Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 1
„Alger slagsmál“ iim efsta sætið Búist er við hörðimt slag imt efsta sætið í prófkjöri Saiiifylkiiig- ariimar á Vesturlandi. Ýmsir kratar vilja tryggja sigur alþýðu- handalagsmanns. Samkvæmt heimildum Dags ætla margir alþýðuflokksmenn að styðja Jóhann Arsælsson úr Alþýðubandalagi í efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar á Vesturlandi, en þar fer fram prófkjör laugardaginn 6. mars næstkomandi. Þrátt fyrir þetta segist Gísli S. Einarsson, þing- maður krata í kjördæminu, ætla í „alger slagsmál" um fyrsta sætið við Jóhann og Hólmfríði Sveins- dóttur, krata í Borgarnesi. Auk þeirra býður Dóra Líndal, Kvennalistanum, sig fram í próf- kjörinu. Að sögn Sveins Kristinssonar, sem sæti á í undirbúningsnefnd Samfylkingarinnar, er um að ræða þrjú hólf og geta þátttak- Ófærð! Tuttugu hús voru rýmd í suður- bæ Siglufjarðar í gær vegna snjó- flóðahættu. Rýmingu tveggja íbúðarhúsa og atvinnuhúsnæðis á Isafirði og tveggja íbúðarhúsa á Súðavík var aflétt. Takmörkuð umferð var leyfð í gær um rým- ingarreiti í Bolungarvík. Norðaustanáttin hefur verið einna stríðust á Norðausturlandi og Iíkur á að það ástand vari fram eftir degi í dag. Vegurinn út til Dalvíkur og Olafsfjarðar er Iokaður og geisar norðlensk stór- hríð út með Eyjafirði og kolófært er um Víkurskarð og Oxnadals- heiði. Mun Vegagerðin ekki opna heiðarnar né aðra vegi norðanlands fyrr en veður geng- ur niður; það er þegar lægðin sem er norður af Melrakkasléttu, færist til suðurs. Á bilinu 12 til 13 vindstig mæld- ust í gær í Auðbjargarstaða- brekku við Tjörnes, 10 vindstig á Fjarðarheiði og 9 vindstig á Vík- urskarði en heldur var hann hægari þar fyrir vestan. — GG endur kosið einn mann úr hólfi og ekkert meira, eða þá tvo eða þrjá menn og þá einn úr hverju hólfi. Þetta veldur því að gríðar- legur slagur er kominn upp á milli kratanna tveggja, Gísla og Hólmfríðar. Fylgi krata í próf- kjörinu mun skiptast á milli þeirra. Alþýðuflokksfólk af Vestur- landi, sem Dagur hefur rætt við, heldur því fram að tryggja verði að Jóhann Ársælsson verði í efsta sæti til að vega upp það sem gerðist í Norðurlandskjör- dæmunum tveimur. Hólmfríður Sveinsdóttir er ung kona af þekktu alþýðu- flokksfólki komin. Faðir hennar hefur verið leiðtogi krata í Borg- arnesi í mörg ár og föðurfólk hennar á Akranesi hefur verið þar í leiðtogahlutverkum hjá krötum í áratugi. Hún hefur því gríðarlega sterkt bakland þegar hún leggur í prófkjörsslaginn. Alger slagsmál Það er því ekki að undra að Gísli S. Einarsson segist nú ætla í „al- ger slagsmál“ fyrir efsta sæti list- Gísli Einarsson: Stefni sem aldrei fyrr á efsta sætið og ætla mér í al- ger slagsmál til að ná því. ans. „I öllu því þvargi sem varð um hvaða aðferð ætti að nota til að koma listanum saman bauð ég upp á það að Jóhann Ársæls- son tæki fyrsta sætið og ég ann- að og Hólmfríður þriðja, en því var hafnað. En ég verð ekki var við að kratar séu að flykkjast til Jóhanns eftir það,“ sagði Gísli við Dag. Hann viðurkenndi að hann yrði var við harða keppni við Hólmfríði, enda gætu kratar bara valið annað þeirra, þar sem ekki má kjósa nema einn mann úr hólfi, sem hann segir galla við þessar prófkjörsreglur. Þess vegna séu líkur á því að krata- fylgið skiptist á milli þeirra. „Eg tel að vegna þessa sé ann- að hvort okkar Hólmfríðar að færa Alþýðubandalaginu efsta sætið. Þess vegna stefni ég sem aldrei fyrr á efsta sætið og ætla mér í alger slagsmál til að ná því,“ sagði Gísli. Jóhann Ársælsson sagðist verða var við mikla stemmningu í þessu prófkjöri. Og einnig að meðan átökin áttu sér stað um með hvaða hætti yrði stillt upp á listann hefðu kratar komið að máli við sig og sagst vera tilbún- ir til að styðja hann í efsta sætið í prófkjöri. Jóhann segist verða var við þennan stuðning enn. „Það er svo sem engin grimmd í þessu ennþá, enda hafa menn verið á þeim nótunum að gera prófkjörið að jákvæðri aðgerð Samfylkingarinnar á Vestur- landi,“ sagði Jóhann. - S.DÓR Þó veður hefði I gærmorgun ekki verið svo slæmt á Akureyri var staðan allt önnur síðdegis. Þá var hann búinn að sjóða sig upp í vitlausa hrfð sem nú geisar um allt Norðurland. Vtða er ófært og munu snjóruðningsmenn haida sig til hlés meðan þessi veðrátta ríkir og það ættu aðrir líka að gera - enda ekkert ferðaveður. - mynd: brink Elskendur, vinir, sam- starfsmenn Þau eru vinir, elskendur og sam- starfsmenn. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árna- dóttir segja Iesendum frá kynnum sínum, lífi og starfi, í helgarblaði Dags. Mikið hefur verið rætt að und- anförnu um einelti og ofbeldi meðal nemenda. En hvernig eiga ÍsiendingaSÍttir^ börn, foreldrar ||fj og skólastjórar að bregðast við einelti af hálfu kennara? Allt Íim bað í úttekt TUverastjómmála- um pao í uueKt nl;m„sin.s crsivTjiiid helgarblaðsins. Fjörutíu ár eru liðin frá því Castró komst til valda á Kúbu. Er hann frelsishetja eða einræðis- herra? Um það eru skiptar skoð- anir - líka í helgarblaði Dags. Af öðru fjölbreyttu efni helgar- blaðsins skal sérstök athygli vakin á þessu: Hjálmar Árnason, alþingismað- ur, sýnir á sér færeysku hliðina. Ragnheiður Eiríksdóttir heldur áfram að skrifa um kynlíf. „Karni- val í kamesinu" nefnist pistill hennar. Stefanía V. Stefánsdóttir gefur góð ráð um hollar matarvenjur. Einnig í helgarblaðinu: Helgar- potturinn, Bókahillan, Poppsíð- an, Flugur, spurningaþátturinn Land og þjóð og margt, margt fleira. Tilvera stjórnmálamannsins er styrjöld! Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Dag - en Islendingaþættir eru helgaðir sextugsafmæli hans. Meðal höf- unda eru Atli Heintir Sveinsson, Einar Benediktsson, Ellert B. Schram, Hjálmar H. Ragnarsson, Karl Steinar Guðnason, Styrmir Gunnarsson og Þröstur Olafsson. Sjá blað 2 og blað 3 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.