Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 7
 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Kúrdar eru forn þjóð með langa sögu sem sumir rekja allt að tvö þúsund ár aftur í tímann. Þeir tala eigin tungumál, þótt málýskurnar séu nokkuð ólíkar, og hafa þróað með sér sérstæða menningu í landi sem er afar fjöllótt og hrjóstugt. Svikmþjóð 1 vanda ELIAS SNÆLAND JONSSON ritstjóri skrifar Síðustu daga hefur umheimurinn rækilega verið minntur á að Kúrdar eru enn til. Eftir að leið- toga skæruliðasamtaka í þeim hluta Kúrdistans, sem liggur inn- an landamæra Tyrklands, var rænt í Kenýa - að sumra áliti með stuðningi ísraelsku og bandarísku leyniþjónustanna - hafa Kúrdar víða um Evrópu látið reiði sína og örvæntingu í Ijósi með mótmæla- fundum, umsátri um sendiráð Grikkja og Israelsmanna og jafn- vel með tilraunum til að brenna sjálfa sig á báli. Aður en skæruliðaforingjanum var rænt í Nairóbí höfðu fáir kært sig neitt um vandræði Kúrda. Það yrði vafalaust spennandi keppni ef meta ætti hver bæri með réttu titilinn „mest svikna þjóð sögunn- ar.“ Færa má sterk rök að því að Kúrdar séu þar efst á blaði. Þeir hafa verið sviknir og blekktir af stórveldum jafnt sem nágrönnum sínum, hvað eftir annað. Þess vegna eru Kúrdar enn 25 milljón manna þjóð án eigin lands. Þeir hafa mátt búa við kúg- un, ofsóknir og skipulagðar til- raunir Tyrkja, Iraka, Irana og fleiri herraþjóða til að þurrka út tungumál þeirra og menningu. Ofsóknirnar hafa sjaldan verið meiri en á undanförnum árum. Þannig er talið að á síðasta áratug eða ríflega það hafi um tvö hund- ruð þúsund Kúrdar verið drepnir vegna þjóðernis síns. Stolt þjóð Kúrdar eru forn þjóð með Ianga sögu sem sumir rekja allt að tvö þúsund ár aftur í tímann. Þeir tala eigið tungumál, þótt mállýskurnar séu harla ólíkar, og hafa þróað með sér sérstæða menningu í landi sem er afar fjöllótt og hrjóstugt. Þeir eru múslimar, en fara sínar eigin leiðir í því sem öðru; konur njóta til dæmis miklu meira sjálfstæðis en meðal trúbræðra þeirra víða annars staðar. Þetta er stolt þjóð sem á erfitt með að standa saman og þolir afar illa að Iúta vilja annarra. Gegn því hlutskipti hafa Kúrdar þó mátt berjast áratugum og öld- um saman, því miður án nokkurs árangurs. Landi þeirra, sem er á stærð við Frakkland, er enn skipt á milli margra ríkja; einkum Tyrklands, íraks, Irans og Sýr- lands. Og þeir eru illilega sundraðir innbyrðis. Enn er verið að kúga Kúrda til að afneita tungu sinni og menn- ingu og taka upp mál og hætti meirihlutans, hvort sem hann er tyrkneskur, íraskur eða íranskur. Margir hafa fallið í valinn. Enn fleiri hafa flúið til annarra landa, svo sem Þýskalands þar sem Kúrdar eru nú fjölmennir. En flestir hafast þó enn við í heima- byggðum sínum og reyna að lifa af þær hörmungar af mannavöld- um sem yfir þá dynja. Svlk og fjöldamorð Sjálfstæðisbarátta Kúrda fékk byr undir báða vængi snemma á þessari öld. Tyrkneska heims- veldið varð undir í fyrri heims- styijöldinni og í friðarsamning- unum lýsti Woodrow Wiison for- seti Bandaríkjanna því yfir að Kúrdar ættu að fá sjálfstæði. Þegar til kom var þetta loforð svikið. Tyrkir voru fyrstir til að ganga á milli bols og höfuðs á þeim hluta Kúrda sem voru innan landamæra Tyrklands. Aður létu þeir reyndar vel að Kúrdum og fengu þá til að fremja með sér hræðileg hryðjuverk á Armenum. A þessum árum mótuðu Tyrkir þá útrýmingarstefnu gagnvart kúrdískri menningu og þjóðerni sem enn er í fullu gildi. Bretar komu í kjölfarið. Þeir höfðu engan áhuga á að olíuauð- ug svæði lentu innan landamæra sjálfstæðs ríkis Kúrda og neyddu þá snemma á þriðja áratug aldar- innar til að sætta sig við yfirráð hins nýja ríkis - Iraks. Bretar tóku jafnvel sjálfir þátt í því að gera loftárásir á byggðir Kúrda innan landamæra fraks. Breytt afstaða stórveldanna gaf tyrknesku stjórninni frjálsar hendur gagnvart Kúrdum. Þeim var bannað að nota kúrdísku á opinberum vettvangi. Arið 1934 voru sett lög um að flytja Kúrda nauðuga um allt ríkið; á hveijum stað mættu þeir ekki vera fleiri en fimm prósent íbúanna. Hern- um var falið að sjá um þessa nauðungarflutninga. Þegar þeir höfðu ekki borið tilætlaðan ár- angur nokkrum árum síðar hóf herinn stríð gegn Kúrdum og beitti m.a. Ioftárásum og eit- urgasi. Dæmigert fyrir hrylling- inn voru fjöldamorðin í Dersim árið 1938; þar drápu tyrkneskir hermenn um fjörutíu þúsund Kúrda. Tvöfeldni Afstaða tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Kúrdum er enn í dag sú sama. Þeim er bannað að nota tungumál sitt opinberlega, bann- að að berjast fyrir málstað þjóðar sinnar; það eitt að berjast gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Kúrda er glæpur í þessu svokall- aða lýðræðisríki. Mikill hluti þeirra þrjátíu þúsund manna sem tyrknesk stjórnvöld segja að hafi farist í stríðinu við Kúrda síðasta einn og hálfa áratuginn lét að sjálfsögðu lífið vegna hernaðar- aðgerða Tyrkja. Hvað eftir annað hafa Tyrkir gert harkalegar árásir úr lofti og á landi á byggðir Kúrda, ekki að- eins í Tyrklandi heldur líka í írak. Þetta hefur verið gert undir verndarvæng Bandaríkjanna sem hafa sýnt Kúrdum dýrkeypta tvö- feldni. Eitt dæmi um það var fram- ferði Henry Kissingers, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Hann tók þátt í því með einræðisherr- anum í Iran að hvetja Kúrda í Ijallahéruðum íraks til að rísa upp gegn valdhöfunum í Bagdad snemma á áttunda áratugnum. Bandaríkjamenn og íranir sáu um að smygla til þeirra vopnum og eggjuðu þá til aðgerða. Þremur árum síðar - 1975 - sveik keisarinn í íran Kúrda með Ieynilegu samkomulagi við stjórnina í Bagdad, sem gat þá hafið viðamikla herferð gegn Kúrdum. Þúsundir létu lífið, tug- þúsundir misstu heimili sín og aleigu. Kissinger lét sem hann heyrði ekki kvalarvein Kúrda sem hann hafði fórnað í ómerkilegu valdatafli; hann kom jafnvel í veg fyrir að þeir fengju lyf og mat- væli. Svikin við Kúrda eru einn af mörgum ljótum blettum á ferli þess manns. Álirif sjónvarpsins Svikin 1975 voru aðeins for- smekkur svikanna í Persaflóa- stríðinu. Þá hvöttu Bandaríkja- menn Kúrda til að rfsa upp gegn ógnarstjórn Saddam Ilusseins, sem hafði árum saman reynt að útrýma kúrdísku þjóðinni. Eftir að Kúrdar gripu til vopna sneru bandarísk stjórnvöld hins vegar við blaðinu og gáfu Saddam Hussein í reynd frjálsrar hendur til að hefna sín grimmilega. Sem hann og gerði með hryllilegum afleiðingum. Fréttamenn sem til þekkja segja að eini munurinn á því sem gerðist 1975 og 1991 hafi verið sá, að í síðara skiptið gátu alþjóð- legir sjónvarpsmiðlar sýnt heim- inum hvað var að gerast. Við- brögð almennings og fjölmiðla við þeim hryllingi sem sást á sjónvarpskjám vesturlandabúa neyddu stórveldin til að stöðva hernað Saddams og koma á svokölluðu verndarsvæði Kúrda í norðurhluta íraks. Þótt Tyrkir fari illa með Kúrda þá er þó framferði Iraka enn við- bjóðslegra. Saddam Hussein hef- ur háð langvarandi stríð við kúrdísku þjóðina og beitt við þau fjöldamorð öllum tiltækum vopn- um; þar á meðal eitri sem hann hefur notað til að drepa konur og börn í kúrdískum þorpum. Munurinn á stjórnvöldum í írak og Tyrklandi er hins vegar sá að allir vita að slátrarinn í Bagdad er sálsjúkur villimaður, en tyrknesk stjórnvöld gera sífellt tilkall til þess að vera talin með lýðræðisríkjum og vilja fá fulla aðild að samstarfi evrópskra þjóða. Til Tyrkja verður því að gera mun ríkari kröfur um virð- ingu fyrir mannréttindum ein- staklinga og þjóða en raunhæft er að gera til pólitískra glæpa- manna. Tyrkir líka fyrir rétti Umheimurinn mun fylgjast grannt með framferði Tyrkja gagnvart Kúrdum á næstunni. Þótt Tyrkland telji sig til lýðræð- isríkja vita allir að herinn ræður því sem hann vill ráða þar í Iandi. Einnig að tyrknesk stjórnmál eru gjörspillt og að tyrkneskt réttar- far á fátt nema nafnið sameigin- legt með vestrænu dómskerfi. Þetta mun allt hafa áhrif á hvaða meðferð skæruliðaleiðtogi Kúrda fær hjá tyrkneskum stjórnvöld- um. Hitt er augljóst að Tyrkir verða ekki síður fyrir rétti en skæruliðaforinginn þegar mál hans kemur fyrir einhvers konar dómstól. Annars gaf handtakan Tyrkjum gullið tækifæri til að sýna um- heiminum breytta afstöðu gagn- vart Kúrdum og bæta réttarstöðu þeirra. Fyrstu viðbrögð þeirra benda hins vegar ekki til að þeir muni grípa þetta tækifæri. Þvert á móti fylgdu þeir ráninu á skæruliðaforingjanum eftir með nýjum hernaðarárásum. Þessa dgana er tyrkneski herinn því enn á ný að herja á byggðir þess- arar langþjáðu þjóðar, sem um- heimurinn hefur svo lengi þvegið hendur sínar af.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.