Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 17
Tfc^wr LAUGARDAGUR 13. FERRÚAR 1999 - 33 LÍFIÐ í LAHDINU Vindmyllur era vistvænn kostur Níls Gíslason á Dagverðareyri við vindrafstöðina góðu sem er hans uppfinning. Hún hefur vakið athygli útlendinga og Níls hefur fengið einkaleyfi á hana sem skapar möguleika. „Þar sem raforka er í dag framleidd með díselvélum og sæmileg vindskilyrði eru er vindrafstöð hagkvæm. Málið er ekki flóknara, “ segir Níls hér í viðtalinu. mynd: brink Níls Gíslason erupp- finningamaður af Guðs náð. Nú slær hann ígegn með vindrafstöð ogfær einkaleyfifrá USA. Miklir möguleikar í spilinu ogNíls telur þetta framtíðina í raf orkumálum. En hann hugar líka að kristileg- um viðhorfum, sem hann segirundirstöðu blessunarríks þjóðlífs. Fyrir skemmstu var Níls Gísla- syni, uppfinningamanni á Akur- eyri, veitt einkaleyfi fyrir út- færslu á vindhjólum og rafölum vindrafstöðva þeirra sem hann hefur unnið að hönnun og smíði á síðustu ár. Opnar þetta Níls og fyrirtæki hans, Vindorku, ýmsa möguleika fyrir þessa fram- leiðslu og gerir hana verðmætari á alþjóðlegum markaði, enda er nú svo komið að erlendir aðilar sýna frumkvöðulsstarfi þessu vaxandi áhuga. Samt sem áður telur Níls að nokkuð muni um líða þar til vindrafstöðvar muni í einhverjum mæli verða notaðar hér á landi, í dag séu Islending- ar allir með hugann við vatns- aflsstöðvar vegna stóriðjufram- kvæmda. Afangasignun er náð Afangasigrum er náð í þessu verkefni að einkaleyfinu fengnu, segir Níls Gíslason. „Við erum búnir að vera í sambandi við verkfræðistofuna Garrad Hassan í Glasgow í Skotlandi en starfs- menn hennar eru sérfróðir um smíði og uppsetningu vindraf- stöðva. Þeir lögðu mat á þetta verkefni áður en við sóttum um einkaleyfið í gegnum bandaríska einkaleyfastofu. I stuttu máli sagt var álit Skotanna á þann veg að þeir sáu enga annmarka á þessu. Til tekna þessu verkefni sögðu þeir að smíði og uppsetn- ing vindrafstöðva þessarar gerð- ar væru 15% ódýrari en ann- arra,“ segir Níls. „Það er mikil eftirspurn eftir vindrafstöðvum, til dæmis í Þýskalandi, Bretlandi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. I raun eru það allur hinn alþjóð- legi orkumarkaður sem sýnir þessu áhuga. Sala á vindraf- stöðvum í heiminum hefur auk- ist um 50% á milli ára síðustu þrjú árin, þannig að við erum að tala um stóran markað. Annar kostur er síðan sá, sem miklu máli skiptir í dag, að þetta er vistvæn framleiðsla, sem enginn getur sagt að hafi mengun í för með sér,“ segir Níls. Grímsey er besti staðurinn „Það eru ýmsir aðrir staðir á landinu sem ég sæi fyrir mér að gætu hentað vel fyrir fram- leiðslu á vindorku, til dæmis Reykjanes, Vestmannaeyjar að ég tali nú ekki um Grímsey. Það er allra besti staðurinn,“ segir Níls Gíslason. „Það þarf ekki mikið að reikna til þess að sjá hve vel framleiðsla rafmagns með vindinum einum gæti gengið þar upp. Þar sem raforka er í dag framleidd með díselvél- um og sæmileg vindskilyrði eru ríkjandi er vindrafstöð hag- kvæmur kostur. Málið er ekkert flóknara." Kostnaður við smíði vindraf- stöðvar þeirrar gerðar sem Níls hefur hannað er allnokkur. Fer reyndar talsvert eftir stærð stöðva, en Níls segist áætla að kostnaður við 100 Kw stöð sé til dæmis áætlaður um 10 millj. kr og stöðvar með 1 MW aflgetu sé gróft áætlaður um 50 milljónir króna. „Síðan má deila í þetta allavega og fá út ýmis verð allt eftir því hver útfærslan er,“ segir viðmælandi okkar. Loftaflsfræðin kemur sér vel Níls Gíslason er flugvirki að mennt og starfaði sem slíkur lengi hjá Norðurflugi og síðar Flugfélagi Norðurlands. Síðar stofnaði hann með bróður sín- um, Davíð, fyrirtækið DNG. Standa stafirnir fyrir nöfn þeirra bræðra, Davíð og Níls Gíslasyn- ir. Hefur DNG einkum sinnt framleiðslu á handfæravindum þeim sem í dag eru í flestum ís- lenskum smábátum, þar sem þær hafa reynst vel. Eru þær einmitt hönnun og smíði Níls. „Eg er menntaður rafeindavirki og flugvirki. Þessi menntun kemur sér vel í dag, við hönnun vindrafstöðva er gott kunna eitt- hvað fyrir sér í loftaflsfræði," segir hann. Það var svo eftir að störfum hjá DNG sleppti sem Níls fór að huga að smíði vindrafstöðva og í dag er það svo sannarlega að skila árangri. „Framtíðarsýnin er auðvitað að smíða hér vindrafstöðvar í einhverjum mæli, það er að segja ef útlend- ingar sýna þessu verulegan áhuga einsog vænta má. En þá er líka allt eins líklegt að það borgi sig að smíða stöðvarnar er- lendis og við erum líka í sam- böndum víða erlendis við menn vegna þessa og það eru heimildir peningar í spilinu." Vatnsorkan sögð of dýr Um smíði vindrafstöðvanna starfrækir Níls í félagi við fleiri hlutafélagið Vindorku. Félagið hefur haft aðstöðu á Dagverðar- eyri til þess að vinna að þessum verkefnum og hefur fengið styrki víðsvegar frá, meðal ann- ars Rafveitu Akureyrar, Lands- virkjun, Rafmagnsveitum ríks- ins, Rannsóknarráði ríksins og fleirum. Segir Níls þetta vera til marks um vaxandi áhuga sem þessu er sýnt. „Framtíðina í orkumálum hér á Iandi eftir svo sem tíu til fimmtán ár sé ég fyrir mér með þeim hætti að þá verði menn meira farnir að huga að upp- setningu vindrafstöðva því þá hafi mikið þrengst um mögu- Ieika á byggingu vatnsaflsstöðva sem við höfum núna. 1 dag framleiðum við mikið af vatns- orku fyrir erlenda stóriðju en teljum hana hinsvegar of dýra fyrir okkar eigin not. En það kemur að því að við förum að nota vindorkuna meira til einkanota, enda er hún augljós- lega hagkvæm á stöðum sem eru til dæmis úr alfaraleið. Hvað er svo eðlilegra en nota græna orku en á grænum stöðum inni á há- lendinu, til dæmis Landmanna- laugum, Herðubreiðarlindum, Hveravöllum og víðar. Þessi orkuframleiðsla er augljóslega framtíðin." Bersögliö og refsingin Nafn Níls Gíslasonar komst rækilega á blað fyrir fáeinum árum þegar hann kærði Spaug- stofumenn fyrir atriði í þætti þeirra sem honum þótti ekki við hæfi. „Þetta var það atriði þegar maður sást skríða í gegnum sköp á konu. Mér þótti þetta alls ekld vera við hæfi og lagði því inn kæru til lögreglunnar hér á Ak- ureyri. Viðbrögðin sem ég fékk síðan voru þau að í næsta Spaugstofuþætti voru menn þar allir í fangafötum og sagt var að svona væri refsingin fyrir ber- sögli. En annars fannst mér að í þessum þætti vera farið rækilega yfir strikið og reyndar er svo margt í þessum efnum sem þarf að breytast. Kynfræðslumyndir sem hafa verið sýndar í skólum myndu jafnvel sumar flokkast undir kynferðislegt áreiti við börn, ef ég væri sjálfur að sýna þær.“ Breyting til batnaðar í þessum efnum telur Níls að muni fyrst og fremst koma til með breyt- ingu sem byggja á kristilegum viðhorfum „...enda eru þau grundvöllurinn að góðu siðferði og blessunarríku mannlífi," segir Níls, sem Iengi hefur starfað með Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri. Hann kveðst vilja sjá meiri virkni þjóðarinnar í hinu kristilega starfi þjóðarinnar, enda sýni tölur að ekki nema 2 til 4% hennar séu virk í trúar- legu starfi. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.