Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 2
1 . 2-LAUGARDAGUR 20. FERRÚAR 1999 FRÉTTIR Nefnd til að takmarka hrossafjölda og ofbeit leggur til að viðurlög við brotum á lögum um búfjárhald verði ströng, og m.a. verði heimilt að svipta menn leyfi til að halda dýr. Menn jafnvel sviptir leyfi til búfj árhalds Meira gródureftirlit er meðal tillagna nefndar sem falin var tillögugerð um aðgerðir til að tak- marka hrossafjölda og hrossabeit. „Skýr refsiákvæði verði við brotum á lögunum (um búfjárhald), t.d. svipting leyfis til dýrahalds almennt eða á til- tekinni dýrategund, sektir og svo fram- vegis.“ Þetta er ein fjölmargra tillagna í skýrslu sem nefnd um aðgerðir til að takmarka hrossafjölda og ofbeit hrossa hefur skilað af sér til landbúnaðarráð- herra. Nefndin Ieggur til að vægi gróð- ureftirlits verði aukið í núverandi bú- fjáreftirlitskerfi og telur nauðsynlegt að veigamiklar aðgerðir verði gerðar á framangreindum lögum svo þau þjóni betur markmiðum sínum um góða meðferð og aðbúnað búfjár. Lögin séu FRÉTTAVIÐTALIÐ ekki nógu skilvirk þegar taka þurfi á málum þegar meðferð búfjár og ástand beitilands sé í ólagi. Tími og fé fari að mestu í gagnasöfnun um fóðurforða og búfjárfjölda. Þeirra upplýsinga ættí að afla með því að senda eigendum skýrsl- ur til útfyllingar. Tölur yrðu síðan sannreyndar með tilviljunarkenndum úrtökum. Búfjárhald óheimilt án leyfis Lagt er til að vægi gróðureftirlits verði aukið í núverandi búfjáreftirlitskerfi. Landinu verði skipt upp í eftirlits- svæði. Maður/menn verði ráðnir til eftirlits með búfjarhaldi og meðferð beitilands á hverju svæði og verði þeir starfsmenn hlutaðeigandi sveitarfé- laga. í störfin verði eingöngu heimilt að ráða þá sem uppfylla menntunar- skilyrði, s.s. búfræðikandídata og dýra- lækna. Allt búfjárhald verði óheimilt án leyfis viðkomandi sveitarstjórnar og uppfyllingar ákveðinna skilyrða m.a. um aðgang að beitilandi. Opinbert átak Nefndin leggur til að sérstöku átaki í þágu gróðurverndar verði hrint af stað með því að opinberir aðilar veiti fé sem svarar a.m.k. tveim nýjum stöðugildum leiðbeinenda á sviði landnýtingar. Þeir mundu starfa á vegum búnaðarsam- banda og/eða Landgræðslunnar. Félag hrossabænda er hvatt til að hefja nú þegar öflugt kynningarstarf, t.d. með skipulögðum fundum með hrossa- bændum og öðrum hestaeigendum um mikilvægi þess að þeir gangi vel um land og búsmala. í skýrslunni er lögð áhersla á að hagsmunaaðilar í hrossarækt ljúki þró- un á gæðastjórnunarkerfi sem taki til ástands beitilands og landnýtingar á hverri jörð. Lánveitingar Lánasjóðs landbúnaðarins til framkvæmda og jarðakaupa verði bundnar skilyrðum um vottun m.a. á ástandi beitilanda. Afdráttarlaus skilyrði um sjalfbæra landnýtingu verði sett í leigusamn- inga/byggingabréf á ríkisjörðum. — HEI Um síðustu mánaðamót voru Rotary-félagar á ís- landi í hátíðarskapi og undirbjuggu 300 manna veislu í tiiefni af vísitasíu alþjóðaforseta Rotaiy til íslands, en sá heitir James Lacy. Allir voru bún- ir að taka fram sín fínustu djásn og tau og Lacy var lagður af stað með flugvél Flugleiða frá Boston. Fluginu var Jiins vegar snúið við vegna bilunar og eftir japl, jaml og fuður féllust mann- inum á endanum hendur og hætti hann við heim- sóknina með öllu. Veislunni þurfti því að aflýsa með aðeins sólarhrings fyrirvara og eru engin plön í gangi um að hann komi til íslands í bráð. Töluvert rót kom á Rotaiyfólk vegna þessa máls... Prófkjörið hjá Samfylkingunni ' í '• V‘ir SCIU ^unnu^ cr bindandi fyr- ir fyrstu 9. sætiu en nú hefur H I samkvæint heiinildum pottverja ***■ veriö gcngið frá því hverjir skipa Vilhjálmur H. næstu fimm sæti. Ungliðinn og Vilhjálmsson. stúdentafrömuöurinn Vilhj áhnur H. Vilhjálmsson verður í 10. sæti, Heimir Már Péturson í 11. og Stefán Bene- diktsson í 12. sæti. Hulda Ólafsdóttir sem gerði sér vonir um 8. sætið þar til Guðný Guðbjöms- dóttir hætti við að hætta verður í 13. sætinu og Guðrún Sigurjónsdóttir í því fjórtánda. Þriggja dálka baksíðufrétt í Vikudegi á Akureyri hefur vakið mikla kátínu í heita pottinum. Frétt- in er um að Dagur sé seldur á Akureyri, en gefinn í verslunum Nóatúns í Reykjavík. Til að kanna málin segist Vikudagur hafa hringt í verslanir Nóatúns í Reykjavík og fengið staðfest að þar væri blaðið gefiðl „Hvers eiga Akureyringar að gjalda?“ - spyr svo Vikudagur hneykslaður! Eins og alkunna er hefur Nóatún um margra mánaóa skeið keypt Dag í stóram stíl og boðið viðskipta- vinum sínuin blaðið í kaupbæti sé keypt fyrir 1500 kr. eðameira. Allt þettahefurNóatúnaug- lýst rækilega í heilsíðum og hálfsíðum í Degi og annars staðarl Hver segir svo að menn þurfi að fylgast með til að gefa út fréttablað?!... Helgi Laxdal formaðurVélstjórafélags ís- lands. Vélstjórafélag íslands 90 ára. Átta stofnfélagar, kynd- arar ogaðstoöarmenn. Vél- stjórar sameinast í eittfélag í árslok. Aukahlutirvél- stjóra óbreyttir í sögu hluta- skipta. Aukinn hlutur í geiö- ardórni. Vélstjöranámið að háskólanámi - Hvað er þér efst í huga þegar litið er yfir 90 ára sögu Vélstjórafélags íslands? „Það eru þær rosalegu breytingar sem hafa orðið á starfsumhverfi vélstjóra frá því félagið var stofnað upp úr aldamótunum, eða 20. febrúar 1909 á Smiðjustíg 6 í Reykjavík. Stofnfélagar voru átta, undir- menn á togurum, kyndarar og aðstoðar- menn. Þá voru menn á þessum smábáta- flota Iandsmanna, en fiskiskipaflotinn skipt- ist þá í smábáta, gufutógara og kaupskip. Hinsvegar var mjög lítið um vélstjóra í landi á þessum tíma. Þá tekur Vélskólinn ekki til starfa fyrr en árið 1915 og sama ár byrja svonefnd fiskifélagsnámskeið sem sáu alfar- ið fyrir vélstjórum á fiskiskipaflotann, eða allt til ársins 1966. Fyrstu námskeiðin tóku átta vikur sem tryggðu mönnum réttindi á svo til allan bátaflotann. I dag þurfa menn sjö ára nám til að öðlast full réttindi á stærstu skipin en um tveggja ára nám fyrir á bátaflotann. Eg tel að við eigum að setja vél- stjóranám á háskólastig." - Hvernig voru kjörin hjá vélstjórum á þessum fyrstu árum félagsins? „Eg var nú að fara yfir þetta og m.a. vegna þeirra deilu sem við áttum í síðustu kjara- samningum út af kröfunni um aukahluti vélstjóra. Samkvæmt mfnum upplýsingum um aukahluti til handa yfirmönnum, þá hafa þeir verið óbreyttir síðan fyrstu samn- ingarnir voru gerðir árið 1932. Yfirvélstjóri var með einn og hálfan hlut og fyrsti vél- stjóri með einn og kvart. Þessir aukahlutir hafa trúlega ekkert breyst frá þvf í upphafi hlutaskipta í byrjun aldarinnar. Ég hef því oft bent á það að það væri gaman að sjá |>á vinnustaði sem eru með óbreytt Iaunahlut- föll frá upphafi. Ég held að þeir séu ekki margir. Hinsvegar hefur fjölmargt breyst í kjarasamningum vélstjóra á þessum tíma eins og til dæmis frí, réttur til frítöku, greiðslur í lífeyrissjóði, í styrktar- og sjúkra- sjóði svo nokkuð sé nefnt.“ - I þá daga voru vinnuaðstæður vélstjóra töluvert frábrugðnar því sem þekkist í dag, ekki rétt? „Þetta er auðvitað allt annað nú en þá. Ætli þessir bátar hafi ekki verið frá 10 tonn- um og uppí 30 - 40 tonn að stærð. Það hef- ur breyst mikið frá því að vinna um borð í þessum skipum og þeim sem eru við lýði í dag. I þessum skipum var líka enginn bún- aður miðað við tæknibúnaðinn í dag. Þá var ein vél og kannski vinda sem menn þurftu að kunna skil á. f nýjum skipum þurfa menn að kunna skil á kælitækni, rafeinda- og vökaþrýstibúnaði og allri sjálfvirkninni um borð. Þetta er orðið allt annar vinnustaður en áður var.“ - Hver er helstu baráttumálin á afmæl- isárinu? „Það er að sameina stéttina í eitt félag, eins og við höfum verið að vinna að. í lok ársins verðum við trúlega með eitt félag með þremur deildum á ísafirði, Vestmanna- neyjum og á Suðurnesjum. Um 2.100 vél- stjórar eru í félaginu og stækkar í 2.400 með sameiningu. Eftir það verðum við önnur stærstu samtökin í sjávarútvegi á eftir Sjó- mannasambandinu. Þá yrði aðeins einn samningsaðili fyrir vélstjóra. Fjölgun félaga liggur í vinnu í landi því skipum fækkar og þau verða stærri. I kjaramálum erum við að vinna að aukahlutunum, en það mál er í gerðardómi. Okkur kröfur eru til dæmis þær að hlutur yfirvélstjóra hækki úr 1,50 í 1,75 og fyrsti vélstjóra úr 1,25 í 1,50 svo dæmi sé tekið.“ . GRH -q 1 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.