Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGVR 13. FEBRÚAR 1999 SD&gptr LÍFIÐ í LANDINU I heimi ríkra Þegar maður er ungur er ævintýraþráin gjaman í ríflegu lagi og því ekki það? Það geturverið þroskandi og skemmtilegt aðfara úrsínu hefðbundna umhverfi til að takast á við nýjaraðstæðurí fjarlægu landi. Ind- land, Afríka, Mið- og Suður-Ameríka. Ungir íslendingar segja hér frá reynslu sinni sem sjálfboðaliðar ífjar- lægum heimsálfum. Beljumar deyja af plastpokaáti „Að morgni 21. júlí steig ég fæti í Nýju Delhi í 47 stiga hita, 100% raka og ég hélt að ég myndi hrynja niður. Ekki nóg með hitann, loftið var þrungið lyktum, af öllu sem hugsast gat; sorplykt, svitalykt, hvítlaukslykt, blómalykt og kryddlykt. Allt var pakkað af fólki, eins og á 17. júní kl. 15, beljur út um allt og ég sem hélt að það væri grín, þær átu plastpoka og annað lauslegt rusl (10.000 beljur deyja daglega útaf plastpokaáti). Einhvers konar þriggja hjóla skrímsli fóru þjótandi um allt, flautandi á allt og alla, þetta áttu að vera leigubílar. Konurnar voru vafðar inn í fimm og hálfs metra efnisbúta og mennirnir voru í pilsum. Þetta er Indland, alltaf ys og þys og aldrei mfnútu þögn, bara það eitt að fylgjast með götulífinu er hin mesta skemmtun. Eftir sjokkið sem ég fékk þeg- ar ég lenti, þá byrjaði ég strax að vinna við að kenna blindum stelpum að prjóna, svo flutti ég í indverskt sveitaþorp í smá tíma. A endanum var ég stödd nauða- sköllótt í tíbesku munkaklaustri og allt í einu hafði ég eignast 4.000 bræður sem pössuðu hvert skref sem ég tók, það var kyrjað og beðið allan daginn. Otrúlegustu hlutir gerast á Ind- landi og hver dagur er skemmt- un. Ég man eftir þegar ég flutti í smáþorpið og átti að kenna ensku í tvær vikur, húsið sem ég bjó í var ekki uppá marga fiska. Fyrir utan að termrtar voru að naga það í sundur, þá bjó snákur á útikamrinum, mýs höfðu her- tekið eldhúsið, froskar komu daglega í heimsókn og svo auð- vitað voru eðlur, kakkalakkar og önnur smákvikindi, vont en það venst. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fékk ágæta matarlyst eftir að hann var kominn yfir erfiðasta hjallann í Ghana. Bant djðfulsins fældi andana burt Fólkið í þorpinu var einstak- lega trúað og hugmyndaríkt. Þau gáfu mér hvoíp svo mér leiddist ekki, daglega var bank- að uppá til þess að gefa mér eitthvað, ferska búffaló mjólk, brauð eða hvað sem þeim datt í hug. Svo var það einn dag- inn að bankið kom óvenjulega snemma. Hvern andskotann vilja þau núna, hugsaði ég enda hálf þreytt á að vera vakin á ótrúlegustu tímum. Úti stóð kona með ein- hvers konar Iíkneski á hausnum, lítið barn og tromm- ur. Hún byrjaði að dansa í kringum mig, syngj- andi eitthvað og lætin voru ótrúleg, þorpsfólkið fylgist grannt með. Kona sem ég bjó hjá sagði mér að gefa henni „Á endanum varég stödd nauðasköllótt í smá pening og þá myndi hún fara svo það gerði ég og hún hvarf. Seinna komst ég að því að þetta var barn djöfuls að fæla burt alla illa anda sem hefðu hugsanlega komið með mér. Svo er Indland fallegt og furðulegt, land sem maður fer aldrei frá ekki líður dagur að hugsa ekki Indlands. og sá ég til Ég tíbesku munkaklaustrí }luB*a unj >að hvað munkarnir og allt í einu hafði ég eignast 4.000 bræður sempössuðu hvert skrefsem ég tók. “ mínir séu að gera eða bara um veðrið. Eitt ár er eitthvað sem ekki er hægt að lesa um í bókum eða upplifa á neinn annan hátt heldur en að fara á stað- inn. Það er eitt það skynsam- legasta sem ég hef gert að fara með AUS til Indlands í ár.“ Linda Rós Aljfeðsdóttir, Indland 1997-1998 Betlandi fólk á hveriu strái „Fjölskylda mín og vinir héldu að ég væri nú endanlega gengin af göflunum þegar ég sagðist ætla að fara til Costa Rica í Mið-Ameríku í heilt ár. Fólki fannst það hljóma hálf heimskulega að ætla að yfirgefa öryggi heimilis- ins, vinina og samfélag sem ég þekkti svo vel til þess að flytja til ijarlægs Iands þar sem ég þekkti engan, talaði ekki tungumálið og ofan á allt ann- að að fara til að vinna sjálfboða- vinnu. Þrátt fyr- ir allar mótbárur ákvað ég að láta drauminn rætast og hef ekki eitt augnablik séð eftir því. Ar mitt er fullt af reynslu sem stundum reyndist mér erfið en sem hefur án efa komið að gagni fyrir líf mitt og persónuleika. Eg vandist fljótt holóttum götun- um, betlandi fólki á hveiju strái, flautandi karlmönnum á eftir manni úti á götu sem og að borða hrísgijón og baunir í hvert mál en það sem erfiðara var að venjast og / eða sætta sig við var að geta ekki farið út að ganga á kvöldin vegna ótta um árás, að geta ekki tjáð hvernig manni leið vegna kunnáttuskorts á tungu- málinu og það að fólk var eilíft að lofa að gera eitthvað fyrir mann sem síðan stóðst aldrei; kenna manni tungumálið, fara með mann í ferðalög eða ein- faldlega að Iofa manni að gera eitthvað gagnlegt í vinnunni. Skrikaði stundum fótur en... Eg saklaus stúlkan trúði bara öllu og beið í raun eftir að fólkið gerði þetta allt fyrir mig. Það var ekki íyrr en í nóvember, rúmum þremur mánuðum eftir komuna, að mér varð ljóst að ef ég treysti bara á aðra að gera hlutina fyrir mig þá mundi ég ekki fá það út úr þessu ári sem ég hafði ætlað. Þetta var þó ekki aðeins það sem að var erfíðast að venjast, þetta var líka það sem að ég dró mestan lærdóm af. Þetta var bara hluti ólíks lands og menn- ingar sem ég hafði gott af að kynnast og læra að lifa með því það var ekki þjóðarinnar og menningarinnar að breytast fyrir mig heldur var það mitt að að- lagast þeim. Eg fór að líta á þetta ár og þessa reynslu eins og fjall með misbröttum og erfiðum brekk- um þar sem manni skrikaði stundum fótur, en væri þó þess virði að halda áfram og gefast ekki upp af því að maður yrði svo ánægður og í svo góðu formi til að takast á við allt annað í líf- inu þegar maður kæmist upp. A þessu ári lærði ég nýtt tungumál, öðlaðist meira sjálf- stæði og víðsýni og komst að því að það er alltaf þess virði að láta drauma sína rætast. Costa Rica búar eru mjög létt og glaðbeitt þjóð og kenndu þeir mér nokkuð sem íslendingar mættu taka til fyrirmyndar, að brosa framan í lífið, taka því með mátulegu kæruleysi og njóta þess sem við höfum en ekki hugsa alltaf um það sem við höfum ekki. „Ég vandistfljótt hol- óttum götunum, betlandifólki á hverju strái,flautandi karl- - f.. . Eitt það monnum a eftirmanm ánægjuiegasta . við skiptlinga- uti a gotu sem og að reynslu er að engir tveir upp- lifa hana á ná- kvæmlega sama hátt. Hún er okkar eigin eign sem við berum með okkur allt f gegnum lífið. Það sem við berum úr bítum er uppskera þess sem við sáum sjálf.“ Fríða Árnadóttir, Costa Rica 1997-1998 borða hrísgrjón og bauniríhvertmáU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.