Dagur - 23.01.1999, Side 13

Dagur - 23.01.1999, Side 13
I LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 29 Sá er þetta ritar getur víst trauðla talist matgæðingur - í mesta Iagi sæmilegur klár ef við höldum okkur við hestalíkingar. Atið fór fram engu að síður og upplifunin... Hangikjöt, steik og saltkjöt Norðlenskt hangikjöt þarf ekki að kynna eða útskýra. Kartöflu- salatið sem fylgdi með reyndist ágætt með hangikjötinu og reyndar steikinni einnig, þó fæstir bragðenda væru því vanir að snæða kartöflusalat með hangikjötinu. I alvöru þorraveislu á auðvitað að vera kartöflustappa og rófustappa með. Sjálfur hef ég ekki vanist því að venjuleg Iambasteik í rúll- um fylgi með þorrabakkanum. En hvað er svosem íslenskara en venjulegt Iambakjöt? Sama má reyndar segja um niðursneitt saltkjöt en það á auðvitað vel heima í þessum félagsskap. Hrossabjúgu Sperðlar eru gamall og góður ís- lenskur matur og á þorrabakka Bautabúrsins fylgdu hrossa- bjúgu, óvenjuleg að því leyti að kjötið er notað heilt, en ekki hakkað eins og í „bjúgunum sem við fáum úti í búð“. Ágætis til- breyting á bakkann. Hardfiskurinn Langoftast ýsa sögðu þeir Örn Óskarsson rekstrarstjóri og Sæv- ar Hallgrímsson framleiðslu- stjóri í Bautabúrinu. Um harð- fiskinn þarf svosem ekki að íjöl- yrða, með vænum bita af smjöri getur vel verkaður harðfiskur breytt lífi manns. Hákarliun Það er ekki nema rúmt ár síðan mér tókst í fyrsta skipti að borða hákarl. Áður hafði ég reynt að sporðrenna bita og passað uppá að sem stystan tíma tæki að koma honum ofan í maga, þannig að ekkert bragð yrði eftir munninum. En þrátt fyrir staup af köldu brennivíni í beinu framhaldi, jafnvel tvö eða þrjú, tókst mér aldrei að halda há- karlinum niðri. Sökin var kannski aldrei hákarlsins, heldur brennivínsins. Það var svo á Þorláksmessu 1997 sem ég lét til leiðast að smakka skötu (sem hafði verið undir sömu sök seld og hákarl- inn). Smökkunin varð að heilli máltíð, vel útilátinni, og hákarl- inn í skál á borðinu æpti á mig: „Ég líka, ég Iíka!“ Ég gaf eftir, smakkaði og borðaði. Ög þegar allt kemur til alls er hákarlinn bara skrambi fínn ... í hófi. Súrmaturinn Sá súrmatur sem ég vandist heima í sveitinni var yfirleitt bragðsterkari en sá súrmatur sem á boðstólum er í búðum nú til dags. Það kom enda á daginn þegar ég tók til við að borða sviða- sultuna, svínasultuna, hrútspung- ana, lundabaggana og bringukoll- ana að bragðið minnti mig eigin- lega lítið á súrmatinn hjá mömmu. „Þetta er svona léttsýrt," sagði einn á ritstjóm og bætti við: „... og nánast svalandi." Eitthvað fannst mér þó vanta til að fullkomna máltíðina. Já, sviðin auðvitað og slátrið. Slátursins saknaði ég að vísu ekkert sérstaklega mikið því það er alltaf betra nýtt með hafragraut, heldur en súrt. En sviðin eru ómissandi. Þau þykja hinsvegar heldur fy'rirferðarmikil til að hafa á hefðbundnum þorrablótum. Ruslið sem fylgir þeim er of mikið. -HI Undur oq stnrmerkí... 4 FYRSTUR MEO FRETTIRNAR GAFFALVOG 9 af hverjum 10 á íslandi! Gaffalvogirnar frá PÓLS eru sérhannaðar til þess að vigta kör og bretti. Þær eru sérstaklega handhægar og því engin tilviljun að þær eru ráðandi á markaðinum, jafnt nú sem endranær. Hagstœtt verð • Vatnsþétt IP 67 • Ryðfrítt stál •#* Sölu og þjónustuaðili: tTAffofr Eltak hf. Síðumúla 13 #108 Reykjavík - vogir eru okkar fag - Sími 588 2122 • FaX 588 9839 Póls, markaðsdeild • Ármúla 36, Reykjavík • Sími 588 5115, fax 588 5116 Póls • Sindragötu 10, ísafirði • Sími 456 4400, fax 456 4591 " 1L °0 UMHVERFISSTJÓRNUN MEÐ AHtHSI.0 A RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM MIÐVIKUDAGINN 27. JANÚAR 1999 13:00-13:30 Skráning 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður 13:40-13:50 Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:50-14:10 Alþjóðleg samvinna f loftslagsmálum; Hvað er framundan? Við hverju er að búast?: Þórir Ibsen, auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 14:10-15:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun fyrirtækja í flutningum og samgöngum: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, umhverfisdeild Deloitte & Touche, Kaupmannahöfn 15:00-15:20 Kaffi 15:20-16:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun, framhald: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen 16:00-16:10 Umhverfisstefna samgönguráðuneytisins: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri 16:10-16:30 Fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður * Græn reikningsskil snúast um markmið, mælingar og árangur í umhverfismálum. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskil leiða afsér markaðslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem ná forskoti á þessu sviði. i SKRÁNING I sima SS1 1730. þátttökugjald er 5000 kr. Markmið: Fyrirtæki í sátt við umhverfið Hráefni FYRIRTÆKI / FRAMKVÆMD Deloitte & Touche DAGSKRA i I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.