Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 4
FRÉTTIR í . ipt i i, r i 'i m v . ,i t ii r. • '• r. 'í k ftl» 4-LAVGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 Upplýsingakerfi vegna Sdiengen Dómsmálaráðuneytið hefur í sam- starfi við hin Norðurlöndin 4 samið \dð IBM um gerð hluta af upplýs- ingakerfi sem koma þarf upp í lönd- unum í tengslum við þátttöku þeirra í Schengen samstarfinu. Ný- heiji mun sjá um að setja upp kerf- ið hér á landi og þjónustu við það eftir að það er komið í notkun. Samskonar kerfi verður sett upp á hinum Norðurlöndunum í hverju landi, að j)ví er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Nýherja. Þessi kerfi munu öll tengjast höf- uðupplýsingakerfi Schengen svæð- isins í Strassborg í Frakklandi. „Akvörðun um sameiginlegt upplýs- ingakerfi allra Schengen landanna tryggir mikið öryggi í samþættingu gagna og gerir lögregluyfirvöldum kleift að skiptast á gögnum á skjót- an og einfaldan hátt sem stuðlar að auknu öryggi borgaranna," segir í tilkynningu Nýherja. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, og Frosti Sig- urjónsson, forstjóri Nýherja, skrifa undir samninginn. Stefhiuiiótun í atviimiunálum ísafjarðar hafin Hafin er vinna að stefnumótun í atvinnumálum í ísafjarðarbæ og hafa verið mótaðar hugmyndir að vinnuferli í þ\4 sambandi. Skipað hefur verið í vinnuhópa sem eiga að Ijúka sinni vinnu í maímánuði en til verksins verður varið 60 milljónum króna. Fullreynt þykir að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir djúpbátinn Fagranes þrátt fyrir auðsjáanlegt hagræði af þjónustunni en nýting skipsins er aðeins 25%. Hugmyndir eru uppi um að staðsetja Fagranes á Þingeyri yfir vetrarmánuðina og halda uppi áætlunarferðum til Bíldudals og tengja þannig norður- og suðurhluta Vestfjarða betur en verið hefur en það hefur verið talin ein af forsendum aukinnar byggð- ar á Vestíjörðum að samgöngur aukist um kjördæmið. Hrafnseyrar- heiði er yfirleitt ófær á veturna vegna snjóa og ljóst að jarðgangagerð á þeim stað er ekki forgangsverkefni. Til þess að nýta skipið á þessum slóðum þarf að byggja ferjubryggju á Þingeyri og Bíldudal. - GG Framsókn á Reykjanesi klár í slaginn Framboðslisti Framsóknarnokksins á Reykjanesi hefur verio ákveðinn og var frá honum gengið á fundi fulltrúaráðs ílokksins í vikunni. I fyrsta sæti er Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og Hjálmar Arnason al- þingismaður er í 2. sæti en Framsókn á 2 af 12 þingmönnum kjör- dæmisins. I næstu sætum eru Páll Magnússon, Drífa Sigfúsdóttir, Björgvin Njáll Ingólfsson, Hildur Helga Gísladóttir, Hallgrímur Bogason, Sig- urbjörg Björgvinsdóttir, Steinunn Brynjólfsdóttir, Sigurgeir Sigmunds- son, Bryndís Bjarnadóttir og í 12. sæti er Gunnlaugur Þór Hauksson. Heiðurssætið það 24. skipar Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Útfararstofa Ísíands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - ailan sólarhringinn. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber I huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn iátna af dánarstað I líkhús. Aðstoða við val á kistu og likklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstaö í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreyfingu og fána. Blóm og kransa. Sáimaskrá og aöstoðar víð val á sálmum. Likbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsta á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiðí. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. sverrir oisen Flutning á kistu til landsios og frá landinu. útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Síina skráimi drelft á lilíðar Úlfarsfells Fjórtán fyrirtæki, Reykjavík meimingar- borg 2000 og samtök- in Gróður í landnámi Ingólfs hafa samein- ast um endurvinnslu lifræns úrgangs sem nýttur verður til að græða örfoka land á höfuðborgarsvæðinu. Skil 21 er heitið á endurvinnslu- og uppgræðsluverkefni sem 14 fyrirtæki, Reykjavik menningar- borg 2000 og samtökin Gróður í landnámi Ingólfs standa að og kynnt var í gær. Ellefu fyrirtæki í höfðuborg- inni hafa skuldbundið sig til að flokka úrgang sem til felllur hjá þeim og skila lífrænum hluta hans til Gámaþjónustunnar. Þar verður honum breytt í svokallaða moltu sem er ákaflega frjósamur jarðvegur. Moltan verður nýtt til að græða upp land og verður byrjað í suðurhlíðum Ulfarsfells en þar er gróður mjög á undan- haldi. Sorpa mun einnig leggja verkefninu til moltu. „Reykjavík hefur metnað til að ganga fram fyrir skjöldu og stíga ný skref í umhverfismálum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri þegar Skil 21 var kynnt, en það er fyrsta verkefnið sem kynnt er opinberlega á veg- um menningarborgarársins. „Reykjavík - menningarborg Evr- ópu árið 2000 er kjörinn vett- vangur til að festa Reykjavík í sessi sem hina vistvænu höfuð- borg í norðri," sagði borgarstjóri. Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið falla til um 200 þúsund tonn af lífrænum úr- gangi á höfuðborgarsvæðinu á ári og aðeins lítið magn er nýtt. Björn Guðbrandur Jónsson, um- hverfisverkfræðingur hjá Línu- hönnun, sem hefur haft veg og vanda af mótun verkefnisins Skil 21, segir að hægt sé að minnka það sorp sem þarf að urða um um 50-60% með því að jarðgera það. Einnig sé hægt að draga verulega úr gróðurhúsaáhrifum af manna völdum með þessari aðferð eða um 5-8%. Síðast en ekki síst sé lífrænn úrgangur kjörinn áburður þegar búið sé að vinna hann með ákveðnum að- ferðum. Þetta er líka það sem koma skal, sagði Björn Guð- brandur og benti á að fljótlega tæki gildi á evrópska efnahags- svæðinu tilskipun um flokkun líf- ræns úrgangs og spilliefna frá öðrum úrgangi á urðunarstöðum. Fyrirtækin sem gerst hafa stofnaðilar að þessu verkefni eru Landsvirkjun, Kexverksmiðjan Frón, Nýkaup, Hótel Saga, Gæða Grís, ísal, Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn, Prentsmiðjan Gutenberg, Skeljungur, Eimskip og Landssíminn. Kostnaður fyrir- tækjanna er fyrst og fremst fólg- inn f flokkuninni, en mörg eru þegar farin að flokka úrgang. Þau greiða einnig árgjald til að standa straum af kostnaði við verkefnið en það er ekki hátt. Það er til marks um hversu mjög viðhorfin í umhverfismál- um hafa breyst að fyrirtækin sjá sér hag í því að tengjast endur- vinnslu- og uppgræðsluverkefni eins og Skil 21 þótt það kunni að kosta þau peninga. .Á'ánningur- in er fyrst og fremst sá að fá að vera með í því að gera góða hluti," segir Guðmundur Björns- son, forstjóri Landssímans. Hjá Landssímanum fellur til mikið af pappír, bara í símaskránni eru 500 tonn af pappír og Guðmund- ur segir það hið besta mál ef hægt sé að nýta hana með öðru í að græða upp land. - VJ Ar íyrir þjófinað og likamsárás Hæstiréttur hefur staðfest eins árs fangelsisdóm undirréttar yfir síbrotamanni um tvítugt sem ákærður var fyrir þjófnað og lík- amsárás. Með brotunum rauf maðurinn skilorð og voru þau framin áður en fyrri dómur gekk. Var Helga ákvarðaður hegningarauki, en við refsiákvörðun var einnig tek- ið tillit til að Helgi hafði ítrekað gerst sekur um þjófnað og að lík- amsárásin var án nokkurs tilefn- is af hendi þess sem fyrir henni varð. Akærði hafði fjórum sinn- um hlotið skilorðsbundna dóma á rúmlega þremur árum, en rauf ávallt skilorð. Kom því ekki til álita að skilorðsbinda frestun á hluta refsingarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm undir- réttaryfir tvítugum síbrotamanni sem ákærður var fyrirþjófnað og iíkams- árás. í öðrum líkamsárásardómi í Hæstarétti var maður hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa veist að öðrum manni á dansleik í Félagsheimili Húsavíkur að- faranótt 2. nóvember 1997 og sparkað í hann með þeim afleið- ingum að þolandinn fótbrotnaði. Akærði neitaði sök og verulegs ósamræmis gætti í framburði vitna um atburðarás. Talið var að ekki hefði tekist að sanna sök og var maðurinn því sýknaður. Hæstiréttur snéri við dómi und- irréttar þar sem hinn ákærði var dæmdur í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða 200 þúsund króna skaða- bætur. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.