Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MATARLÍFIÐ í LANDINU L Vatns- deigs- bollum- arem vafa- laust heldur vinsælari en brauðbollumar á bolludaginn þó að það séjafn misjafntog mennimirem margir. Efeinhverjarfjölskyld- urskyldu takaforskot á sæluna um helgina Egill Vilhjálmsson sími 564 5000 Suzuki Grand Vitara ecy.usshestöfi. Verd kr. 2.200 þús. Suzuki Vitara 4c^2 01 Verö 1.970 þús. 1999 Dodge Ram Quad cab 4x4, 4ra dyra, 519 Cummings dísilvél. Hlaðinn aukabúnaði. Grand Cherokee Laredo Verö 4.050 þús. Egill Vilhjáimsson Sími 564 5000 Smiðjuvegi 1 Mmm, rjómaboHur - nammi namm. Bara einu sinni á ári og þess vegna um að gera að láta eftir sér að smakka. birtum við hérupp- skriftir afnokkmm sí- gildum en auðveldum bollum. Munið bara að kaupa nægan rjóma og hafa sultu með! Vatnsdeigsbollur - nammi namm Uppskrift l 65 g smjörlíki 2Vi dl vatn 125 g hveiti __________3 egg_________ salt sykur Uppskrift 2 125 g smjörlíki 2'A dl vatn 125 g hveiti _________2-3 egg_________ salt sykur AmerísU gæða framleiðsla 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt RAFVORUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 Sama aðferð er notuð við að búa deigið til, hvort sem uppskrift 1 eða 2 er notuð. Smjörlíki og vatn er hitað saman í potti þang- að til smjörlíkið er allt bráðið og vatnið sýður vel. Hveitið er sigr- að, hitinn minnkaður og allt hveitið látið í einu út í pottinn. Hrært stöðugt í þangað til það er orðið þykkt, jafnt og laust við alla kekki og Iosnar við pott og sleif. Látið í skál og brettið upp um barmana. Salti og sykri er stráð á deigið til að skán komi ekki og svo er deigið látið kólna. Það þarf ekki að verða al- veg kalt. Eggin eru þeytt í sundur og þeim er hrært saman við, hálfu og hálfu í einu og síðan er hrært viðstöðulaust í 20 mínútur í höndunum en heldur skemur í hrærivél. Deigið er látið á smurða, hveitistráða plötu með teskeið eða sprautað í bollur, hringi, lengjur eða kringlu eftir því hvað hver vill. BoIIurnar eru svo bakaðar í ofni við 200 gráðu hita í 15-20 mínútur eftir stærð. Ekki er gott að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast. Mikilvægt er að bollurnar séu mátulega bakaðar en sé ná- kvæmlega farið eftir uppskrift- inni og leiðbeiningunum á það ekki að vera neitt vandamál. Vatnsdeigsbollurnar má geyma í nokkra daga í loftþéttum um- búðum. Þegar bollurnar eru bornar fram má íylla þær með eggjakremi, aldinmauki, rjóma, piparrótarrjóma, hrærðum ost- um, salötum, jafningi og fleiru. Súkkulaði og krem Vatnsdeigsbollunum má dýfa í súkkulaðibráð eða þá að súkkulaðibráð er smurð ofan á þær eftir að þær eru orðnar kaldar og bráðin er Iátin kólna. Bollurnar má fylla með romm- kremi, þeyttum rjóma, aldin- mauki og ávöxtum. Ofan á bollurnar má líka sigta flórsyk- ur. Súkkulaðibráð Skerið súkkulaðið smátt. Látic! í skál í því sem næst sjóðandi heitu vatni og leyfið súkkulaðinu að bráðna. Gætið þess að hvorld gufa né vatn fari í súkkulaðið því að þá gránar það og verður óglæsilegt. Bráðina má þynna með nokkrum drop- um af matarolíu eða kókosfeiti og líklega veitir ekkert af því. Rommkrem Kremið er byggt á uppskrift af vanillukremi. Sú uppskrift er eftirfarandi: / 1 mjólk __________2 egg__________ 1-2 msk. sykur 2 tsk. vanillusykur 1 'á msk. kartöflumjöl eða 2 msk. hveiti Mjólkin hituð. Egg sykur þeytt og kartöflu- mjöli er blandað út r. Þegar mjólkin sýður er henni smám saman hrært saman við eggin. Suðan er látin koma upp aftur og hrært í á meðan án þess að stoppa. Blandan er kæld aftur og svo er hrært í öðru hverju. Þegar krem- ið hefur kólnað að fullu má blanda 1 dl af þeyttum rjóma út í það. I staðinn fyrir vanillusyk- ur má til dæmis hafa Á tsk. af vanilludropum. Dropunum er bætt út í síðast. Til að gera rommkrem er 3 msk. af rommi eða rommdrop- um hrært út í kremið meðan það er volgt. Um leið og kremið er notað eru stífþeyttar tvær eggjahvítur og þeim er blandað saman við. Þannig ætti að nást úrvalsgott rommkrem. Heimild: Bókin Matur og dr)’kkur eftir Helgu Sigurðar- dóttur, geftn út í Reykjavík 1991.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.