Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 6
6 - LAVGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði Lausasöiuverö: iso KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Heilbrigð skynsemi f fyrsta lagi Það þykir ekki lengur boðleg hagfræði að leysa Qárskort ríkisins með því að prenta peninga. Slíkt Ieiðir til verðbólgu og gengis- fellir raungildi peningaseðlanna. Peningarnir verða víst að vísa til einhverra raunverulega verðmæta. Þessi sannindi flokkast undir þau alþýðlegu fræði sem oft eru kölluð heilbrigð skyn- semi. Heilbrigð skynsemi birtist okkur í fjölbreyttum myndum ttd. í því orðtaki að það sé skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn, því að sá sem alltaf krítar liðugt geti ekki átt von á að vera tekinn bókstaflega, og í því að trúverðugleiki manns er mældur á grundvelli fyrri hegðunar hans. í öðru lagi Nýlega er búið að birta skýrslu um þróun í byggðamálum frá 1994-1997 og bera hana saman við stefnumótun Alþingis. I stuttu máli hefur stefnumótun þingsins verið gjörsamlega hunsuð. Gengisfelling þessa þingskjals er því alger og gengis- felling Alþingis veruleg. Byggðaþróun er einfaldlega það mikil- vægt mál að menn geta ekki leyft sér að samþykkja eitthvað út í loftið, sem ekkert er síðan að marka. Þegar svo við bætist að önnur dæmi eru um miklar ákvarðanir, sem ekkert er gert með - nú síðast varðandi atvinnuuppbyggingu við Mývatn eftir Kísil- iðju og í hvalamálinu - þá er heilbrigðri skynsemi nóg boðið. í þriðja lagi Augljóslega var stefnumörkunin í byggðamálum á sínum tíma alls ekki nægjanlega undirbúin. Nú er komin fram ný þingsá- lyktun um byggðamál, sem vissulega hefur verið unnin með nokkuð öðrum hætti. I þessari nýju áætlun er á sumum sviðum farið inn á miklar framfarabrautir, eins og t.d. að reyna að skil- greina vandann með fræðilegum hætti áður en menn byrja að reyna að leysa hann. Það flokkast undir heilbrigða skynsemi. Engu að síður er það ögrun við heilbrigða skynsemi, að taka mark á þessu plaggi, því reynslan segir okkur að engin trygging virðist vera fyrir því að samþykktum Alþingis sé fylgt eftir. Það er brýnt að Alþingi fari að prenta samþykktir, sem vísa til raun- verulegra verðmæta - þannig að fólk með heilbrigða skynsemi geti borið virðingu fyrir löggjafarþinginu. Birgir Guðmundsson Útgáfufélag: dagsprent Spumiiigar í yfirþimgavigt Islendingum er illa við flókin mál. Við erum á móti málum sem hafa margar hliðar, málum sem við þurfum að ígrunda, hugleiða og skoða frá öllum hliðum, málum sem hægt er að réttlæta og rökstyðja frá ýms- um sjónarhornum. Þannig erum við fyrst og fremst á móti kvótakerfinu vegna þess að það er svo flókið að enginn getur verið þess fullviss í deilum um það að hann hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Og Islendingum Iíður illa þegar þeir hafa ekki 100 prósent rétt fyrir sér eins og þeir eru vanir. Við viljum fá að rífast um einföld og Iítil skammdegismál sem hægt er að afgreiða með: „Svona er málið vaxið og þarna liggur hundurinn grafinn og haltu svo kjafti hálfvitinn þinn,“ án frek- ari rökstuðnings. Þess vegna erum við svo ánægð með að geta gusað úr reiðiskálunum yfir Spurninga- keppni framhaldsskólanna í sjónvarpinu. Glaðir og gáfaðir Þessi spumingakeppni er afar hupplegt ágreiningsefni í yfir- standandi illviðrakafla. Og hér þurfum við engin rök gegn því að Logi Bergmann sé leiðinleg- ur og Illugi fífl. Dómarinn og spurningasmiðurinn Illugi fær hressilega á baukinn þessa dag- ana fyrir þá ósvinnu að semja svo þungar og flóknar spurn- ingar að við sem heima sitjum getum ekki svarað þeim. Hann misskilur fullkomlega sitt hlut- verk. Fram til þessa hafa spurningahönnuðir sem sé átt- að sig á tilgangi og markmiðum þessa þáttar, sem er auðvitað að efla sjálfstraust og belging okkar sem heima sitjum. Með því einmitt að semja svo léttar spurningar að hálfmenntaðir kverúlantar eru vísir til að svara svona fjórðungi og allt að helmingi spurninganna. Og una svo glaðir og gáfaðir við sitt, fullkomlega ánægðir með þáttinn og eigin þekkingu. Forsenda visk- unnar Illþýðið Illugi hefur sprengt upp og eyðilagt þetta ferli og semur spurningar í yfirþunga- vigt sem aðeins sæmilega greindum og upplýstum Islendingum er unnt að svara. Þess vegna erum við sem heima sitjum upp til hópa svona óánægð. En samt ánægð í bland því nú höfum við fengið einfalt mál til að andskot- ast út af í þjóðarsálum og Iesendabréfum. Og ekki spillir að geta andskotast í manni sem hefur það hlutverk helst að vera síknt og heilagt að úthúða náunganum í ræðu og riti. Gott á hann! En Garri er að sjálfsögðu ekki í þessum hópi. Garri við- urkennir fúslega að hann gat ekki svarað einni einustu spurningu í spurningaþætti framhaldsskólanna í sjónvarp- inu. En ekki vegna þess að spurningarnar væru svo þung- ar, heldur vegna þess að Garri sjálfur er bæði illa lesinn, óminnugur og á vissan hátt vit- grannur. Garri veit sem sé að hann veit ekki nokkurn skapað- an hlut. Og vitneskjan um það er upphaf og forsenda viskunn- ar GARRI. Illugi Jökulsson. Hvenær drepur maður Hvenær á að drepa hval og hvenær á ekki að drepa hval? Það er spurningin. Engum getum skal að því leitt hvort að þeir Jón Hreggviðsson eða Hamlet kynnu að ráða fram úr vandamálunum fremur en eigin tilvistarvanda þegar þeir köstuðu fram sínum fleygu setningum um hvenær er drepið og hvenær er ekki drepið, eða hvort maður er eða er eldd. I tuttugu ár hafa þessar spurn- ingar bögglast íyrir Alþingi Is- lendinga í hvert sinn sem hval- veiðar eða hvalafriðun ber á góma, eða allt síðan samþykkt var við Austurvöll að leggja bvalveiði- skipum Kristjáns Loftssonar um stundarsakir. Otal þingsályktun- artillögur um málið hafa verið svæfðar í nefndum þegar í Ijós kemur að þingheimur getur í hvorugan fótinn stigið þegar hvalveiðar eru á dagskrá. Þrátt fyrir eftirrekstur reynir aldrei á hvort þingmeirihluti er fyrir að hefja veiðar eða ekki. Nú á enn einu sinni að knýja fram úrslit í þrætumálinu um hvalinn, en allt mun það renna út í sandinn eins og fyrri daginn. Fj áröflunarleiöir Allt snýst þetta um hvernig á að græða á hvalnum. Þeir sem vilja drepa hval til að éta hann og selja eru taldir blóðþyrstir andstæðingar náttúru- lögmálanna af um- hverfisverndarsinnum. Þeir aftur á móti leggja fram rök fyrir því, að hægt sé að græða miklu meira á hvalnum með því að selja aðgang að honum og fellur sú fjáröflunarleið undir ferðamannaþjónustu, sem er göf- ug og náttúruvæn atvinnugrein. Þeir sem vilja friða hval sýna fram á, að hefjist hvaladráp að nýju verði fótum kippt undan öllu efnahagslífi þjóðarinnar, þar sem viðskiptabann verði sett á landið og ferðamannastraumurinn Ieita hval...? annað. Hvalveiðisinnar eru eins vissir í sinni sök, að heimurinn muni kæra sig kollóttan um hvort hér eru drepnir einhverjir hvalir eða ekki og að góðir markaðir standi galopnir fyrir afurðir Hvals hf. Hér stendur staðhæfing gegn staðhæfingu, en um eitt eru þó allir sammála, sem er að hvalurinn við ísland sé auðlind sem ber að nýta og græða á. Eng- um dettur í hug að hvalurinn hafi rétt til að synda sinn sjó í friði fyrir skotglöðum veiði- mönnum eða ágengum áhorfend- um sem gera sig heimakomna á hvalaslóð. Sem betur fer þarf Alþingi ekki að taka tillit til hræsnisfullu gróðapunganna sem standa fangavaktina í Klettsvík. Sjálfbær skepna Ágreiningurinn er um með hvaða hætti er ábatavænst að nýta hval- inn. Svipað er uppi á teningnum þegar kemur að orkuöflun. Hart er deilt um hvort vatnasvæði gef- ur betur af sér með því að nýta það til orkuframleiðslu eða sem augnayndi fyrir túrista. Ferða- mannabransinn vill fá að aka ferðamönnum um Iandslag, sýna þeim náttúruna og selja mat og gistingu auk fróðleiks sem leið- sögumenn eru svo fleytifullir af. Svo er því haldið fram að ferða- fólkið geti allt eins glápt á uppi- stöðulón, og að málmbræðslur gefi miklu betur af sér en óbeisl- uð náttúran. Langt mun í það, að hvalur verði veiddur, hvað sem loðnum ályktunum Alþingis líður, þar sem miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi. En hvort sem hvalur verður drepinn eða ekki drepinn, eru all- ir sammála um, að hvalurinn er í sjónum til þess eins að við getum grætt á honum. Hann er sjálfbær hvernig sem á hann er litið. svaurað Hvort ereðlilegra; að í Norðlingaholti sé íbúða- byggð eða shógræht? Ólafux F. Magnússon borgarftdltníi Sjálfstæðisflohks. „Við sjálf- stæðismenn í borgar- stjórn teljum að þetta sé kjörið bygg- ingasvæði, sem liggi afar vel við samgöngum með tilliti til Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar. Þetta svæði er ekki á hinu umrædda sprungu- svæði við Rauðavatn, en þar hugðist borgarstjórnarmeirihluti vinstrimanna hefja bygginga- framkvæmdir fyrir um tuttugu árum. I staðinn veittu borgarbú- ar sjálfstæðismönnum brautar- gengi þá, einsog íbúðabyggðin í Grafarvogi vitnar um, og von- andi einnig í Geldinganesi í nán- ustu framtíð." Helgi Hjörvar oddviti Reykjavíkurlista. „Það er eins með fjöl- skyldu mína og Kjartans Gunnarsson- ar að við eig- um land í Norðlinga- holti. Af áð- urnefndri ástæðu þekki ég þetta svæði mjög vel. Afi og amma bjuggu þarna á sumrin þegar ég var strákur, og þetta er óskaplega skemmtilegt svæði að búa á. Þarna eru náin tengsl við náttúr- una og ég held að það séu eftir- sóknarverð gæði að byggja þarna íbúðasvæði." Snorri Hjaltason varafulltníi Sjálfstæðisflokks í sltipu- lagsnefud. „Ég myndi vilja sjá hvort tveggja. Þetta er jað- arbyggð á borgarsvæð- inu þar sem er góð að- staða til úti- vistar og hvað fer betur saman, en útivist, gróðurrækt og hlýleg heimili." Helgi Pétuxsson borgarfulltníi Reykjavíkurlista. „Ég held að töluverður tími líði þar til menn taki Norðlinga- holtið undir íbúðabyggð, enda eru margar afar athyglisverð- ar hugmyndir um þéttingu byggðar í borginni nú á sveimi. Ég vona að Kjartan Gunnarsson geti stundað skógrækt sína í Norðlingaholti sem lengst og hann má gjarnan hringja í mig á fögrum vordegi, ef hann vantar hjálp."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.