Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - 25 Heimþrá fylgdi veikLndunimi „Ég heiti Gunnþór EyQörð Gunnþórsson borinn og barn- fæddur Dalvíkingur sem ákvað eftir að hafa lifað í 20 ár að taka mér frí frá skóla og halda á vit ævintýranna. Þannig fór að ég ákvað að fara til Afríku, til lands sem heitir Ghana og er í Vestur- Afríku. Ég bjó í bæ er heitir Tema og liggur við sjó um 50 km suð-austur af höfuðborginni Accra. I raun vissi ég ekkert út í hvað ég var að fara er ég hélt af stað í lok júlí árið 1995, mig langaði bara eitthvað í burtu á vit ævintýra. Við vorum 15 skiptinemar sem komum í þetta skiptið, ég var ein íslendingur- tnn. Eftir 10 doga (úngumáia- ráðstefnu fluttumst við hvert á okkar staði víðsvegar um landið. Ég fluttist til hafnarbæjarins Tema, til fjölskyidu sem hafði vel í sig og á og samanstóð af mömmu og pabba, tveimur systrum, tveimur bræðrum, einni ömmu, einum frænda og tveimur húsdömum. Þetta fólk er þeldökkt á hörund, reka dag- heimili og barnaskóia. Mamma er skólastjórinn og pabbi sér um peningana og annað sem þarf að vinna í sambandi við viðhald og fleira. Þau eru einnig með lítið apótek þar sem frændinn vinn- ur, þannig að það er nóg að gera hjá þessu fóiki. Ég var svo að vinna á bóka- safninu í skólanum við að senda út og taka við bókum ásamt al- mennu viðhaldi á bókum með límbandi og rakvélablaði, ég vann með innfæddri konu á þessu 15 fermetra bókasafni. Vinnan var mjög gefandi og krafðist mikillar þolinmæði sem ég lærði í Ghana, ég var um- kringdur börnum allan daginn því eftir að skóla lauk og ég fór heim þá tóku litlu börnin við mér því barnaheimilið er sam- byggt húsinu og alltaf líf og Ijör. Ég sé það alltaf betur og betur í dag hvað þetta var dásamlegt allt saman. Fjölskyldan reyndist mér mjög vel og var ávallt til staðar ef eitthvað kom upp á, ég hafði mátulegt svigrúm og réð mér mikið sjálfur. Vandamálin til að glíma við Fyrstu tveir mánuð- irnir reyndust mér á köflum mjög erf- iðir en lærdóms- ríkir. Ég veiktist harkalega og fékk malaríu tvisvar og var með krónískan niðurgang í margar vikur samfellt. I öllum þess- um hremm- ingum vökn- uðu oft upp spurningar um hvað í ósköpunum ég væri að gera sjálfum mér? Heimþrá fylgdi veikindun- um og oft var ég búinn að pakka niður og ætlaði að gefast upp. En vandamálin eru til að glíma við þau og ég þurfti ekki annað en Iíta út um gluggann og sjá að mitt tíst var lítilvægt. Auðvitað kom aldrei til greina að gefast upp og 10 kílóum síðar tók ég Barn djöfulsins bankaði upp á tii að fæia burt iiia anda. Hún var fljót að láta sig hverfa þegar hún fékk smá pening. að sjóast í þessu kyngimagnaða samfélagi og ég var tilbúinn í að Iifa lífinu á órannsökuðum slóð- um. Ég varð strax hluti af samfé- laginu og lifði sem mest ég gat sem innfæddur og það er besta Ieiðin til að kynnast landi og þjóð. Ég ferðaðist mikið um íandið og þá oftast með strákum frá Danmörku og Bandaríkjun- um. (Við ætlum að hittast í vor í Frakklandi þar sem sá frá USA er kominn þangað í skóla). Ég var allt árið hjá sömu fjölskyld- unni og naut vistarinnar. Eins og gefur að skilja gæti ég skrifað margar bækur um allt sem brallað var í Afríku á þessu indæla ári sem gaf mér svo mikið. Ég lærði að takast á við sjálfan mig andlega og líkamlega og kynntist öllum mínum sterku og veiku hliðum. Ég lærði svo sann- arlega að meta það sem lífið býður mér upp á sem persónu í þessum heimi. I dag er ég svo í háskóla að læra mann- fræði og rek ég áhuga minn á þeirri fræðigrein að miklum hluta til veru minnar í Ghana. Svo þegar maður kemur heim bíður þessi frábæri félags- skapur AUS eftir manni og eftir að ég kom suður í skólann og fór að vinna með AUS þar sem ég er nú gjaldkeri, hef ég kynnst fullt af frábæru fólki af sama Kíistjana H nistjánsdoWr.kynnVsUrt^ r'S.:árrr,M tína kaffibauniraf trjanunr^ árið áður. Það var þannig sem ég komst í kynni við AUS og eftir smá umhugsun ákvað ég að skella mér eitt ár til Honduras. Ég vissi lítið út í hvað ég var að fara, ég þurfti meira að segja að byrja á því að leita á korti hvar Honduras væri (það er í Mið- Ameríku fyrir þá sem ekki vita). Daginn sem ég varð tvítug lagði ég af stað með hnút í maganum í ferð sem ég mun aldrei gleyma. Ég starfaði fyrri. hiuta ársins við að hjálpa götubörnum og fátækum börnum í höfuðborg- inni Tegucigalpa en seinni hluta ársins starfaði ég í fræðslumið- stöð í San Pedro Sula, þar sem aðalverkefni mitt var að fræða fólk um eyðni. I fyrsta sinn á ævinni kynntist ég heimi fá- tækra og ríkra, ég ferðaðist á milli þessara heima á hverjum degi á leiðinni í vinnuna, því ég bjó hjá vel stæðu fólki á fallegu heimili. Þar voru 3 þjónustu- stúlkur, 5 bílar og meira að segja þegar hringt var dyrabjöllunni birtist sjónvarpsmynd á tveim stöðum í húsinu af viðkomandi (ég hélt að svona væri bara til í bíómyndum). Fátæktin er „Ég varsvo að vinna á rosalesf Hond bókasafninu ískólan- um við að senda út og taka við bókum ásamt almennu viðhaldi á bókum með límbandi og rakyeiabiaði^. “ krukkur undir uras og börnin sem búa á göt- unni eru mikið skemmd, það var ekki óal- gengt að sjá 6-7 ára stráka betlandi með límpoka undir peysunni sinni. I fyrstu gerði ég mér ekki greiu fyrir hvað þetta- var, pokar og peysunni, en seinna sá ég þá sniffa það. Kafftbaunin er hvít Þeim sem spyrja mig hvað hafi staðið uppúr eftir ferðina svara ég alltaf - köfunarferð í Karab- íska hafinu og ein vika í kaffi- uppskeru, þar sem ég dvaldist uppí fjöllum með innfæddum við afar frumstæð skilyrði. Þar var hvorki rennandi vatn né raf- magn. Farið var að sofa þegar dimmdi og vaknað við fyrsta hanagal. Ég lenti í vandræðum vegna þess að ég hafði aldrei drukkið kaffi áður, en þau drukku það með öllum máltíð- um, líka börnin!! Ég komst að því að kaffibaunin er ekki svört eins og ég hafði ímyndað mér heldur hvít með rautt hýði. Ég staulaðist upp og niður hæðir með körfu á magnum í leit að þroskuðum rauðum berum, þau máttu alls ekki vera græn. Ég hafði aldrei getað fm)Tidað mér vinnuna sem liggur bakvið fram- leiðslu kaffis, kaffi sem þykir svo sjálfsagður hlutur hér á Islandi. En núna hugsa ég að þetta tvennt séu aðeins dropar í stóru hafi. Ég tala spænsku, eignaðist góða vini fyrir lífstíð útum allan heim og núna á ég annað heim- ili í Honduras sem ég get alltaf heimsótt. Þessa dýrmætu reynslu hefði ég ekki getað öðl- ast hefði ég farið í pakkaferð eða interail ferð sem kannski hefði kostað jafn mikið." Kristjana H. Kristjánsdóttir, Honduras 1997-1998 Fríða Árnadóttir með félögum sínum undir þessu iíka risastóra tré á Costa Rica. „Ég fór að líta á þetta ár og þessa reynslu eins og fjaii með misbröttum og erfiðum brekkum þar sem manni skrikaði stundum fótur." myndir: ýmsir. sauðahúsi og ég. Það að dvelja eitt ár í framandi menningu er mikil reynsla og ég er alltaf að finna ný og ný not fyrir reynslu mína í Afríku." Gunnþór Eyfjörð Gunnþórs- son, Ghana 1995-1996 Aö hjálpa götu- hömum „Þegar ég lauk við Menntaskól- ann á Akureyri kom að því að taka ákvörðun hvað gera skyldi næst. Mig langaði til að ferðast og skoða heiminn, ég gat ekki hugsað mér að fara beint í fram- haldsnám. Ég byrjaði að líta í kringum mig í leit að pakka- ferðum eða interailkorti eða ein- hverju sem myndi svala ævin- týraþrá minni. Af einskærri heppni mundi ég eftir sjálíboða- liðasamtökum, sem ég hafði frétt um í útskriftarferð minni Linda Rós Alfreðsdóttir með fóiki úr indversku þorpi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.