Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 20. FF.BRÚAR 1999 FRÉTTASKÝRING rD^tr HandknattleLkssam- bandið enn rekið með tapi. Tap á HM ‘95 vegna vanefnda stjóm- málamanna. Ásakanir um öfundsýki. ísland ekki við sama borð og aðrir hjá Alþjóða handknattleikssam- bandinu. Framkoma Sjónvarpsins „sví- virðHeg“. Undanfarin ár hefur gengi ís- Ienska karlalandsliðsins í hand- bolta verið þjóðinni til sóma. Enginn hefur séð eftir krónu í styrki til „strákanna okkar“ eins og sagt er á stórum stundum. Nú er öldin önnur. Islenska karla- landsliðið er aftur komið í sama farið og 1981. Velgengnin hefur ekki alltaf riðið húsum í höfuðstöðvum- Handknattleikssambands Is- lands. Sambandið hefur verið rekið með tugmilljóna tapi í fleiri ár en haldið sjó vegna velvildar lánadrottna. Núverandi stjórn HSI tók við gjaldþrota útgerð þar sem skuldir voru nær hundrað milljónum meiri en eignir. Guð- mundur Ingvarsson, formaður HSI, ogjóhanna A. Sigurðardótt- ir gjaldkeri hafa ásamt öðrum stjórnarmönnum snúið dæminu við. A síðasta reikningsári var HSÍ rekið með 65 milljóna króna hagnaði! Engum göldrum var þó beitt heldur náðist þessi árangur með nauðasamningum og ríkis- framlagi. Samkvæmt ársreikning- unum er eigið fé sambandsins neikvætt um 9,7 milljónir nú í stað 74,5 milljóna árið áður. HSÍ er því f raun enn rekið með miklu tapi og framtíð þess háð góðvild lánadrottna. Upphaf fjárhagsvandans Rekja má upphaf íjárhagsvanda HSI aftur til ársins 1987 þegar sótt var um að halda heimsmeist- arakeppni á íslandi. Sóst var eftir stuðningi ríkisvaldsins til þess að leggja áherslu á alvöru málsins. Sá stuðningur fékkst 29. maí 1987, í bréfi sem Sverrir Her- mannsson, þáverandi mennta- málaráðherra, sendi Jóni H. Magnússyni, þáverandi formanni HSI. I bréfinu staðfestir Sverrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi 26. maí 1987 að verða við beiðni HSI um stuðning við um- sóknina til IHF um að heims- meistarakeppnin verði haldin hér á landi árið 1994. Rúmri viku eftir að Sverrir sendi Jóni stuðningsyfirlýsing- una, 9. júní 1987, sendir hann annað bréf, nú í félagi við utan- ríkisráðherrann, Matthías A. Mathiesen. Bréfið, sem skrifað er á ensku, þýsku, spænsku og frön- sku, var á bréfsefni stjórnarráðs- ins með stimpli bæði mennta- mála- og utanríkisráðuneytisins, stílað á þá sem málið varðaði. Þar segir (þýtt úr ensku): „Þessi um- sókn nýtur fulls styrks og stuðn- ings ríkisstjórnar Islands." Nítjánda apríl 1988 sendir menntamálaráðuneytið enn eitt bréfið, nú til Alþjóða handknatt- leikssambandsins, undirritað af Knúti Hallssyni ráðuneytisstjóra. Þar segir að ríkisstjórnin hafi lýst fullum stuðningi við umsókn HSI (... its full backing and support ...). I bréfinu er einnig staðfestur sá ásetningur ríkisstjórnar Is- lands að byggja nýja íþróttahöll í Reykjavfk sem hæfi úrslitaleik HM í handbolta. Þegar hér er komið var engin furða þótt HSI-stjórnin hafi verið full bjartsýni og vaðið í málið af eldmóði. Hún treysti bakhjarlin- um, ríkisstjórn Islands. Ríkisvaldið hrást Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrum formaður HSI, átti hugmyndina að fá HM til íslands. „Eg leit alltaf á stuðningsyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar sem vilja um að koma að verkefninu og taka þátt í þeim kostnaði sem af því hlytist. Við erum ekki stær- ri þjóð en svo að útilokað var að HSI sæi eitt um keppnina. Það var því mikils virði að hafa ríkis- valdið sem bakhjarl þegar krafan kom um að byggja nýja 7.000 manna íþróttahöll. I upphafi hafði IHF gefið grænt ljós á að Laugardalshöllin væri í lagi með smá lagfæringum. Það var síðan að kröfu Svía sem IHF skipti um skoðun og heimtaði stærra hús fyrir úrslitaleikinn," sagði Jón Hjaltalín. „Reykjavíkurborg bjarg- aði síðan keppninni með stækkun Hallarinnar." Ríkisvaldið brást algerlega þeg- ar á hólminn var komið. Ekki kom til greina að byggja íþrótta- og sýningahöll, þrátt fyrir gefin loforð. Svo langt var gengið að Bréf undirritað af Ólafi G. Einarssyni, dagsett 29. janúar 1994, sent til Ólafs Schram formanns HSÍ, varð- andi sjónvarpsréttindi keppninnar. farið var fram á að hætt yrði við keppnina hér á landi. I staðinn ætlaði Ijármálaráðherrann, Frið- rik Sophusson, að gauka 5 millj- ónum að HSI upp í útlagðan kostnað. „Það var ekki bara ríkið sem vildi keppnina burt. Af eintómri öfund voru Kolbeinn Pálsson, þá- verandi formaður KKI, og for- ystumenn KSÍ allan tímann á móti því að fá keppnina hingað. Ellert Schram sagði meira að segja að við ættum bara að láta okkur nægja að horfa á keppnina í sjónvarpi. Öll önnur sérsam- bönd studdu okkur,“ sagði Jón. Það virðast því hafa verið ákveðin skilaboð sem ríkisstjórn Islands fékk frá þungavigtar- mönnum í íþróttahreyfingunni áður en hún bauð millljónirnar fimm fyrir að hætta við. Hér fór skuldasnjóboltinn á fulla ferð. Kannski vegna mis- skilnings stjórnarmanna HSI, sem héldu að ríkisstjórn Islands ætlaði að sýna velvilja sinn í verki með þátttöku í kostnaði af ævin- týrinu. Kannski vegna þess að hugur fylgdi aldrei máli hjá ríkis- stjórninni vegna vantrúar á að keppnin fengist hingað til lands. HSÍ í greiðsluþrot 1991 Árið 1991 var HSÍ nánast gjald- þrota og útlit fyrir að ekkert yrði af heimsmeistarakeppninni hér á Iandi. Efnt var til neyðarfundar með menntamálaráðherra, Ólafi G. Einarssyni, 20. september þar sem fjárhagsstaða HSI var rædd. Á fundinum voru Jón H. Magn- ússon, formaður HSI, og gjald- keri sambandsins, Valur Páll Þórðarson, ásamt fulltrúum frá ISI, íþróttafulltrúa ríkisins og for- seta Ólympíunefndar Islands. Þar kom fram að lausaskuldir HSI voru orðnar 22,2 milljónir króna. HSI bað um 25 milljóna lán sér til bjargar. Ráðherra tók fram á fundinum að ríkisstjórnin stæði við sinn þátt í gerðum samning- um! Undir lok ársins 1991 var ríkis- stjórnin farin að vantreysta hand- knattleiksforystunni fyrir HM og vildi taka framkvæmdina úr höndum HSI. Þá segir Jón Hjaltalín Magnússon, í bréfi til Loga Kristjánssonar, formanns Breiðabliks í Kópavogi, frá bréfi sem Benedikt Jóhannsson, að- stoðarmaður Friðriks Sophusson- ar fjármálaráðherra, samdi í sam- ráði við ráðherrann. Bréfið skrif- uðu ráðherrann og aðstoðarmað- urinn, að sögn Jóns, í nafni Handknattleikssambandsins til ríkisstjórnarinnar. Jóni var síðan sagt að setja bréfið á bréfsefni HSI og senda til ríkisstjórnarinn- ar. I bréfinu kemur fram að HSI muni vinna að stofnun félags um framkvæmd HM. Þar með var heimsmeistarakeppnin úr hönd- um stjórnar Handknattleikssam- bands Islands. HM-nefndin borgaði RÚV fyx- ir framleiðsluna Til að forða frekari skakkaföllum og skaðabótakröfum á HSI, varð úr að HM-nefndin keypti sýning- Rekja má upphaf fjárhagsvanda Handknattk arréttinn af CWL. Þar með varð nefndin fyrsti mótshaldarinn í sögu HM, sem kostaði sjónvarps- framleiðsluna. Nefndin greiddi síðan RÚV kr. 43.315.206 fyrir sína vinnu. Auk þess varð hún að greiða RÚV kr. 2.000.000 í þókn- un vegna kostunaraðila útsend- inganna. Ofan á annað fékk Bréf undirritað af Birgi ísleifi Gunn- arssyni og Knúti Hallssyni, dagsett 19. apríl 1989, sent til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. nefndin ekki að selja sjónvarps- auglýsingar fyrir, í hálfleik eða eftir leiki í beinum útsendingum. Reyndar kemur fram í bréfi Heimis Steinssonar, fyrrum út- varpsstjóra, dagsettu 28. janúar 1994, til Magnúsar Oddsonar, formanns HM-nefndarinnar, að Ríkissjónvarpið sé reiðubúið að annast sjónvarpsútsendingarnar fyrir kr. 58.400.000. Sú tala kem- ur fram í kostnaðaráætlun sem Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, og Eyjólfur Valdimarsson unnu fyrir útvarps- stjóra. Daginn eftir að Heimir ritar bréf sitt, 29. jan. 1994, ritar yfir- maðurhans, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, bréf til Ólafs B. Schram, þáverandi for- manns HSI, þar sem hann stað- festir að ríkisstjórn Islands ábyr- gist skuldbindingar HSÍ varðandi sjónvarpsútsendingar frá HM keppninni, byggðar á tilboði Heimis til Magnúsar Oddssonar deginum áður. Framkoma RÚV „svívirðHeg“ „Það var að sjálfsögðu gert ráð fyrir að RÚV væri stór aðili í framkvæmdinni. Við ætluðum í samvinnu við Ríkissjónvarpið að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.