Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 20

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 20
36- LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 RAÐAUGLÝSINGAR S T Y R K I R í t Menntamálaráðuneytið Rannsóknastyrkir í tilefni 50 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. í ár eru liðin fimmtíu ár frá stofnun Norður-Atlantshafs- bandalagsins, NATO, en ísland er eitt stofnaðildar- rfkja þess. í tilefni af þessum tímamótum hefur ríkisstjórn íslands ákveðið að verja 2 milljónum króna til styrktar rann- sóknum á sviði öryggis- og varnarmála með sérstöku tilliti til íslands og Atlantshafsbandalagsins. Tilgangur styrkjanna er að efla rannsóknir á íslenskum utanríkismálum með sérstöku tilliti til þáttar íslands í vestrænu varnarsamstarfi og sögu og framtíð Atlants- hafsbandalagsins. Styrkir verða einkum veittir á grundvelli mats á gildi rannsóknarefna og reynslu umsækjanda af fræða- störfum. Miðað er við að ritað sé á íslensku eða verk- ið þýtt á íslensku sé það ritað á öðru tungumáli. Menntamálaráðherra skipar dómnefnd þriggja ein- staklinga, frá forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti og menntamálaráðuneyti, sem gerir tillögu til ríkisstjórn- arinnar um úthlutun styrkja. Umsóknir, auk ítarlegrar greinargerðar um rannsókn- arverkefni og æviágrips, skulu berast menntamála- ráðuneytinu eigi síðar en 8. mars næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, rannsóknastyrkir (NATO), Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 09. febrúar 1999. www.mrn.stjr.is AT V I IV N A Samband íslenzkra sveitarfélaga <%> Deildarstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að ráða deildarstjóra hagdeildar. Helstu verkefni deildarstjóra: • Yfirumsjón með verkefnum hagdeildar. • Öflun og úrvinnsla upplýsinga um fjármál sveitarfé- laga, svo sem tekjustofna þeirra, verkefni, fjármála- leg samskipti ríkis og sveitarfélaga og og starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. • Tillögugerð og fagleg ráðgjöf um framangreind mál fyrir stjórn og nefndir sambandsins og sveitarfélögin. • Útgátu Árbókar sveitarfélaga og annarra tölfræði- legra upplýsinga um starfsemi sveitarfélaganna. Hæfniskröfur • Góð þekking á rekstri, fjármálum og starfsemi hins opinbera. • Reynsla af tölvukerfum og tölvunotkun og framsetn- ingu tölfræðilegra upplýsinga. • Tungumálakunnátta. Deildarstjóri hagdeildar er sérfræðingur sambandsins í fjármálum sveitarfélaga og þarf að hafa til að bera frum- kvæði, skipulagshæfileika og lipurð í mannlegum sam- skiptum. Æskileg er þekking á lögum og reglugerðum um starf- semi sveitarfélaga, svo og menntun á sviði viðskipta-eða hagfræði og/eða reynsla á sviði sveitarstjórnarmála og öðrum þeim verkefnum, sem deildarstjóra er ætlað að sinna. Laun eru umsamin í ráðriingarsamningi og starfskjör fara eftir ákvæðum í kjarasamningum Launanefndar sveitarfé- laga við samflot bæjarstarfsmannafélaga. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til skrifstofu Sambands íslenskra sveitar- félaga, Háaleitisbraut 11, 108 Reykjavík, merktar: Um- sókn um starf deildarstjóra hagdeildar. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi mánudaginn 22. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Þórður Skúlasson, framkvæmdastjóri, í síma 581-3711. Skrifstofustarf Starf skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Patreksfirði er laust til umsóknar. Starfið felst m.a. í allri almennri afgreiðslu, símasvörun, umsjón með úgáfu ökuskírteina og ýmiss konar atvinnuskírteina og leyfa, útgáfu þinglýsingarvottorða og aflýsingu skjala, umsjón með lögskráningu sjómanna o.fl. Daglegur vinnutími er frá kl. 8.00 til 16.30. Launa- kjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Konur, jafnt og karlar, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsækjjandi þarf að geta hafið störf í mars. Umsóknum er greina aldur, menntun og fyrri störf, skal skila til undirritaðs fyrir 20.feb.nk. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Þórólfur Halldórsson. Akureyrarbær Heilsugæslustöð - framkvæmdastjóri Laus er til um-sóknar staða framkvæmdastjóra við Heilsugæslustöðina á Akureyri, sem ber ábyrgð á fjár- málum, daglegum rekstri og starfsmannamálum stöðvar- innar. Háskólamenntun og/eða reynsla af stjórnun heil- brigðisstofnunar er áskilin, auk þess að eiga auðvelt með stjórnun og mannleg samskipti. Staðan er veitt til 2ja ára og umsækjandi þarf að hefja störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veita félagsmálastjóri í síma 460- 1400 og framkvæmdastjóri í síma 460-4600. Upplýsing- ar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma 462- 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 1999 Starfsmannastjóri Laus störf Framtíðarvinna. Laust starf er í ræstingum alla virka dag og aðra hverja helgi ca 60 % vinna. Vinnutími 07:30-11:00. Viðkom- andi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera eldri en 25 ára. Laust strEix. Tímabundið ca 1 ár. Skrifstofumaður við tölvuskráningu,uppgjör og önnur almenn skrifstofustöf, ca 60-70% vinna. Vinnutími frá 13:00. Unnið er með Navision Financials bókhaldsfor- riti. Almenn tölvukunnátta er skilyrði en þó ekki skilyrði að viðkomandi hafi unnið við Navision Financials. Við- komandi þarf að geta hafið störf þann 15 apríl. Umsóknir verða teknar niður mánudaginn 15 feb milli kl 10-12 á skrifstofu Greifans Glerárgötu 20 suður endi. Umsóknir ekki teknar niður í síma. Laust í ræstingum Framtíðarvinna. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera eldri en 25 ára. Laust strax. Umsóknir verða teknar niður mánudaginn 15 feb milli kl 10-12 á Kaffiteríu Hafnarstræti. Umsóknir ekki teknar niður í síma. Greifinn,Kaffiterían og Rósagarður eru reyklausir vinnu- staðir. NÁTTÚRUVERND RÍKISINS Landvarsla 1999 Náttúruvernd ríkisins auglýsir eftir landvörðum til starfa á eftirtöldum stöðum sumarið 1999: Þjóð- garðinum í Skaftafelli, þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum, Mývatnssveit, Herðubreiðarfriðlandi og Öskju, Hvannalindum, Lónsöræfum, friðlandi að Fjallabaki, Ströndinni við Stapa og Hellna, Búða- hrauni, Vatnsfirði og Hornströndum. Landvarsla verður á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Þeir sem hafa lokið námskeiði í landvörslu ganga fyrir um vinnu. Umsóknarfrestur er til 5. mars. Frekari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu Náttúruverndar ríkisins í síma 562 7855. Slökkvilið Reykjavíkur ELDVARNAEFTIRLIT Verkefnisstjóri Hjá Slökkviliði Reykjavíkur, eldvarnaeftirliti er ný staða verkefnisstjóra laus til umsóknar. STARFÐ: • Mótun og uppbygging forvarnastarfs í samráði við forstöðumenn stofnana og fyrirtækja Reykjavíkur- borgar. • Áhættugreining á starfsemi og byggingum. • Þátttaka í stefnumótunarvinnu og uppbyggingu á nýjum gagnagrunni eldvarnaeftirlitsins. • Ýmis fagleg störf innan eldvarnaeftirlits. • Möguleikar á endurmenntun og þróun í starfi.Þátttaka í stærri útköllum Slökkviliðs Reykja- víkur. • Heyrir undir umsjónarmann eldvarna. • Miklir starfsmótunarmöguleikar fyrir rétta mann- eskju. • Áhugavert starf í líflegu og spennandi umhverfi. HÆFNISKRÖFUR: • Tæknimenntun eða reynsla af tryggingar-/for- varnamálum. • Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta. • Gott vald á einu Norðurlandamáli og ensku. • Frumkvæði og skipulagshæfni. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Áhugi á bruna- og forvarnamálum. Ráðning er hugsuð frá 15. maí nk. eða eftir sam- komulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar við stéttarfélag viðkomandi aðila. Um er að ræða 100% starf. Einungis karlar starfa í Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur og hvetjum við því konur sérstaklega að sækja um. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri eða umsjónar- maður eldvarna í síma 570-2040 en umsóknareyðu- blöð er að finna á skrifstofu Slökkviliðs Reykjavíkur, Skógarhlíð 14, 101 Reykjavík. Umsóknum ásamt yfirliti af starfs- og námsferli skal skila til starfsmannastjóra Slökkviliðs Reykjavíkur í seinasta lagi 26. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.