Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 9 3 §m '.ikssambandsins til þess að sótt var um að haida Heimsmmeistarakeppnina 1995. kaupa sýningarréttinn af IHF og endurselja síðan til annarra Evr- ópulanda. Það var því alveg sví- virðilegt að RUV skyldi koma með reikning upp á meira en 40 milljónir fyrir sína vinnu eftir að einkafyrirtækið CWL keypti sjón- varpsréttinn. Þeir mátu aldrei auglýsingagildi keppninnar fyrir Island á eina einustu krónu. Það er ekkert lítil auglýsing fyrir land- ið að vera með beinar útsending- ar héðan um allan heim í gegnum íslenskt sjónvarp,“ sagði Jón. Framkvæmdastjóri HM-nefnd- arinnar, Hákon Gunnarsson, leit svo á að með þátttöku sinni væri Sjónvarpið að endurgreiða evr- ópsku sjónvarpssamtökunum, EBU, áratuga velvild og þjónustu við RUV. En nú var komin sam- keppni á sjónvarpsmarkaðnum og einkastöðvar vildu fá pakkann. Svissneska fyrirtækið CWL bauð best og IHF seldi því pakkann. Þar með taldi RUV sig ekki leng- ur skuldbundið að koma nálægt keppninni því ekkert samstarf var á milli þess og CWL. Hér var HM keppnin komin langt inn í blind- götu. An þátttöku Sjónvarpsins var útilokað að keppnin færi fram hér á landi. „Það er til bréf frá Ólafi G. Ein- arssyni, þar sem hann greindi frá að ríkið myndi standa straum af kostnaðinum við sjónvarpsút- sendingarnar. Eg held síðan að hann hafi verið neyddur til að draga það til baka. Þetta var það sem fyrst og fremst brást,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon. EkM opiirn tékki „Eg leit aldrei svo á að stuðnings- yfirlýsing ríkisstjórnarinnar væri opinn tékki til HM-nefndarinnar til greiðslu á öllum kostnaði við mótshaldið," sagði Magnús Oddsson, fyrrum formaður HM- nefndarinnar. „Það getur vel ver- ið að einhverjir í stjórn HSI hafi Iitið þannig á málið. Eg leit frek- ar á að ríkisvaldið væri meðvirk- andi aðili til þess að heimsmeist- arakeppnin gæti farið fram á Is- landi.“ Þegar hér var komið sögu var Ijóst orðið að ekkert yrði af bygg- ingu stórrar íþróttahallar eins og ríkisvaldið, Reykjavfkurborg og Kópavogsbær höfðu gefið vonir um. Ósáttur vlð IHF og Ríkisút- varpið „Öll samskipti við Alþjóða hand- knattleikssambandið voru mjög erfið. Forráðamenn þess voru sí- fellt að koma með nýjar og nýjar kröfur sem við þurftum að upp- fylla. Þeir fóru fram á allskonar fjárliagstryggingar sem ég held að aðrar þjóðir hafi sloppið við. Þeg- ar við báðum um að fá að sjá bréf- ið þar sem Svíar lögðu fram sínar tryggingar, en þeir héldu HM næst á undan okkur, var svar IHF að það bréf væri týnt.“ Seinna kom þrýstingur frá IHF með því að segja að Spánverjar væru til- búnir að taka við keppninni ef Is- lendingar gæfu hana frá sér. „Eg var aldrei sáttur við við- skilnað HM-nefndarinar og Rík- isútvarpsins. Sjónvarpið stillti okkur upp við vegg með kröfum sínum um greiðslu. Mér fannst að RUV ætti að geta gert sér mat úr heimsmeistarakeppninni á Is- landi eins og aðrar sjónvarps- stöðvar höfðu gert annars staðar fram að því,“ sagði Magnús Oddsson sem fljótlega eftir þetta sagði af sér formennsku í HM- nefndinni. Auk þess sem HM-nefndin varð að greiða RUV tugi milljóna fyrir sína vinnu lagði nefndin til ýmislegt sem Sjónvarpið notar í dag endurgjaldslaust. Þar má nefna grafíkina sem enn er notuð í beinum fþróttaútsendingum hjá RÚV. HM-95 stóð nánast undir sér I pakkanum sem HM-nefndin keypti af CWL var sýningarrétt- urinn á HM-95 á íslandi, HM-95 kvenna í Austurríki og Ungvetja- landi, HM-97 í Japan og HM kvenna 97 í Þýskalandi. Þennan pakka keypti síðan Sjónvarpið fyrir kr. 4,2 milljónir sem hlýtur að teljast gjöf en ekki sala. Þar með varð nefndin að greiða RÚV, nettó, kr. 39.144.181. Þessi viðskipti vega þungt í fjár- hagskröggum handboltahreyfing- arinnar á Islandi í dag. Einkum í ljósi þess að HM-nefndin vann það afrek að reka keppnina með aðeins fimm milljóna króna tapi, þrátt fyrir að þurfa að borga Rík- isútvarpinu tæpar fjörutíu millj- ónir að sögn framkvæmdastjóra nefndarinnar. Vonin um stór- gróða á sjónvarpsréttinum hlýtur þó að hafa verið byggð á mikilli bjartsýni þar sem IHF átti allan tímann sjónvarpsréttinn en ekki HSÍ eða HM-nefndin. Auk þess er það IHF sem hefur með sölu auglýsinga að gera á útsending- um frá HM. Forráðamönnum HSI svíður sárt að á svipuðum tíma og RÚV borgaði aðeins 4,2 milljónir fyrir sýningarréttinn af fjórum heims- meistarakeppnum í handbolta, gat það ausið úr sjóðum sínum 45 milljónum fyrir Ólymptuleik- ana í Atlanta. Það má því leiða líkum að því að rétt sé sem Jóhann A. Sigurð- ardóttir, gjaldkeri HSI, sagði, að ef allir sem nálægt HM-95 komu hefðu alltaf staðið við allt sem þeir sögðu væri fjárhagur HSI með öðrum hætti nú. Bjartsýniskast Það fer ekki á milli mála að allt frá því að HSI forystan sótti um að halda HM á íslandi var það bjartsýnin sem réði ferðinni. Það var aldrei öruggur fjárhagsgrund- völlur fyrir keppninni og ráð- deildarsemi var ekki fyrir að fara í höfuðstöðvum HSI. Ar eftir ár var sambandið rekið með bull- andi tapi og skuldum safnað. Það var því nauðsynlegt að setja á fót HM-nefndina og aðskilja fjárhag HSI og heimsmeistarakeppninn- ar. HSI hafði ekki yfirsýn yfir fjár- málin heldur óð áfram í bjartsýni á að ríkið stæði við sitt og kæmi til hjálpar. Óvissan um byggingu íþrótta- hallarinnar og sjónvarpsútsend- ingarnar kostuðu sitt. Milljónir fóru forgörðum að því er virðist vegna misskilnings milli stjórn- málamanna og HSI manna. Til að klóra í bakkann seldi HM-nefndin aðgöngumiðasöluna til Halldórs Jóhannssonar. Akur- eyrarbær ábyrgðist greiðslur Hall- dórs til nefndarinnar, fyrst kr. 30.000.000 sem síðar voru lækk- aðar niður í kr. 20.000.000. Sala Halldórs mistókst og þegar ganga átti eftir greiðslunum við Akur- eyrarbæ var komið að læstum dyrum. Aldrei virðist hafa staðið til að standa við ábyrgðina. Reyndar var hluti borgaður löngu seinna, en Jóhanna A. Sigurðar- dóttir segir að eftirstöðvarnar hafi verið afskrifaðar. Önnur ábyrgð sem Halldór hafði fengið, fyrir 10 milljónum og lögð hafði verið á bankabók í Sparisjóði Mývatns- sveitar reyndist einnig fölsk. Að sögn Jóhönnu var farið bakdyra- megin að bankabókinni og hún tæmd áður en nefndin náði í pen- ingana. Þessi ábyrgð hefur verið afskrifuð. Brúin yfir stórfljótið Árin 1995 til 1998 voru nánast sem móðuharðindi fyrir hand- knattleikshreyfinguna sem tapaði samtals 126.317.000. Framlag ríkisins og nauðasamningarnir koma á móti tapinu. Öll árin bitnaði tapið fyrst og fremst á unglinga- og útbreiðslustarfi handboltans. Mest var niðurlæg- ingin tímabilið 1996-1997, þegar ekki rann króna til fræðslu- og útbreiðslustarfs. Allt var lagt und- ir til að standa í fremstu röð í al- þjóðakeppni karla. Þar erum við nú nánast á byrjunarreit. Það er því vel hægt að segja að ríkisframlagið og nauðasamning- arnir séu brú yfir straumþunga iðu, frá harðindum til bjartari tíma. Til þess að það megi takast þarf núverandi forysta HSI að taka aðra stefnu en fylgt hefur verið undanfarin ár. Hún þarf að byggja upp nýtt landslið og það verður ekki gert nema huga að grasrótinni, félögunum innan HSI. Það þarf að skapa þeim betri aðstöðu til að ala upp sterka yngri flol<ka. Til þess þarf hæfa þjálfara og þá þarf HSI að sjá um að mennta. Enn eru blikur á Iofti og ekki er farið að sjá til botns. Taprekstui enn áhyggjuefni Það er deginum ljósara að núver- andi stjórn HSI tókvið sökkvandi skipi. Því er gleðiefni að tekist hefur að grynnka á skuldunum. En ekki er allt sem sjoiist. Þrátt fyrir glæsilegar tölur í ársreikn- ingum HSI er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af rekstri þess. Hinn mildi hagnaður á síð- asta ári er eingöngu kominn til vegna nauðasamninga, upp á kr. 34.984.859 og framlag frá ríkinu upp á kr. 41.000.000. Eftir sem áður er tæplega tíu milljóna króna taprekstur á reglulegri starfsemi HSI. Það er eldd hægt að sætta sig við í ljósi þess að skuldir sambandsins voru þurrk- aðar út með nauðasamningunum og ríkisframlaginu. Það verður að gera þá kröfu til stjórnar HSI að geta rekið sambandið, alla vega á núlli, þegar allar skuldir þess hafa verið þurrkaðar út. Hand- knattleikshreyfingin verður nú að þakka skilningi ríkisvaldsins, sem loksins vaknaði af dvalanum og vinsemd lánadrottna að staðan er ekki verri í dag en hún er. Fram- tíð handboltans á Islandi er alls ekki trygg meðan sambandið er rekið með tugmilljóna tapi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.