Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 19

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - 3S Ð^a-_ LÍFIÐ í LANDINU Bikarinn. í dag erleikið tii úrslita í bikar- keppninni í handknattieik og hér sjást mark- menn liðanna sem keppa tii úrslita haida á milli sín bikarnum góða. Til vinstri er Magn- ús Árnason og Bergsveinn Bergsveinsson er til hægri. Fyrir hvaða lið keppa þeir? Jón Leifs. Ekki er að efa að Jón Leifs er eitt mikilhæfasta tónskáld sem við íslendingar höfum eignast. Um ævi hans og störfgerði Hiimar Oddsson eftirminniiega kvikmynd sem sýnd var fyrir fáum árum. Hvað heitir þessi mynd? Gettu betur. Á þessari mynd sést lið Menntaskólans í Reykjavík í spurninga- keppni framhaldskólanna, Gettu betur, en liðsmenn ætla sér þar stóra hluti. Hve mörg undanfarin ár hefur lið MR unnið keppnina? Skólastjórí með saltfísk. Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri á Patreksfirði, mætti til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum og afhenti nemendum í Kennaraháskóia ís- lands að gjöfsaitfisk í gjafaumbúðum. í hvaða tiigangi var saltfiskurinn gefinn? Anna Krístine. í vikunni var frá því greint að Anna Kristine Magnúsdóttir útvarpskona hefði sagt upp störfum á Rás 2 og ráðið sig til Bylgjunnar vegna skamma sem útvarps- ráð hefði sent henni fyrir efnistök í annars vinsælum þætti sínum. Hvað heitirþessi þáttur hennar, sem hefur verið á dagskrá á sunnudagsmorgnum ? 1. í Borgarfirði eru starf- andi hvorki fleiri né færri en þrír skólar á háskólastigi í einhverri mynd. Hverjir eru þeir? 2. Hvar er Kaldalón það sem Sigvaldi læknir kenndi sig við og gerði að ættarnafni? 3. Hvað heita höfuðpaur- arnir tveir sem standa að rekstri tölvufyrirtæk- isins OZ, sem nú er komið með alþjóðlega starfsemi og sambönd við mörg af stærstu fyrir- tækjum heimsins? 4. Hvar er áformað að halda landsmót ungmennafélaganna á næsta ári? 5. Hver skrifaði það vinsæla leikrit Nýársnóttina og hver var tengdasonur höfundarins, maður sem setti mikinn svip sinn á íslensk stjórnmál í áratugi? 6. Þrjú hótel í Reykjavík, það er Hótel Saga, Hótel Esja og Hótel Islands, eru nú komin undir alþjóðlegt merki og eru hluti af fjölþjóðlegri hótelkeðju. Hvað heitir hún? 7. Hvað var byggðin á Dalvík kölluð, áður en Dalvíkurnafnið vann sér sess og venju? 8. Hvar á landinu er bærinn Skúfslækur og hvar eru Skúfsstaðir? 9. Hverjir eru tveir hæstu tindar Kerling- arfjalla? 10. Eyðibýlið Skógar eru í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandasýslu. Hvert af stórskáldum Islands fæddist árið 1835? LAND OG ÞJÚD Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Svör: •uin8o>[s b jsippæj uossumi{Dof seup}Bj,\[ ug 'qj •sví-ui 6£f'l 13 m3S Jnpunui -Qoq 8o -s’Á-ui ZSVl J3 m3S -mjjoijæus nja EjjeíjjESuijiDyj jepup njsæn '6 •igjyBSe^s i IcpeiiefH i nia iigBjssjn^s 8o njsAssDUjy i eojj i iddDiijs:)]oi{e8uiiit/\ i id jnqæi&jpqg -g •jnpuesegBjssjA88og •£ •uin imds jd idi{ uids BfgaijiDjpii BSajgpfij -joff ns Jijiaif ‘ptoij sys uossipEg -9 • suisspjoijsigæis.jiBfs SUUBIUJOJ 80 BJJOlIgBJSpæSJOJ ‘sjoijjl sjbjo buo^i ‘8jofqi8ui jba sueq JiJlpQ uossiBuig Bgupuj IIJJD JBA UIQpUSJBÁfvJ gQIjqiDq ’C •uingpjssijSg y -f, •uóssupf -gnO J5IAI uofgno 80 udsudSojy Jjnqs g 'UJBUJBJjæ jujDumgB ddn qoj uueq qb uinpojs um -ssacj e gn8j3jnjrqjBU jb uueq gJBA uuijjjq oa§ upjBpiB^ gjA uBuuns iæq jjsæu jd UI3S ‘Bjnuijy 1 b<J ofq 80 jddDjqjBjÁajnBfg 1 jjuqæj giíq mn jba supiepjeyi jpjbaSjs • jpjofeSuBjQ gB jjb 1 gjpuajeq 1 uuj jdnfp -jegiefjBsj in uuj jsiaqs uias ‘inSuej bjjdui -pjpj uiui'q uin ‘ingjofj jd upjBpjByi 'Z •jpuBjBuiiByy e spuBjsj BjpqseqBjeuuayi jda -njsuuaq 80 tsoijjg B uuBipqsBqnuujAmes ‘suBq pjjDpepujsiAnq jd gB(j ‘jjáduubah b uuejpqsBpuæg egæi ge mn jd jdh ‘J •nssam 80 Bj[Bfm JJIJJ/\T * •inpuDujDqgjDj sujage ocj nia suejpqs sgjjeJBUuaq jjniqjjjam ud ‘jjSubjb mngoSijB gepqs gecj injan 'bjjbjs -njsuuaq pj jujsda ecj bj 80 uujgejs mjacj ijjáj euuÁq ge jSubSjjj mjacj 1 mnmauBJB -uuæj jeSujgjqsqDijBg bjd8 uujqsjjjieg * •goj 1 gjie ejjpfs ‘bíjda ge jjjjj uujjoqs b nu 80 - jb xds ujjejuepun inpq njtao Bujuddaq gjuun Jnpq gj\[ gjg * •jujdis in jbj * •nSujppin -jjy jjjáj ijddaq uossujDAsSjag uujDAsSiag 8° Hd Jijáj jjddaq uoseujy snu8Bj\[ * Fluguveiðar að vetri (104) Ástreymirhjá „1 okkarfjölskyldu eru engin greinanleg skil á milli trúar ogflugu- veiða. “ Eg var fyrsti maður í New York að mæta í bíó. Þetta var árið 1992. Stórblöðin höfðu mikið skrifað um þau undur að von væri á bíómynd eftir Robert Redford - um flugu- veiðar! Þetta var umfjöllunarefni í dálk- um og spjallþáttum útvarpsstöðva. Hvernig er hægt að gera bíómynd um fluguveiðar? Hvað eru fluguveiðar ann- ars? Einhver sagði að Robert Redford væri forfallinn fluguveiði-eitthvað. Eg var fyrsti maður í röðina. Vinir og kunningjar spurðu síðar: hvernig var myndin? „Svo sem í lagi en alltof Iítið af fluguveiðum,“ svaraði ég. Fólk horfði dá- lítið undrandi á mig. Hafði ekki heyrt svona kvikmyndagagnrýni áður. Flugu- veiðar? Normaii Maclean Redford gerði myndina eftir bók sem hafði slegið hljóðlega í gegn í mennta- mannahópum og á virtari fjölmiðlum. „A River runs through it“ þótti stórmerkileg, vegna þess að „venjulegt“ fólk gat lesið hana sér til ánægju, mikillar ánægju, og samt var hún um fluguveiðar! Norman Macle- an skrifaði, mið- punkturinn í sambandi feðganna þriggja sem við sögu koma eru flugu- veiðar. Margir veiði- menn í okkar landi hlógu dátt í lok mynd- arinnar: „Enginn silungur var deyddur eða meiddur við gerð þessarar myndar," kom stórum stöfum í Iokin, svona til að fullvissa firrta fólkið í stórborgunum um að ströngustu hreinlætiskröfum hefði verið fullnægt. Margir dáðust að Brad Pitt fyrir snjöll köst, en því var ekki til skila haldið að færustu flugukastarar komu inn sem „áhættuleikarar“ fyrir hann þegar erfið köst voru tekin. Myndin er með nokkrum frábærum skeiðum, en bókin er betri eins og venjulega. Hún hefst á þessum ódauðlegu orðum: „I okk- ar þölskyldu, eru engin greinanleg skil á milli trúar og fluguveiða." Faðir sögu- manns er prestur! Sá stóri Sagan hefur að geyma nokkra gullmola. Hér eru þeir feðgar komnir saman út í á, og Paul (svarti sauðurinn og besti veiði- maðurinn) er á leið til að ná í þann „síð- asta og stærsta“ í ferðinni. „Sem hann óð út sveiflaði hann hægri handlegg fram og aftur. í hvert skipti þandist brjóstkassinn meir. Hver sveifla varð stærri og Iengri uns handleggurinn sigraði og brjóstkassinn nam við himin. Við á bakkanum vorum vissir um að yfir honum sungu lykkjur línunnar sem aldrei snertu vatnið, en urðu stærri og stærri í hvert skipti sem hann sveiflaði og jiær sungu. Og við vissum hvað hann ætlaði sér, það sáum við af því hvernig hand- leggurinn sveiflaði. Hann ætlaði ekki að láta fluguna lenda nærri, þar sem litlir og meðalstórir fiskar voru. Við sáum á armi hans og brjósti að allur líkami hans var ákveðinn: „Sá síðasti og stærsti." Allt fór í eitt risakast fyrir stórfisk. Frá afhallandi bakkanum sáum við, faðir minn og ég, hversu langt hann ætlaði töfrasprotanum að senda fluguna. I miðri ánni var ís- aldarklöpp þar sem aðeins smá nibba stóð uppúr, en undir hvíldi heilt hús. Það uppfyllti alla íbúð- arskilmála stórra fiska, þungur straumur bar mat að steininum, en bak við hann var hvíld og skuggi. Faðir minn sagði: „Það hlýtur að vera stórfiskur þama úti.“ Eg sagði: „Fítill gæti ekki kom- ist af þarna.“ Faðir minn sá af brjóstkassa Pauls að nú færi línan út f næsta framkasti. Fykkj- an yrði ekki stærri. „Eg ætlaði að veiða þarna úti,“ sagði hann, „en náði ekki svona Iangt“. Líkami Pauls reigði sig eins og hann ætlaði að skjóta golfkúlu 300 metra, handleggurinn lyftist í stórri sveiflu, endi töfrasprotans sveigðist og svo var allt laust og söng. Allt í einu var atriðinu lokið. Maðurinn hreyfðist ekld. Törfrasprotinn var beinn og afllaus. Hann benti á klukkan 10, og klukkan 10 benti á klettinn. Andartak leit hann út eins og kennari með prik sem reynir að útskýra eitthvað um ldettinn. Aðeins vatnið hreyfðist. Einhvers staðar ofan við klettshúsið var flugan á sveimi í vatni sem rann svo kröftugt að einungis stór fiskur gæti verið þar til að sjá hana. Þá fór alheim- urinn út af spor- inu. Töfrasprot- inn nötraði þeg- ar hann komst í snertingu við galdra heimsins. Töfrasprotinn reyndi að sleppa úr hægri hönd mannsins. Vinstri höndin virtist veifa í ákafa til fisksins, en var í raun að draga út línu til að gefa slaka til að minnka raf- strauminn sem hafði myndast og draga úr högginu. Allt virtist rafmagnað, en ótengt. Eldglæringar tókust á loft í strauminum hér og þar. Fiskur stökk svo langt fyrir neðan að hann virtist Iangt utan við rafsvið mannsins, en, þegar fisk- urinn hafði stokkið hallaði maðurinn sér aftur með stöngina spennta og stýrði honum niður í vatnið aftur. Sambandið milli titringsins í töfrasprotanum og eld- glæringana í ánni varð ljóst. Þegar mað- urinn hallaði sér aftur og stýrði fiskinum aftur í vatninu nötraði sprotinn, svo veif- aði hann aftur með hinni höndinni um leið og fiskurinn hóf brottför á ný og stökk miklu Iengra niður. Við sáum af þessu að þetta var sami fiskurinn. Hann tók þrjár svona rokur út áður enn annar hluti þáttarins hófst. Þótt þarna væru stór maður og stór fiskur virtist þetta eins og börn að leik. Vinstri hönd mannsins byrjaði að laumast til að ná inn Iínu, og þá, eins og hann hefði verið stað- inn að verki, gaf út slaka á ný þegar fisk- urinn skildi hvað var að gerast og rauk út aftur. „Hann nær ‘onum,“ sagði ég föður mínum sannfærandi. „Án vafa,“ sagði faðir minn. „Hann lét nú styttri og styttri Ifnu frá sér og náði meiru inn í hvert skipti." Norman Maclean skrifar um fluguveið- ar eins og Alister Maclean hefði viljað geta skrifað hasarbækur. Textinn minnir á bók um trúarlega upphafningu eða eró- tík. Þessum slag við þann stóra lauk með glæstum hætti: „Fiskurinn gapti og skynj- aði að hann gat ekki lifað í lofti. I síðbú- inni örvæntingu rauk hann upp og neytti síðustu kraftanna í Dans dauðans á sporðinum." FLUGUR Stelán Jón Halstein skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.