína. Á þriðja áratugnum áttu
konur á Vesturlöndum að vera
með flöt og lítil bijóst og þá not-
uðu þær sérstaka bijóstahaldara
til að þau sýndust minni. Á
fimmta áratugnum áttu konur að
vera eins og tímaglös í laginu og
bijóstin risastór. Marilyn Monroe
og Sophia Loren voru í tísku. Þær
fengu hlutverk lágstéttarkvenna í
samræmi við Iostafullt útlit sitt
meðan leikkonur með minni
bijóst, eins og til dæmis Audrey
Hepbum og Katharine Hepbum,
léku yfirstéttarkonur.
Á ámnum 1960-1970 áttu
bijóstin að vera eðlileg og þá fóm
konur jafnvel að sýna sig ber-
bijósta en á ámnum 1980-1998
komust stór bijóst aftur í tísku og
þannig er það enn þann dag í
dag. Flestar kvikmyndaleikkonur
hafa stór bijóst eða sílíkonbijóst
og ímynd margra þeirra gengur út
á stóru bijóstin, til dæmis
Madonnu og Pamelu Anderson
sem allir þekkja. Sílíkonbijóst
verða sífellt algengari og alls stað-
ar sjást konur berbijósta. En hvað
er sílíkon og hvað eðlilegt? Því er
ekki auðvelt að svara.
Þýtt og staðfært úr Aftonhladet.